Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 55
DAGBÓK
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert ekki með neitt hálf-
kák við hlutina, heldur geng-
ur í verkin og hættir ekki
fyrr en þeim er lokið.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það eru oft einföldustu hlut-
irnir sem veita manni mesta
gleði. Einföld gönguferð í
fjöru eða á fjall getur verið
allra meina bót.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Breytingar á daglegum
starfsvenjum valda þér ein-
hverjum erfiðleikum en þú
ert vel í stakk búinn til að
mæta þeim svo þú skalt ekki
hika við að halda þínu striki.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú gætir orðið fyrir vonbrigð-
um með hugmynd í dag.
Gefstu samt ekki upp því fyrr
eða síðar stendur þú með
pálmann í höndunum og verð-
laun fyrir hugvit þitt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Láttu þér í léttu rúmi liggja
þótt Gróa á Leiti sé eitthvað á
ferðinni í kringum þig. Þú
hefur hreinan skjöld sem
slúður nær ekki að ata út.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Fjármálin liggja óvenju
þungt á þér þessa dagana.
Það er ekki um annað að
ræða en að taka til hendinni,
gera áætlanir og fara eftir
þeim.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það vefst fyrir þér að ganga
frá máli sem þér hefur verið
falið að leiða til lykta. Gefðu
þér tíma til að gaumgæfa all-
ar hliðar þess.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er nauðsynlegt að láta
vinnuna ganga fyrir félagslíf-
inu en sjálfsagt að lyfta sér
upp í lok vinnudags.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur lagt hart að þér. Nú
er komið að því að þú upp-
skerir laun erfiðis þíns.
Njóttu vel og leyfðu þínum
nánustu að gleðjast með þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það má vera að þú þurfir að
gera nokkrar tilraunir áður
en þú dettur ofan á hag-
kvæmustu lausnina á þeim
vanda sem þú glímir við.
Vertu því þolinmóður.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er rangt að reyna að
þröngva fram breytingum
sem þú vilt sjá. Þú ættir þó
ekki að kasta þeim fyrir róða
heldur leggja þær á hilluna í
bili.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gerðu greinarmun á skoðun-
um og staðreyndum. Forð-
astu umfram allt að berja
höfðinu við steininn þegar um
viðurkenndar staðreyndir er
að ræða.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það reynir á stjórnunarhæfi-
leika þína og það skiptir
miklu að þú bregðist rétt við
aðstæðum. Mundu að flestir
hafa eitthvað til síns máls.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 9. apríl,
er fimmtugur Jens Andrés-
son, vélfræðingur, formað-
ur Félags starfsmanna rík-
isstofnana (SFR). Hann og
kona hans, Kristín Þor-
steinsdóttir, eru erlendis.
60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 9. apríl,
er sextugur Ingvar Viktors-
son, kennari og bæjar-
fulltrúi, Svöluhrauni 15,
Hafnarfirði. Ingvar og kona
hans Birna Blomsterberg
bjóða vinum og vandamönn-
um að samfagna með sér
föstudaginn 12. apríl kl. 18–
21 í nýju félagsheimili Fé-
lags eldri borgara í Hafnar-
firði að Flatahrauni 3.
„ÉG skal ekki skammast
mikið þótt þú tapir þessu
spili,“ sagði Valur Sigurðs-
son við félaga sinn Ragnar
Magnússon þegar hann
lagði upp blindan. Þetta
var rausnarlega mælt, en
Valur hafði samviskubit yf-
ir opnun sinni í fyrstu
hendi á níu punkta og vildi
axla nokkra ábyrgð:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 943
♥ Á108752
♦ Á5
♣G8
Vestur Austur
♠ 8 ♠ KG2
♥ D4 ♥ G96
♦ KD7632 ♦ G9
♣Á1073 ♣D9654
Suður
♠ ÁD10765
♥ K3
♦ 1084
♣K2
Spilið er frá síðasta degi
Íslandsmótsins í sveita-
keppni. Valur og Ragnar
eru liðsmenn Strengs og
þeir áttu í höggi við með-
limi Spron í þessu spili, þá
Ásmund Pálsson og Guðm.
P. Arnarson:
Vestur Norður Austur Suður
Ásmundur Valur Guðm. Ragnar
– 1 hjarta Pass 1 spaði
2 tíglar Dobl * Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Dobl Vals á tveimur tígl-
um sýndi þrílit í spaða og
því gat Ragnar stokkið
beint í fjóra. Út kom tíg-
ulkóngur og Valur kom í
veg fyrir gagnrýni með því
að gefa Ragnari heimild til
að tapa spilinu. En Ragnar
hafði aðrar hugmyndir.
Hann dúkkaði tígulkóng-
inn, fékk næsta slag á tíg-
ulás, svínaði spaðadrottn-
ingu og tók spaðaás. Spilaði
svo hjarta þrisvar með
trompun. Staðan var þá
orðin þessi:
Norður
♠ 9
♥ 1087
♦ –
♣G8
Vestur Austur
♠ – ♠ K
♥ – ♥ –
♦ D76 ♦ –
♣Á107 ♣D9654
Suður
♠ 1076
♥ –
♦ 10
♣K2
Ragnar spilaði tígultíu
og trompaði í borði. Austur
er nú í undarlegri stöðu. Ef
hann hendir laufi getur
sagnhafi spilað fríhjarta og
kastað laufi heima. Hinn
möguleikinn er að yfir-
trompa og spila laufi frá
drottningunni. Greinarhöf-
undur valdi þann kostinn,
en Ragnar átti ekki í nein-
um vandræðum með að
hitta í litinn og hafði þar
innákomu vesturs til hlið-
sjónar.
