Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 41

Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 41 ✝ Sigurður Árna-son fæddist á Kópaskeri 16. júlí 1919. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 29. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Ingi- mundarson, starfs- maður KNÞ, f. 25.10. 1874, d. 3.6. 1951, og Ástfríður Árnadóttir húsfreyja, f. 4.12. 1881, d. 5.7. 1960. Systkini Sigurðar eru: Ingunn, f. 8.11. 1899, d. 22.3. 1983; Unnur, f. 15.12. 1900, d. 12.4. 1987; Jón, f. 9.10. 1902, d. 12.8. 1962; Hólmfríður, f. 19.9. 1904, d. 17.7. 1992; Sabína, f. 27.5. 1908, d. 18.2. 1993; Guðrún, f. 26.9. 1911, Aðal- heiður, f. 23.10. 1913, Árni, f. 15.11. 1915, d. 31.7. 1987; Anna, f. 19.1. 1918; Ingiríður, f. 19.1. 1918; Ingi- mundur, f. 28.6. 1922. Eiginkona Sigurðar er Þóra Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1.6. 1928. Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldórs- son bóndi og Margrét Björnsdóttir húsfreyja. Börn Sigurðar og Þóru eru: 1) Hulda, tamn- ingamaður og reið- kennari í Noregi, f. 16.2. 1957. Fyrrver- andi sambýlismaður Huldu var Höskuldur Hildibrandsson, f. 28.2. 1956, d. 14.11. 2000. Börn þeirra eru Þórdís Hrefna og Árni Þór. Þórdís á dótturina Kleópötru Sjöfn með Kristjáni Halldóri Jenssyni. 2) Ástfríður Margrét matvælafræðingur, búsett í Belgíu, f. 3.10. 1965, gift Jóni Gíslasyni nær- ingarfræðingi. Þau eiga 2 dætur, Sigrúnu og Þóru. Sigurður starfaði lengst af sem bifreiðastjóri, stundaði bifreiðavið- gerðir og sjómennsku auk þess sem hann vann lengi á trésmíða- verkstæðinu Söginni hf. í Reykja- vík. Hann réð sig síðar til starfa hjá Ríkisskipum og Hitaveitu Reykja- víkur. Útför Sigurðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það fyllti hug okkar tómleika og sorg að fá þær fréttir að afi væri dá- inn og að nú ættum við aðeins minn- ingar frá þeim góðu samverustund- um sem við áttum þegar við dvöldumst á Íslandi um jól og sumur þau 8 ár sem við höfum búið í Nor- egi. Afi var alltaf til staðar og sat gjarnan inni í stofu þar sem hann gat horft á sjónvarp, hlustað á útvarp, lesið blöðin og spjallað við okkur samtímis án þess að nokkuð færi framhjá honum. Hann gaf sér ávallt góðan tíma til að ræða málin og munum við sakna hans mikið. Við sendum ömmu Þóru okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þórdís Hrefna, Árni Þór og Kleópatra Sjöfn. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara til afa og ömmu í Bólstó til að fá nammi í skál og spila við afa Silla. Þolinmæði hans við að kenna okkur að spila og tefla og við að tapa fyrir okkur var endalaus. Verst hvað hon- um þótti nammið gott líka. En amma var dugleg að fylla á. Afi var svo traustur og ljúfur og við munum ávallt hugsa til hans þegar við heyr- um harmonikkutónlist og minnast þess hve listavel hann flautaði með. Það er erfitt að skilja afhverju afar og ömmur þurfa að fara frá manni en við erum sannfærðar um að afi Silli er í góðum félagsskap engla og mun ávallt fylgjast með okkur og senda okkur aukinn styrk þegar á þarf að halda. Við söknum þín mikið, elsku afi, og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fengið svo margt gott í arf að norðan. Sigrún og Þóra. Það er föstudagurinn langi 29. mars. Síminn hringir og kunnugleg rödd heilsar mér og segir eftir stutta heilsan. „Hann Silli bróðir dó í nótt, hann varð bráðkvaddur, hjarta hans bilaði, var áður búið að segja til sín.