Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 54
DAGBÓK
54 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
Á DÖGUNUM rak á fjörur Vík-verja bók sem hann telur á
ýmsan hátt athyglisverða. Bókin
heitir Uppeldi til ábyrgðar og í henni
birtast þrjár þemabækur eftir Diane
Gossen frá Saskatoon í Kanada í ís-
lenskri þýðingu Magna Hjálmars-
sonar námsráðgjafa í Foldaskóla.
Þemabækurnar fjalla um hvernig
hægt er að kenna börnum og ung-
lingum að beita sig sjálfsaga í sam-
skiptum við aðra. Höfundurinn kall-
ar aðferð sína Restitution, en það
hefur verið þýtt „uppbygging“ á ís-
lensku. Fram kemur í formála að
bókinni að Foldaskóli í Grafarvogi
kynntist hugmyndum og aðferðum
Diane Gossen fyrst fyrir tveimur ár-
um og hefur verið að tileinka sér þær
í auknum mæli og laga að íslenskum
veruleika. Diane Gossen hefur unnið
með kennurum víða um heim, eink-
um þó í Kanada og Bandaríkjunum,
og þannig hefur aðferð hennar
þróast undanfarin 20 ár. Hún hélt
fyrsta námskeiðið hér á landi um
„uppbyggingu“ í Foldaskóla í maí ár-
ið 2000 og síðan þá hafa allmargir
kennarar skólans farið til Bandaríkj-
anna og sótt þar námskeið.
Í formála bókarinnar segir að þeg-
ar skólar ákveði að tileinka sér þær
hugmyndir sem umrædd aðferð
byggist á séu þeir að efla tilfinninga-
þroska, félagsfærni og siðvit. Lífs-
gildi eru tekin á dagskrá og fullorðn-
ir jafnt sem börn velja sér sín eigin
gildi, skilgreina þýðingu þeirra og
hafa að leiðarljósi í samskiptum.
Reglum er fækkað, en þær styrktar,
svo allir þekki og viti hvað gerist ef
þær eru brotnar. Reglurnar standi
vörð um lífsgildin og skapi örugga
fótfestu. Næst sé að læra um þarfir
sínar og hvernig hægt sé að sinna
þeim á ábyrgan hátt. Í formálanum
segir að stundum hafi kennarar,
einkum í unglingaskólum og fram-
haldsskólum, ekki verið á eitt sáttir
um hversu víðtækt uppeldishlutverk
skólans ætti að vera. Til að komast
hjá slíkum deilum lítur þýðandi bók-
arinnar svo á að tilgangur uppbygg-
ingar sé að skapa breytta menningu í
skólunum, betri skólaanda eða
staðblæ. Þeir sem reynt hafa verði
varir við minni streitu, bæði hjá full-
orðnum og börnum, öruggari fram-
komu og meiri gleði. Og þegar hafi
tekist að gera samskipti áreynslulítil
og skólinn sinni vel þörfum einstak-
linganna, fari einkunnir í bóklegum
greinum hækkandi.
x x x
Í BÓKINNI skýrir Diane Gossenuppbyggingarstefnuna á þann
hátt að hún sé ferli sem kennir ungu
fólki sjálfsaga. Það sé byggt á þeirri
meginhugmynd að fólk sé fætt með
sjálfstæðan vilja – að áhuginn komi
að innan. „Við, fullorðna fólkið, erum
ekki vön því að tala við unglinga um
hvernig þeir sjá sjálfa sig – hverjum
þeir vilja líkjast – því við höfum
venjulega mestan áhuga á að breyta
hegðun þeirra, láta þá samþykkja
sjónarmið okkar, frekar en að gefa
þeim kost á sjálfsskoðun. Uppbygg-
ingarstefnan beinir sjónum fyrst að
persónunni. Síðan biðjum við per-
sónuna að líta í eigin barm og meta
hvaða áhrif hegðun hennar hefur á
aðra,“ segir Diane Gossen.
Þessi sjónarmið telur Víkverji af-
ar athyglisverð og fróðlegt verður að
fylgjast með því í framtíðinni hver
árangurinn verður í Foldaskóla og
víðar þar sem uppbyggingarstefnan
verður höfð að leiðarljósi.
