Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín Bene-diktsdóttir fædd-
ist í Keflavík 17. júlí
1957. Hún lést á
sjúkrahúsi í Halm-
stad í Svíþjóð 14.
mars síðastliðinn.
Kristín var dóttir
hjónanna Benedikts
Þórarinssonar, yfir-
lögregluþjóns á
Keflavíkurflugvelli,
f. 26.1. 1921 í Kefla-
vík, d. 16.1. 1983, og
Sigríðar Guðmunds-
dóttur, f. 3.1. 1926 í
Reykjavík. Kristín á
eina alsystur, Sigrúnu Ingibjörgu,
f. 3.5. 1959, unnusti hennar er
Craig L. Williams. Hálfsystkin
Kristínar, samfeðra, eru Þorvald-
ur Benediktsson, f. 29.9. 1943,
kvæntur Rósu Ólafsdóttur; og
Rúnar Benediktsson, f. 13.7. 1948,
kvæntur Hrefnu Sigurðardóttur.
Hálfsystkin Kristínar, sammæðra,
eru Margrét Ragnarsdóttir, f.
á unglingsár og flutti með foreldr-
um sínum í Kópavog 1972. Hún
lauk námi frá Kvennaskólanum í
Reykjavík 1974 og stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Kópavogi
1978. Um haustið fór Kristín á
lýðháskóla í Kungälv í Svíþjóð,
hún lauk námi í leikrænni tján-
ingu og síðan BA-prófi í uppeldis-
og kennslufræðum frá Háskólan-
um í Halmstad. Aðalstarf Kristín-
ar var kennsla og síðustu ár starf-
aði hún sem kennari við
háskólann í Halmstad. Kristín
starfaði einnig við uppfærslu á
leikritum og öðrum sýningum í
Svíþjóð, einkum með unglingum.
Hún starfaði einnig ásamt Ulf við
uppsetningar á sýningum í Sví-
þjóð og víða annars staðar. Krist-
ín var músíkölsk og hafði mikið
yndi af tónlist. Hún var virkur
þátttakandi í tónlistarlífi heima-
bæjar síns, Halmstad. Síðustu ár
stjórnaði hún gospel-kór við St.
Nikolai-kirkjuna í Halmstad.
Útför Kristínar var gerð frá St.
Nikolai-kirkjunni 26. mars síðast-
liðinn og var hún jarðsett í Halm-
stad. Minningarathöfn um Krist-
ínu fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag og hefst klukkan
15.
13.10. 1946, gift Al-
berti Sævari Guð-
mundssyni, og Guð-
mundur Örn Ragn-
arsson, f. 21.3. 1949,
kvæntur Ólínu Er-
lendsdóttur. Öll systk-
inin ólust upp saman á
heimili foreldra Krist-
ínar, Benedikts og
Sigríðar, í Keflavík.
Maki Kristínar var
Ulf Andersson leik-
stjóri, f. í Svíþjóð 7.6.
1957. Þau hófu sam-
búð 1980 og bjuggu í
Halmstad í Svíþjóð.
Börn Kristínar og Ulfs eru Sigríð-
ur Liv, f. 23.5. 1983, stúdent frá
listaskóla, og Benedikt Hugo, f.
16.6. 1989, grunnskólanemi.
Kristín og Ulf höfðu slitið samvist-
ir en mikill samgangur og góð vin-
átta var þeirra í milli, svo og
systkina og foreldra Ulfs sem öll
búa í Halmstad.
Kristín ólst upp í Keflavík fram
Eftirfarandi skrifaði ég nokkrum
mánuðum fyrir fráfall móður minn-
ar:
Hún klórar sér í enninu og ég leiði
hugann að því hve hátt það er. Það er
sennilega þess vegna sem hún hefur
alltaf verið með þennan þunna topp,
fyrir utan þegar hún var ung og
grönn. Þá var hún með sítt hár sem
gerði það að verkum að hún leit út
fyrir að vera enn grennri. Henni
fannst sinn helsti galli vera hvað hún
var grönn, nokkuð sem hún þráir nú.
