Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 6

Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir ekki raunhæft að ætla að endurskoðun á EES-samn- ingnum geti falið í sér þátttöku í sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins eins og Einar Benediktsson, fyrrverandi sendi- herra, varpaði fram í grein sem birt- ist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Einar tekur í grein sinni undir þau sjónarmið sem Halldór setti fram í ræðu í Berlín 14. mars sl. um sér- stöðu Íslands varðandi sjávarútveg og segir þær vekja til umhugsunar. ,,Gæti ekki endurskoðun á EES- samningnum falið í sér þátttöku í sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á þessum nótum og tryggt fullt og var- anlegt viðskiptafrelsi fyrir sjávaraf- urðir í stækkuðu ESB?“ segir Einar m.a. í grein sinni. Halldór segir aðspurður um þetta að ef tekið sé mið af þeim umræðum sem fram hafi farið um endurskoðun EES-samningsins, sé ekki raunhæft að reikna með að þetta geti gerst. ,,Það hefur aldrei verið sett inn í þær athuganir sem hafa farið fram á þessu máli. EFTA-skrifstofan gerði mikla úttekt á því hvað þar kæmi hugsanlega til álita en aldrei kom til umfjöllunar að EFTA-löndin yrðu aðilar að sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunni eða landbúnaðarstefnunni. Það sem hefur skipt okkur máli er fyrst og fremst að vera fullgildir að- ilar að innri markaðinum. En það er rétt að við höfum ekki fullkomið toll- frelsi á nokkrum sjávarafurðum en ég tel að það komi ekki til álita og sé ekki raunhæft að reikna með því,“ segir hann. Halldór kvaðst vera Einari þakk- látur fyrir að taka í höfuðatriðum undir þær hugmyndir sem Halldór setti fram í ræðunni í Berlín, ,,en það að gerast aðili að sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnunni verður fyrst og fremst að skoðast í ljósi hugsanlegr- ar aðildar,“ segir Halldór. Ekki raun- hæft við endurskoð- un EES Utanríkisráðherra um hugmyndir Einars Benediktssonar HARALDUR Örn Ólafsson fjall- göngumaður kom í grunnbúðir Ev- erest í gær eftir átta daga göngu frá Lukla og er við góða heilsu í 5.400 metra hæð. Hann sá um helgina sjálfan tind Everest í fyrsta skipti og mun innan skamms hefja hæðarað- lögun á fjallinu með því að ganga hátt í hlíðar fjallsins á milli þess sem hann hvílist í grunnbúðum fyrir at- löguna á tindinn. Hann sagði í gær við bakvarða- sveit sína að hundruð manna væru í grunnbúðum og meðal þeirra sem ætluðu á tindinn nú í vor væri Peter Hillary, sonur nýsjálenska fjall- göngugarpsins Edmund Hillarys sem komst fyrstur á tind Everst árið 1953 með Tenzing Norgay Sherpa. Haraldur hitti Peter Hillary rétt áð- ur en hann hringdi heim í gær. „Hann er hérna með myndatöku- lið sem ætlar að gera kvikmynd sem sýnd verður á næsta ári, á 50 ára af- mæli fyrstu uppgöngunnar,“ sagði Haraldur. Hann sagði færri leið- angra á fjallinu nú en undanfarin ár sem rekja mætti til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og árása Maóista á stjórnvöld í Nepal. Á leið sinni upp í grunnbúðir hlaut Haraldur blessun búddamunka í klaustri í þorpinu Tengboche, en al- gengt er að fjallgöngumenn sem eiga leið þar um fái blessun þeirra. Haraldur kominn í grunnbúðir Everest FORSTÖÐUMENN elli- og hjúkr- unarheimila átelja vinnubrögð við ákvörðun daggjalda dvalar- og hjúkrunarheimila í ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra nýverið. „Hvetur fundurinn til þess að grunnur daggjalda verði endurskoð- aður hið fyrsta og greiðslur verði hækkaðar svo að tekjur geti staðið undir eðlilegum rekstrarkostnaði heimilanna,“ segir í ályktuninni. Jafnframt er heilbrigðisráðuneytið hvatt til að taka upp nútímalegri vinnubrögð við ákvörðun daggjalda og til að viðurkenna rétt stofnana skv. lögum til samráðs um daggjöld. Í greinargerð með ályktuninni segir að ítrekað hafi verið óskað eftir endurskoðun daggjaldagrunnsins og bent á að núverandi daggjöld stofni rekstri daggjaldastofnana í hættu. Nýlega hafi nefnd skipuð fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneyti komist að þeirri niðurstöðu að daggjöld fyrir meðalstórt heimili þurfi að vera 5.813 kr. Þrátt fyrir þetta hafi ráðu- neytið einhliða ákveðið að daggjald fyrir árið 2002 skyldi vera kr. 4.515. Þá hafi ráðuneytið ekki óskað eftir tillögum stofnana við ákvörðun dag- gjalda í ár eins og lög kveða á um. „Ljóst er að halli varð á rekstri flestra, ef ekki allra, daggjaldastofn- ana á síðasta ári. Áætlanir sýna að halli verður einnig á rekstri þeirra á yfirstandandi ári, verði ekkert að gert. Stjórnvöld hafa undanfarin ár reynt að bjarga sér fyrir horn með aukafjárveitingum til verst settu stofnananna, en tími smáskammta- lækninga er liðinn og tímabært að greiddur verði eðlilegri rekstrar- kostnaður og tekin verði upp ný og nútímalegri vinnubrögð við ákvörð- un daggjalda,“ segir í