Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 36
UMRÆÐAN
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
É
g hef sjö sinnum
keyrt austur eftir
Tryggvagötunni og
komið á þessi und-
arlegu gatnamót
þar sem einu sinni stóð kofi með
kjúklingasölu og pylsuvagninn
stendur enn, Eimskip er á hægri
hönd, Hornið þar austur af, Toll-
stöðin norður af og lengst af óskil-
greint bílaplan framundan. Ég hef
aldrei ratað um þessar krossgötur
og alltaf setið fastur eins og negld-
ur á þeim miðjum enda hefur aldr-
ei í þessi sjö skipti verið eins um að
litast þarna.
Þetta er einn
af þessum
magísku stöð-
um í borginni
sem eru alltaf
nýir og fá
mann til að
staldra við og láta hugann reika.
Mín vandræði eru þó léttvæg
miðað við þau sem útlendingar
hljóta að lenda í þegar þeir vilja
komast á pylsubarinn að virða fyr-
ir sér þórshamarinn á Eimskipa-
félagshúsinu sem í byrjun aldar
prýddi líka ölflöskur frá Carlsberg
en gerir það ekki lengur. Útlend-
ingar – og þá skiptir engu hvaðan
þeir útlendingar eru – skilja ekki
framúrstefnulegt skipulag þessa
horns í Reykjavíkurborg enda
þyrftu þeir að þekkja alla söguna
sem býr að baki, hvernig borgin
hefur þróast úr litlu þorpi við sjáv-
arkambinn í úthverfaborg á
heimsmælikvarða með síaukinni
umferð inn í miðbæinn og út úr
honum með vaxandi akreina- og
bílastæðavandamálum sem menn
hafa haft mikil plön um að leysa
með hraðbrautum ofanjarðar og
neðanjarðarbílastæðahúsum, og
hvernig gatnamálayfirvöld hafa
ætíð haft þessa óforbetranlegu
húmorísku afstöðu til viðfangs-
efnis síns og hvernig nýting rýmis
hefur ætíð skilað sér í stórum mal-
arplönum og í besta falli grasböl-
um sem lungann úr árinu er eitt
drullusvað og öllum til ama og leið-
inda. Hvernig eiga útlendingar
sem dvelja hér aðeins í fáeina daga
að geta áttað sig á þessum vega-
spottahnút beint fyrir framan lög-
reglustöðina ef ég hef farið þarna
sjö sinnum og aldrei ratað rétta
leið? Og hvernig eiga útlendingar
að skilja brúarsporðinn sem
stendur út úr gaflinum á Tollstöð-
inni og horfir inn í eilífðina eins og
nátttröll? Þeir geta ekki hringt í
Pétur H. Ármannsson og fengið
hjá honum söguna um stórhuga
aðalskipulag frá fyrri helmingi sjö-
unda áratugarins sem gerði ráð
fyrir hraðbraut í gegnum Grjóta-
þorpið og yfir austurbakkann –
þar sem Geirsgatan liggur nú á
jörðinni – eftir brú og að af henni
mætti víkja sér inn á brúarsporð-
inn núverandi á þriðju hæð Toll-
stöðvarinnar og leggja bílnum í
drullupollalaust bílastæði. Þetta
var íslenski stórborgardraum-
urinn sem aldrei rættist en eftir
stendur þessi sporður til að minna
okkur á að hugmyndir geta líka
dáið. Sjálfur hef ég tekið þann
kostinn að segja útlendingunum
að sporðurinn sé skúlptúr. Það
kemur betur út fyrir þjóðarsálina.