Þorlákur Jónsson í sveit
Subaru spilaði nákvæm-
lega eins og fékk líka tíu
slagi.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
BARNAGÆLUR
Sofðu með sæmdum
sæll í dúni
sem vín á viði,
vindur á skýi,
svanur á merski,
már í hólmi,
þorskur í djúpi,
þerna á lofti,
kýr á bási,
kálfur í garði,
hjörtr í heiði,
en í hafi fiskar,
mús undir steini,
maðkur í jörðu,
ormur í urðu
alvanur lyngi,
hestur í haga,
húnn í fjöllum,
seiði á flúrum,
en á sandi murta,
björn á heiði,
vargur á viði,
vatn í keldu,
áll í veisu,
en maur í moldu,
síli í sjó
og sundfuglar,
fálkar í fjöllum,
fílar í skógum,
ljón í bæli,
lamb í mói,
lauf á limi,
ljós á haldi.
Sofðu eins sæll
og sigurgefinn.
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Bg5
Be7 4. Rbd2 d5 5. e3 b6 6. c3
Bb7 7. Bd3 Rbd7 8. O-O Re4
9. Bxe7 Dxe7 10. Re5 Rxe5
11. dxe5 O-O 12. f4 Rc5 13.
Bc2 Ba6 14. He1 Rd3 15.
Bxd3 Bxd3 16. Rb3 Bg6 17.
De2 c5 18. a4 a5 19. Rd2 f6
20. exf6 Hxf6 21. Db5 Dc7
22. Db3 Hd8 23. Rf3 h6 24.
Re5 Be4 25. Hac1 g5 26. g3
gxf4 27. exf4
Staðan kom upp á minn-
ingarmóti um Dan Hansson
sem haldið var í Ráðhúsi
Reykjavíkur og heppnaðist
afbragðsvel. Hollenski
bragðarefurinn Jan Timm-
an (2.605) hafði svart gegn
Birni Ívari Karlssyni
(2.015). 27...Hxf4! 28. gxf4.
Leiðir rakleiðis til máts en
aðrir haldbærir möguleikar
voru vart til staðar.
28...Dg7+ 29. Kf2 Dg2+ og
hvítur gafst upp enda verður
hann mát eftir 30. Ke3 d4+
31. cxd4 cxd4#.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss Grét-
arsson
Svartur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 9. apríl,
er fimmtug Þórkatla Þóris-
dóttir kennari og félagsráð-
gjafi. Hún verður með opið
hús fyrir vini og vandamenn
í Húnabúð, Skeifunni 11,
fimmtudagskvöldið 12. apríl
kl. 20.30.
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið laugardag
frá kl. 10-15
Nýjar vörur
Jakkar
Stuttkápur
Hörkápur
Vínilkápur
Regnkápur frá 5.900
VINNU-
SÁLFRÆÐI
Samskipti á v
innustað
Upplýsingar og skráning í síma
Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075,
á milli kl. 11 og 12. Fax 552 1110.
Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft
vandasöm. Á námskeiðinu verður kennt samskiptalíkan
til að auka samstarfshæfni og þjálfa viðbrögð sem leysa
ágreining og auka vinnugleði.
Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræð-
ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
LÖGREGLAN í Reykjavík lýs-
ir eftir vitnum að árekstri 5.
apríl sl. um kl. 15.05 á Höfða-
bakka sunnan Stórhöfða. Þar
var fólksbifreið ekið eftir hægri
akrein til suðurs og í sömu átt
var vörubifreið ekið á vinstri
akrein. Vörubifreiðinni var síð-
an ekið í hlið fólksbifreiðarinn-
ar. Þrátt fyrir það hélt vörubif-
reiðin áfram för sinni og ekki
náðist niður skráningarnúmer,
en henni er lýst sem stórri og
gulri að lit með gulan flutninga-
kassa.
3. apríl sl., um kl. 13–13.15,
var ekið á bifreiðina M-360,
Toyota Land Cruiser, þar sem
hún stóð kyrr og mannlaus við
Nettó í Mjódd. Tjónvaldur fór
hinsvegar af vettvangi án þess
að tilkynna um tjónið til hlut-
aðeigandi eða lögreglu.
Þau vitni sem hugsanlega
hafa verið að þessum óhöppum
eru beðin að snúa sér til um-
ferðardeildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
KYNNTUR hefur verið listi Sam-
fylkingar og óháðra í Hveragerði og
skipa listann eftirtalin:
1. Þorsteinn Hjartarson skóla-
stjóri, 2. Magnús Ágúst Ágústsson
líffræðingur, 3. Sigríður Kristjáns-
dóttir hjúkrunarfræðingur, 4. Guð-
rún Olga Clausen kennari, 5. María
Óskarsdóttir húsmóðir, 6. Sigurjón
Sveinsson laganemi, 7. Aðalheiður
Ásgeirsdóttir snyrtifræðingur, 8.
Finnbogi Vikar Guðmundsson sjó-
maður, 9. Margrét Haraldardóttir
afgreiðslustjóri hjá Íslandspósti, 10.
Anna Sigríður Egilsdóttir innkaupa-
stjóri, 11. Sigfrid Valdimarsdóttir
húsmóðir, 12. Ármann Ægir Magn-
ússon öryrki, 13. Þórhallur Ólafsson
læknir og 14. Ingibjörg Sigmunds-
dóttir garðyrkubóndi.
Listi Samfylk-
ingar og óháðra
í Hveragerði
Hveragerði. Morgunblaðið.
FRÉTTIR
FASTEIGNIR
mbl.is