Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 12
ÞAÐ er óhætt að segja að kynslóð-
irnar hafi mæst í Gjábakka, félags-
heimili eldra fólks í Kópavogi, á
fimmtudag þegar einmánaðarfagn-
aður var þar á bæ því þar voru sam-
an komin börn af leikskólanum
Marbakka, krakkar úr Digranes-
skóla og eldri borgarar úr bæj-
arfélaginu. Var fagnaðurinn liður í
átaki þessara þriggja stofnana í að
brúa bilið milli kynslóðanna.
Að sögn Sigurbjargar Björgvins-
dóttur var þetta stór dagur. „Þetta
var gert til að sýna það að fólk á
samleið óháð aldri. Þarna voru um
50–60 krakkar og 140–150 full-
orðnir. Þetta var fólk á öllum aldri,
sá elsti yfir nírætt og sá yngsti
kannski fjögurra ára og svo var
einnig fólk á miðjum aldri sem gaf
sér tíma til að koma í heimsókn.“
Þátttakendur gerðu ýmislegt sér
til skemmtunar, s.s. að tefla, lesa
upp ljóð og vefa. Þá voru yngstu
gestirnir, börnin af Marbakka, með
sköpunar- og skemmtihorn og
höfðu liti, leir, pappír og skæri sér
til fulltingis. Segir Sigurbjörg eldra
fólkið hafa aðstoðað börnin og tek-
ið þátt í skapandi vinnu með þeim.
En af hverju einmánaðarfagn-
aður? „Við höfum verið með þorra-
blót og góugleði og framundan er
hörpuhátíð,“ segir Sigurbjörg.
„Með þessu höfum við verið að
halda upp á þessa gömlu mánuði til
að minna á að þeir voru til.“
Leikskóli, grunnskóli og
eldri borgarar hittust
Kópavogur
Morgunblaðið/Golli
Krakkarnir úr Digranesskóla og skákmenn frá Gjábakka háðu marga
hildi yfir skákborðum og er nú stefnt að taflmóti milli þessara kynslóða
á næstunni þar sem gljáandi verðlaunapeningar verða veittir.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BIODROGA
Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi.
Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri.
Jurta - snyrtivörur
Nýr farði
Silkimjúk,
semi-mött áferð.
4 litir.
Póstkröfusendum
ÞAU voru ófá reikningsdæmin
sem leyst voru í stærðfræði-
maraþoni 10. bekkjar Hagaskóla á
föstudag og laugardag en mara-
þonið var haldið í fjáröflunarskyni
fyrir ferðalag sem farið verður í
lok samræmdu prófanna í vor.
Hér sést hluti þátttakenda mara-
þonsins hampa nokkrum af þeim
stærðfræðibókum sem ráðist var
til atlögu gegn en reiknað var í
gegnum allar stærðfræðibækur
sem nemendur 10. bekkjar hafa
lært í grunnskóla og var maraþon-
ið því ágætis undirbúningur fyrir
samræmt próf í stærðfræði í vor.
Reiknað til fjár
Vesturbær
SAMTÖKIN ’78 hafa óskað eftir
skýringum frá Kópavogsbæ vegna
ummæla félagsmálastjóra bæjarins
sem hann viðhafði í starfsviðtali við
samkynhneigðan mann í byrjun mars
sl. Hafa samtökin ennfremur óskað
eftir upplýsingum um starfsmanna-
stefnu bæjarins að því er varðar kyn-
hneigð manna.
Í bréfi formanns samtakanna segir
að umræddur umsækjandi hafi sótt
um starf sem umsjónarmaður með
tilsjónarsambýli fyrir unglinga í
Kópavogi. Í starfsviðtali vegna um-
sóknarinnar hafi félagsmálastjóri
bæjarins sagst hafa heyrt að um-
sækjandinn væri samkynhneigður og
teldi að hann hefði átt að gera grein
fyrir því í starfsviðtalinu. Umsækj-
andinn hafi verið ósáttur við þetta og
talið að það að gera kynhneigð hans
að umræðuefni við ráðningu í opin-
bert starf væri handan við lög og
reglur.
Aðstandendur piltanna væru
upplýstir áður en þeir flyttu inn
Í frásögn umsækjandans af starf-
sviðtalinu segir að félagsmálastjóri
hafi talið nauðsynlegt að fá upplýs-
ingar um kynhneigð viðkomandi „eðli
starfsins vegna, bærinn yrði að bak-
tryggja sig fyrir slúðri o.s.frv.“. Þá
segir umsækjandinn að félagsmála-
stjórinn hafi rökstutt mál sitt með því
að benda á að sambýlið væri fyrir 16–
18 ára pilta. Bærinn myndi ekki ráða
konu til starfsins þar sem það gæti
valdið óþægilegum aðstæðum. Á
sama hátt myndi bærinn ekki ráða
karlmann á heimili fyrir þrjár stúlk-
ur.
Segir í bréfi formanns Samtakanna
’78 að af tali félagsmálastjóra hafi
ekki verið „annað ályktað en að hann
teldi viðkomandi pilta eiga á hættu
kynferðislega áreitni af hálfu [um-
sækjandans] ef af ráðningu yrði“. Þá
teldi hann nauðsynlegt að aðstand-
endum piltanna yrði gert ljóst, áður
en þeir flyttu inn í slíkt sambýli, að
umsækjandinn væri samkynhneigð-
ur.
