Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 2

Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isVíkingur og Grótta/KR komust í undanúrslit / B16 Frábær endir á glæsilegum ferli Kristins / B5 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM MAÐUR, sem grunaður er um aðild að smygli á tæplega fimm kílóum af amfetamíni til landsins og um 150 grömmum á kókaíni, var á laugardag leystur úr haldi á grundvelli úr- skurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Ástæðan er sú að mistök voru gerð þegar heilbrigðisráðuneytið setti nýja reglugerð og við breytingar á henni féll amfetamín út af lista yfir lyf sem bannað er að nota sem ávana- og fíkniefni. Því var ekki í gildi refsiheimild fyrir meðferð amfetamíns og ekki forsendur fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi að mati dómsins. Lögreglustjórinn í Reykjavík hef- ur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Staðfesti rétturinn þennan skilning héraðsdóms má ætla að niðurstöður fleiri dóma og dómsátta sem taka mið af fyrrnefndri reglugerð verði í uppnámi. Einnig verður þá óljóst með framhald málsins, s.s. fyrir hvaða brot verður ákært. Þetta telst eitt stærsta amfetam- ínmál sem komið hefur upp hér á landi en amfetamínið sem um ræðir er afar hreint, eða um 97–99%. Úr fimm kílóum af slíku efni má fá 15–20 kíló til sölu á fíkniefnamarkaði og gæti söluverðmætið, skv. verðkönn- un SÁÁ, því numið 50–70 milljónum króna. Gæsluvarðhaldsúrskurður yf- ir manninum byggðist í fyrstu á því að hann gæti að öðrum kosti skaðað rannsókn málsins en það var síðar framlengt á þeim grundvelli að brot hans gæti varðað 12 ára fangelsi og hætta væri á því að hann myndi reyna að komast undan réttvísinni. Eftir að í ljós kom að mistök voru gerð við breytingu á reglugerð um ávana- og fíkniefni fór verjandi hans, Karl Georg Sigurbjörnsson hdl., fram á að hann yrði leystur úr haldi þar sem skilyrði fyrir gæsluvarð- haldinu væru ekki lengur fyrir hendi. Brot hans gæti ekki talist nægilega stórfellt, því þegar það var framið hafi amfetamín ekki verið á lista yfir efni sem óheimilt er að flytja til landsins, selja það eða hafa í vörslum sínum, svonefnd b-merkt lyf. Vísaði héraðsdómur í fyrstu þess- ari kröfu frá dómi. Úrskurðinum var vísað til Hæstaréttar sem felldi hann úr gildi og fól héraðsdómi að taka efnislega afstöðu til kröfunnar. Lög- reglan fór síðan fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu sem átti að ljúka í gær. Héraðsdómur varð ekki við því og féllst í úrskurði sínum á rök verjandans. Forsendur fyrir gæslu- varðhaldinu voru því brostnar og var maðurinn leystur úr haldi. Maðurinn var ásamt þremur öðr- um handtekinn í lok janúar og úr- skurðaður í gæsluvarðhald í fram- haldi af því. Öll hafa þau nú verið leyst úr haldi. Fram kemur í úr- skurði héraðsdóms að þegar hann var handtekinn var hann með rúm- lega 600 grömm af amfetamíni en megnið af amfetamíninu var í vörslu annars manns. Í ljós kom að hann hafði hins vegar skömmu áður verið með allt amfetamínið í sinni vörslu. Hlutverk hans var að koma am- fetamíninu í verð hér á landi en það hafði verið sent hingað til lands frá Þýskalandi. Hann hefur gengist við því að hafa á síðasta ári tekið við um einu kílói af amfetamíni og um 300 grömmum af kókaíni og selt efnin og afhent öðrum. Forsendur fyrir gæsluvarðhaldi úrskurðaðar brostnar Meðferð amfetamíns ekki talin refsiverð OPIÐ hús var í sex leikskólum í Grafarvogi á laugardag, þeirra á meðal leikskólanum Fífuborg í Fífurima þar sem þessi mynd var tekin. Tilgangurinn með opnu húsi var að kynna starfsemi leikskól- anna og var ekki annað að sjá en æska landsins gerði sitt besta til að sýna hvað hægt er að gera sér til gagns og gamans í leikskóla. Morgunblaðið/Þorkell Í leikskóla er gaman SKELJUNGUR hf. hefur farið fram á það við Samkeppnisstofnun að fyr- irtækið fái afhent öll gögn sem aflað hefur verið vegna kannana sam- keppnisyfirvalda á verðmyndun olíu- félaganna. Í bréfi lögmanns Skeljungs í þessu máli til Samkeppnisstofnunar er far- ið fram á gögn sem stofnuninni hafa borist varðandi verðmyndun á olíu- markaði frá olíufélögunum, minnis- blöð yfirvalda varðandi málið og öll önnur gögn sem málið kunna að varða. Í bréfinu segir að samkeppnisyf- irvöld hafi ítrekað skoðað verðmynd- un olíufélaganna að undanförnu og óskað eftir gögnum frá Skeljungi í því sambandi. Kannanirnar hafi far- ið fram að frumkvæði Samkeppnis- stofnunar, viðskiptaráðherra eða vegna beiðna annarra aðila. Niður- stöður slíkra