Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SALA á lambakjöti hefur dregistmikið saman að undanförnu. Sam-drátturinn er það mikill að horfureru á að hækka verði útflutnings- skyldu úr 21% í 25–30% í haust, en það hef- ur í för með sér kjararýrnun fyrir sauð- fjárbændur. Á sama tíma og við blasir að innanlandsmarkaðurinn er að dragast sam- an liggur fyrir að tilraunir til þess að selja íslenskt lambakjöt sem hágæðavöru í háum verðflokki hafa enn sem komið er skilað litlum árangri. Sala á lambakjöti hefur hægt og bítandi verið að minnka á sama tíma og sala á svína- kjöti og kjúklingum hefur aukist. Árið 1992 var markaðshlutdeild lambakjöts á kjöt- markaðinum 49%. Hún er hins vegar ekki nema 32,9% í dag. Sala á lambakjöti jókst um 4,4% árið 2000 og töldu þá ýmsir að botninum væri náð og bjartari tímar væru framundan. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Sala á lambakjöti minnkaði í fyrra um 5,7% og sölusamdrátturinn síð- ustu mánuði er enn meiri. Sala í desember, janúar og febrúar er t.d. 31,5% minni en hún var á sama tíma fyrir ári. Samdrátt- urinn á síðustu 12 mánuðum er 10,3%. Ýmsar skýringar eru á þessari hröðu þróun. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði að endalok Kjötumboðsins (áður Goða) hefði komið óróa á markaðinn, en Kjötumboðið var stærsti söluaðili lambakjöts með um 40% markaðshlutdeild. Hann sagði að deyfð hefði verið yfir sölumálum lambakjöts að undanförnu. Enginn vafi er á því að það er samhengi á milli almenns efnahagsástands í landinu og sölu á kindakjöti. Í samdrætti kaupir fólk frekar ódýrari matvæli. Ekki skiptir þó minna máli að framleiðsla á svínakjöti og kjúklingum hefur aukist mjög mikið á síð- ustu misserum og til að koma þessari aukn- ingu á markað hafa framleiðendur gripið til þess ráðs að lækka verðið. Raunar er at- hyglisvert að þrátt fyrir mikinn samdrátt í sölu lambakjöts á síðustu mánuðum hefur sala á svínum og kjúklingum ekki aukist í samræmi við þennan samdrátt. Kjötsala hefur einfaldlega minnkað sem bendir til þess að efnahagssamdrátturinn hafi um- talsverð áhrif. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er verð á kjúklingum í dag nánast það sama og það var fyrir fimm árum. Neysluverðsvísi- tala hefur hins vegar hækkað um 24,3% á þessu fimm árum. Aðrar kjöttegundir hafa einnig lækkað í verði ef tekið er tillit til verðbólgu. Svínakjöt hefur hækkað að krónutölu um 17,5%, lambakjöt um 19% og nautakjöt um 20,8%. Þessar tölur sýna að þó að það hafi orðið einhver hagræðing í framleiðslu á lambakjöti á þessu tímabili hefur orðið enn meiri hagræðing í fram- leiðslu á hvíta kjötinu (svínum og kjúkling- um). Hagkvæmara að selja svínakjöt en lambakjöt Við vinnslu þessarar greinar ræddi Morgunblaðið við stjórnendur afurðasölu- fyrirtækjanna um þær breytingar sem eru að verða á kjötmarkaðinum. Áberandi var að þeir nefndu flestir að það væri mun arð- bærar að vinna og selja svína- og nautakjöt en lambakjöt. Ástæðan væri einfaldlega sú að það væri miklu meira kjöt á svínum og nautgripum en á sauðkindum. Það væri því dýrara fyrir sláturleyfishafa að úrbeina og vinna lambakjöt en svínakjöt. Özur sagði að enginn vafi léki á að slát- urleyfishafar kysu í sumum tilfellum að nota frekar svínakjöt en lambakjöt í unnar kjötvörur vegna þess að það væri þeirra mat að það væri hagkvæmara. Þó að þetta kæmi illa út fyrir sauðfjárbændur væri þetta að nokkru leyti skiljanlegt vegna þess að sláturleyfishafar væru að reyna að reka fyrirtæki sín með sem bestri afkomu. Það er erfitt að bera afkomu sauðfjár- bænda saman við afkomu svínabænda vegna þess að svínabúin á landinu eru ekki nema um 30 og þar af eru tveir framleiðendur með yfir 60% markaðarins á meðan sauðfjárbúin