Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚVERANDI borgarstjóri talar um hasar um Laugaveginn í grein sem birtist í Morgunblaðinu 3. þ.m. Ekki vil ég kalla það hasar þegar tveir ágætismenn þeir Gunnar kaupmaður í Gleraugnamiðstöðinni og Jón kaup- maður í Jóni og Óskari leyfa sér fyrir hönd kaupmanna við Laugaveginn að gagnrýna ummæli núverandi borgar- stjóra. Við skulum samt hafa það hugfast að aðeins hún veit hvað okkur kaup- mönnum og okkar viðskiptavinum við Laugaveg er fyrir bestu. Eða hvað? Núverandi borgarstjóri segir í þessari grein að verslunarmynstrið hafi breyst við tilkomu þessara nýju verslunarkjarna og við þurfum að keppa við þá. Þetta er nákvæmlega það sem við vitum og við þurfum ekki núverandi borgarstjóra til þess að segja okkur það, er það ekki skrítið? Það hefur sýnt sig að hækkun stöðumælagjalda og sekta fælir fólk frá því að koma og versla við Lauga- veginn. Hvað oft hefur ekki heyrst, hingað kem ég sko ekki aftur. Ég er ansi hrædd um að verslunar- eigendur í verslunarkjörnum yrðu ekki mjög hrifnir ef þeirra viðskipta- vinir væru píndir til þess að greiða himinhá stöðumælagjöld. Hvernig eigum við að geta keppt á þessum grundvelli? Ef til vill getur núverandi borgarstjóri svarað því. Við viljum stöðumælana í burtu og taka þess í stað upp skífur sem gefa kost á fríu bílastæði í ákveðinn tíma. Er það svo erfitt, er ekki kominn tími á að við fáum einhverju um það ráðið. Við þurfum ekki borgarstjóra sem heldur að hann einn geti hugsað og stjórnað fyrir alla aðra. ÁGÚSTA HRUND EMILSDÓTTIR, kaupmaður við Laugaveg. Hasar um Laugaveginn? Frá Ágústu Hrund Emilsdóttur: NÚ dregur að kosningum í Reykja- vík, og sífellt fjölgar þeim sem vilja bjóða fram í þeim til þess að láta ljós sitt skína. Nýjasta framboðið er svokölluð Höfuðborgarsamtök, en í forsvari fyrir þau eru Örn Sigurðsson arki- tekt, Guðjón Þór Erlendsson arki- tekt og Jón H. Sigurðsson viðskipta- fræðingur. Þetta einvalalið minnir mig að hafi verið hvað háværast í flugvallarumræðunni á síðasta ári, um að fjarlæga flugvöllinn í Vatns- mýrinni. Það er nokkuð ljóst að það logar ekki alveg á öllum perum hjá þess- um hópi. Þeir ætla greinilega að ganga skrefinu lengra en R-listinn í þeirri viðleitni að eyða atvinnustarf- semi í borginni. Það er sama gamla tuggan, þétta byggðina og koma öllum borgarbú- um fyrir á svæði 101. Byggja há- hýsahverfi svo þetta geti orðið sama gráa borgin og flestar stórborgir úti í hinum stóra heimi. Hver hefur svo áhuga á að búa svona – mér er spurn… ef einhver vill sjá vasaút- gáfu af þessu skipulagi er gott að bregða sér inn í Sóltún og sjá þar einhverja þunglyndislegustu blokk- arhrúgu sem völ er á, en allt svaka fínt því þetta er glænýtt og teiknað og skipulagt af hámenntuðum mönnum. Alvarlegi hluturinn er hins vegar sá að mínu mati, að þarna er verið að ganga frá atvinnustarfsemi borg- arinnar. Flugvöllurinn á að fara, ol- íubirgðastöðin í Örfirisey á að fara, og byggja skal á uppfyllingum allt í kringum Reykjavíkurhöfn þannig að á endanum hlýtur hún að þurfa að fara líka. Hver vill annars búa í svona fínu hverfi og þurfa svo að horfa upp á fiskkör og finna vonda fiskilykt, ojbara! Nú kemur skemmtilegi hlutinn. Allir eiga að búa í nýja fallega hverf- inu, en engin er atvinnan þar, þann- ig að allir íbúarnir verða að vinna á kaffihúsunum og stunda menningar- starfsemina í góða veðrinu sem þar verður. Gróðurhúsaáhrifin hafa nú reyndar ekki sýnt fram á bætt veð- urfar hérna – allavega ekki alveg strax. Nú hrynur spilaborgin. Engar samgöngur áttu að liggja í nýja fína hverfið, enda eiga allir að ferðast með Strætó. Vandinn er bara sá, að öll atvinnustarfsemin er kominn í nágrannabyggðirnar og nú þarf að koma tugum þúsunda manna til vinnu þar. Hringbrautin er sprung- in, og lausnin hlýtur að felast í því að búa til hraðbraut í Fossvogi, með tilheyrandi mengun og hávaða. Þar fór Fossvogsdalurinn og Elliðaár- dalurinn, og Öskjuhlíðin skammt á eftir fyrir fleiri flott háhýsi. Grænu svæðin í vesturhluta borgarinnar eru víst ekki fleiri, þannig að ég hef ekki meira um málið að segja að sinni. Er þetta framtíðin sem við viljum búa við? Ekki ég, þannig að veljum rétt í næstu kostningum og vörum okkur á R-listum og Höfuðborgar- samtökum. SIGURÐUR ÁSGEIRSSON, Kaplaskjólsvegi 41, Reykjavík. Höfuðborgar- samtökin Frá Sigurði Ásgeirssyni flugmanni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.