“ Hann hét fullu nafni Sigurður Árnason og var frá Bakka á Kópa- skeri og fæddur þar hinn sextánda dag júlímánaðar 1919. Hann var ell- efta barn foreldra sinn Ástfríðar Árnadóttur og Árna Ingimundar- sonar, landnemahjóna á Kópaskeri, en alls eignuðust þau hjón tólf börn sem upp komust. Árið áður höfðu þau eignast tvíbura, tvær stúlkur svo segja mátti að þrjú væru þá á höndum, það var því líflegt í land- nemabænum, sem þau reistu árið 1912. Það var því mikið starf innt af höndum á heimilinu því, við börn og bústang og mikið álag á húsmóður- inni, en börnin voru snemma látin hjálpa til, því það elsta fæddist 1899 en það yngsta 1922. Heimilisfaðirinn var líka sérstaklega natinn að hjálpa til við börnin, enda sérstakur orku- og dugnaðarmaður, sem hann átti og kyn til. Hann var fyrsti afgreiðslu- maður Kaupfélags N-Þingeyinga og alla sína starfstíð vann hann því, bæði við afhendingu vöru utan búðar og einnig við afgreiðslu skipa, lengst af við erfið hafnarskilyrði og með þeim störfum hans fylgdi einstakt lán með dugnaði og forsjálni. Það erfðist síðan til sona hans, því við þessi störf ólust þeir upp og fengu krafta í köggla og áræði og atorku sem aldrei brást þótt Ægir reisti stundum kambinn og ógnaði hlöðnu fleyi. Á Bakka var oft þröngt í ranni, mikil gestanauð, bæði af fólki í versl- unarerindum og eins af þeim sem komu og tóku sér far með skipunum, en þessu var öllu tekið með æðru- leysi og reynt af fremsta megni að greiða fyrir fólki. Hann Silli ólst upp við þessi kjör, varð snemma liðtækur, fjörmikill og hress í sinni, ljúfur í lund og fékk ungur áhuga fyrir íþróttum, leikfimi og knattspyrnu og á bernskuskeiði gekk hann í ungmennafélag sveit- arinnar og reyndist þar góður liðs- maður sem og fleiri systkini hans. Á þessum dögum voru bílar sem óðast að flytjast til landsins. Hann fékk fljótlega mikinn áhuga fyrir þessum merkilegu mótorgripum, enda voru fyrstu bílstjórarnir hér heimilisvinir á Bakka og áttu mest erindi við af- greiðslumanninn. Hann var ekki gamall þegar hann fékk að grípa í bílstýri. Eitt sumar var hann til dvalar í Hólsseli á Fjöllum, en þaðan var einn bílstjórinn, hjá honum fékk hann góða æfingu. Hann var ekki nema 12 ára er hann ók vörubíl hjálparlaust yfir Hólssand því bíl- stjórinn var svefnvana og svaf á meðan drengurinn ók þessa erfiðu leið einsog vegurinn var þá. Þá var nú líka öldin önnur og ekki gerðar eins miklar kröfur til bílstjóra- mennta sem nú. Þetta og fleira varð til þess að Silli fékk áhuga á að aka bíl sem svo lengi varð hans aðalstarf og í því starfi reyndist hann svo far- sæll að segja má að hann yrði aldrei fyrir neinum óhöppum, en skilaði farmi og farþegum heilum í höfn. Árið 1934 eignaðist Árni, bróðir Silla, sinn fyrsta bíl, hann var nýr af nálinni, Ford, árgerð 1934 eins og hálfs tonns. Hann fékk strax nóg að gera við vöruflutninga út um sveitir til bænda og einnig við vegavinnu og á næstu árum eignuðust svo Silli og yngsti bróðirinn Ingimundur sinn vörubílinn hvor og þar með stofnuðu þeir og ráku um nokkur ár vörubíla- útgerðina á Bakka í félagi. Þeir reistu timburskúr á staðnum og komu sér upp helstu verkfærum til viðgerða á bílunum. Einnig áttu þeir þá einn fólksbíl sem þeir höfðu í snatti. Þeir létu smíða stórt