eru um 2.300. Enginn vafi leik- ur þó á að afkoma svína- bænda er mun betri en sauðfjárbænda. Ástæðurnar eru margar en ein ástæðan er einfaldlega sú staðreynd að svín vaxa mun hraðar en lömb. Svín þyngjast um 600–650 grömm á dag frá fæðingu til slátrunar og ein gylta framleiðir um 1.400 kíló af svína- kjöti á ári. Meðalfallþungi lambs er rúmlega 15 kg og hver ær framleiðir aðeins um 26 kg af lambakjöti á ári. Þetta sýnir kannski bet- ur en margt annað hversu samkeppnisstaða lambakjötsins við svínakjötið er erfið. Verðmyndun á lambakjöti er með nokkuð öðrum hætti en á öðrum kjötvörum. Þótt verðlagning sé sjálfu sér frjáls, hafa slát- urleyfishafar gefið út verð til bænda í byrj- un sláturtíðar. Jafnframt hefur fylgt yfir- lýsing um hvenær greiðslur eru inntar af hendi. Ákvæði um greiðslu á svokölluðu vaxtagjaldi eru með þeim hætti að slátur- leyfishafar reyna flestir að greiða kjötið að fullu fyrir áramót. Þegar kjötið er greitt eiga sláturleyfishafar erfitt með að sýna mikinn sveigjanleika í verðlagningu þegar kemur að sölu kjötsins. Þeir sem framleiða svínakjöt og kjúklinga geta hins vegar hækkað og lækkað verð á vöru sinni með til- liti til markaðsaðstæðna hverju sinni. Þetta skýrir að hluta til dræma sölu á lambakjöti að undanförnu, en svínakjötsframleiðendur hafa lækkað verð á svínakjöti en sláturleyf- ishafar hafa ekki treyst sér til að lækka verð á lambakjöti með sama hætti vegna þess að þeir hafa þegar greitt bændum fyrir það. Aukin útflutningsskylda Fyrir meira en áratug voru allar útflutn- ingsbætur á lambakjöt afnumdar, en bæt- urnar voru greiddar úr ríkissjóði til þess að kosta útflutning á kjöti sem ekki seldist á innanlandsmarkaði. Með samningi sem rík- ið gerði við bændur var mörkuð sú stefna að bændur yrðu sjálfir að kosta útflutning á lambakjöti ef þeim tækist ekki að selja alla framleiðsluna á innanlandsmarkaði. Allt frá því að þessi samningur var gerður hefur ákveðið hlutfall framleiðslunnar verið flutt út. Nokkuð mismunandi er hversu hátt þetta hlutfall hefur verið. Það var 19% haustið 1996, 13% árið1997, 15% árið 1998, 25% árið 1999, 20% árið 2000 og 21% 2001. Síðustu árin hefur útflutningsskyldan reyndar verið lægri utan hefðbundins slát- urtíma. Þegar sala á innanlandsmarkaði minnkar verður að auka útflutning á erlenda mark- aði. Özur sagði að miðað við sölutölur á síð- ustu mánuðum yrði að hækka útflutnings- skylduna upp í 25–30% í haust. Þó sölusamdrátturinn skipti þar mestu máli hafa ófarir Kjöt- umboðsins einnig nokkur áhrif. Kjötumboðið seldi ekki úr landi kjöt eins og fyrirtæk- inu bar skylda til að gera. Eft- ir að fyrirtækið fór í þrot var ljóst að það hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sig frá þessari skyldu eins og afurðasölufyr- irtækjum sem ekki sinna útflutningsskyldu ber skylda til að gera. Niðurstaðan er því sú að bændur sem heild verða að taka þetta fjárhagstjón á sig. Hærri útflutningsskylda þýðir beina tekjulækkun fyrir bændur. Ástæðan er sú að erlendi markaðurinn skilar lægra verði en innanlandsmarkaður. Á síðasta ári fengu bændur 260–270 kr. að meðaltali fyrir hvert kg af lambakjöti sem selt var innanlands. Kjöt sem flutt var út skilaði bændum hins vegar ekki nema 165–169 kr. á kg. Það er ljóst að ef innanlandsmarkaður heldur áfram að minnka jafnhratt og hann hefur gert síðustu sem er tekj verulegan t á Allt frá þ numdar hef þurfi nýjar lenda mark kjötið flutt Ekkert var aðsstarf va bent á að ísl með markv vera hægt a Steinþór Suðurlands lambakjöt t vel. Hann sa ur á þeim m kjöt hefði fa SS hefur gangsmark eigið fyrirtæ lambakjöt u fóru þangað frá fyrra ár selja lamba danskt og þ 100% hærr ingar seldu selt frosið. danska mar setningu í h viðtökur og væri hins