Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 24
ERLENT
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ MINNSTA kosti
fjórir menn biðu bana
og átján særðust í gær
þegar sprengja sprakk
nálægt bíl Mohamm-
eds Qasims Fahims,
varnarmálaráðherra
Afganistans, í borginni
Jalalabad í austurhluta
landsins. Afganskir
embættismenn sögðu
að markmiðið með
sprengjutilræðinu
hefði verið að grafa
undan bráðabirgða-
stjórn Afganistans.
Daginn áður var
tveimur flugskeytum
skotið að búðum erlendra friðar-
gæsluliða í Kabúl og í gær fundust
fjögur flugskeyti sem miðað var á
búðirnar.
Varnarmálaráðherrann særðist
ekki þegar sprengjan sprakk fyrir
framan bílalest hans á vegi að mið-
borg Jalalabad. Þeir sem létu lífið
eða særðust voru á meðal borgarbúa
sem höfðu safnast saman á veginum
til að fagna varnarmálaráðherranum.
Embættismaður í varnarmála-
ráðuneytinu sagði að tilræðismenn-
irnir hefðu ætlað að myrða Fahim í
því skyni að „grafa undan bráða-
birgðastjórninni og koma í veg fyrir
áform hans í Jalalabad“. Faham fór
til borgarinnar til að ræða við ætt-
bálkahöfðinga um áform stjórnarinn-
ar um að uppræta ólöglega ræktun
ópíumvalmúa. Yfirvöld
hafa hótað að eyðileggja
valmúauppskeruna fall-
ist bændurnir ekki á að
gera það sjálfir gegn
greiðslu frá stjórninni.
Afganska lögreglan
fann fjögur flugskeyti,
framleidd í Kína, sem
var miðað á búðir frið-
argæsluliða í Kabúl.
Tveimur flugskeytum
var skotið frá sama stað
að búðum þýskra og
danskra friðargæsluliða
á sunnudag, en enginn
þeirra særðist.
Afgönsk yfirvöld
handtóku í vikunni sem leið að
minnsta kosti 160 manns sem talið er
að hafi ætlað að myrða Hamid
Karzai, forsætisráðherra bráða-
birgðastjórnarinnar, og fyrrverandi
konung Afganistans, Mohammad
Zaher Shah, sem búist er við að snúi
aftur til landsins síðar í mánuðinum.
Þeir sem eru enn í haldi tengjast
íslömsku hreyfingunni Hezb-e-Isl-
ami, sem er undir forystu Gulbudd-
ins Hekmatyars, fyrrverandi for-
sætisráðherra. Talsmaður hreyfing-
arinnar hefur neitað því að hún sé
viðræðin morðsamsærið.
Fahim varnarmálaráðherra varð
yfirmaður hers Norðurbandalagsins,
sem barðist gegn stjórn talibana, eft-
ir að Ahmad Shah Masood, leiðtogi
bandalagsins, var myrtur tveimur
dögum fyrir hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum 11. september. Fahim er
einn af forystumönnum Jamiat-i-Isl-
ami, erkifjanda Hezb-e-Islami, og
stjórnaði hersveitum sem börðust við
Hekmatyar sunnan við Kabúl um
miðjan síðasta áratug þegar blóðug
átök geisuðu milli stríðandi fylkinga
mújahedína eftir að hernámi Sovét-
manna lauk.
Mohuddin Dareez, prófessor í
stjórnmálafræði við Kabúl-háskóla,
taldi líklegt að andstæðingar bráða-
birgðastjórnarinnar og friðargæslu-
sveitanna hefðu staðið fyrir
sprengjutilræðinu. „Talibanar gætu
verið á meðal þeirra, svo og Pastún-
ar, eða ef til vill menn eins og Hekm-
atyar,“ sagði prófessorinn.
Fjöldagrafir kannaðar
Karzai hyggst fara í dag til borg-
arinnar Bamiyan í miðhluta Afgan-
istans þar sem starfsmenn Samein-
uðu þjóðanna fundu vísbendingar um
að minnsta kosti þrjár fjöldagrafir
um helgina. Talsmaður Sameinuðu
þjóðanna sagði að talið væri að í gröf-
unum væru Hasarar sem talibanar
hefðu myrt skömmu áður en stjórn
þeirra féll. Ekki er vitað hversu mörg
lík eru í gröfunum.
Hasarar, sem eru um 10% íbúa
Afganistans, eru shítar, en taliban-
arnir voru flestir súnnítar. Leiðtogar
Hasara segja að talibanastjórnin hafi
látið myrða allt að 15.000 Hasara áð-
ur en hún féll.
Sprengjutilræði kostar fjóra menn lífið í Afganistan
Reynt að myrða
varnarmálaráðherra
Flugskeytum skotið að búðum friðargæsluliða
Mohammad Fahim
Kabúl. AP, AFP.
