Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 27

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 27 13 banka- og fjármálastofnanir eru tengdar við ljósleiðarakerfi Línu.Nets TÍMAVÉLIN er byggð á sam- nefndri skáldsögu H.G. Wells, afa leikstjórans Simons Wells. Barna- barnið hefur kosið að vera skáldsög- unni ekki sérlega hliðhollt, heldur skapa nýja sögu í kringum hug- myndina um að ferðast fram og aftur í tímann og að í framtíðinni muni mannkynið skipta sér í tvö mannkyn. Hið illa og hið góða. Guy Pearce leikur uppfinninga- manninn Hartdeger sem er yfir sig ástfanginn af Emmu sinni. Þegar óhapp verður til þess að hann getur ekki eytt lífinu með henni, eyðir hann fjórum árum í að hanna tímavél til að geta breytt fortíðinni, og þá byrja ævintýirin. Hann fer aftur og fram í tímann, og það er skemmtilegt á að horfa. Þegar hann fer 130 ár fram í tímann, sér maður hvernig byggingar New York borgar hverfa eða breytast. Seinna fer hann um 800 þúsund ár fram í tímann og þá förum við í gegnum komandi ísaldir og algera endursköpun jarðarinnar, sem einnig er skemmtileg fyrir aug- að. Það voru mistök hjá Simon að vera ekki hollari sögu afa gamla, því órök- vísi handritsins gerir það oft að hreinasta bulli sem bæði er erfitt að skilja og trúa. Göt og gloppur hér og þar og alls staðar gera áhorfandann meira en lítið svekktan. Svör við að- alspurningu myndarinnar: „Hvers vegna er ekki hægt að breyta fortíð- inni?“ sem Hartdeger leitar, eru engin. Og svo er það leikurinn sem er heldur ekkert til að hrópa húrra fyr- ir. Ég er eiginlega búin að missa álit- ið á Pearce eftir Monte Cristo og síð- an þessa mynd. Þótt texti og samtöl gefi til kynna að vísindamaðurinn sé smábilaður, þá er leikur Pearce alls ekki eftir því. Hann er því miður ósannfærandi. Jeremy Irons sýnir sína dramatísku og vanalegu ill- mannlegu takta, og poppstjarnan, sem leikur Möru, er áreiðanlega betri poppstjarna en leikkona. Vondu framtíðarverurnar eru einnig hinar furðulegustu. Sambland af John Travolta í Battleship Earth og einhverri Star Trek-veru, jafnvel með einhver geimverugen í sér. Þetta eru viðbjóðslegar skepnur og ég verð að segja að ég var býsna hrædd þegar þær gerðu fyrstu inn- rás sína. Skrýtið finnst mér líka að nýja mannkynið skuli tala lýtalausa ensku, með framburðinn og allt á hreinu. Eftir 800 þúsund ár! Nei, þessu get ég ekki trúað. Þótt tæknin sé ekki beint að stríða okkur í Tímavélinni, þá gerir skyn- semi kvikmyndagerðarmannanna það, og þá er ekkert gaman lengur. Göt og gloppur KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni, Snorra- braut og Álfabakka Leikstjórn: Simon Wells. Handrit: John Logan eftir sögu H.G. Wells og eldra handriti Davids Duncans. Kvikmynda- taka: Donald McAlpine. Aðalhlutverk: Guy Pearce, Samantha Mumba, Jeremy Irons, Orlando Jones, Yancey Arias, Si- enna Guillory og Mark Addy. 96 mín. USA. Warner Bros. 2002. THE TIME MACHINE/TÍMAVÉLIN Hildur Loftsdóttir Sérblað alla sunnudag Þumalína Pósthússtræti/Skólavörðustíg Allt fyrir mömmu og litla krílið Póstsendum – sími 551 2136

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.