Vísir - 23.05.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 23.05.1980, Blaðsíða 1
%m (D a taftttl* wm>: Föstudagur 23. maí 1980/ 122. tbl. 70. árg. B8aaaðgWla^jPig^8gSM!iWPfi^^ ....... .......^'^nHnHMn FJÁRMALASTJÓRI FRÍHAFHARINNAR ÚANÆGÐUR: Rýrnunin í Fríhðfninni um 45 milllónir i fyrra! „Mér finnst rýrnunin vera of mikil hér i Frihöfninni og tilraunir til að lækka hana hafa mistekist enn sem komið er. Á siðasta ári mun rýrnunin hafa verið 1,5-1,8% af 2,5 milljarða veltu" sagði Agúst Ágústsson, fjármala- stjóri Frihafnarinnar á Keflavflcurflugvelli, i samtali við Visi. Ef gengiö er út f rá aö rýrnun- in á siöasta ári hafi numið 1,8% af veltu upp á 2,5 milljarða, þýð- ir það 45 milljón króna rýrnun. Hagnaður afrekstri Frlhafnar- innar á siðasta ári nam 520 milljónum króna sem er svipað i krónutölu og árið áður. Ágúst sagði að ekki lægju fyrir upplýsingar um hvort rýrnunin á Keflavlkurflugvelli væri mikil í samanburði við aðr- ar frihafnir eða ekki. Um hvort dregið hefði úr rýrnun það sem af væri þessu ári. sagði Agúst svo ekki vera. „Þau markmið sem ég setti um að draga úr rýrnuninni hafa ekki náðst. Ég hefi verið að leita að orsökunum en ekki haft árangur sem erfiði. Þarna getur margt komið til. Hins vegar er ég þokkalega ánægður með út- komuna á brottfararversluninni hvaðþetta varöar, þar sem tæki og ilmvötn eru seld ásamt fleiri vörutegundum," sagði Agúst. Gjaldeyrisskil hafa löngiim þótt héldur léleg i Frlhöfninni, en þar hefur nú orðið breyting á. Agúst Agústsson sagði að skilin hefðu batnað strax og fyrirrenn- ari hans, Þórður Magnússon, kom að Frlhöfninni, og gjald- eyrisskilin væru nú um og yfir 40%. Um starfsemina I heild sagði Agústað samdráttur I sölu hefði átt sér staö I fyrra og þaö 'sem af væri þessu ári vegna fækkunar á farþegum er færu um völlinn. Tók hann sem dæmi að I april siðast-liðnum hefðu fimm þús- und færri brottfarar- og komu- farþegar farið um völlínn en á sama tima I fyrra. Þar af væru fækkun á íslendingum um tvö þúsund, en þeir væru bestu við- skiptavinir Frlhafnarinnar. -SG Nýstúdentarsem settu upp hvltkollana slna I Hamrahllöarskólanum I gær.héldu upp á daginn I Þióöleikhusskjallaranum I gærkvöldi og þar var Jens Alexandersson, ljósmyndari VIsis,með myndavélina á lofti. ÖRN FÆR OTFLUTNINGSLEYFI „Það er rétt, að viðskiptaráðu- neytið tilkynnti mér á miðviku- daginn, að leyfi til útflutnings á lagmeti, sem ég hafði sótt um, hefði verið samþykkt og ég vií gjarnan taka fram, aö ég er ákaf- lega þakklátur fyrir þessa niður- stöðu ráðuneytisins", sagði örn Erlendsson, fyrrum forstjóri Sölustofnunar lagmetis, i morgun, þegar Vlsir spurði hann, hvort rétt væri, að hann hefði fengið áðurnefnt leyfi. örn kvaðst fyrst og f remst vera með sölusambönd i Austur- Þýskalandi og Tékkóslóvakiu og hefði þegar hafið viöræður við þá i framhaldi af hinu nýfengna leyfi. Hann mun flytja út kaviar, þorsklifiir og rækju. „Ég veit, að það hafa legiö niðri taísvert góð viðskipti, sérstak- lega I Austur-Berlln, vegna þess að þetta leyfi hefur ekki verið fyr- ir hendi. Austur-Þjóöverjar voru um langt skeið stærsti kaupand- inn á íslenskum kavlar og keyptu um tlma allt aö tólf þúsund köss- um, sem er mjög mikiö magn. Ég vonast til að geta náð einhverju af þeim viðskiptum aftur", sagði Orn Erlendsson. — JM Um búsunfl sjúdentar úlskrilast Irá liórt- án skólum „Það verða útskrifað- ir um þúsund stúdentar i vor frá 14 skólum", sagði Þórunn Braga- dóttir, fulltrúi i menntamálaráðuneyt- inu, i samtali við Visi i morgun. „Um áramótin voru 165 studentar útskrifaðir svo að á skólaárinu verða alls útskrifaðir um 1170 stúdentar. Þetta er að- eins aukning frá þvi i fyrra, en þá voru alls útskrifaðir um ellefu hundruð stúdentar. Nú I vor útskrifar Menntaskól- inn við Sund flesta stúdentana, eða um 180, en ef allt skólaárið er tekið og öldungadeildir teknar með, útskrifar Menntaskólinn við Hamrahlið flesta stúdenta, eða miili 230 Og 240. Fyrstu stúdentarnir voru út- skrifaðir I gær og voru þeir frá Menntaskólanum við Sund og Menntaskólanum við Hamrahlið. Fjölbrautaskólinn I Breiðholti út- skrifar sina stúdenta I dag, en slðastur verður Menntaskólinn á Akureyri, sem útskrifar slna studenta um miðjan júni. Þá verða jafnframt mikil hátiðahöld I sambandi viö hundraö ára af- mæli skólans", sagöi Þórunn. —ATA BARNABÚKAHÖFUNDAR HORNREKA HJA SJÖDUNUM? ÞRIÐJA GREININ UM RITHÖFUNDA. OPINRER LAUN 0G STYRKI. A RLS. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.