Hvar fæst birkisalt?
KONA hafði samband við
Velvakanda og langaði að
vita hvort einhver veit
hvar hún getur nálgast
birkisalt.
Til kattaeigenda
NÚ þegar vorið er á næstu
grösum og fuglarnir fara
að hugsa til hreiðurgerðar
koma kettirnir upp í huga
minn.
Hvað getum við katta-
eigendur gert til að hjálpa
ungunum að komast á
flug?
Það er auðvitað erfitt að
hafa fulla stjórn á kisa en
við getum í fyrsta lagi
reynt og t.d. haft stóra
bjöllu á ólinni, þessar
bjöllur sem oftast fylgja
ólunum eru of litlar og
heyrist þar af leiðandi
mjög lítið í þeim.
Í öðru lagi getum við
haldið köttunum inni. Þeir
þurfa ekkert að valsa úti
allan sólarhringinn, alla
vega ekki á þessum við-
kvæma fuglatíma. Hægt
er að hleypa þeim út rétt
áður en að þeirra fasta
matmálstíma kemur, þá
koma þeir fljótlega inn aft-
ur í matinn.
Svo má líka bara hrein-
lega binda þá úti eins og
hunda.
Já, kattaeigendur,
stöndum nú með fuglunum
okkar og launum þeim
sönginn með því að stytta
útivistartíma kisu og mun-
ið endilega „stóra bjöllu“.
Dýravinur.
Tapað/fundið
Reiðhjól í óskilum
NÝLEGT skærgrænt
reiðhjól hefur legið í Sala-
hverfinu í Kópavogi und-
anfarnar tvær vikur. Eig-
andi getur haft samband í
síma 567 4994.
Jakki í óskilum
JAKKI var tekinn í mis-
gripum á skemmtistaðn-
um Astró aðfaranótt 31.
mars sl. Hann er úr sk.
leðurlíki, er mittissíður og
renndur upp í háls. Ég tók
óvart leðurjakka sem er
hnepptur með V-hálsmáli.
Sá/sú sem tók minn og vill
fá sinn aftur, vinsamlegast
hafi samband í síma
551 5261 eða 699 6657.
Gullarmband tapaðist
á Akureyri
GULLARMBAND tapað-
ist á Akureyri í október sl.
Armbandið er með þrem
hengjum og eigandanum
afar kært. Armbandið
gæti hafa tapast á veit-
ingastaðnum Pollinum, á
Strandgötunni eða á
göngu gegnum miðbæinn
og upp á Brekku. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 864 3414.
Gullhringur fannst
í Borgarnesi
GULLHRINGUR með
steini fannst á Shell-stöð-
inni í Borgarnesi fyrir
nokkru.
Upplýsingar í síma
427 1282.
Risaeðla tapaðist
LÍTIL leikfangarisaeðla
tapaðist á Skólavörðustíg
fimmtudaginn 4. apríl sl.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa sam-
band í síma 551 5644.
Svartir ullarfingra-
vettlingar töpuðust
SVARTIR ullarfingravett-
lingar töpuðust miðviku-
daginn 27. mars sl. annað-
hvort í Bónus í Smáranum
eða í Nettó í Mjódd. Skil-
vís finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hafa sam-
band í síma 581 3838.
Dýrahald
Kettlinga vantar
heimili
TÍU kettlinga vantar gott
heimili. Upplýsingar í
síma 897 5528.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
HEFÐI nokkur trúað að á
næstfyrsta ári 21. aldar
væru hinir fyrrum ofsóttu
gyðingar að fara fram úr
nasistum í níðingsverkum
og undir vernd og þar
með samsekt voldugasta
ríkis heims, Bandaríkj-
anna? Hvað þarf til svo
sjóði upp úr potti Bush að
skynsamari landar hans
taki til örþrifaráða? Hvað
þarf til að Ísland slíti
stjórnmálasambandi við
Ísrael?
Brjálæðingarnir sem
flugu á World Trade
Center og Pentagon 11.
sept. sl. hafa náð meiri ár-
angri en þeirra forskrúf-
aða hugsun gat ímyndað
sér. Bandaríkjamenn
framleiða nú í fjöldafram-
leiðslu (eins og þeim ein-
um er lagið) nýja hópa
„terorrista“ víða um
heim. Nú væri skratt-
anum skemmt, ef hann
væri til!