greinargerð. Vinnubrögð við ákvörðun daggjalda átalin MEISTARAFLOKKAR Breiðabliks og HK í knattspyrnu og úrvals- hópur frjálsíþróttadeildar Breiða- bliks voru fyrstir til að prófa að- stöðuna í Kópavogshöllinni, fjölnota íþrótta- og sýningarhúsi í Kópavogsdal, í gær. Framkvæmdir við húsið hófust 3. júlí þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar I. Birgisson, for- maður bæjarráðs, og ýmsir frammámenn úr íþróttahreyfing- unni voru viðstaddir æfinguna. Flatarmál hússins er 10.100 m². Þar er knattspyrnuvöllur með gervigrasi auk frjálsíþrótta- aðstöðu. Gervigrasið er af svokall- aðri þriðju kynslóð gervigrass og er völlurinn sá fyrsti sinnar teg- undar hérlendis. Í frjálsíþróttaaðstöðunni eru fjór- ar 100 metra brautir og sex 60 metra brautir ásamt langstökks- og stangarstökksaðstöðu. Þá er göngu- og skokkbraut í kringum knattspyrnuvöllinn. Heildarkostnaður við byggingu hallarinnar ásamt tengibyggingu verður á bilinu 480–490 milljónir. Morgunblaðið/Þorkell Boltinn rúllar í Kópavogshöllinni FORSETI sænska þingsins, Birgitta Dahl, sem nú er í opinberri heim- sókn á Íslandi, ræddi í gær við Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. Þá átti hún fund með Hall- dóri Blöndal, forseta Alþingis. „Heimsóknin er liður í því góða samstarfi Íslands og Svíþjóðar og samstarfi okkar Halldórs Blöndal þingforseta,“ sagði Birgitta Dahl en hún hefur margoft komið til Ís- lands í gegnum starf sitt sem þing- maður og ráðherra til marga ára. Hún sagði pólitík, menningu og náttúruna vera ástæður heimsókn- arinnar enda væru það aðaláhuga- mál sín og kvaðst hún ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ekki síst fannst henni mikið til koma að heimsækja Vestmannaeyjar í fyrsta sinn og kynnast sögustöðum á Suð- urlandi en hún og föruneyti hennar fóru um söguslóðir Njálu. Fylgdist með atkvæðagreiðslu Forseti sænska þingsins kvaðst einnig hafa átt góðar viðræður við fjármálaráðherra og utanríkis- ráðherra. Kvað hún þau hafa rætt um Evrópusambandið og sagði við- horf Svía mismunandi til þess, bæði innan stjórnmálaflokkanna og milli þeirra. Birgitta Dahl fylgdist einnig með atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um virkjanir á Austurlandi en hún var umhverfis- og orku- málaráðherra Svía um skeið. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði heimsókn sænska þingforset- ans í senn vináttu- og vinnuheim- sókn. „Við áttum ágætt samtal og ánægjulegt en hún lærði íslenska tungu og er vel að sér í norrænni sögu og menningu,“ sagði hann. „Við ræddum norræn samskipti og skiptumst á skoðunum um innra starf þinganna og ræddum ýmis mál vítt og breitt. Það er mjög gagnlegt að fulltrúar þinganna hittist og séu í nánu samstarfi og svona heimsóknir eru líka til að kynnast landi og þjóð hver annars,“ sagði Halldór og nefndi að í ágúst væri fyrirhugaður árlegur fundur þingforsetanna sem að þessu sinni verður í Svíþjóð. „Þar verður farið yfir ýmislegt er varðar innra starf þinganna og samstarf þeirra.“ Auk viðræðna við ráðherra og forseta Alþingis hitti Birgitta Dahl formenn þingflokkanna í hádeg- isverðarboði. Í gærkvöldi þáði hún kvöldverðarboð forseta Alþingis í Ráðherrabústaðnum. Heimsókn þingforsetans lýkur í dag. Morgunblaðið/Ásdís Birgitta Dahl, forseti sænska þingsins, átti í gær fund með Halldóri Blön- dal, forseta Alþingis, og fylgdist síðan með atkvæðagreiðslu í þinginu. Gagnlegt samstarf þjóðþinganna Forseti sænska þingsins í heimsókn VERÐ á innlendum agúrkum út úr búð á Íslandi er nú með því lægsta sem þekkist í nágrannalöndunum, segir Pálmi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna. Skv. skyndikönnun sem hann lét gera í gær á verði á agúrkum í stórmörkuðum í nokkrum Evrópu- löndum og í New York, kom í ljós að verðið var hvergi lægra en á Íslandi. Verð á íslenskum agúrkum í gær var 69 kr. kílóið í Bónus, 98 kr./kg í Hagkaupum og 99 kr/kg. í Nóatúni. Í ljós kom að kílóverðið á agúrkum í gær var hins vegar um 240 kr. til neytenda í stórmarkaði í Danmörku. á Írlandi var gúrkuverðið 242 kr./kg., og í Alberthein, stærstu verslunar- keðju Hollands, reyndist verðið til neytenda í gær vera 214 kr./kg. Í stór- markaði í Þýskalandi voru gúrkur á tilboði þessa vikuna og boðnar á 97 kr/kg., en í stórmarkaði í Moskvu fékkst gúrkan á 304 kr/kg. Þá lét Pálmi kanna verð á agúrkum í tveim- ur stórmörkuðum í New York í gær. Í annarri versluninni fékkst kíló af agúrkum á rúmar 500 kr. en í hinni var verð til neytenda rúmlega 600 kr./ kg., að hans sögn. Íslenski neytandinn hefur getað keypt sér íslenskar agúrkur, ferskar, beint úr sveitinni og án eiturefna und- anfarnar vikur fyrir innan við 100 krónur kílóið, sagði Pálmi . ,,Þetta er kjarni málsins,“ sagði hann. SFG gerði skyndikönnun á grænmeti í nokkrum löndum Verð á gúrkum lægst á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.