ve lambakjöts borða um ei 68 kíló af sv ar hins vega kíló af svína Steinþór mætur mar tonn af lam inn byggði samning við allt að 600 to er hátt og þ sæmilegu v kjötið væri kjöt heldur norskt kjöt setning. Ha ESB mætti landi lækka þessa mark Til Bretla þór sagði a slög og úrb áframhalda mið af heim vöru, en ve þokkalegt, s Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli var fy Erfitt að kjöt ti Sala á lambakjöti hefur dregist mikið útflutning umtalsvert á næsta haus sauðfjárbændur. Egill Ólafsson sk vegna erfiðlega hefur gengið að sel Ábyrgðarleysi að hætta útflutningi til Bandaríkjanna NORRÆNT SAMSTARF Í HÁLFA ÖLD AÐSTOÐ OG ALLSNÆGTIR Á Íslandi eru þjóðartekjur með þvíhæsta, sem gerist í heiminum, ogþeirri staðreynd er iðulega hamp- að með stolti. Hin almenna velmegun nær hins vegar ekki til allra íbúa þessa lands og svo virðist sem fjöldi þeirra, sem berj- ast í bökkum, fari vaxandi um þessar mundir. Í umfjöllun Rögnu Söru Jóns- dóttur um fátækt á Íslandi í Morgun- blaðinu á sunnudag kom fram að hjá inn- anlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar hefur þeim fjölgað, sem sækjast eftir að- stoð. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, fé- lagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunn- ar, höfðu samtökunum borist 200 fleiri umsóknir 1. apríl á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Umsóknirnar voru 1.454 nú, en 1.231 fyrir ári. Sagði hún að til samtak- anna væru farnar að leita barnmargar fjölskyldur, sem næðu ekki endum saman þótt báðir foreldrar væru útivinnandi og taldi skýringuna á aukningu umsókna liggja í aukinni dýrtíð, hvort sem um væri að ræða hærra matvöruverð, hækkanir afborgana af lánum vegna verðbólgu eða aukinn lyfjakostnað. Í greininni er einnig rætt við forkólfa Mæðrastyrksnefndar þar sem einnig hef- ur orðið vart aukinnar þarfar á aðstoð. Þess eru dæmi að fólk leiti til nefndarinn- ar eftir að hafa ekki borðað í marga daga og í einu tilviki kom kona beint af fæðing- ardeildinni allslaus með nýfætt barn og tókst að útvega henni barnavagn, burð- arrúm og föt handa barninu. Það er til skammar að í landi þar sem þorri manna býr við allsnægtir skuli það eiga sér stað að fólk lifi við sult og þurfi að vera upp á náð og miskunn ýmissa sam- taka komið til þess að bægja frá hungr- inu. Fátækt er vitaskuld afstætt fyrir- bæri og í grein Morgunblaðsins er fjallað um tvær skilgreiningar á henni. Flestir geta fallist á þá skilgreiningu að sá teljist fátækur, sem ekki getur aflað sér nægs matar til að hann búi ekki við svelti eða vannæringu, eða nægra klæða eða hús- næðis til að skýla sér fyrir veðri og vind- um. Víðari skilgreining á fátækt felur hins vegar í sér að sá sé fátækur, sem búi við lífskjör og neyslu, sem séu langt undir því að vera algeng eða eðlileg í samfélag- inu. Þeir, sem falla undir síðari skilgrein- inguna, búa vissulega við vandamál, ekki síst þegar um er að ræða barnafjölskyld- ur. Í greininni er vitnað í skýrslu Rauða kross Íslands um hagi þeirra, sem minnst mega sín, og kemur þar fram að börn, sem alist upp við fátækt og vandamál virðist oft festast í vítahring, sjálfsmynd þeirra sé veik og sjálfstraustið lítið. Ljóst er að hér á landi er auðvelt að komast í far, sem erfitt er að ná sér upp úr aftur. Því er haldið fram, að auðvelt sé að nálgast peninga hjá lánastofnunum, hvort sem þar er um að ræða svokölluð neyslulán eða yfirdrátt, og það getur ver- ið freistandi að fara þá leið. Þá eru ýmsar hindranir innbyggðar í kerfið fyrir þá, sem eru upp á bótakerfið komnir, en vilja einnig gera sig gildandi á vinnumarkaði, og nægir þar að nefna hina víðtæku tekju- tengingu. Í umræðunni um fátækt má vitaskuld ekki leggja að jöfnu alvöru skort