boddí á einn bílinn sem var lengdur. Það var Ford, árgerð 1946. Hann var allmik- ið notaður til fólksflutninga. Hann mun hafa tekið í sæti rúma 30 far- þega og ók Silli honum lengst af og síðar Árni. Eitt sinn þegar Silli var með hóp ungmenna í ferð austur um land og var að fara um Hólmaháls í svartri Austfjarðaþoku mætti hann allt í einu bíl sem kom á móti örstutt frá og til að forðast árekstur tók Silli þá ákvörðun á stundinni að hann stakk sér fram af vegarkantinum og bjargaði með því bíl og farþegum frá ófyrirséðu tjóni og braut aðeins eina fjöður. Þetta snarræði hans var lengi í minnum haft, og var reyndar ríkt einkenni í fari hans og vann hon- um traust og tiltrú meðal fólksins. Í samstarfi þeirra bræðra hafði Silli aðalbókhaldið með höndum og vand- aði hann mjög til þess og gerði glögga reikninga til viðskiptavina og var þar áreiðanlega á engan hallað. Á þessum árum var að vaxa hér í sveitum mikill áhugi fyrir söng og var fenginn kennari til þeirra starfa. Silli hafði góða söngrödd, sem þau systkinin öll og tók hann þátt í þessu eftir því sem tími leyfði frá erilsömu starfi og lét sig ekki vanta á æfingar. Mágkona hans í næsta húsi lék á orgel og oft fórum við til hennar og áttum þar góðar stundir saman. Þá voru líka margar ánægjustundir við þá iðkun á Bakka og liðtækir voru líka hinir bræðurnir og systurnar við þessa góðu mennt. Það voru góðir dagar og gott þeirra að minnast. Þótt Silli væri allmikið á sjó og lenti í ýmsu við afgreiðslustörf við skipin, var hann ekki sjóhraustur, en sá kvilli fór af honum síðar. Eg ætla að leyfa mér að segja hér frá ferð sem við fórum saman á sjó. Svo stóð á að vorlagi er vegir allir voru ófærir bíl- um að maður einn þurfti nauðsyn- lega að komast til Húsavíkur og það varð úr að við Silli færum með hann á trillu, sem var aðallega notuð til að slefa uppskipunarbátum. Hún var með sterka bílvél og brenndi því bensíni og gekk því vel. Dekkaður var báturinn aftan og framan en op- inn í miðju. Við fengum ágætt leiði fyrir Tjörnes, en hvassan mótvind en sjóleysu inn með því. Við stöns- uðum lítið á Húsavík og lögðum síð- an til baka og allt gekk vel. Þegar við beygðum aftur austur fyrir nesið fengum við hvassan austanvind á móti, svo hvassan að ekki varð farið nema með hálfri ferð og gaf drjúgan á og þurfti því að dæla annað veifið. Gerði eg það en Silli sá um stjórn á fleyinu. Þetta gekk með þessu móti þar til allt í einu að vélin snarstopp- aði og fékkst ekki í gang aftur. Hent- um við þá út dregg en keðja og kað- all botnuðu ekki, en drógu úr reki. Þetta var ekki álitlegt, hánótt og engir á ferð og ekki álitlegt að lenda upp á nesið. „Við verðum að reyna að leita að bilun,“ sagði Silli og smeygði sér ofan í vélarskýlið og nú kom sér vel þekking hans á bílvél- inni, því eftir augnablik bað hann mig að rétta sér færanlega lykil því bilun væri fundin, blöndungurinn hefði hrist sig lausan. Svo var start- að og vélin fór í gang og gekk sem klukka eftir það og það voru ánægð- ir menn sem aftur fóru af stað og svo smækkaði báran er innar dró í fló- ann og nú var lagið tekið og farsæl- lega náð að bryggju á Kópaskeri. Þarna kom þekking mágs míns og rósemi vel að notum. Er líða tók á fimmta áratuginn fór að losna um þá bræður Silla og Ingi- mund á Kópaskeri, enda hafði þá kaupfélagið aukið bílaeign sína til vöru- og fólksflutninga og um leið varð uppbygging vega stopulli um sinn og upp úr 1950 fór Silli að verða meira og lengur syðra og endaði það með því að hann gerðist leigubíl- stjóri í Reykjavík og stundaði það til 1951. 