Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti fjórir menn biðu bana og átján særðust í gær þegar sprengja sprakk nálægt bíl Mohamm- eds Qasims Fahims, varnarmálaráðherra Afganistans, í borginni Jalalabad í austurhluta landsins. Afganskir embættismenn sögðu að markmiðið með sprengjutilræðinu hefði verið að grafa undan bráðabirgða- stjórn Afganistans. Daginn áður var tveimur flugskeytum skotið að búðum erlendra friðar- gæsluliða í Kabúl og í gær fundust fjögur flugskeyti sem miðað var á búðirnar. Varnarmálaráðherrann særðist ekki þegar sprengjan sprakk fyrir framan bílalest hans á vegi að mið- borg Jalalabad. Þeir sem létu lífið eða særðust voru á meðal borgarbúa sem höfðu safnast saman á veginum til að fagna varnarmálaráðherranum. Embættismaður í varnarmála- ráðuneytinu sagði að tilræðismenn- irnir hefðu ætlað að myrða Fahim í því skyni að „grafa undan bráða- birgðastjórninni og koma í veg fyrir áform hans í Jalalabad“. Faham fór til borgarinnar til að ræða við ætt- bálkahöfðinga um áform stjórnarinn- ar um að uppræta ólöglega ræktun ópíumvalmúa. Yfirvöld hafa hótað að eyðileggja valmúauppskeruna fall- ist bændurnir ekki á að gera það sjálfir gegn greiðslu frá stjórninni. Afganska lögreglan fann fjögur flugskeyti, framleidd í Kína, sem var miðað á búðir frið- argæsluliða í Kabúl. Tveimur flugskeytum var skotið frá sama stað að búðum þýskra og danskra friðargæsluliða á sunnudag, en enginn þeirra særðist. Afgönsk yfirvöld handtóku í vikunni sem leið að minnsta kosti 160 manns sem talið er að hafi ætlað að myrða Hamid Karzai, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar, og fyrrverandi konung Afganistans, Mohammad Zaher Shah, sem búist er við að snúi aftur til landsins síðar í mánuðinum. Þeir sem eru enn í haldi tengjast íslömsku hreyfingunni Hezb-e-Isl- ami, sem er undir forystu Gulbudd- ins Hekmatyars, fyrrverandi for- sætisráðherra. Talsmaður hreyfing- arinnar hefur neitað því að hún sé viðræðin morðsamsærið. Fahim varnarmálaráðherra varð yfirmaður hers Norðurbandalagsins, sem barðist gegn stjórn talibana, eft- ir að Ahmad Shah Masood, leiðtogi bandalagsins, var myrtur tveimur dögum fyrir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum 11. september. Fahim er einn af forystumönnum Jamiat-i-Isl- ami, erkifjanda Hezb-e-Islami, og stjórnaði hersveitum sem börðust við Hekmatyar sunnan við Kabúl um miðjan síðasta áratug þegar blóðug átök geisuðu milli stríðandi fylkinga mújahedína eftir að hernámi Sovét- manna lauk. Mohuddin Dareez, prófessor í stjórnmálafræði við Kabúl-háskóla, taldi líklegt að andstæðingar bráða- birgðastjórnarinnar og friðargæslu- sveitanna hefðu staðið fyrir sprengjutilræðinu. „Talibanar gætu verið á meðal þeirra, svo og Pastún- ar, eða ef til vill menn eins og Hekm- atyar,“ sagði prófessorinn. Fjöldagrafir kannaðar Karzai hyggst fara í dag til borg- arinnar Bamiyan í miðhluta Afgan- istans þar sem starfsmenn Samein- uðu þjóðanna fundu vísbendingar um að minnsta kosti þrjár fjöldagrafir um helgina. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að talið væri að í gröf- unum væru Hasarar sem talibanar hefðu myrt skömmu áður en stjórn þeirra féll. Ekki er vitað hversu mörg lík eru í gröfunum. Hasarar, sem eru um 10% íbúa Afganistans, eru shítar, en taliban- arnir voru flestir súnnítar. Leiðtogar Hasara segja að talibanastjórnin hafi látið myrða allt að 15.000 Hasara áð- ur en hún féll. Sprengjutilræði kostar fjóra menn lífið í Afganistan Reynt að myrða varnarmálaráðherra Flugskeytum skotið að búðum friðargæsluliða Mohammad Fahim Kabúl. AP, AFP. SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Ungverjalandi, stærsti