Og þeir trúa því vegna þess að allir
útlendingar halda að Íslendingar
séu brjálaðir listamenn, sennilega
vegna þess að þeir skilja alls ekki
hvað við erum að gera hér. Við
þessa skýringu fær sporðurinn al-
gerlega rökræna merkingu í huga
útlendinganna. Táknrænar teng-
ingar hrannast upp um eilífðina,
afleiðingar stríðsrekstrar,
bryggjusporðana sem sumir bátar
aldrei ná og allt hið óunna og
ókláraða í heiminum og hið enda-
sleppa og að síðustu endalokin. En
sumum þykir verkið ljótt þegar
þeir heyra að Tollstöðin lét reisa
það. Sjálfur vildi ég láta lýsa það
með stórum ljóskösturum.
Sem betur fer er auðvelt að
ljúga að útlendingum. Þeir vita
ekki eða þurfa að minnsta kosti
ekki að vita að brúarsporðurinn er
talandi dæmi um skipulagsgáfur
Íslendinga. Í honum endurspegl-
ast líka úthaldsleysið og þó einna
helst skammsýnin sem nærist á
hugmyndafátækt og samræðu-
skorti eins og allir vita.
Í sjöundu ógöngum mínum við
pylsuvagninn, sem virðist ætla að
standa af sér allar hræringar í um-
hverfi sínu, villtist ég inn á torg
þar í nágrenninu sem ég hafði
aldrei komið á fyrr. Þetta var ekki
stórt torg en á því hafði einu sinni
staðið klukka og einu sinni sölu-
turn og einu sinni banki og einu
sinni var þar mikið af fólki sem átti
erindi. En nú stóð þar annar
pylsuvagn, sjoppur og fleiri
skyndibitastaðir. Þetta hefði getað
verið torg í hvaða borg sem er,
nema Reykjavík. Þar var fátt fólk
en á miðju torginu stóð karl á veg-
legum kassa og talaði til vegfar-
enda. Þetta var meðalmaður með
mikið hár. Hann hélt á auðu blaði í
annarri hendi en sprota í hinni
sem hann veifaði stórkarlalega. Í
máli hans greindi ég aðeins orð
sem hann hafði eftir Eisenhower
hershöfðingja: Til að bjarga efna-
hagnum verðum við að halda
áfram að kaupa okkur hluti, bara
kaupa okkur eitthvað. Eftir að
hafa kallað þetta yfir torgið nokkr-
um sinnum hvarf maðurinn inn í
kofa þar rétt hjá. Þar inni var mik-
ið af ljósum en fátt mannaferða.
Þetta virtist hinn notalegasti kofi.
Áður en langt um leið kom mað-
urinn aftur út á torgið og steig upp
á kassann, veifaði sprota sínum
ákaflega og hélt sömu ræðuna: Til
að bjarga efnahagnum verðum við
að halda áfram að kaupa okkur
hluti, bara kaupa okkur eitthvað.
Engar frekari skýringar hafði
hann á máli sínu. Fáir stöldruðu
við til að hlýða á manninn. Flestir,
sem voru líka fáir, voru á hraðferð
inn á skyndibitastaðina við torgið.
Ég dokaði við um stund og fylgdist
með karlinum endurtaka leikinn
nokkrum sinnum. Alltaf sagði
hann það sama, og alltaf hélt hann
á auðu blaðinu og veifaði sprot-
anum fjálglega. Miðað við um-
stangið var merkilegt hvað fáir
gáfu honum gaum. Að endingu
fékk ég leið á þesssu sjónarspili og
hvarf á braut.
Brúar-
sporður-
inn
Þetta var íslenski stórborgardraum-
urinn sem aldrei rættist en eftir stendur
þessi sporður til að minna okkur á að
hugmyndir geta líka dáið.
VIÐHORF
eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
Á SÍÐUSTU misser-
um hefur mátt greina
grjóthörð átök innan
margra fyrirtækja á
hinum unga íslenska
hlutabréfamarkaði.
