Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 31 INNAN tíðar munu borgarbúar velja full- trúa sína í borgarstjórn Reykjavíkur. Mikil- vægt er að þangað velj- ist fólk sem veit hvað það vill, fólk sem hefur sannfæringu og er reiðubúið að leggja tals- vert á sig fyrir málstað sinn. Stjórnmál hafa um of þróast í þá átt að verða vettvangur þeirra sem bera lítið annað fyrir brjósti en eigin vegtyllur. Reyndar má segja að sú tilhneiging að skipa stjórnmála- starfi í stórar blokkir sé að nokkru ábyrgt fyrir þessari þróun. Ekki er furða þótt menn spyrji um hvað blokkir eins og Sjálfstæðisflokkurinn eða Reykjavíkurlistinn snúist, annað en að ná og halda völdum? Á tímum þar sem hugmyndafræðin er dauð verða slíkar blokkir markmið í sjálfu sér, stærð þeirra og völd skipta ein máli og pólitísk starf snýst allt um valdatæknilega þætti. Eins og dæmin sýna eru stóru valdablokkirnar t.a.m. augljósar uppeldisstöðvar og skjól fyrir ýmsa lukkuriddara, sem sækja í „sérverkefni á vegum hins opinbera“, þar sem þeir fást þó aðallega við að spinna nýju fötin keisarans og við rányrkju á almannafé. Ferskt loft fyrir lýðræðið Til að forðast slíkar hrakfarir stjórnmálanna og tilhneigingu til sið- ferðishnignunar þarf raunveruleg ný- sköpun að eiga sér stað í stjórnmál- unum á sama hátt og gerist á flestum öðrum sviðum. Stjórn- málum er skipað í flokka á Íslandi enn þann dag í dag sam- kvæmt uppskrift frá öndverðri 20. öld og sú uppskrift er að mörgu leyti hugverk Jónasar frá Hriflu. En lýðræðið þarf sína vítamíns- skammta og ferskt loft eins og öll lifandi kerfi. Dæmi um ferskleika í stjórnmálum sjáum við gerast í framboði F-lista, Frjálslyndra og óháðra, til borgarstjórnar Reykjavíkur. Nú á tím- um verða framfarir með því að steypa saman ólíkum þáttum í nýjar uppskriftir. Ekkert er nýtt undir sólinni nema nýjar og oft óvæntar sam- setningar. Í framboði F-listans kemur saman fólk úr ólíkum áttum, fólk sem getið hefur sér orð fyrir heilindi og frumkvæði á þeim sviðum þar sem það hefur starfað og býður fram krafta sína til að gera góða borg betri. Sveitarstjórnarmálin æ mikilvægari Borgarstjórn og reyndar sveitar- stjórnarstigið allt er að færast í aukana og þar ákvarðast æ veiga- meiri mál. Eins og mætur frambjóð- andi hélt fram nýlega eru sveitar- stjórnamál ekki lengur í 2. deild stjórnmálanna. Á vettvangi sveitar- stjórna ráðast mörg markverðustu mál samtímans, svo sem mennta- og umhverfismál. Þessir tveir mála- flokkar einkennast báðir af því, að þar þarf að gæta langtímasjónarmiða og gera þess vegna afar miklar kröfur til þeirra stjórnmálamanna sem fara um þá höndum. Ef vel er með þessa mála- flokka höndlað í borgarstjórn verður okkur auðveldara að gera Reykjavík að þeirri mann- og vistvænu höfuð- borg norðursins sem við Reykvíking- ar viljum að borgin okkar verði. F-listinn á erindi við Reykvíkinga Björn Guðbrandur Jónsson Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 5. sæti F-listans í Reykjavík. Reykjavík Í framboði F-listans, segir Björn Guðbrand- ur Jónsson, kemur sam- an fólk úr ólíkum áttum. Í TENGSLUM við nokkuð meiri umræðu en verið hefur um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki hef ég velt fyrir mér því sem fyr- irsögn höfðar til. Fyrir skömmu hlustaði ég á Ara Teitsson, formann bændasamtakanna, setja fram í setning- arræðu Búnaðarþings þá fáránlegu skoðun, að Íslendingar ættu ekki