Kristján Árnason,
Dvalarheimili aldraðra,
Sauðárkróki.
Hvað þarf til…?
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 fen, 4 þref, 7 dunda, 8
málgefin, 9 hlaup, 11 jað-
ar, 13 elska, 14 lands-
menn, 15 raspur, 17 stert-
ur, 20 málmur, 22 svæfill,
23 rönd, 24 atvinnugrein,
25 barin.
LÓÐRÉTT:
1 eyja við Ísland, 2 úr-
ræði, 3 mjög, 4 jötunn, 5
ójafnan, 6 heigull, 10
hálfbogni, 12 blett, 13
blóm, 15 persónutöfrar,
16 hundrað árin, 18 tóm-
um, 19 myntin, 20 ró, 21
tóbak.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gamaldags, 8 aflát, 9 fegin, 10 uxa, 11 lærir, 13
neita, 15 skáld, 18 gatan, 21 afl, 22 úrill, 23 ættin, 24 fals-
laust.
Lóðrétt: 2 amlar, 3 aftur, 4 dúfan, 5 gegni, 6 gafl, 7 anda,
12 ill, 14 efa, 15 skúr, 16 árita, 17 dalls, 18 glæða, 19 titts,
20 nánd.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell kemur í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðju- og
fimmtudaga kl. 14–17.
Mannamót
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Fimmtudaginn
11. apríl verður farin
vetrarferð að Gullfossi
og Geysi. Hádeg-
isverður snæddur á
Hótel Geysi. Lagt af
stað kl. 9 frá Norð-
urbrún 1 og síðan teknir
farþegar í Furugerði 1.
Skráning og upp-
lýsingar í Norðurbrún
1, s. 568 6960 og í Furu-
gerði 1 í s. 553 6040.
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirkera-
smíði, kl 10 boccia, kl.
10 enska, kl. 11 enska
og dans, lance-dans, kl.
13 vinnusofa, postulíns-
málning.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl.
13 opin smíðastofa. All-
ar upplýsingar í síma
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
tréskurður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10 sund,
kl. 13 leirlist. Harm-
ónikkuball verður
fimmtud. 11. apríl kl. 16.
Ragnar Leví spilar á
nikkuna. Kaffi og með-
læti. Skáning í s.
568 5052. Allir velkomn-
ir.
Eldri borgarar, Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið í
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga föstudaga kl. 11.
Ferðakynning á Krít-
arferð verður þriðjud. 9.
apríl kl. 14.30. Kennsla í
línudansi byrjar í Dam-
os mánud. 15. apríl kl.
20. Ferð verður á Sæ-
dýrasafnið í Höfnum og
til Keflavíkur 16. apríl,
lagt af stað kl. 13 frá
Damos. Félagsvist á
miðvikudagskvöldið kl.
20. Skráning í s. 586
8014 e.h.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 10 sam-
verustund, kl. 14 fé-
lagsvist.
Félagsstarfið Lönguhlíð
3. Kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Í dag kl. 11.15
og 12.15 leikfimi, kl.
13.05 róleg stólaleikfimi,
kl. 13.30 handavinnu-
hornið, kl. 16 trésmíði,
fimmtud. 11. apríl kl. 9
vinnustofa, kl. 9.45
boccia, kl. 13. postulíns-
málun, málun og ker-
amik, kl. 19.30 vorfagn-
aður í Kirkjuhvoli á
vegum Oddfellow.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Kl. 13.30
brids, saumur undir
leiðsögn og frjáls
handavinna. Kl. 16.30
spænskukennsla. Á
morgun línudans kl. 11,
myndlist og gler-
skurður kl 13, pílukast
kl. 13.30. Leikhúsferð á
morgun kl. 14 að sjá
leikritin „Í lífsins ólgu-
sjó“ og „Fugl í búri“.
Rúta frá Hraunseli kl.
13.15. Á fimmtudag
kvöldvaka í boði Lions
kl 20. Skemmtiatriði,
kaffihlaðborð og dans.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Kaffi, blöðin
og matur í hádegi.
