Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 44
MINNINGAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Einar GuðbjörnGunnarsson
fæddist í Akurseli í
Öxarfirði 20. júlí
1922. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 31. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Gunnar
Jónsson, bóndi í Ak-
urseli, f. 8. júní 1885,
d. 11. maí 1943, og
kona hans, Guðríður
Einarsdóttir, f. 18.
mars 1885, d. 3.
ágúst 1953. Systir
Einars sammæðra er
Halldóra Lára Ólafsson, f. 26.9.
1912. Systkini Einars eru Rósa
Gunnarsdóttir, f. 25.12. 1918,
Bergljót Arnfríður Gunnarsdóttir,
f. 28.6. 1924, og Jón Hörður Gunn-
arsson, f. 26.7. 1928, látinn. Dóttir
Einars og Kristínar Helgadóttur, f.
19. maí 1918, er Anna Þóra, f. 3.12.
1948. Eiginmaður hennar er Hall-
Guðlaug bjuggu mestallan sinn
hjúskap í Brautarlandi 2.
Einar ólst upp í Akurseli og vann
þar að bústörfum með föður sínum.
Árið 1943 flyst hann til Reykjavík-
ur og hefur nám í málaraiðn hjá
Bjarna Karlssyni og Sigurði Sig-
urðssyni. Árið 1951 hóf hann sjálf-
stæðan atvinnurekstur, sem hann
sinnti farsællega allt til ársins
1995, er hann lét af störfum. Mál-
arameistarafélag Reykjavíkur
naut krafta hans um margra ára
skeið, hann var t.a.m. gjaldkeri
þess um árabil, starfaði með mörg-
um nefndum þess og vann ötullega
að ýmsum framfaramálum í þágu
félagsins. Hann var einnig virkur í
norrænu samstarfi málarameist-
ara um árabil. Hann var gerður að
heiðursfélaga Málarameistara-
félags Reykjavíkur árið 1988. Árið
1960 stofnaði hann, ásamt öðrum,
byggingarfélagið Afl, sem hann
sinnti af miklum áhuga og alúð
meðan hans krafta naut við. Síð-
ustu tvö æviárin bjó hann á Hrafn-
istu í Hafnarfirði og naut þar kær-
leiksríkrar umönnunar.
Útför Einars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
dór Ingi Guðmunds-
son, f. 14.10. 1946.
Börn þeirra eru: a)
Helgi Kristinn, kona
hans er Lóa Björk Jó-
elsdóttir; b) Guðmund-
ur Einar og c) Kristín
Hrefna.
Einar kvæntist 4.11.
1960 Guðlaugu Guð-
jónsdóttur, f. 2.3. 1930,
d. 28.8. 1997. Foreldr-
ar hennar voru Guðjón
Guðjónsson, f. 30.8.
1898, d. 30.1. 1992, tré-
smiður í Reykjavík, og
Guðlaug Brynjólfs-
dóttir, f. 27.2. 1899, d. 14.5. 1938.
Dætur þeirra eru: 1) Guðríður
Elsa, f. 8.3. 1961. Eiginmaður
hennar er Vilmar Pétursson, f. 2.3.
1959. Synir þeirra eru Einar og
Bjarki. 2) Inga Birna, f. 26.9. 1966.
Sambýlismaður hennar er Stefán
Þorvaldsson, f. 20.10. 1967. Dóttir
þeirra er Ásthildur Lilja. Einar og
Mín fyrstu kynni af Einari tengda-
föður mínum voru fyrir næstum
þrjátíu árum þegar ég fór að gera
hosur mínar grænar fyrir elstu dótt-
ur hans. Ekki veit ég hvernig honum
leist á mig í byrjun, skeggjaðan og
síðhærðan villimann frá Vestmanna-
eyjum. Við náðum þó fljótlega vel
saman og ekki spillti fyrir að skoð-
anir okkar lágu vel saman í pólitík-
inni, báðir sömu íhaldskurfarnir.
Okkur munaði ekkert um að leysa
heimsmálin á einu kvöldi og bar þá
margt á góma sem gaman var að
ræða um. Oftar en ekki fylgdu
reynslusögur hans frá Öxarfirðin-
um með, því æskustöðvarnar voru
ofarlega í huga hans. Þá fékk ég að
heyra um æsku hans og uppvöxt,
þegar hann sem unglingur fór að
draga björg í bú, fór í rjúpu og
hvernig hvert skot var nýtt til að ná
helst tveimur fuglum í einu skoti.
Hvernig farið var yfir árnar á snjó-
þekju eða vaðið yfir með fötin á bak-
inu sem ekki máttu blotna vegna
þess að ekki voru til föt skiptanna.
Einari var fátækt bernskunnar allt-
af ofarlega í huga og hann lagði
mikla áherslu á að verða bjargálna í
lífinu og sjá vel fyrir sér og sínum.
