Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 13

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 13 ÚTSÖLUMARKAÐUR verður opnaður í dag kl. 12.00 á Suðurlandsbraut 10 ALLAR dagmæður í Mosfellsbæ uppfylla þau skilyrði sem starfsemi þeirra eru sett. Þetta er niðurstaða úttektar leikskólafulltrúa bæjarins á starfsemi dagmæðranna. Starfandi dagmæður í Mosfellsbæ eru 12 talsins og hafa þær starfað mislengi, allt frá einu ári til 25 ára. Samtals eru þær með 56 börn í gæslu og flest á aldrinum átta mánaða til tveggja eða þriggja ára. Í fréttatil- kynningu frá bænum segir að úttekt- in hafi verið gerð í kjölfar könnunar sem félagsmálaráðuneytið lét gera í desember á fjölda barna hjá hverri dagmóður. Í úttekt bæjarins var starfsemin m.a. skoðuð m.t.t. fjölda barna hjá þeim og hvort þær upp- fylltu þau skilyrði sem starfseminni eru sett samkvæmt reglugerð. Niðurstaða skoðunarinnar var að dagmæður í Mosfellsbæ uppfylla öll skilyrði reglugerðarinnar og fjölda barna samkvæmt leyfi. „Í stöku til- fella er eitt barn umfram í stuttan tíma (1-2 vikur) þegar eitt barn er að hætta og annað að byrja eða milli klukkan 12 og 14 þegar eitt barn er nýkomið og annað rétt ófarið, enda sofa börnin flest á þessum tíma. Dagmæður eru beðnar um að láta foreldra ávallt vita af þessu,“ segir í fréttatilkynningunni. Þá voru brunavarnir sérstaklega skoðaðar í febrúar sl. af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en að sögn Gunnhildar Sæmundsdóttur leik- skólafulltrúa hafa þau atriði, sem þá voru gerðar athugasemdir við, verið lagfærð. Tólf dagmæður starf- andi í sveitarfélaginu Uppfylla öll skilyrði Mosfellsbær Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 alltaf á föstudögum alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.