Hver kannast ekki við
að hafa heyrt um að
stjórn Íslandsbanka
hafi verið fast að því
óstarfhæf, starfsemi
Lyfju jafnvel í uppnámi,
hurðaskellir á Stöð 2 og
fjöldamörg ámóta
dæmi? Öll eiga þau það
sammerkt að hluthafar
eða blokkir þeirra tak-
ast á um völd í fyrir-
tækjunum. Minni hlut-
hafar eru keyptir upp í heilu lagi,
yfirtökutilboð hækka snarlega og
hlutabréfin rjúka upp – a.m.k. tíma-
bundið. Um hvað snýst málið? Drif-
kraftur slíkra átaka er baráttan um
fjárfestingu, hagsmunagæsla þar sem
stórhluthafar vilja tryggja sér arð-
semi af hlutabréfum sínum á sem
skjótvirkastan hátt. Baráttan snýst
sem sagt um að ná völdum og geta
stýrt fyrirtækinu í eigin þágu. Eðli
viðskipta með hlutabréf er einmitt að
fjárfesta þar sem hagnaðarvonin er
mest.
Kapp er best með forsjá. Í athygl-
isverðri bók, The Divine Right of
Capital, heldur bandaríski viðskipta-
siðfræðingurinn, Marjorie Kelly, því
fram að hin ósýnilega hönd græðg-
innar sé að skaða efnahagslíf hins
frjálsa heims verulega. Þessari skoð-
un hefur einnig verið hreyft í banda-
rískum hagfræðiritum í kjölfar Enr-
on-hneykslisins og fjölmargra ann-
arra sambærilegra dæma.
Fyrirtæki rústuð
Kelly heldur því blákalt fram að í
kjölfar Enron-málsins sé orðið tíma-
bært að kveðja „hina ósýnilegu hönd
græðginnar“ og láta skammtíma-
hagsmuni víkja fyrir langtímahags-
munum. Málið snúist annars vegar
um að fáir en stórir (Take over art-
ists) geti skarað til sín miklum hagn-
aði á skömmum tíma en skilji síðan
fyrirtækið sjálft, starfsfólkið og aðra
hluthafa eftir í rúst. Í þessu skyni er
allt ofurkapp lagt á að ná ráðandi hlut
innan fyrirtækisins og þarf oftar en
ekki að spenna verðgildi hlutabréf-
anna upp úr öllu valdi til að ná hinni
ráðandi stöðu. Í framhaldinu er svo
gerð gallhörð krafa um hámarksarð-
semi og hagnað því fjárfestar vilja
sem fyrst ná aftur því fé sem bréfin
kostuðu. Og þarna tekur í. Mikið hef-
ur verið lagt undir. Kelly heldur því
fram að hrun á verðbréfum síðasta
haust stafi af þessum
kröfum. Arðurinn á
nefnilega að skila sér
skjótt í vasa fjárfesta.
Hin ósýnilega hönd hef-
ur ekki þolinmæði til að
bíða. Í því skyni er fyr-
irtækið hreinlega merg-
sogið á skömmum tíma.
Hin harða krafa um
skyndiávöxtun feykir
burt hinum mannlega
þætti í innviðum fyrir-
tækisins og í raun gref-
ur undan framleiðni
þess. Fjölmörg dæmi
vestan hafs (og hérlend-
is?) sýna afleiðingarnar
þar sem ráðandi fjár-
festar hafa náð að blóðmjólka svo fyr-
irtækið að hrun þess verður algjört.
Skammtímaáhrifin eru augljós: Fáir
einstaklingar græddu vel. Langtíma-
áhrifin eru hins vegar önnur. Víkjandi
hluthafar sitja eftir með verðlítil bréf,
starfsfólkið orðið atvinnulaust og
efnahagslífinu í heild blæðir. Sumir
ganga jafnvel svo langt að rekja
„kreppu“ hins frjálsa heims síðustu
misserin til þessara þátta. Enron-
hneykslið sé bara grófasta og stærsta
dæmið þar um.