Hún kallaði sjálfa sig eldspýtuna.
Hún var trúlega falleg, þessi unga ís-
lenska stúlka, með ljóst slétt hár,
vegna þess að stundum var hún sýn-
ingarstúlka. Í dag er hárið dekkra,
hálflitlaust, en til að dylja það hefur
hún fengið sér ljósar strípur.
Kannski er það eins og að mála með
fallegum lit yfir fúinn við, fúinn
hverfur ekki, hann bara versnar.
Svona er þetta nú í öllu okkar sam-
félagi. Sýndu ekki gráu hárin, haltu
þér eilíft ungum með nýjasta
hrukkukreminu.
Annríki, aldur og reynsla eru farin
að segja til sín. Sérhver hrukka og
dráttur á sinn heiðurssess. Eins og
hrukkurnar hafi vitað frá því að hún
var lítil hvar þær ættu best heima.
Það er fallegt, hún hefur lifað inni-
haldsríku lífi, það sér maður á henni.
Kannski mun hún aldrei fá fleiri
hrukkur, ef til vill mótar sú vitneskja
andlitsfallið enn frekar.
Hún stendur þarna og þegar hún
er búin að klóra sér lítur hún á mig
með þessum tilfinninganæmu grænu
augum og spyr hvort ég vilji meira
pæ. Spyrjandi augun leiða hugann
að því að þessi kona talar næstum
alltaf meira með andlitinu en með
orðum. Augnaráðið er oft angistar-
fullt, vegna þess að hún dregur allt
andlitið að miðpunkti milli augn-
anna, spennir hökuna í gervibrosi. Í
rauninni er hún bara að hugsa og
íhuga það sem fyrir augu ber en
maður gæti næstum haldið að hún
væri að hugsa um það sem koma
skal, það sem við erum öll svo óróleg
yfir. Kinnar hennar eru enn mjúkar,
þrátt fyrir 44 ár, mikla reynslu og
marga þolraun. Hún hefur fallegan
litarhátt. Roðnar aðeins þegar hún
opnar heitan ofninn. Hún er ef til vill
aðeins rauðari í framan en í fyrra.
„Úps.
Ég held að hún sé aðeins of heit,“
segir hún á næstum hreimlausri
sænsku og setur pæformið á eldavél-
ina með smástunu. Þessi kona er ein-
stök, hún getur ekki dulið hver hún
er, hvort sem hún vill það eða ekki.
Að horfa á hana er oft það sama og
að lesa hugsanir hennar. Þegar hún
hlær hlær hún með öllum líkaman-
um. Beinar, mjóar tennurnar fljúga
um með hoppandi konunni sem
trommar með höndunum á lærin eða
heldur þeim fyrir munninum. Hlát-
urinn getur komið óvænt og af slík-
um krafti að sumum stendur ekki á
sama. Hún er fyrirferðarmikil en
líka auðmjúk og alltaf velviljinn upp-
málaður. Stundum getur hún þó orð-
ið of stjórnsöm. Til að flækja ekki
málið getur maður sagt að hún hafi
„pondus“. Hláturinn er aldrei ill-
kvittinn, heldur hreinn. Hann kemur
að innan og hún getur hlegið jafndátt
að eigin mistökum og annarra – í það
minnsta eins dátt.
Þetta tilfinningaríka svæði, lítil
augun með löngum augnhárum og
plokkaðar augabrúnir, lítur aftur á
mig. Augun hlæja, hún er glöð yfir að
ég skuli vera komin. Ég horfi á fal-
legu silfureyrnalokkana hennar og
svarta kjólinn. Þetta er tíguleg kona
sem stendur þarna. Hún er virkilega
glæsileg. Hún hefur erft svalt og yf-
irvegað fasið frá mömmu sinni. Þetta
er gott mótvægi við hinn kröftuga
persónuleika hennar. Hann vegur
vel upp ofannefnda fyrirferðina í fari
hennar.
Það er góð tilfinning að vera hér
hjá henni, sem ég er endurgerð af.
