Vísir - 23.05.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 23.05.1980, Blaðsíða 28
Föstudagur 23. maí 1980 síminnerðóóll Spásvæöi Veöurstofu Islands eru þessi: 1. Suöurland — Suövesturmiö. 2. Faxaflói — Faxaflóamiö. 3. Breiöafjöröur — Breiöafjarö- armiö. 4. Vestfiröir — Vest- fjaröamiö. 5. Strandir og Noröurland vestra — Norö- vesturmiö. 6. Noröurland eystra — Noröausturmiö. 7. Austurland aö Glettingi — Austurmiö. 8. Austfiröir — Austfjaröamiö. 9. Suöaustur- land — Suöausturmiö. Veðurspá úagsins Vestan viö lsland er 1030 mb hæö en 1002 mb lægö hefur myndast noröur af Tóblnhöföa og mun hreyfast austsuöaust- ur. Heldur kólnar I bili á Norö- ur- og Noröausturlandi. Suöurland til Breiöafjaröar: S og SV gola eöa kaldi.dálltil rigning eöa silld, einkum á miöum.. Vestfiröir: SV gola eöa kaldi, súld á miöum en þurrt aö mestu til landsins. Noröurland vestra: SV gola og skyjaö I fyrstu, V eöa NV gola eöa kaldi, súld slödegis. Noröurland eystra: Breytileg átt, gola eöa kaldi og skýjaö aö mestu, NV kaldi og sums staö- ar stinningskaldi og dálltil rigning siödegis. Austurland og Austfiröir: Hæg breytileg átt, léttskýjaö til landsins en skýjaö á miöum fram undir hádegiö. Suöausturland: Hæg breytileg átt, þokuloft á miöunum og stundum dálltil súld, skýjaö meö köflum til landsins. veðrið hér og par Klukkan sex I morgun: Akur- eyriskýjaö 12, Berganskýjaö 8, Helsinki rigning 3, Kaup- mannahöfn skýjaö 8, Osló skýjaö 10, Reykjavík alskýjaö 8, Stokkhólmurskýjaö 8, Þórs- höfn léttskýjaö 9. Klukkan átján I gær: Aþena léttskýjaö 18, Berllnléttskýjaö 9, Feneyjar þrumur 18, Frankfurtskýjaö 15, Nuukal- skýjaö 3, London hálfskýjaö 14, ' L.uxemburg léttskýjaö 16, Las Palmas mistur 21, Mallorca hálfskýjaö 15, Montrealskýjaö 26, New York heiösklrt 26, Parls léttskýjaö 18, Róm alskýjaö 17, Vfn hálf- skýjaö 12, Winnipeg heiösklrt 3.4... v Lokl segir Sama fullyröing starfsmanna sömu stofnunar hefur nú veriö notuöf þrfgang til aö koma þvl inn hjá landsmönnum, aö kjarnorkuvopn séu til staöar hér á iandi. Þetta raá sannar- lega kalla nýtni á fréttaefnl. I I 1 | a t&g ■ i i i i i i i i N 1 I I I I I 1 I I I I 1 I 1 1 H I 1 I I I 1 1 I 1 1 Bændur í hópi hingmanna farnir aö ókyrrast: .XUI AB HEVRAIHÚ- FUGLANA SYNGJA" „Ég er farinn aö þrá aö setjast uppá traktor, keyra út I flag, stoppa vélina og hlusta á mófuglana syngja,” svaraöi Davlö Aöalsteinsson, alþingis- maöur og bóndi, spurningu sem Vfsir beindi til nokkurra bænda á þingi, um hvernig þeim félli aö vera lokaöur inni I þingsölum viö þjóömálaþvarg, þegar vor- annir kölluöu á búum. „Þaö er óneitanlega svolltiö átak, þegar þessi tlmi er kom- inn. En þessu er aö ljúka og ég er mikiö feginn þvl,” bætti Davlö viö. Eggert Haukdai sagöi: ”Ég tók aö mér þetta starf og þvl veröur aö sinna. Auövitaö kallar voriö á okkur, en þaö er stutt heim tilmin og ég fer um flestar helgar þangaö.” „Þingmannsstarfiö er oröiö þannig aö maöur er hættur aö geta gert mikiö annaö, þvl miöur. Viö búum I félagsbúi tveir bræöur og hinn bróöirinn annast búiö. Þaö