1953–1957 vann hann hjá Jökl- um hf. og fór á m/s Drangajökul og vann þar í vél. Kynntist hann þá sjó- mennskunni betur og kunni henni vel. Varð skipið eitt sinn fyrir vél- arbilun í aftaka veðri og var að sögn hætt komið og þegar ekki var hægt að gera neitt tók hann sér bók í hönd og sýndi með því æðruleysi og ró- semi. Um skeið vann hann við röra- lagnir hjá Reykjavíkurborg og einn- ig mun hann hafa unnið hjá SÍS við ýmis störf og frá 1960–1975 vann hann hjá „Söginni“. Alls staðar þótti hann hinn trúi og trausti maður starfsins og þann titil átti hann ómengaðan allan sinn starfsdag. Fimmta maí 1957 kvæntist Silli eftirlifandi konu sinni Þóru Guð- mundsdóttur sem reynst hefur hon- um hinn góði förunautur. Stofnuðu þau heimili sitt í Reykjavík og hafa verið þar alla tíð. Við hjónin og börn okkar og fjöl- skyldur sendum Þóru og dætrum og öðrum afkomendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þú ert farinn, kæri mágur, yfir hin miklu landamæri „meira að starfa guðs um geim“. Blessuð sé okkur minning þín. Brynjúlfur Sigurðsson, Kópaskeri. Við bræður viljum þakka sam- verustundir er við áttum með Silla, móðurbróður okkar, sem við nutum frá barnæsku allt til þessa dags. Silli var harðduglegur alla sína tíð. Góðmennska honum meðfædd, sem oft kom fram í hans gjörðum við annað fólk. Silli var bifreiðastjóri meðan hann átti heima á Kópaskeri. Annaðist flutninga til allra nærliggjandi sveita ásamt bræðrum sínum. Þjón- usta þeirra var rómuð mjög. Um margra ára skeið rak hann sína eigin bifreið sem leigubílstjóri á BSR í Reykjavík. Fleiri störfum sinnti hann og hinn margbreytilegi starfsferill Silla sýn- ir best hversu fjölhæfur hann var. Allir, sem við höfum hitt, sem unnu með Silla til sjós eða lands, bera honum gott orð sem afbragðs starfsmanni. Við vitum, að frænda mundi ekki líka skjall, en þess skal hann njóta sem hann á. Margs er að minnast frá fyrri árum um ágæti Silla. Ótal ferð- ir á héraðsmót, þar sem hann stuðl- aði að því að unga fólkið í sýslunni gat ferðast og hitt aðra og notið fé- lagslegra kynna. Þetta að veita öðrum gleði var mjög gefandi fyrir Silla enda hrókur alls fagnaðar. Við bræður litum mjög upp til þessa lífsglaða, glæsi- lega manns. Silli hafði sínar ákveðnu skoðanir á landsmálum sem öðrum málum og gat þá stundum orðið harðskeyttur. Að lokum viljum við bræður þakka Silla fyrir margar ógleyman- legar stundir. Megi hann hvíla í friði. Þóra og dætur, við sendum ykkur samúðarkveðjur við brottför Silla. Árni og Sveinn Einarssynir. SIGURÐUR ÁRNASON                        2: $E $-F 7 =. ,8 (   * ( 3  =2%  & !* 2  "      )   (                $    *             A !! )**  ,"!  **(, )**  2  ,"!   **(, )**   +, !) + &  **(, )**  83!)!  A%"( )! -   **(, )**   8   *   "!  **(, )**     **(, )**  9D*!      ,  /&,  **(, )**   @    &' 4 "                     56 5 5242$$  7 (1  &*  2 "  "  @/% ,/    2  ' #    (/ #'              !" 1 , ( )** 4 ! "                  $  5   + ('3 !3>? @/% ,/  #        .   & '   / 3/ #  2%' *! 2 )    ! "! !  2 !/! 2 )  ( "! , )**  , G 32% *  &  &' 4 MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.