Vísir - 23.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 23.05.1980, Blaðsíða 8
Föstudagur 23. mal 1980 1 Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Sfðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Askriftargjald er kr. 4800 á mánuöi innanlands og verð f lausasölu 240 krónur ein- takiö. Vísir er prentaöur I Blaöaprenti h.f. Síöumúla 14. A kannski að banna segulbönd? [ sjálf u sér er ekkert við því að segja, að opinberir aðilar kanni, hvort slík notkun á heimilis- tækjum stangist á við gildandi lög, en í stað þess að beita svo harkalegum aðgerðum sem að gera tækjabúnaðinn upptækan, ættu menn að fara að þessu öllu með gát og flýta sér hægt. Fólk er orðið hvekkt á endalausum af skiptum hins opinbera af öllu sem það gerir og nær takmarka- laus skattheimta ríkisins af myndsegulbandstækjum eins og öðrum heimilistækjum ætti að nægja því í þessum efnum. A það hefur verið bent í um- fjöllun um þetta mál t Vísi að þetta væri um einkaafnot að ræða en ekki almenn not og að ekki væri ráðist í myndsegul- bandstækjakaupin í ábataskyni eða seldur aðgangur að sýning- unum eða af notaréttur af ef ninu. „Sannleikurinn er sá, að maður má ekki gera nokkurn skapaðan hlut, ríkið seilist sífellt lengra" sagði einn þeirra, sem nú eru til yfirheyrslu og annar sagði:„Við erum þreytt á sífelldum boðum og bönnum ríkisvaldsins". Ef niðurstaða saksóknara verður sú, að einkanot fólks á segulbandstækjum séu lögbrot,er Ijóst að lögin eru ekki í takt við tímann, enda eru þau samin áður en menn áttuðu sig á þessari hröðu framþróun tækninnar. Lögunum verður þá einfaldlega að breyta, eða ætla menn kannski að banna segulbönd? Einhvers staðar verður að setja mörkin. Hvert mannsbarn á Islandi veit, hvernig kort af landinu á a& Hta Ut sé þa& rétt teiknaö. 1 samræmi viö þa& munu sennilega allir, sem sjá kortiö hérna fyrir ofan reka upp stór augu og undrast þá lögun, sem er þar á íslandi. Þa& skal strax vi&urkennt, a& viö hér á Visi vitum betur, hvernig e&lilegt tslandskort á a& llta út og þetta kort er teiknaB á allt öörum grundvelli en venja er til einmitt til þess aö opna augu fólks. Þaö er Guömundur Gu&mundsson, landfræ&ingur, sem geröi kortiö og til grund- vallar þvi hefur hann breytt fjarlæg&um i aksturstima þannig ab mælikvar&inn ne&st til hægri sýnir mínutufjölda I sta& kilómetrafjölda þann minútufjölda, sem tekur a& aka ákveönar vegalengdir í hinum ýmsu landshlutum. Vísir hefur fengiö þetta kort til birtingar fyrir milligöngu Félags islenskra bifreiöaeig- enda og telja forráöamenn þess, aö kortiö sýni ljósar en nokkur orö fái lýst a& vegagerö sé mesta hagsmunamál lands- bygg&arinnar. Meö betri vegum og styttri feröatima færist staö- ir i raun nær hver öörum og þannig veröi öll mannleg sam- ksipti auöveluö frá þvi sem nú er. Sérstaka athygli vekur, a& su&vesturland hefur dregist saman miöaö viö venjuleg hlut- föll á lslandskortum enda vegir hvergi skjótfarnari en þar. Aftur á móti hefur kjördæmi nú- verandi samgönguráöherra stækkaö frá þvi sem eölilegt er. ÍSLAND í ALVEG NÝRRI MYND j - Aksiurstími mllli staða lagður tli grundvallar knrllnu I stað kílómetra I Heldur hefur verið hljótt um baráttumál, sem lengi hefur verið til umræðu, frjálsan út- varpsrekstur, nú upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að áhugamenn um það mál séu sestir í helgan stein. Þvert á móti eru þeir að vinna markvisst að þessu baráttumáli og munu vera að afla gagna um stöðu þeirra mála í nágrannalöndum okkar og öðrum lýðræðisríkjum á vestur- löndum. Á meðan menn hvíla sig á þref- inu um þörfina fyrir aukna fjöl- breytni í útvarpssendingum hér á landi og afturköllun einkaleyfis- ins til handa Ríkisútvarpinu á að senda útvarps- og sjónvarpsefni útá öldur Ijósvakans, kemur nýtt afbrigði einokunarstefnunnar fram í dagsljósið. Ríkisútvarpið snýr sér til Rannsóknarlögreglu ríkisins með ósk um að hún kanni hve mikil brögð eru að því að fólk skoði efni af myndsegulböndum í sjón- varpstækjum á heimilum sínum í fjölbýlishúsum í Reykjavík og Kópavogi. Rannsóknarlögreglan ber sig saman við ríkissaksókn- ara og kannar málið meðal annars með viðtölum við þá að- ila, sem selja slíkt myndefni. Saksóknari krefstsíðan mun víð- tækari rannsóknar á málinu og krefst þess jafnframt að hald verði lagt á þann tækjabúnað, sem notaður hefur verið í þessu sambandi, svo sem myndsegul- bönd , leiðslur og fleira. Segist ríkissaksóknari hafa grun um að Rannsóknarlögreglunni hefur nú veriö stefnt á ibúa f jölbýlishúsa á höfuöborgarsvæö- inu til þess aö kanna hvort þeir hafi leyfi tii aö leika af myndsegulbandstækjum sinum efni á sjónvarpsskerma slna. Ef slik einkaafnot af heimilistækjum brjóta I bága viö lög, ver&ur einfaldlega aö breyta lögunum. þessi starfsemi brjóti í bága við gildandi útvarps- og fjarskipta- lög. Það er eðlilegt að menn staldri við þegar slík tíðindi berast og ekki að undra þótt fólk spyrji, hvort það hafi ekki leyfi til þess að horfa á sitt eigið sjónvarps- efni sem spilað er af myndsegul- bandstækjum, sem það á sjálft, og sýnt i sjónvarpstækjum, sem það hef ur keypt fyrir af lafé sitt. En þar sem ekki virðist liggja Ijóst fyrir, er hvort það teljist út- sending þegar efnið fer eftir leiðslum f rá segulbandstækinu til sjónvarpstækjanna og eru for- ráðamenn einokunarfyrirtækja ríkisins, Ríkisútvarpsins og Pósts og síma, smeykir um að íbúar f jölbýlishúsanna séu að fara inn á þeirra einkasvið með því aé stunda þessa afþreyingu. Auk þess sem íbúar f jölbýlis- húsa hafa staðið fyrir því aé kaupa sameiginlega myndsegui- band til afnota fyrir hátt í 4C íbúðir í einu munu þess dæmi, aé íbúar raðhúsa suður með sjó haf a lagt leiðslur milli húsa til þess aé geta notið sameiginlega góðs af efninu, sem til er á myndsegul böndunum, og dregið úr f járfest- ingunni, sem annars væri sam fara kaupunum á myndsegul- böndunum. utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson. Ritstjórar og ábyrgöarmenn: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Fríða Astvaldsdóttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.