stjórnarand- stöðuflokkur landsins, bjó sig í gær undir að hefja viðræður um stjórn- arsamstarf við Bandalag frjálsra demókrata, SZDSZ, eftir að hafa náð naumu forskoti í fyrri umferð þing- kosninganna sem fór fram á sunnu- dag. Talið er mjög líklegt að Sósíalista- flokkurinn komist til valda í síðari umferðinni 21. þessa mánaðar. Flokkurinn fékk 42% fylgi í fyrri um- ferðinni en hægriflokkurinn Fidesz 41%. Úrslitin voru óvænt því skoð- anakannanir bentu til þess að Fidesz myndi sigra. Sósíalistaflokkurinn komst til valda 1994 en beið ósigur fyrir Fidesz fjórum árum síðar. Bandalag frjálsra demókrata fékk 5,55% fylgi á sunnudag og kvaðst ætla að hefja viðræður við leiðtoga sósíalista um hugsanlegt stjórnar- samstarf. Flokkur þjóðernisöfgamanna, MIEP, fékk aðeins 4,36% at- kvæðanna og engan þingmann kjör- inn því til að fá þingsæti þurfti hann að fá að minnsta kosti 5% fylgi. Kjör- sóknin var 71% og meiri en nokkru sinni fyrr frá falli kommúnista- stjórnarinnar árið 1989. AP Peter Medgyessy, forsætisráðherraefni ungverskra sósíalista (fyrir miðju), fagnar úrslitum fyrri umferðar þingkosninganna á sunnudag ásamt formanni flokksins, Laszlo Kovacs (t.h.). Ungverskum sós- íalistum spáð sigri Búdapest. AFP. KONA í Peking notar hálsklút til að verja vit sín ryki í Peking í gær, en einhverjir verstu sand- byljir í mörg ár hafa gengið yfir norðurhéruð Kína undanfarna daga. Strekkingsvindur var í Peking í gær og myndaðist víða nokkurra senti- metra þykkt ryklag. Segja veðurfræðingar þetta vera eitt rykugasta vor í Kína í langan tíma. Sandbyljir ganga yfir Norður-Kína á hverju vori, og hefur mikil skógaeyðing gert illt verra. Stjórnvöld reyna að stemma stigu við afleiðing- unum með umfangsmiklum gróðursetning- arherferðum í höfuðborginni og norðurhér- uðunum. Eyðimerkurryk frá Kína olli ennfremur loftmengun í Suður-Kóreu í gær, þar sem gefin var út viðvörun. Fregnir herma að Changchun, höfuðborg Jil- in-héraðs í norðaustur Kína, hafi verið umlukin ryki á sunnudaginn, líkt og megnið af héraðinu. Var allri flugumferð til og frá Jilin aflýst og læknar ráðlögðu fólki með öndunarfæra- sjúkdóma að halda sig innandyra. Í gær kólnaði í veðri í Peking og fór hiti niður í 12 gráður, en í síðustu viku var hann í rúmlega 25 gráðum. Sandbyljir í Kína AP Í NÆSTUM hálfa öld hafa Norðmenn leitað að hinsta hvílustað rithöfundarins Nordahls Griegs en hann fórst er ein sprengjuflugvél Bandamanna var skotin niður yfir Þýska- landi í síðari heimsstyrjöld. Starfsmenn norska sendiráðsins í Berlín telja sig nú vita, að legstaður hans sé undir annarri akrein þýsks þjóðvegar. Skáldið, leikritahöfundurinn og blaðamað- urinn Grieg fórst 2. desember 1943 er Þjóð- verjar skutu niður breska Lancaster-flugvél. Var hann þá 41 árs og stríðsfréttaritari um borð. „Við vitum, að hann var grafinn í kirkju- garði, sem hét Döbritz am Hasenheimberg, rétt fyrir utan Potsdam, en nú liggur þjóð- vegurinn beint yfir hann,“ sagði Sverre Jervell, talsmaður norska sendiráðsins í Berlín, í viðtali við norska ríkisútvarpið. Ættingjar Griegs vilja, að lík hans verði flutt heim, en Jervell kvaðst ekki bjartsýnn á það. Hann lægi undir veginum og auk þess væri ekki vitað hvar í garðinum hann hefði verið grafinn. Eftir innrás Þjóðverja í Noreg gekk Grieg til liðs við norsku andspyrnuhreyfinguna og átti þátt í að smygla gullforða ríkisins úr landi. Var hann síðan í norsku hersveitunum í Bretlandi. Minnast landar hans einna best ljóða hans, sem voru full af ættjarðarást, og útvarpsávarpanna, sem send voru frá Bret- landi til Noregs. Gröf Nordahls Griegs fundin? Ósló. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.