Hann lærði málaraiðn og starfaði
við fagið alla sína starfsævi og rak
eigið fyrirtæki lengst af. Einar var
eftirsóttur til vinnu og var með
sömu viðskiptavini árum og áratug-
um saman. Hann lagði mikla
áherslu á að vanda verkið sem mest
svo ekki væri hægt að kvarta yfir
vinnunni þegar reikningurinn var
sýndur. Og aldrei kom það fyrir að
reikningur væri ekki greiddur í þau
næstum 50 ár sem hann var í mál-
araiðninni og hann var stoltur af
því.
Einar var afar hreinskiptinn mað-
ur og einarður í skoðunum og aldrei
lék neinn vafi á hvaða skoðun hann
hafði á málum, hvort sem öðrum lík-
aði það eða ekki. Ég er þakklátur fyr-
ir kynni mín af Einari og tel mig hafa
lært margt af honum.
Heiðursmaður horfinn sýnum hreinskiptinn
og hress.
Öxarfjörður í augum þínum öðlaðist
heiðurssess.
Í frumbernsku var fátækt þín
af flestu öllu verra
en alla tíð þú áttir sýn
að verða sjálfs þín herra.
Pensilstroka pen var merkið prýði var
hvar sést
en að vanda undirverkið
vegsemd var hvað mest.
Halldór Ingi Guðmundsson.
Elsku afi. Þegar við vorum lítil var
ómissandi partur af því að heim-
sækja höfuðborgina að stoppa í
Brautarlandi og heilsa upp á Einar
afa og Laulu ömmu. Þar var stór, fal-
legur og vel hirtur garður sem gam-
an var að leika sér í þegar maður var
krakki. Og jarðarberin úr garðinum,
við munum alltaf eftir þeim, þau voru
svo sæt og góð á bragðið að aldrei
höfum við smakkað betri jarðarber,
hvorki fyrr né síðar. Ekki má gleyma
litlu glösunum sem við krakkarnir
drukkum perusafann úr sem alltaf
var nóg til af í ísskápnum og á eftir
var oftast borið á borð ísblóm, þ.e.a.s.
ef við vorum þæg og góð og auðvitað
vorum við það alltaf. Við fórum líka
stundum í bíltúr á málningarbílnum
þínum og rúntuðum um höfuðborg-
ina á þessum sparneytna, litla bíl
sem þú notaðir alltaf í vinnunni þinni.
Síðan sagðir þú okkur sögurnar frá
því þegar þú varst ungur og að fyrstu
launin þín hefðu verið 5 krónur sem
þú fékkst fyrir að teyma hestvagn í
vegagerðinni fyrir norðan.
Mikil eftirvænting var alltaf hjá
okkur systkinunum þegar þið voruð
væntanleg úr fríi frá Kanarí því þá
komuð þið alltaf færandi hendi, hvort
sem það voru heilu íþróttagallarnir
eða Lacoste-bolirnir frægu með
krókódílamerkinu. Afi hafði mikinn
áhuga á að við stæðum okkur vel í
skóla og vinnu og hvatti okkur óspart
í þeim efnum. Við krakkarnir eigum
afa og Laulu ömmu margt að þakka.
Þegar við urðum eldri og þurftum
húsaskjól um lengri eða skemmri
tíma á meðan við vorum í námi eða
vinnu í Reykjavík var alltaf opið hús í
Brautarlandinu.
Þið voruð okkur alltaf svo einstak-
lega góð og við erum þakklát fyrir
allar stundirnar sem við áttum sam-
an.
Helgi Kristinn, Guðmundur
Einar og Kristín Hrefna.
Afi var góður og kallaði mig vin
sinn. Síðan amma dó vildi hann deyja
en gat það ekki. Hann var málari og
byggði hús með vinum sínum þar
sem eru núna mörg fyrirtæki. Hann
gaf manni 500-kall og stundum 1.000-
kall. Hann var góður við allt og alla.
Ég gleymi aldrei afa. Takk fyrir allt.
Þinn vinur,
Bjarki.
Einar, móðurbróðir minn, er lát-
inn. Fyrstu minningar mínar eru
tengdar honum og allt mitt líf hefur
hann verið hluti af mínu lífi á einn eða
annan hátt.
Árið 1945 flutti Einar á Haðarstíg
8 með móður sinni og systkinum úr
Akurseli og var faðir þeirra þá nýlát-
inn. Einar, sem elsti sonurinn, tók að
sér hlutverk föðurins og vann hörð-
um höndum frá unga aldri. Móðir
mín segir frá því hve vinnusamur
hann var og ósérhlífinn og fyrstu
launin fékk hann 10 ára gamall og
keypti sér hjól í kaupfélaginu. Hann
hafði þá nýverið eignast fyrstu stíg-
vélin sín. Það þótti merkilegt á þeim
tíma. Mér hlotnaðist sá heiður að
vera litla barnið á Haðarstígnum sem
Einar og þau systkinin tengdust
sterkum böndum.