er auövitaö aldrei skemmtilegt aö vera byrgöur inni I húsum viö störf I góöu veöri, en sannleikurinn er sá, aö þaö hefur ekki veriö svo mikil sól hér þannig aö maöur hefur minna fundiö til þess, en hugurinn er aö hálfu leyti heima.” „Ég er einkennilega rólegur,” sagöi Egill Jónsson „svo róleg- ur aö ég er eiginlega alveg undrandi á þvl sjáifur. En þaö stafar sjálfsagt af þvl aö krakk- arnir mlnir eru heima uppkomn ir, og búiö er I góöum höndum. Sauöburöurinn gengur meö miklum ágætum og kartöflum er sáö. Þaö er nú svo meö mig, aö ég hef fellt mig ágætlega viö þessi störf hér á þingi, eins og öll störf sem ég hef tekiö aö mér, en þaö hefur ekki fariö fram neitt uppgjör hjá mér um hvort á betur viö mig, þingsetan eöa bústörfin. En mér llöur alltaf vel I sveitinni og hlakka til sumarsins.” SV. Fólksbll var ckiö út af Hringbraut I morgun og hafnaöi hann á hvolfi utan vegar á móts viö Umferöar- miðstööina. Meiösli á fólki, sem var ibllnum, voru ekki talin alvarleg. (Vfsismynd: S.V.) Ráðuneytlö gaf umsdgn Utanrikisráöuneytiö hefur aö undanförnu haft niðurstöður rannsóknar frihafnarmáisins til umsagnar og sendi máliö aftur til rikissaksóknara I gær. Pétur Guðgeirsson, fulltrúi saksóknara, sagöi i samtali viö VIsi, að lögum samkvæmt heföi boriö aö senda máliö til umsagn- ar ráöuneytisins. Akvöröun um, hvort krafist veröi aögeröa I máli þessu, mundi iiggja fyrir áður en langt um liöi. — SG Úlför Jðhanns Hafstein í dag Útför Jóhanns Hafstein, fyrrum forsætisráöherra, veröur gerö frá Dómkirkjunni i dag klukkan 13.30. Otförin fer fram á vegum rikisins og veröur útvarpaö frá athöfninni. Séra Þórir Stephensen, dóm- kirkjuprestur, jarösyngur og biskupinn yfir islandi, Sigurbjörn Einarsson, flytur bæn og blessunarorö. Karlakór Reykja- vlkur syngur viö athöfnina, ein- söngvari er Kristinn Hallsson, og Rut Ingólfsdóttir leikur á fiölu. Organisti er Marteinn H. Friö- riksson, dómorganisti. Smáauglýsinga- móttaka Visis veröur opin til kl. 10 í kvöld, föstudag, og frá kl. 18-22 á mánudaginn annan í hvítasunnu. 15 mllllarOa Darl I útfiutnlngsbæturl Gert var ráð fyrir 8.4 „Utflutningsbótaþörfin er talin vera liðlega fimmtán milljarö- ar”, sagöi Pálmi Jónsson land- búnaöarráöherra, þegar hann var spuröur hvort fyrirhugaö væri aö greiöa fimmtán milljaröa I út- flutningsbætur á þessu árl. „1 fjárlögum er gert ráö fyrir 8,2 milljöröum, en útflutnings- bótarétturinn er 8,4 milljaröar. Þaö sem á vantar.var viö slöustu áætlun taliö vera 6,8 milljaröar og enn hefur ekki veriö ákveöiö hvort eöa aö hve miklu leyti þeirri milljðrðum í vöntun veröur mætt.Segja má, aö einn milljaröur af þeim þrem, sem afgreiddir voru á þessu al- þingi vegna þess, er á vantaöi á slöasta verölagsári og birgöa.sem þá voru til I lok ársins, fari til aö mæta þessu dæmi. Nefnd er starf- fjárlðgum andi um hvernig á þessu máli veröi tekiö og ég vonast til aö hún skili tillögum til rlkisstjórnarinn- ar eftir mánaöamótin og þá yröi þetta mál rætt þar”, sagöi Pálmi Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.