Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir ekki raunhæft að ætla að endurskoðun á EES-samn- ingnum geti falið í sér þátttöku í sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins eins og Einar Benediktsson, fyrrverandi sendi- herra, varpaði fram í grein sem birt- ist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Einar tekur í grein sinni undir þau sjónarmið sem Halldór setti fram í ræðu í Berlín 14. mars sl. um sér- stöðu Íslands varðandi sjávarútveg og segir þær vekja til umhugsunar. ,,Gæti ekki endurskoðun á EES- samningnum falið í sér þátttöku í sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á þessum nótum og tryggt fullt og var- anlegt viðskiptafrelsi fyrir sjávaraf- urðir í stækkuðu ESB?“ segir Einar m.a. í grein sinni. Halldór segir aðspurður um þetta að ef tekið sé mið af þeim umræðum sem fram hafi farið um endurskoðun EES-samningsins, sé ekki raunhæft að reikna með að þetta geti gerst. ,,Það hefur aldrei verið sett inn í þær athuganir sem hafa farið fram á þessu máli. EFTA-skrifstofan gerði mikla úttekt á því hvað þar kæmi hugsanlega til álita en aldrei kom til umfjöllunar að EFTA-löndin yrðu aðilar að sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunni eða landbúnaðarstefnunni. Það sem hefur skipt okkur máli er fyrst og fremst að vera fullgildir að- ilar að innri markaðinum. En það er rétt að við höfum ekki fullkomið toll- frelsi á nokkrum sjávarafurðum en ég tel að það komi ekki til álita og sé ekki raunhæft að reikna með því,“ segir hann. Halldór kvaðst vera Einari þakk- látur fyrir að taka í höfuðatriðum undir þær hugmyndir sem Halldór setti fram í ræðunni í Berlín, ,,en það að gerast aðili að sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnunni verður fyrst og fremst að skoðast í ljósi hugsanlegr- ar aðildar,“ segir Halldór. Ekki raun- hæft við endurskoð- un EES Utanríkisráðherra um hugmyndir Einars Benediktssonar HARALDUR Örn Ólafsson fjall- göngumaður kom í grunnbúðir Ev- erest í gær eftir átta daga göngu frá Lukla og er við góða heilsu í 5.400 metra hæð. Hann sá um helgina sjálfan tind Everest í fyrsta skipti og mun innan skamms hefja hæðarað- lögun á fjallinu með því að ganga hátt í hlíðar fjallsins á milli þess sem hann hvílist í grunnbúðum fyrir at- löguna á tindinn. Hann sagði í gær við bakvarða- sveit sína að hundruð manna væru í grunnbúðum og meðal þeirra sem ætluðu á tindinn nú í vor væri Peter Hillary, sonur nýsjálenska fjall- göngugarpsins Edmund Hillarys sem komst fyrstur á tind Everst árið 1953 með Tenzing Norgay Sherpa. Haraldur hitti Peter Hillary rétt áð- ur en hann hringdi heim í gær. „Hann er hérna með myndatöku- lið sem ætlar að gera kvikmynd sem sýnd verður á næsta ári, á 50 ára af- mæli fyrstu uppgöngunnar,“ sagði Haraldur. Hann sagði færri leið- angra á fjallinu nú en undanfarin ár sem rekja mætti til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og árása Maóista á stjórnvöld í Nepal. Á leið sinni upp í grunnbúðir hlaut Haraldur blessun búddamunka í klaustri í þorpinu Tengboche, en al- gengt er að fjallgöngumenn sem eiga leið þar um fái blessun þeirra. Haraldur kominn í grunnbúðir Everest FORSTÖÐUMENN elli- og hjúkr- unarheimila átelja vinnubrögð við ákvörðun daggjalda dvalar- og hjúkrunarheimila í ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra nýverið. „Hvetur fundurinn til þess að grunnur daggjalda verði endurskoð- aður hið fyrsta og greiðslur verði hækkaðar svo að tekjur geti staðið undir eðlilegum rekstrarkostnaði heimilanna,“ segir í ályktuninni. Jafnframt er heilbrigðisráðuneytið hvatt til að taka upp nútímalegri vinnubrögð við ákvörðun daggjalda og til að viðurkenna rétt stofnana skv. lögum til samráðs um daggjöld. Í greinargerð með ályktuninni segir að ítrekað hafi verið óskað eftir endurskoðun daggjaldagrunnsins og bent á að núverandi daggjöld stofni rekstri daggjaldastofnana í hættu. Nýlega hafi nefnd skipuð fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneyti komist að þeirri niðurstöðu að daggjöld fyrir meðalstórt heimili þurfi að vera 5.813 kr. Þrátt fyrir þetta hafi ráðu- neytið einhliða ákveðið að daggjald fyrir árið 2002 skyldi vera kr. 4.515. Þá hafi ráðuneytið ekki óskað eftir tillögum stofnana við ákvörðun dag- gjalda í ár eins og lög kveða á um. „Ljóst er að halli varð á rekstri flestra, ef ekki allra, daggjaldastofn- ana á síðasta ári. Áætlanir sýna að halli verður einnig á rekstri þeirra á yfirstandandi ári, verði ekkert að gert. Stjórnvöld hafa undanfarin ár reynt að bjarga sér fyrir horn með aukafjárveitingum til verst settu stofnananna, en tími smáskammta- lækninga er liðinn og tímabært að greiddur verði eðlilegri rekstrar- kostnaður og tekin verði upp ný og nútímalegri vinnubrögð við ákvörð- un daggjalda,“ segir í greinargerð. Vinnubrögð við