Þegar til baka er litið virðist tím-
inn á Haðarstígnum hafa staðið í
stað. Alltaf virtist nóg pláss í þessu
litla húsi. Gestir sem voru ekki bara
einn dag heldur margar vikur og
Einar og systkini hans ætíð tilbúin að
ganga úr rúmi fyrir aðkomufólkið.
Ég minnist heimilisfólksins sitja
hljótt við útvarpstækið og ræða dag-
skrárefnið á eftir og var Einar virkur
þátttakandi í þeim umræðum. Fé-
lagsvist á mörgum borðum og Einar í
fjörugum háværum pólitískum um-
ræðum. Ég minnist Einars að koma
heim í hádegismat með málningar-
dósir á hjólinu sínu, Einars birtast í
dyrunum með fullt fangið af rjúpum
sem hann hafði lagt mikið á sig til að
skjóta, Einars sem hins káta og glaða
sem var tilbúinn að slá á létta strengi
og segja grínsögur af sjálfum sér og
öðrum.
Athafnamaðurinn fór að læra að
verða málari og það varð hans lífs-
starf. Hann kunni líka að fara með
það því hann var atorkusamur og
duglegur og gaf ekkert eftir í þeim
efnum. Fátæktina vildi hann ekki sjá
aftur í sínu lífi. Með metnaði og elju-
semi náði hann langt í sinni grein,
varð málarameistari og eftirsóttur
fagmaður.
Ég minnst þess þegar Laula kom
inn í líf hans og hve hamingjusöm
þau voru. Sólargeislarnir hans, Elsa,
Inga og Anna Þóra, voru bónus því
það var stundum eins og hann tryði
því varla að Laula og stelpurnar hans
þrjár væru hans. Allt vildi hann
leggja í sölurnar til að þær mættu
hafa það sem best. Á stundum kunni
hann sér ekki hóf í vinnuseminni en
allt var þetta af góðum ásetningi þótt
e.t.v. kæmi það niður á öðru í lífi fjöl-
skyldunnar. Hvað Einar var stoltur
þegar allar dæturnar hans höfðu lok-
ið háskólaprófum og hann sem ein-
ungis hafði gengið í barnaskóla í tvö
ár.
Umhyggja Laulu og Einars fyrir
öllum þeim sem í kringum þau voru
var einstök og verður á hvorugt hall-
að í þeim efnum. Mikill samgangur
var á milli heimila okkar og ég fékk
oft ómetanlegan stuðning frá þeim.
Nokkrum sinnum fór stórfjölskyldan
í ferðalög innanlands og ég minnist
Einars og þeirra systkina sýna okkur
Akursel og rifja upp minningar það-
an sem lífsbaráttan var svo hörð. Ég
þakka tryggð og elskusemi þeirra
Laulu og Einars við mig og fjöl-
skyldu mína.
Það var erfiður tími þegar Laula
lést fyrir aldur fram og Einar bar
aldrei sitt barr eftir það. Heilsu hans
hrakaði ört og dætur hans og fjöl-
skyldur þeirra sýndu honum ást og
umhyggju og lögðu sig fram um að
gera honum síðustu æviárin bærileg.
Hann lést á páskadag. Hvíli hann í
friði.
Gígja Árnadóttir.
Það virðist vera langur vegur frá
því að fátækum hjónum fæðist
drengur í torfbæ í Akurseli í Öxar-
firði yfir í tæknivædd sjúkrahús
dagsins í dag. Það virðist vera langur
vegur frá því að ungur drengur
horfði uppá að móður hans var neitað
um fyrirgreiðslu í kaupfélagi, til að fá
nauðþurftir, yfir í þá ofgnótt sem
margir búa við í dag. Það hljómar
ótrúlega að fyrir sextíu árum hafi
fjölskyldufaðir þurft að berjast við
banvænan kvalafullan sjúkdóm og
litla aðstoð að fá.
Við slíkar aðstæður er annaðhvort
að bogna eða berjast. Einar G. Gunn-
arsson tengdafaðir minn ólst upp við
þessar aðstæður og þær mótuðu
hann mjög. Hann valdi að berjast.
Aldrei skyldi hann eða fjölskylda
hans þurfa að glíma við fátæktina
aftur. Leiðin að þessu markmiði var
ósérhlífni, vinnusemi og staðfesta.
Einar lærði málaraiðn og starfaði
við hana meðan aldur og heilsa leyfði.