kannana hafi hins veg- ar aldrei verið kynntar forsvars- mönnum Skeljungs. Farið er fram á gögnin á grund- velli 3. greinar upplýsingalaga frá árinu 1996 og er þess krafist að gögnin verði afhent innan sjö daga frá móttöku bréfins, samanber 11. grein upplýsingalaga. Um miðjan desember síðastliðinn gerðu starfsmenn Samkeppnisstofn- unar og lögreglu húsleit í húsakynn- um olíufélaganna þriggja, Olíufé- lagsins hf., Olíuverslunar Íslands hf. og Skeljungs hf. og lögðu hald á mik- ið af gögnum og tölvugögnum. Skeljungur fer fram á gögn frá Samkeppnisstofnun PÁLL Pétursson, félagsmálaráð- herra, lagði fram á Alþingi í gær frumvarp til breytinga á lögum um húsnæðismál. Breytingin snýr að tí- unda kafla laga nr. 44 frá árinu 1998 um Varasjóð viðbótarlána, sem mun heita Varasjóður húsnæðismála, verði frumvarpið að lögum. Sjóðnum er einkum ætlað að koma þeim sveit- arfélögum til hjálpar sem átt hafa í fjárhagsvanda vegna félagslegra íbúða sem þau hafa ekki getað losað sig við. Einstaklingum, einkum á höf- uðborgarsvæðinu, verður einnig gert kleift að selja íbúðirnar á almennum markaði og sveitarfélögin aðstoðuð bæði við rekstur íbúðanna og af- skriftir þeirra, m.a. með niðurrifi. Þessi verkefni sjóðsins munu kosta 1,1 milljarð króna á næstu fimm árum, samkvæmt rammasam- komulagi sem gert hefur verið, eða til loka ársins 2006. Framlag ríkisins er þar af 300 milljónir króna, sveit- arfélögin leggja til 600 milljónir króna og Íbúðalánasjóður 200 millj- ónir. Nánari skiptingu eftir verkefn- um og fjármögnun má sjá á með- fylgjandi töflu. Páll Pétursson efndi til blaða- mannafundar í gær til að kynna frumvarpið. Hann sagði það mikil- vægt skref í þeirri endurskipulagn- ingu sem átt hefði sér stað á húsnæð- iskerfinu síðastliðin ár. Breyting- arnar ættu einnig að koma til hjálpar minni sveitarfélögum sem staðið hefðu uppi með fjölda tómra íbúða í félagslega kerfinu. Tók hann dæmi um Bolungarvík, Vesturbyggð og Vestmannaeyjar. Breytingar nauðsynlegar Forsögu þessara breytinga nú má rekja til þess að með lögunum nr. 44/ 1998 var eldra félagslega húsnæðis- kerfinu lokað. Sett voru bráðabirgða- ákvæði um hvernig meðhöndla ætti þær íbúðir sem áður höfðu verið reistar. Frá árinu 1999 hafa því eng- ar félagslegar íbúðir bæst við. Vara- sjóður viðbótarlána hefur aðstoðað sveitarfélög við að selja íbúðir úr hinu félagslega kerfi á almennan markað og hefur hagnaður af sölu íbúðanna á höfuðborgarsvæðinu runnið til þessa verkefnis ásamt framlagi ríkisins. Félagsmálaráð- herra sagði að hagnaður af sölu þess- ara íbúða væri hverfandi og vandi sumra sveitarfélaga því mikill. Nauð- synlegt hefði verið að gera breyting- ar á þessari aðstoð og fjármögnun hennar. Páll sagðist vonast til þess að eftir þann tíma sem aðstoðin næði til, þ.e. í lok ársins 2006, yrði félagslega íbúðakerfið orðið sjálfbært. Frumvarpið nú byggir félagsmála- ráðherra annars vegar á tillögum nefndar sem hann skipaði í desember árið 2000 til að endurskoða fyrrnefnd lög um húsnæðismál. Nefndinni var einnig falið að fjalla um ákvæði lag- anna um kaupskyldu og er með frumvarpinu lagt til að sveitarfélög- um sé heimilt að falla frá kaupskyldu að vissum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar byggist frumvarpið á samkomulagi félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkis- ins, og Sambands íslenskra sveitar- félaga sem undirritað var 4. apríl sl. Í samkomulaginu er kveðið á um verk- efni Varasjóðs viðbótarlána, fram- vegis Varasjóðs húsnæðislána. Varðar um 2.100 fjölskyldur í Reykjavík Helgi Hjörvar, formaður félags- málaráðs, var fulltrúi Reykjavíkur- borgar í áðurtalinni nefnd sem fé- lagsmálaráðherra skipaði. Hann sagði við Morgunblaðið að þegar hefði verið ákveðið að Reykjavíkur- borg mundi nýta sér heimildar- ákvæði til að losna undan kaup- skyldu. Þetta hefði þau áhrif að um 2.100 fjölskyldur gætu selt félagsleg- ar íbúðir sínar á markaðsverði þar sem munurinn gæti verið allt að 3 milljónir króna fyrir hverja fjöl- skyldu, miðað við reiknað verð fé- lagslegu íbúðanna. „Við erum að tala um umtalsverð- an búhnykk fyrir fjölda efnaminni fjölskyldna í borginni og verði þessi breyting að lögum mun húsnæðis- vandi margra einstaklinga leysast,“ sagði Helgi. Félagslega íbúðakerfinu komið til aðstoðar í nýju frumvarpi ráðherra Ríkið og sveitarfélögin leggja til 1,1 milljarð                           !" "" "" " "                ! !" " #"" " "      "        " " " #"" #""  "##      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.