Í bók sinni leggur Kelly til beinlínis
til að skýrar siðferðireglur verði lög-
festar á bandarískum fjármálamark-
aði og markmiðið með slíkum reglum
væri að setja einhverjar siðferðilegar
mælistikur inn í fjármálageirann og
ábyrgðarkennd.
Hér er vissulega um vandmeðfarið
mál að ræða. Hömlur hvers konar
geta raskað eðlilegri fjármálastarfs-
semi. En segja má líka að frelsi án sið-
ferðis og ábyrgðar sé ekki síður skað-
legt. Ótakmarkað frelsi – án ábyrgðar
gagnvart nánasta umhverfi – er í
þessu samhengi ekkert annað en
frelsi hinna fáu til að blása sjálfa sig út
á kostnað smærri hluthafa, fyrirtæk-
isins, starfsfólksins og efnahagslífsins
í heild.
Lausn Íra
Mikill uppgangur hefur verið að
undanförnu meðal Íra. Á skömmum
tíma hefur hagsæld þar aukist meira
en víða annars staðar í Evrópu. Að
baki búa ýmsar stjórnvaldsaðgerðir,
stuðningur ESB o.s.frv. Hlutafélaga-
formið er virkt á Írlandi. Þeir hafa
hins vegar kosið að velja að mörgu
leyti ólíkar áherslur en t.d. Bretar,
Bandaríkjamenn og við Íslendingar.
Gott dæmi um það er eignarhalds-
félgið Glanbia, eitt af stærri fyrir-
tækjum Evrópu í mjólkuriðnaði með
veltu er samsvarar tvöföldum fjárlög-
um Íslendinga. Glanbia var á sínum
tíma samvinnufélag – líkt og mörg ís-
lensk fyrirtæki. Með breyttum
áherslum á rekstrarformi í alþjóðleg-
um viðskiptum ákváðu eigendur
Glanbia að breyta fyrirtæki sínu í
hlutafélag. Jafnframt, líkt og víðast
annars staðar, lögðu þeir í samruna-
ferli við önnur fyrirtæki til að ná auk-
inni hagræðingu. En Glanbia ákvað
strax í upphafi að líta til langtíma-
hagsmuna í stað þess að láta skyndi-
hagsmuni stjórna för. Aðferð þeirra
var sú að láta samvinnufélagið renna
óskipt inn í hið nýja hlutafélag. Þann-
ig er samvinnufélagið handhafi 55%
hlutafjár en hin 45% eru í eigu ólíkra
fjárfesta. Með þessu telja eigendur
sig sameina tvennt: Sveigjanleika og
drifkraft hlutafélagaformsins og hins
vegar hina samfélagslegu ábyrgð
samvinnufélaganna sem og langtíma-
hagsmuni fyrirtækisins, byggðarlag-
anna og efnahagslífsins í heild. Ár-
angur þessa forms er athyglisverður.
Glanbia hefur aldrei verið sterkara en
nú, skilar eigendum sínum góðum
hagnaði, stendur traustum fótum og
hefur sótt fram á alþjóðavettvangi
(opnað útibú í Bandaríkjunum, á
meginlandi Evrópu og víðar).
Langtímahagsmunir
eða skammtíma?
Segja má að íslenski fjármálamark-
aðurinn sé nokkuð ungur og að mörgu
leyti frumstæður. Frásagnir af mis-
kunnarlausri valdabaráttu, innherja-
viðskiptum og kennitölubreytingum
benda óneitanlega til þess að við eig-
um nokkuð langt í land með að ná
þroskuðum markaði hér. Hugmyndir
Kelly hinnar bandarísku um siðferði-
legar mælistikur og ábyrgðarkennd
við hlið almennra eftirlisþátta virðast
eiga fullt erindi til okkar sem og hin
farsæla leið Glanbia-manna á Írlandi.