Við sem yngri erum skildum kannski
ekki alltaf hversu mikið Einar helg-
aði sig vinnu sinni. Við spurðum
stundum hvort hann vildi ekki reyna
að koma sér upp áhugamálum. Vinn-
an var Einari hinsvegar ekki nein
áþján, heldur uppspretta ánægju.
Hann var málari af lífi og sál, gladd-
ist yfir vel unnu verki, var ötull við að
ná sér í verkefni og hafði metnað í að
standa sig vel.
Einar hætti störfum 1995 og þá
var mikið frá honum tekið. Þegar
Guðlaug kona hans dó síðan tveimur
árum seinna urðu sporin þung og lífs-
þrótturinn dvínaði hratt. Þau hjónin
höfðu ferðast töluvert og hafa eflaust
ætlað sér að gera slíkt eftir að sest
var í helgan stein. Án Guðlaugar fann
hann ekki löngunina til ferðalaga.
Einar reyndist dætrum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum ein-
staklega vel. Hann var stoltur og
ánægður þegar þeim gekk vel í lífinu.
Sérstaklega var hann stoltur af því
að dætur hans menntuðu sig og stóðu
sig vel í störfum sínum. Þá upplifði
hann og hafði oft orð á því að bar-
áttan sem hann hóf til að hann og
fjölskylda hans væru ekki uppá aðra
komin, þyrftu ekki að þola sársauka
og smán fátæktar, hefði borið ávöxt.
Einar virkaði kannski á stundum
hrjúfur, sagði sitt álit og dró ekkert
undan. Undir harðri skel var tilfinn-
ingaríkur og umhyggjusamur faðir
og afi. Litlum lófa var oft smeygt í
hrjúfa hönd og lagt var í leiðangur í
Súkkunni hans afa, kannski niður á
höfn að skoða skipin. Þá runnu
gjarnan gleðitár niður á stóra kart-
öflunefið hans afa. Okkur Einari var
vel til vina og hann og Guðlaug
reyndust mér einstaklega vel. Ég er
þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim.
Gamli pensillinn hefur lokið þess-
ari jarðvist og pensilförin sjást víða.
Það sem hann kenndi okkur með lífi
sínu og starfi er mikilvægt, ekki síst í
þjóðfélagi þar sem neyslan virðist á
stundum öllu æðri.
Hafðu þökk fyrir allt.
Vilmar Pétursson.
Mig langar til að minnast Einars
Gunnarssonar vinar míns í nokkrum
orðum.
Kynni okkar voru orðin æði löng
eða um fjörutíu og fimm ár. Við vor-
um, ásamt fleirum, í sameiginlegum
atvinnurekstri í rúmlega fjörutíu ár.
Sú starfsemi gekk mjög vel og aldrei
varð misklíð okkar í millum allan
þann tíma.
Ég minnist þess hvað Einar var
röggsamur og fylginn sér í sambandi
við allar útréttingar vegna fyrirtækis
okkar og ég held að það sé ekki á
nokkurn okkar hinna hallað þótt ég
segi að enginn okkar hafi staðið sig
eins vel í þeim efnum og hann.
Hann var starfandi málarameist-
ari í fjörutíu til fimmtíu ár, farsæll og
mjög vel látinn í sínu starfi. Hann var
yfirleitt með mikil umsvif og marga
menn í vinnu. Honum hélst vel á
mannskap og var með sömu mennina
í vinnu svo árum skipti. Hann var
einnig mjög heppinn með viðskipta-
vini og skiptu sumir við hann í ára-
tugi. Einar var mjög vinnusamur og
var vinnan honum mikils virði. Hann
ólst upp í sárri fátækt og hefur það
sjálfsagt markað djúp spor í huga
hans því það var alltaf mikið kapps-
mál hjá honum að komast vel áfram í
lífinu.
Einar var giftur góðri konu og
voru þau mjög samhent á öllum svið-
um og hjónaband þeirra farsælt. Það
var því mikið áfall fyrir Einar þegar
hann missti Guðlaugu konu sína eftir
langvarandi veikindi. Þá var hann
orðinn mikill sjúklingur.
Einar var skemmtilegur maður og
engan hef ég þekkt á lífsleiðinni sem
var fljótari að koma fyrir sig orði en
hann. Með Einari er genginn góður
drengur. Við Ólína sendum dætrun-
um og fjölskyldum innilegar samúð-
arkveðjur.
Svavar Kristjónsson.
EINAR GUÐBJÖRN
GUNNARSSON
6' ,
0
" +
.+7 * !) >
@/% ,/
="! #!(," = H 4
> 3 * " )
( #0
#
?
! "! * ,+ & 3 , J,
*&%' - ( )! 2 "&%' * &' 4
5 " /
$$:
! !,"!>>
/! @
% & ' #
? '
<
12 )**
@ )**
2 )** 4
56
F
27 2=*1 >?
@/% ,/
(
(/ #'
* -%' /!"%)** 4