Frá því ég var lítil hafa allir sagt að
við séum líkar. Það hefur meira að
segja gerst að fólk hefur ruglast á
okkur. Svona kem ég til með að líta
út eftir tuttugu og fimm ár, hugsa ég
þegar ég horfi á hana og tilfinningin
er góð.
Hverfi hún verður hún samt til í
mér.
Ég kveð þig, elsku mamma.
Liv Ulfsdóttir.
Kristín, nærvera þín var svo áköf.
Við eigum enn erfitt með að skilja að
þú komir ekki stormandi inn, hlæir
og segir: „Hæ, hvernig hafið þið það,
stelpur?“
Við vorum hluti af stórum vina-
hópi þínum í Halmstad. Við bjuggum
í nágrenni hver við aðra, hittumst
heima eða niðri í bæ, stundum upp á
hvern dag. Við og við unnum við
saman. Það eru liðin mörg ár, og við
og aðrir vinir þínir eigum margar
myndir af þér í minningunni. Þegar
við minnumst þín minnumst við konu
sem var sterk, ákveðin og hreinskil-
in, full af glettni og lífsgleði. Þrosk-
uð, aldrei yfirborðskennd. Köflum
bregður fyrir, sviðsmyndum og
minningabrotum – hve dásamlegan
kraft og lífsgleði þú gafst okkur.
Takk, Kristín.
Kristín dansar flamenco:
Hún rís úr sæti. Stappar með hæl-
unum í gólfið. Það er spánskt kvöld. Í
alþjóðasamskiptaverkefni eru allt í
einu átta smávaxnir Spánverjar frá
Andalúsíu mættir til Halmstad. Þeir
eiga að kenna okkur Skandinövun-
um að dansa alvöru flamenco. „Þá
skulum við sýna þeim!“ segir Krist-
ín. Átta pör af dökkum augum horfa
á hana, full aðdáunar. Taktinn hefur
hún. Hún er miðpunkturinn, hnar-
reist, brosandi, örugg. Diego hættir
sér út á gólfið. Hann nær henni í öxl.
Allir dansa langt fram á kvöld. Hví-
líkur flamenco!
Skagen:
Kristín hefur tekið okkur með sér
til Skagen. Hún hefur ákveðið að nú
sé tími til kominn að við fáum að sjá
hið yndislega Skagen, þar sem hún
hefur svo oft verið með fjölskyld-
unni. Og nú eiga Inga, Kerstin, Mia
og Kicki að halda upp á afmæli Krist-
ínar. Við fimm leggjum af stað í
dásamlega helgarferð. Það er júlí,
himinninn er blár, það er smágjóla,
en hlýtt. Kristín er í dálítilli fýlu.
Enginn hefur óskað henni til ham-
ingju, og hún sem á afmæli! Hana
grunar að við séum að stríða henni
og að sjálfsögðu er það rétt hjá
henni. Síðan kemur glaðningurinn,
rautt vín, ostar og ferskt brauð. Hún
opnar gjöfina sína og hlær hátt: Nei
– vá! En frábært!
Mamma á ströndinni:
Þarna kemur hún. Sólstóllinn í
annarri hendinni. Poki í hinni.
„Kristín, við erum hérna!“ Hún snýr
sér við. „Huuugo, komdu nú!“
Mjaðmirnar sveiflast. Sólin er steikj-
andi. Marga sólskinsdaga höfum við
synt í sjónum og farið í sólbað undir
klöppunum við hafið. „Hugo, leggðu
handklæðið þarna … Nei, hættu.
Hér er kex … Passaðu saftina! …
Hugooo! … Hafið þið séð hvað veðrið
er frábært? … Hverjir eru hér
fleiri?“
Jean-Claud:
Jean-Claud og Kristín – það er at-
höfn út af fyrir sig. „Bonjour
Mössjö.“ „Bonjour Madame.“ Alltaf
á frönsku. Það hljómar svo huggu-
lega. Síðan beygir Jean-Claud sig
niður og kyssir Kristínu á kinnina
sem hún hefur snúið að honum.