SÓSÍALISTAFLOKKURINN í
Ungverjalandi, stærsti stjórnarand-
stöðuflokkur landsins, bjó sig í gær
undir að hefja viðræður um stjórn-
arsamstarf við Bandalag frjálsra
demókrata, SZDSZ, eftir að hafa náð
naumu forskoti í fyrri umferð þing-
kosninganna sem fór fram á sunnu-
dag.
Talið er mjög líklegt að Sósíalista-
flokkurinn komist til valda í síðari
umferðinni 21. þessa mánaðar.
Flokkurinn fékk 42% fylgi í fyrri um-
ferðinni en hægriflokkurinn Fidesz
41%. Úrslitin voru óvænt því skoð-
anakannanir bentu til þess að Fidesz
myndi sigra. Sósíalistaflokkurinn
komst til valda 1994 en beið ósigur
fyrir Fidesz fjórum árum síðar.
Bandalag frjálsra demókrata fékk
5,55% fylgi á sunnudag og kvaðst
ætla að hefja viðræður við leiðtoga
sósíalista um hugsanlegt stjórnar-
samstarf.
Flokkur þjóðernisöfgamanna,
MIEP, fékk aðeins 4,36% at-
kvæðanna og engan þingmann kjör-
inn því til að fá þingsæti þurfti hann
að fá að minnsta kosti 5% fylgi. Kjör-
sóknin var 71% og meiri en nokkru
sinni fyrr frá falli kommúnista-
stjórnarinnar árið 1989.
AP
Peter Medgyessy, forsætisráðherraefni ungverskra sósíalista (fyrir
miðju), fagnar úrslitum fyrri umferðar þingkosninganna á sunnudag
ásamt formanni flokksins, Laszlo Kovacs (t.h.).
Ungverskum sós-
íalistum spáð sigri
Búdapest. AFP.
KONA í Peking notar hálsklút til að verja vit sín
ryki í Peking í gær, en einhverjir verstu sand-
byljir í mörg ár hafa gengið yfir norðurhéruð
Kína undanfarna daga. Strekkingsvindur var í
Peking í gær og myndaðist víða nokkurra senti-
metra þykkt ryklag. Segja veðurfræðingar
þetta vera eitt rykugasta vor í Kína í langan
tíma.
Sandbyljir ganga yfir Norður-Kína á hverju
vori, og hefur mikil skógaeyðing gert illt verra.
Stjórnvöld reyna að stemma stigu við afleiðing-
unum með umfangsmiklum gróðursetning-
arherferðum í höfuðborginni og norðurhér-
uðunum. Eyðimerkurryk frá Kína olli
ennfremur loftmengun í Suður-Kóreu í gær, þar
sem gefin var út viðvörun.
Fregnir herma að Changchun, höfuðborg Jil-
in-héraðs í norðaustur Kína, hafi verið umlukin
ryki á sunnudaginn, líkt og megnið af héraðinu.
Var allri flugumferð til og frá Jilin aflýst og
læknar ráðlögðu fólki með öndunarfæra-
sjúkdóma að halda sig innandyra. Í gær kólnaði
í veðri í Peking og fór hiti niður í 12 gráður, en í
síðustu viku var hann í rúmlega 25 gráðum.
Sandbyljir í Kína
AP
Í NÆSTUM hálfa öld hafa Norðmenn leitað
að hinsta hvílustað rithöfundarins Nordahls
Griegs en hann fórst er ein sprengjuflugvél
Bandamanna var skotin niður yfir Þýska-
landi í síðari heimsstyrjöld. Starfsmenn
norska sendiráðsins í Berlín telja sig nú vita,
að legstaður hans sé undir annarri akrein
þýsks þjóðvegar.
Skáldið, leikritahöfundurinn og blaðamað-
urinn Grieg fórst 2. desember 1943 er Þjóð-
verjar skutu niður breska Lancaster-flugvél.
Var hann þá 41 árs og stríðsfréttaritari um
borð.
„Við vitum, að hann var grafinn í kirkju-
garði, sem hét Döbritz am Hasenheimberg,
rétt fyrir utan Potsdam, en nú liggur þjóð-
vegurinn beint yfir hann,“ sagði Sverre
Jervell, talsmaður norska sendiráðsins í
Berlín, í viðtali við norska ríkisútvarpið.
Ættingjar Griegs vilja, að lík hans verði flutt
heim, en Jervell kvaðst ekki bjartsýnn á það.
Hann lægi undir veginum og auk þess væri
ekki vitað hvar í garðinum hann hefði verið
grafinn.
Eftir innrás Þjóðverja í Noreg gekk Grieg
til liðs við norsku andspyrnuhreyfinguna og
átti þátt í að smygla gullforða ríkisins úr
landi. Var hann síðan í norsku hersveitunum
í Bretlandi. Minnast landar hans einna best
ljóða hans, sem voru full af ættjarðarást, og
útvarpsávarpanna, sem send voru frá Bret-
landi til Noregs.
Gröf Nordahls
Griegs fundin?
Ósló. AP.