Í frásögn umsækjandans kemur
fram að félagsmálastjóri hugðist
kalla saman deildarfund vegna máls-
ins og myndu allir starfsmenn félags-
máladeildarinnar sitja þann fund.
Að sögn Aðalsteins Sigfússonar, fé-
lagsmálastjóra Kópavogsbæjar, var
annar umsækjandi ráðinn í stöðuna í
síðustu viku. Að öðru leyti vildi hann
ekki tjá sig fyrr en bæjarráð hefði
tekið fyrir umsögn hans um málið.
Gerði kynhneigð um-
sækjanda að umtalsefni
Kópavogur
Samtökin ’78 hafa óskað eftir skýringum vegna
ummæla félagsmálastjóra bæjarins í starfsviðtali
HJÓN við Heiðarlund í Garðabæ
hafa kvartað undan lélegu vatns-
rennsli og vatnsskorti á köldu
vatni við bæjaryfirvöld. Segja þau
vatnsþrýsting lélegan, oft komi
dagar þar sem ekki komi dropi úr
kaldavatnskrönum og iðulega hafi
þau þurft að hringja í bæjarverk-
fræðing á aðfangadag vegna vatns-
leysisins.
Hjónin segjast í bréfinu hafa bú-
ið í húsi sínu við Heiðarlund í 28 ár
og liðið þar vel. Þó hafi lítill þrýst-
ingur á kaldavatninu gert þeim líf-
ið leitt enda geri hann það að verk-
um að ekki sé hægt að hreinsa
tröppur eða steypt bílaplan. „Við
erum hætt að reyna að vökva garð-
inn að sumri til en vildum gjarnan
geta þvegið glugga,“ segir í bréf-
inu.
Mestu vandræðin séu þó árlega í
desembermánuði því þá komi dag-
ar þar sem ekki komi dropi úr
kaldavatnskrana og hjálpi ekki til
þótt skipt sé um síur í krönum.
Hjónin segjast árlega hringja í
Áhaldahús bæjarins af þessum
sökum og þá sé verkstjóri kallaður
út til að setja aukadælu í gang.
Ráðlagði bað á öðrum
degi en aðfangadegi
Í bréfinu segir að oft hafi þau
þurft að hringja á aðfangadag
heim til Eiríks Bjarnasonar bæj-
arverkfræðings til að biðja um að-
stoð vegna vatnsleysis og hafi
skýringar verið ýmsar. „Síðast
þegar haft var samband við hann
ráðlagði hann okkur að fara í bað á
einhverjum öðrum degi, en að-
fangadegi, safna köldu vatni í ílát
og potta og vera þannig tilbúin
vatnslausum jólum,“ segir í bréf-
inu. „Við vildum ekki trufla hans
jólahátíð um síðustu jól en þar sem
ekki kom dropi úr krana höfðum
við samband við Gústaf Jónsson,
sem setti aukadælu í gang og jólin
urðu því ekki alveg vatnslaus.“
Segjast hjónin vera orðin lang-
þreytt á engum úrbótum og léleg-
um útskýringum á vatnsþrýstingi
enda sé vatnsskattur sá sami hvort
sem vatnsstreymi er mikið eða lít-
ið. Hafi þau þurft að kaupa bæði
nýja þvottavél og uppþvottavél af
þessum sökum.
Iðulega kaldavatns-
laust á aðfangadag jóla
$
!
%&
%&
(
%
)
( *
%&
%&
%
&
%
&
%
&
'
%
+
,
-
%
'
.
,
/
+
'
0
%
,
1
0
+
$
%
'
" # $%
&$" # $%
'
(
)
Aðgerðir til bóta
á næstu tveimur vikum
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðfinnu B. Kristjánsdóttur, upp-
lýsingastjóra Garðabæjar, stendur
Heiðarlundur tiltölulega hátt í
bæjarlandinu en hingað til hefur
hann ekki verið innan svokallaðs
þrýstisvæðis sem vatni hefur verið
sérstaklega dælt inn á. Nú hefur
hins vegar verið ákveðið að
stækka umrætt þrýstisvæði til að
bæta úr vatnsskorti í Heiðarlundi
og nágrenni.
Til að gera það þarf að setja
hjáveitu á vatnsæð við núverandi
mörk þrýstisvæðisins, sem eru við
mót Hofsstaðabrautar og Karla-
brautar og verður það gert á
næstu tveimur vikum. Þær götur,
sem munu við breytingarnar lenda
innan þessa þrýstisvæðis en voru
þar ekki áður eru Heiðarlundur,
Hofslundur, Reynilundur og
Hörgslundur.
Kumpánlegt samtal
Varðandi ummæli sín sem rakin
eru í bréfinu segir Eiríkur Bjarna-
son bæjarverkfræðingur að um
kumpánlegt samtal hafi verið að
ræða og að hans mati hafi ummæl-
in ekki verið nákvæmlega á þessa
veru. Að öðru leyti vildi hann ekki
tjá sig um þau.
Garðabær
Kvartað undan lélegu vatnsrennsli í Heiðarlundi
Úrbætur fyrirhugaðar segir upplýsingastjóri bæjarins
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r