„Sestu hér.“ Jean-Claud fær sér
sæti. „Nei. Hér! Hvar hefurðu ver-
ið?“ Kristín strýkur burt ósýnilegan
blett á öxl hans. Síðan er allt eins og
það á að vera og hún brosir og hlær.
Leikhússtarfsmaðurinn:
„Nei,“ segir Kristín. „Svona eig-
um við að hafa það! Hatte, stattu
ekki þarna!“ Hatte og Kristín spinna
fram leikþátt sem við höfum pantað.
Það á að fjalla um hversdagslíf leik-
hússtarfsmannsins. Í þeim hvunn-
degi hafa þau verið samstarfsfólk í
meira en tuttugu ár svo af nógu er að
taka. Það var árið 1980 sem Hatte-
Hans Bertisson setti á svið hið sí-
gilda, róttæka leikrit „Jösses, flick-
or!“ í Halmstad. Kristín lék eitt af
aðalhlutverkunum og áhorfendur
heilluðust. Í þessum litla leikþætti
leikur Kristín hlutverk móður Hatte,
Ellýjar. Á meðan þau eru að æfa er
erfitt að skilja á milli móðurhlut-
verks og leikstjórahlutverks Krist-
ínar og við höfum gaman af. „Og þið,
þið standið þarna! Já, en Hatte-
Fnatte! Þú getur ekki verið í þessum
buxum.“ Hún hlær og baðar hönd-
unum út í loftið. Á eftir spyr hún:
„Var þetta í lagi? Hvað fannst ykk-
ur?“
Kórstjórnandinn:
Það er veisla og við syngjum. Við
hittumst oft, sjö, fjórtán eða tuttugu
og fimm. Við biðjum um glansnúmer
Kristínar. „Kristín, gerðu það, get-
urðu ekki sungið Ríðum ríðum?“ Svo
syngur Kristín á íslensku fyrir okkur
um þennan villta reiðtúr, hún syngur
af innlifun. Við sitjum fyrst þögul og
hlustum, síðan getum við ekki haldið
aftur af okkur og förum að syngja
með. Í miðjum söngnum lyftir Krist-
ín höndunum og lætur þær síðan
síga. Við hljóðnum, það er dimmt í
kringum okkur, aðeins ljósið frá log-
andi kertunum bærist. Svo syngur
hún hvíslandi, dularfullt og drama-
tískt, hlutann þar sem huldufólk hót-
ar reiðmanninum í söngnum. Hún
lýkur söngnum með löngum út-
dregnum tóni. Við klöppum og fögn-
um, hvítar tennur hennar lýsa í kapp
við kertin. Hún kastar höfðinu aftur
á bak, slær saman höndunum og
hlær.
Við söknum þín, Kristín.
Þínir vinir í Halmstad,
Kicki og Mia.
KRISTÍN
BENEDIKTSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um
Kristínu Benediktsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
$/ "
< %
-@?ABCDB
!B8D-58DB
,! "( 4
/ ! <4
@
3 / ,
0#,
" +
"
K7 8 '*!L
@/% ,/4
- 3 " ?
6 /
/ "
# )
#0
9= * !"! -4 ! " )**
&%' * )**
-%' / * )** A '*! A )
* )** * !
* ,3! F4* ,3
0 * )** #& A "
2!) * )** ))
"! )**
#)@*/ 4
@
3 ,
0
#,#
0
' +
+-F7 & !*L
4
* =-%' @" !"&%' )**
2 -%' )** * =8 1*
F -%' A ),+ (%=3)**
-%' 1,!)**
A ),-%' )** * =#3!)4
@
3 / 0
"
'
'
567 8 / !3M4
- 3 "
#0
#
#
!"08 )**
! " )** + )
* ! " %' !"3!))**
!" 1 *, ! " )** * =2 *
8 ! " ,8 )**
& &' 4
6'
,
0#,# 0 '
'
2.:
5 - 3 "
)
5
+ "! 5 )** 2 3
5
$ % 5 )** !"3!)! 8* )
! F 2 3
5 2 2 3 4