ákvörðun daggjalda átalin MEISTARAFLOKKAR Breiðabliks og HK í knattspyrnu og úrvals- hópur frjálsíþróttadeildar Breiða- bliks voru fyrstir til að prófa að- stöðuna í Kópavogshöllinni, fjölnota íþrótta- og sýningarhúsi í Kópavogsdal, í gær. Framkvæmdir við húsið hófust 3. júlí þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar I. Birgisson, for- maður bæjarráðs, og ýmsir frammámenn úr íþróttahreyfing- unni voru viðstaddir æfinguna. Flatarmál hússins er 10.100 m². Þar er knattspyrnuvöllur með gervigrasi auk frjálsíþrótta- aðstöðu. Gervigrasið er af svokall- aðri þriðju kynslóð gervigrass og er völlurinn sá fyrsti sinnar teg- undar hérlendis. Í frjálsíþróttaaðstöðunni eru fjór- ar 100 metra brautir og sex 60 metra brautir ásamt langstökks- og stangarstökksaðstöðu. Þá er göngu- og skokkbraut í kringum knattspyrnuvöllinn. Heildarkostnaður við byggingu hallarinnar ásamt tengibyggingu verður á bilinu 480–490 milljónir. Morgunblaðið/Þorkell Boltinn rúllar í Kópavogshöllinni FORSETI sænska þingsins, Birgitta Dahl, sem nú er í opinberri heim- sókn á Íslandi, ræddi í gær við Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. Þá átti hún fund með Hall- dóri Blöndal, forseta Alþingis. „Heimsóknin er liður í því góða samstarfi Íslands og Svíþjóðar og samstarfi okkar Halldórs Blöndal þingforseta,“ sagði Birgitta Dahl en hún hefur margoft komið til Ís- lands í gegnum starf sitt sem þing- maður og ráðherra til marga ára. Hún sagði pólitík, menningu og náttúruna vera ástæður heimsókn- arinnar enda væru það aðaláhuga- mál sín og kvaðst hún ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ekki síst fannst henni mikið til koma að heimsækja Vestmannaeyjar í fyrsta sinn og kynnast sögustöðum á Suð- urlandi en hún og föruneyti hennar fóru um söguslóðir Njálu. Fylgdist með atkvæðagreiðslu Forseti sænska þingsins kvaðst einnig hafa átt góðar viðræður við fjármálaráðherra og utanríkis- ráðherra. Kvað hún þau hafa rætt um Evrópusambandið og sagði við- horf Svía mismunandi til þess, bæði innan stjórnmálaflokkanna og milli þeirra. Birgitta Dahl fylgdist einnig með atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um virkjanir á Austurlandi en hún var umhverfis- og orku- málaráðherra Svía um skeið. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði heimsókn sænska þingforset- ans í senn vináttu- og vinnuheim- sókn. „Við áttum ágætt samtal og ánægjulegt en hún lærði íslenska tungu og er vel að sér í norrænni sögu og menningu,“ sagði hann. „Við ræddum norræn samskipti og skiptumst á skoðunum um innra starf þinganna og ræddum ýmis mál vítt og breitt. Það er mjög gagnlegt að fulltrúar þinganna hittist og séu í nánu samstarfi og svona heimsóknir eru líka til að kynnast landi og þjóð hver annars,“ sagði Halldór og nefndi að í ágúst væri fyrirhugaður árlegur fundur þingforsetanna sem að þessu sinni verður í Svíþjóð. „Þar verður farið yfir ýmislegt er varðar innra starf þinganna og samstarf þeirra.“ Auk viðræðna við ráðherra og forseta Alþingis hitti Birgitta Dahl formenn þingflokkanna í hádeg- isverðarboði. Í gærkvöldi þáði hún kvöldverðarboð forseta Alþingis í Ráðherrabústaðnum. Heimsókn þingforsetans lýkur í dag. Morgunblaðið/Ásdís Birgitta Dahl, forseti sænska þingsins, átti í gær fund með Halldóri Blön- dal, forseta Alþingis, og fylgdist síðan með atkvæðagreiðslu í þinginu. Gagnlegt samstarf þjóðþinganna Forseti sænska þingsins í heimsókn VERÐ á innlendum agúrkum út úr búð á Íslandi er nú með því lægsta sem þekkist í nágrannalöndunum, segir Pálmi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna. Skv. skyndikönnun sem hann lét gera í gær á verði á agúrkum í stórmörkuðum í nokkrum Evrópu- löndum og í New York, kom í ljós að verðið var hvergi lægra en á Íslandi. Verð á íslenskum agúrkum í gær var 69 kr. kílóið í Bónus, 98 kr./kg í Hagkaupum og 99 kr/kg. í Nóatúni. Í ljós kom að kílóverðið á agúrkum í gær var hins vegar um 240 kr. til neytenda í stórmarkaði í Danmörku. á Írlandi var gúrkuverðið 242 kr./kg., og í Alberthein, stærstu verslunar- keðju Hollands, reyndist verðið til neytenda í gær vera 214 kr./kg. Í stór- markaði í Þýskalandi voru gúrkur á tilboði þessa vikuna og boðnar á 97 kr/kg., en í stórmarkaði í Moskvu fékkst gúrkan á 304 kr/kg. Þá lét Pálmi kanna verð á agúrkum í tveim- ur stórmörkuðum í New York í gær. Í annarri versluninni fékkst kíló af agúrkum á rúmar 500 kr. en í hinni var verð til neytenda rúmlega 600 kr./ kg., að hans sögn. Íslenski neytandinn hefur getað keypt sér íslenskar agúrkur, ferskar, beint úr sveitinni og án eiturefna und- anfarnar vikur fyrir innan við 100 krónur kílóið, sagði Pálmi . ,,Þetta er kjarni málsins,“ sagði hann. SFG gerði skyndikönnun á grænmeti í nokkrum löndum Verð á gúrkum lægst á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.