Hagnaður er lykilatriði fyrir áfram-
haldandi uppbyggingu efnhagslífs og
velsældar okkar sem þjóðar. Við þurf-
um hins vegar að greina á milli
skammtímasjónarmiða og langtíma-
hagsmuna – láta ekki manngildið
víkja fyrir auðgildinu. Þannig mun
okkur líklega farnast best.
Fjármálamarkaður
Hjálmar
Árnason
Fjármál
Við þurfum, segir
Hjálmar Árnason,
að greina á milli
skammtíma- og
langtímahagsmuna.
Höfundur er alþingismaður.
ÉG LAGÐI leið
mína á pallana í borg-
arstjórnarsalnum í
Ráðhúsi Reykjavíkur
fyrir skömmu. Þar
blasti við sjaldséð sjón
því þar mátti sjá ung-
linga taka til máls til
skiptis við borgarfull-
trúa. Þetta voru ung-
lingar úr nýstofnuðu
Reykjavíkurráði ung-
menna sem mæltu fyr-
ir tillögum unglinga
sem voru á þessa leið;
„Við viljum húsnæði
fyrir allskyns óhefð-
bundna íþróttaiðkun,
s.s. stepp, frístæl og
bardagaíþróttir.“ „Við viljum vatns-
vélar í alla skóla, fella niður heima-
vinnu um helgar, fjölbreyttara nám,
mötuneyti, afþreyingarhús og að
strætisvagnaskýli verði upphituð
svo maður drepist ekki úr kulda.“
Var þetta unglingalýðræði í raun?
Ég fékk ekki betur séð en skipulag
væri álíka og á hefðbundnum borg-
arstjórnarfundum nema að meðal-
aldurinn var lægri og umræðuefnið
snerist um málefni ungs fólks. For-
seti borgarstjórnar stýrði fundinum
með borgarstjóra sér
við hlið en að auki sátu
fundinn 6 borgar-
fulltrúar úr stjórn og
stjórnarandstöðu
ásamt átta unglingum
úr Reykjavíkurráði.
Í barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna
segir að börn og ung-
menni eigi rétt á að
láta í ljós skoðun sína
um öll þau mál sem
snerta þau sjálf. Hug-
myndir um virka þátt-
töku ungmenna í lýð-
ræðislegu samfélagi
hafa verið að þróast
síðustu misseri hér á
landi. Slíkt má t.d. greina í grunn-
skólalögum þar sem gert er ráð fyr-
ir nemendaráðum og í æskulýðs-
starfi á vegum Íþrótta- og tóm-
stundaráðs (ÍTR) er komin hefð á
lýðræðisvinnubrögð þar sem ung-
lingar taka þátt í að móta dagskrá
félagsmiðstöðva.
Mikilvægt er að allir, líka þeir
sem ekki hafa kosningarétt, eigi sér
málsvara í nærumhverfi sínu gagn-
vart yfirvöldum og séu ráðgefandi í
málefnum sem snúa að ungu fólki.
En velta má fyrir sér hvort raddir
unglinga nái eyrum yfirvalda þegar
teknar eru mikilvægar ákvarðanir
um líf þeirra. Stöku sinnum hafa
verið haldnir fundir með unglingum
í borgarstjórn eða með borgarstjóra
eins og gert var í Ráðhúsinu fyrir
skömmu. Einu sinni hefur verið sett
á laggirnar Alþingi unglinga en eng-
in önnur formleg tengsl hafa verið
við þingmenn sem setja lög um mál-
efni barna og unglinga. Umboðs-
maður barna hefur staðið fyrir mál-
þingum þar sem málshefjendur eru
börn og ungmenni. Þessar tilraunir
hafa gefist vel og hafa sitt gildi. En
Unglingalýðræði
Ragnhildur
Helgadóttir
Ungmennaráð
Stórt skref var reyndar
stigið í janúar, segir
Ragnhildur
Helgadóttir, þegar
Reykjavíkurráð ung-
menna var stofnað að
frumkvæði ÍTR.