frekar erindi, með von um áhrif, í Evrópusambandið frekar en Þórs- höfn til Reykjavíkur í von um að koma sínum málum á framfæri. Þetta er fáránleg skoðun einstak- lings, sem þrátt fyrir að búa nokk- uð einangrað hefur náð því að verða formaður öflugra samtaka sem staðsett eru í Reykjavík og óneitanlega hefur Ari Teitsson mikil völd og áhrif. Um áhrif Þórshafnarbúa er það að segja, að þeir mæta reglulega til fundar við fjárlaganefnd og koma sínum málum bærilega á framfæri og hafa áhrif beint og óbeint í gegnum sína þingmenn og í sam- tölum við stjórnvöld og aðra þing- menn. Áhrif erlendis Undirritaður hefur tekið þátt í samskiptum á erlendum vettvangi á vegum Alþingis í nokkrum mæli. Það vekur enga sérstaka athygli innanlands hversu víðtæk áhrif fulltrúar Íslands hafa í þeim sam- skiptum, þar sem við höfum rétt til að ræða málin og taka til máls, það þykir sjálfsagt. Ég minni á styrk Íslendinga undir forystu Jóns Baldvins Hanni- balssonar og hans liðs varðandi EES-samninginn, sem er nánast óumdeildur til hags- bóta fyrir Ísland. Það má minna á að í samskiptum við aðrar þjóðir innan Alþjóða- þingmannasambands- ins (IPU) hafa Íslend- ingar öðlast virðingu og sess sem þjóð, sem fær miklu meiri völd og hefur margfalt meiri áhrif en íbúatala Íslands og fulltrúa- fjöldi (3) á þeim vett- vangi gefur tilefni til. Í þessu sambandi má minna á, meðal annarra, fyrrverandi þingmann, Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta, Geir H. Haarde, sem var varaforseti þessara sam- taka 144 þjóðþinga, núverandi for- maður þingmannanefndar Íslands, Einar K. Guðfinnsson, sem hefur valist í mörg flókin hlutverk á veg- um IPU og leyst þau með prýði. Ásta Möller var valin varaforseti kvennasamtaka IPU á nýafstöðnu þingi. Ég get nefnt fleiri, sem ég þekki til í starfi, svo sem Vilhjálm Egilsson og Össur Skarphéðinsson í EFTA-samstarfi. Einnig má benda á að fulltrúar Íslands, hvort sem um er að ræða stjórnarand- stæðinga/stjórnarliða, aðila frá ASÍ, Samtökum iðnaðarins eða öðrum, koma fram mjög samstæðir um hagsmuni Íslands, hvar sem þeir eru í starfi á erlendum vett- vangi og á þessa ágætu fulltrúa er hlustað og þeir valdir til vanda- samra verka, þar sem við eigum aðild. Meðal annars af þessum ástæð- um hef ég engan ótta af því að við munum ekki hafa áhrif innan ESB ef niðurstaðan verður sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Íslendingar munu þar, sem á öðr- um vettvangi, komast til valda og ná öflugri áhrifum en höfðatalan gefur tilefni til. Krafa almennings varðandi ESB-umsókn Það hefur margkomið fram að ekki hafa verið skilgreind samn- ingsmarkmið gagnvart aðildarum- sókn að Evrópusambandinu, mjög óljóst er um kostnað og ávinning af aðild. Fjölmargir hafa ritað um þessi mál og rætt viðhorf sín. Það hafa verið gefnar út bækur og rit um þessi mál. Það verður að segja hlutina eins og þeir eru: Það eru aðeins örfáir sem kynna sér málið til hlítar, því er mín niðurstaða þessi eftir samtöl við fjölmarga þeirra, sem eru eins og sagt er „með báða fætur á jörðinni“. Málefnið aðild Íslands að Evr- ópusambandinu verður að kynna, kosti þess og galla, nánast að segja á tveimur Morgunblaðssíðum, kosti annars vegar og galla hins vegar og þjóðin á að fá að segja í at- kvæðagreiðslu hver vilji hennar er. Það liggur fyrir að Össur Skarp- héðinsson hefur komist að per- sónulegri niðurstöðu í málinu, Halldór Ásgrímsson hefur greini- lega svipaða afstöðu, Davíð Odds- son og Kristján Ragnarsson eru, nánast óútskýrt, andstæðingar að- ildar. Þessir umræddu menn fá ekki að taka ákvörðun fyrir heila þjóð, þess vegna leysum við málið með þjóðaratkvæðagreiðslu eftir vandaða kynningu. Áhrif embættis- og stjórnmála- manna erlendis Gísli S. Einarsson ESB Málefnið aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Gísli S. Einarsson, verður að kynna. Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar. ÞAÐ er óneitanlega heldur nöturlegt að heyra þetta slagorð Línu.Nets glymja í ljósvakamiðlunum, framtíðin er ljós, á sama tíma og horfur Reykjavíkurborgar hafa ekki í annan tíma verið dekkri. Rándýrar auglýsingaherferðir þessa fyrirtækjalíkis eru því ekkert annað en enn ein vatnsgusan í andlit borgarbúa. Dýrustu mistökin Óráðsía meirihlutans í málefnum Línu.Nets er slík, að guðfaðirinn Alfreð Þor- steinsson lætur sér fátt um finnast þótt Lína.Net hafi kokgleypt 2.500 milljónir á undanförnum þremur ár- um. Til að réttlæta sóunina líkir framsóknarmaðurinn henni við mik- ilvæga samfélagsþjónustu á borð við hitaveitu eða rafveitu. Veruleiki málsins er hins vegar sá að um póli- tískan hráskinnaleik er að ræða, sem er svo vanhugsaður að hann hefur ekki fært meirihlutanum meira í aðra hönd en ein dýrustu mistök sem um getur í framkvæmdasögu Reykjavíkurborgar. Úrelt upplýsingatækni Upphafleg viðskiptahugmynd Línu.Nets var allra góðra gjalda verð. Hefðbundnar raf- línur er unnt að nota til tölvusamskipta og ann- arra stafrænna gagna- flutninga og færa má fyrir því rök að þarna væri fundin hagkvæm leið, ekki hvað síst fyr- irgrunnskólakerfi borgarinnar, að upp- lýsingatæknibylting- unni. Vandinn var sá, að upplýsingatækni- þróunin var farin fram úr veitukerfi Orkuveit- unnar áður en menn uggðu að sér. Nánari athugun leiddi í ljós að raflínur myndu ekki standast þær afkasta- og gæðakröf- ur sem gera verður til upplýsinga- hraðbrauta. Svikin kosningaloforð Frekar en að láta staðar numið, var sú pólitíska ákvörðun tekin af meirihlutanum að borgin fjármagni gífurlegar fjárfestingar í m.a. ljós- leiðaralögnum á vegum Línu.Nets. Erfitt er að henda reiður á forsend- um þessarar ákvörðunar. Að minnsta kosti mátti mönnum vera ljóst að um var að ræða mikla áhættufjárfestingu á sífellt harðn- andi samkeppnismarkaði. Ákvörð- unin verður enn illskiljanlegri með hliðsjón af því fjársvelti sem ýmis lögboðin skylduverkefni Reykjavík- urborgar hafa mátt þola, svo sem eðlileg þróun miðborgarinnar, gatnakerfi borgarinnar eða upp- bygging leikskólakerfisins (sem hef- ur í tvígang verið eitt af heitustu kosningaloforðum R-listans). Lamandi niðurstaða Forsaga Línu.Nets sýnir glöggt hversu langt R-listinn hefur teygt sig í skammlausum blekkingum og orðaskaki í þessu hörmulega máli. Öllu verri er þó sá dilkur sem málið dregur varðandi fjárhagsstöðu borg- arinnar og framkvæmdagetu henn- ar. R-listinn verður því að standa reikningsskil á þeim 2.500 milljónum sem hafa verið grafnar í jörðu, hvorki íbúum borgarinnar, fyrir- tækjum hennar né stofnunum til sér- legs gagns. Ef ekki verður framtíð borgarinnar okkar allt annað en ljós. Er framtíðin ljós? Elín Jóhannsdóttir Reykjavík Forsaga Línu.Nets sýn- ir glöggt, segir Elín Jó- hannsdóttir, hversu langt R-listinn hefur teygt sig í skamm- lausum blekkingum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.