Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands var stofnaður árið 1999 af Sverri Sigurðssyni. Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju. Í því skyni skulu árlega veittir styrkir af ráð- stöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna. Umsóknir berist í þríriti fyrir föstudaginn 3. maí næstkomandi merkt: Listasafn Háskóla Íslands, Styrktarsjóður, Oddi, 101 Reykjavík. Úthlutað verður úr sjóðnum í lok maí 2002. Dagskrá Miðvikudagur 10. apríl Kl. 10:00-12:00  Aðalfundur settur: Steinn Logi Björnsson, formaður SAF.  Ávarp: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.  Niðurstöður könnunar SAF um Markaðsráð ferðaþjónustunnar. Arnar Már Ólafsson, framkvæmdastjóri Ferðamálaseturs Íslands.  Túlkun niðurstaðnanna. Steinn Logi Björnsson, formaður SAF.  Áform Reykjavíkurborgar í markaðsmálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.  Framkvæmd mála hjá Markaðsráði ferðaþjónustunnar. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri.  Markaðssetning erlendis - samstarf. Stefán Eyjólfsson, svæðisstjóri Flugleiða í Bretlandi.  Alþjóðlegt markaðsstarf. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu. Kl. 13:00-15:00  Almennar umræður um markaðsmál. Kl. 15:30-17:00  Aðalfundarstörf skv. lögum SAF. Skýrslur fagnefnda. Önnur mál. Kl. 19:30-01:00  Kvöldverðarhóf félagsmanna og maka á Hótel KEA. Fimmtudagur 11. apríl Kl. 9:00-11:30  Fundir faghópa.  Afþreyingarfyrirtæki og ferðaskrifstofur. Tryggingar, starfsreglur og öryggismál.  Bílaleigur. Leiguskilmálar, samskipti bílaleiga og bílaumboða.  Flugfélög. Flugvernd og almennar umræður.  Gististaðir. Öryggisúttektir, greiðslutryggingar og þjóðlegur matur.  Hópbifreiðafyrirtæki. Rekstur í vsk-umhverfi, samspil verðs og gæða.  Veitingastaðir. Fræðslumál, vörumarkaðir og þjóðlegur matur. Kl. 12:00-14:00  Hádegisverður á Fiðlaranum Stutt samantekt, önnur mál/frh. og slit aðalfundar. Samtök ferðaþjónustunnar - SAF - eru málsvari og sameiginlegur vettvangur íslenskra fyrirtækja sem stunda rekstur á sviði ferðaþjónustu. Aðild að SAF er heimil öllum fyrirtækjum sem telja sig starfa í ferðaþjónustu. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar Akureyri (Ketilhúsi) 10. og 11. apríl 2002 Að markaðssetja Ísland Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar er opinn fulltrúum frá aðildarfélögum SAF. www.saf.is Samtök ferðaþjónustunnar Hafnarstræti 20, sími 511 8000 UMGJÖRÐIN að þessu nýja verki Þorvaldar Þorsteinssonar er í grunn- inn afar einföld: Sex manneskjur sækja námskeið hjá þeirri sjöundu, sem hefur frelsast til nýrrar trúar á amerískan meistara (Will Johnson) og vill nú útbreiða fagnaðarerindið. Tilgangurinn er að „finna sjálfan sig“ með því að „leika“ sér (og sjálfan sig) í þeim tilgangi að losa um sálarflækjur, finna lífi sínu tilgang og verða ham- ingjusamur. Strax í útúrsnúningnum á frasanum að „leita að sjálfum sér“ er tóninn gefinn; þetta fólk er sann- arlega ekki tilbúið í sanna „leit“ en tekur þátt í „leiknum“ og lætur jafn- vel leika með sig. Sjálfshjálparhópar af þessu tagi liggja afar vel við höggi, svo að segja, auðvelt er að skopast að þessu „með- ferðarformi“ enda byrjar leikritið sem bullandi satíra og höfundur dregur alla aðila leiksins sundur og saman í háði og beinir spjótum víða. Leikritið byrjar því sem fyrsta flokks gamanleikur – en fljótlega fer gam- anið að kárna. Þátttakendurnir, sem undirstrika eigið fordómaleysi og um- burðarlyndi í byrjun, reynast burðast með ýmislegt óhreint í pokahorninu, eins og við er að búast, og stigmagn- andi átök fara í gang. Verkið fær því alvarlegri undirtón þegar líða tekur á sýninguna en þó ekki á þann hátt að leikritið breytist úr skopleik í raunsæisdrama. Það er líklega einn helsti styrkur verksins hversu vel höfundi tekst að vega salt á milli hins dramatíska efniviðar og sinnar eigin háðsku sýnar. En þar með eru þó ekki öll kurl komin til grafar því það sem gefur þessu snjalla leikriti hvað mestan slagkraft er sú staðreynd að hversu mjög sem persónurnar opin- bera lesti sína og „perversjónir“, for- dóma og ranghugmyndir, ótta og angist, þá virðist það ekki hreyfa við viðstöddum svo nokkru nemi. Þótt einstaklingar fari hamförum, afhjúpi sín sár og leyndustu afkima ofbeldis og sálsýki þá virðist það ekki snerta neinn, ekki fremur en náttúruham- farirnar sem verkinu lýkur á. Ef hægt er