og það að ná ekki endum saman. Ef skilgreiningin á fátækt verður of víð verður umræðan marklaus. Samfélagið sýnir þeim litla samúð, sem nær ekki end- um saman þótt hann sé með tekjur, sem flestir aðrir myndu treysta sér til að kom- ast af með og þurfa iðulega að láta sér nægja. Það er ekki auðvelt að rífa niður þá múra, sem standa þeim, sem minnst hafa milli handanna hér á landi, fyrir þrifum, en óbreytt ástand er ekki verjandi. Formlegt, pólitískt samstarf norrænuríkjanna fimm á vettvangi Norður- landaráðs á fimmtíu ára afmæli um þess- ar mundir. Norrænt samstarf á sér auð- vitað miklu lengri sögu, enda hafa þjóðir Norðurlanda löngum fundið til sterkrar samkenndar vegna sameiginlegrar sögu og menningararfs, líkra pólitískra hefða og lífsgilda. Hið pólitíska samstarf er að- eins sýnilegasti hluti samstarfsins; ár- lega taka tugir þúsunda Norðurlandabúa þátt í margvíslegri samvinnu á vegum fé- lagasamtaka, skóla, fyrirtækja og sveit- arfélaga. Það er þannig helzti styrkur Norðurlandasamstarfsins að það er gras- rótarsamstarf. Norðurlandaráð hefur verið hug- myndasmiðja samstarfsins í hálfa öld. Á þessum tíma hefur náðst mikill og að mörgu leyti einstæður árangur í sam- starfi norrænu ríkjanna. Þar má nefna norræna vegabréfasambandið, sameigin- legan vinnumarkað, margvísleg gagn- kvæm réttindi sem norrænir borgarar njóta í öllum ríkjunum, fjölbreytt og kraftmikið samstarf í menningar,- mennta- og vísindamálum og náið samráð Norðurlandanna innan alþjóðastofnana. Eingöngu á vettvangi Evrópusam- bandsins – og þá aðeins á seinni árum – hefur viðlíka árangur náðst í svæðis- bundnu samstarfi ríkja. Að sumu leyti hefur norrænt samstarf fallið í skuggann af evrópsku samrunaþróuninni og fyrir u.þ.b. áratug spáðu sumir því að Norð- urlandasamstarfið yrði varla meira en undirdeild í ESB. Skipulagi norræna samstarfsins hefur hins vegar verið breytt til að mæta nýjum tímum og það gert að mörgu leyti öflugra og skilvirk- ara. Og ekki má gleyma því að Norður- lönd eiga það, sem ríki Evrópusambands- ins eiga ekki öll sameiginlegt, en það er rík tilfinning fyrir sameiginlegri sögu og menningararfleifð. Varla er til nánara samfélag ríkja í heiminum að því leyti. Á tímum alþjóðavæðingar er full þörf á að hlú að hinum norræna menningararfi. Í sameiningu eru Norðurlöndin sterkari í baráttunni við hvimleiða fylgifiska hnatt- væðingarinnar á borð við yfirþyrmandi ásókn enskunnar og einsleita múgmenn- ingu. Norrænu málin eiga víða í vök að verjast fyrir enskunni heima fyrir. Á for- síðu Morgunblaðsins sl. föstudag var t.d. sagt frá áhyggjum sænskrar þingnefnd- ar af því að sænskan væri á undanhaldi í háskólum og innan sumra fyrirtækja. Einn þáttur í vörnunum gegn þessari þróun er að berjast gegn þeirri tilhneig- ingu að enska sé notuð í norrænu sam- starfi. Það er stór hluti af sérstöðu þess að þar hafa allir getað gert sig skiljan- lega á Skandinavíumálunum; Svíar, Norðmenn og Danir á eigin tungu og aðr- ar þjóðir í krafti kunnáttu í skandinav- ísku tungumálunum, sem á sér langa hefð. Norrænt samstarf hefur skilað Íslend- ingum miklu – sennilega höfum við fengið miklu meira til baka en við höfum lagt til þess, í formi fjármuna, þekkingar, upp- lýsinga og aðstöðu. Sendiráð hinna nor- rænu ríkjanna gæta t.d. hagsmuna ís- lenzkra borgara víðast þar sem Ísland á ekki sendiráð. Slík aðstoð er langt frá því að vera sjálfsögð. Sá aðgangur að upplýs- ingum, sem hin norrænu ríkin hafa veitt okkur í starfi ýmissa alþjóðastofnana, er heldur ekki sjálfsagður. Við eigum ekki að taka hinu norræna samstarfi sem gefnum hlut heldur hlú að því og standa vörð um þann árangur sem hefur náðst undanfarna hálfa öld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.