Þriðjudagur: Skák kl.
13 og alkort kl. 13.30.
Miðvikud: Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Ásgarði, Glæsibæ, kl.
10. Söngfélag FEB,
kóræfing kl. 17. Línu-
danskennsla kl. 19.15.
Söngvaka kl. 20.45.
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði
„Í lífsins ólgusjó“ og
„Fugl í búri“. Næstu
sýningar: Miðvikud.10.
apríl kl. 14, næst síð-
asta sýning og föstud.
12. apríl, allra síðasta
sýning. Miðapantanir í
s: 588 2111 og 568 9082.
Heilsa og hamingja
laugardaginn 13. apríl
nk. kl. 13.30 í Ásgarði.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–
16, blöðin og kaffi.
Björn Bjarnason, efsti
maður á lista sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík,
lítur við í kaffi milli kl.
13 og 16 í dag.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
salur opinn, kl. 13
boccia. Veitingar í veit-
ingabúð. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik-
fimi, kl. 9.30 gler-
skurður, kl. 10 handa-
vinna, kl. 14 þriðjudags-
ganga og boccia, kl.
16.20 kínversk leikfimi,
kl. 19 brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 og kl. 10 jóga,
kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 13–16 handavinnu-
stofan opin, kl. 19
gömlu dansarnir.
Grænmetis- og ávaxta-
dagar verða 10. apríl.
Dagskráin hefst kl. 14.
Guðrún Lóa Jónsdóttir
syngur einsöng. Anna
Sigríður Ólafsdóttir
matvæla- og næring-
arfræðingur flytur er-
indi. Ávaxta- og græn-
metishlaðborð.
Handverksmarkaður
verður opinn á sama
tíma. Fólk á öllum aldri
velkomið.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna, kl. 13.30 helgi-
stund. Þjónusta félags-
þjónustunnar er öllum
opin án tillits til aldurs
eða búsetu í Reykjavík.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskurður og tré-
málun, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð í Bónus,
kl. 13 myndlist.
Háteigskirkja, eldri
borgarar. Á morgun,
miðvikudag, samvera,
fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 11, súpa í Setr-
inu kl. 12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og op-
in vinnustofa, kl. 10
boccia, Félagsstarfið er
opið öllum aldurshóp-
um, allir velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
16 bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 11
leikfimi, kl. 13 spila-
mennska.
Vitatorg. Kl. 9 smíði kl.
9.30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13 handmennt og
körfugerð, kl. 14 fé-
lagsvist.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
Skógræktarfélag
Garðabæjar heldur að-
alfundinn í Safn-
aðarheimilinu Kirkju-
hvoli við Kirkjulund í
kvöld 20. Eftir venjuleg
aðalfundarstörf flytur
Björn Jónsson fyrrver-
andi skólastjóri erindi
um „skógrækt áhuga-
mannsins“.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Opið hús á
morgun kl. 14. Gestir:
Sigríður Norðkvist
harmónikkuleikari og
Vitatorgskórinn. Sr.
Ragnar Fjalar Lár-
usson flytur hugvekju.
Bílferð fyrir þá sem
þess óska. Upplýsingar í
s. 510-1034. Allir vel-
komnir.
Sínawik í Reykjavík.
Fundur í kvöld 9. apríl
kl. 20 í Sunnusal Hótels
Sögu. Gestur fundarins
er Auður Haralds.
Áhugahópur um heil-
kenni Sjögrens. Aðal-
fundur í kvöld kl. 20 í
húsnæði Gigtarfélags
Íslands Ármúla 5, 2.
hæð.
Safnaðarfélag Ás-
kirkju. Vorfundur verð-
ur í safnaðarheimili
kirkjunnar, neðri sal,
miðvikud. 10. apríl og
hefst kl. 20. Gestur
fundarsins verður Sól-
veig frá Grænum kosti.
Allir velkomnir.
Í dag er þriðjudagur 9. apríl, 99.
dagur ársins 2002. Orð dagsins: Ég
tek mér eigi sæti hjá lygurum og
hefi eigi umgengni við fláráða menn.
(Sálm. 26, 4.)