að tala um að höfundur vilji koma einhverjum boðskap á framfæri þá hlýtur hann að felast í ábendingu um það að sinnuleysi ein- kenni samskipti fólks; sinnuleysi sem ristir dýpra en nokkur mannleg ör- vænting eða nokkur annar þáttur í mannlegu eðli. Ef þetta er sýn höf- undar er hún í hæsta máta óhugguleg og nöpur þótt framreiðslan sé öll á hinum satírísku nótum. Séð í þessu ljósi er þetta nýja verk Þorvaldar kannski ekki svo óskylt hinum hug- ljúfu bókum hans um Blíðfinn þar sem sterkur siðferðilegur boðskapur og húmanismi ræður ferðinni, klætt í búning snjallrar fantasíu. Framsetn- ingin er því vissulega með ólíkum hætti og þetta leikrit verður eflaust flokkað nær skáldsögu Þorvaldar, Við fótskör meistarans, sem kom út síð- astliðið haust, þar sem einnig er ferðast um heim hins afbrigðilega og sjúka í mannlegum samskiptum. Þessi þriðja sýning sem leikhópur- inn sem ræður ríkjum á Nýja sviði Borgarleikhússins setur upp er þriðji sigur þeirra. Hópurinn hefur unnið frábærlega vel úr þessu verki Þor- valdar undir stjórn Benedikts Erl- ingssonar sem getur verið stoltur af sínu fólki og sinni vinnu. Erfitt er – og kannski ástæðulaust – að gera mikið upp á milli einstakra leikara, en þó er ljóst að eftir því sem persónurnar eru mótaðri frá hendi höfundar, þess bet- ur tókst að túlka þær. Þannig eru hjónin Hulda (Sigrún Edda Björns- dóttir) og Indriði (Þór Tulinius) dreg- in afar skýrum dráttum og leikurun- um tveimur tókst snilldarlega að koma á framfæri hinu tóma, sjúka og úrkynjaða í þeirra sambandi sem er svo slétt og fellt á yfirborðinu. Hall- dór Gylfason fór afar skemmtilega með hlutverk leigubílstjórans Þráins, sem vill bara fá að vinna sína vinnu, ferðast í fríum og stefnir að því stunda hóflega heilsurækt og hætta að reykja. Sömu sögu er að segja um túlkun Hörpu Arnarsdóttir á „leið- beinandanum,“ Ástu, sem kokgleypt hefur fræði „meistarans“ sem hún dýrkar í gagnrýnislausri undirgefni. Sóley Elíasdóttir leikur Mörtu sem kannski er ein heilsteyptasta persóna verksins þótt hún búi að þeirri reynslu að hafa verið kynferðislega misnotað barn. Marta virðist eina manneskjan í hópnum sem kann að sýna öðrum athygli og hlýju. Gunnar Hansson leikur Hans, ungan mann sem vill prófa allt, gott og slæmt, og því kannski ekki hægt að gera kröfu um skýra drætti í hans persónusköp- un. Gunnari tókst mjög vel upp í fjöl- breytilegum einræðum persónunnar. Halldóra Geirharðsdóttir leikur Stef- aníu sem er óræðasta persóna leik- ritsins og setti sú staðreynd nokkuð mark á túlkun hennar þótt gervið væri vissulega sannfærandi, en það var erfitt að átta sig á sögu og að- stæðum persónunnar. Þegar texti leikritsins (sem birtur er í leikskrá) er skoðaður kemur í ljós að mörgu hefur verið sleppt í sýningunni og kann það að skýra ýmsa lausa enda í persónu- sköpun og hver tengsl einstakra per- sóna eru (hvernig er sambandi Stef- aníu og Þráins til dæmis háttað?). Umgjörð sýningarinnar er látlaus og einföld, eins og í fyrri sýningum á Nýja sviðinu, og sannar enn sem fyrr að leiklistin þarf ekki mikinn ytri íburð til að ná í gegn. Hér er þó alls ekki verið að gera lítið úr vinnu Stígs Steinþórssonar sem hefur skapað verkinu hárrétta umgjörð í einfaldri leikmynd; Ragnars Kjartanssonar sem á heiðurinn af tónlistarumgjörð sem er látlaus en sterk; Stefaníu Adolfsdóttur sem hannar búninga í samráði við leikhópinn; eða Jakobs Tryggvasonar sem stjórnar hljóði. Sá síðastnefndi á reyndar mikið hól skil- ið fyrir áhrifaríkan lokakafla sýning- arinnar. Í heild er hér um afar skemmtilega og áleitna sýningu að ræða sem ég gæti trúað að ætti eftir að ganga vel þótt efniviðurinn sé hrár og miskunnarlaus á köflum. Hamfarir í Borg- arleikhúsinu Morgunblaðið/Sverrir „Þessi þriðja sýning sem leikhópurinn sem ræður ríkjum á Nýja sviði Borgarleikhússins setur upp er þriðji sigur þeirra. Hópurinn hefur unn- ið frábærlega vel úr þessu verki Þorvaldar Þorsteinssonar.“ LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leik- stjóri: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sóley Elías- dóttir og Þór Tulinius. Leikmynd: Stígur Steinsþórsson. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Hljóð: Jakob Tryggvason. Tónlistarumsjón: Ragnar Kjartansson. Nýja svið Borg- arleikhússins 7. apríl. AND BJÖRK, OF COURSE… Soffía Auður Birgisdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.