Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 57 það er að hafa uppi á sínum innri manni. Margt áhugamanna um íslenska leiklist lagði leið sína á Listabraut á sunnudaginn og naut sýningarinnar eins og meðfylgj- andi myndir sýna. Á SUNNUDAGSKVELD var nýtt leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Nefnist það hinum sérstæða titli And Björk, of course… og fjallar um ólíkt fólk með sameiginlega þrá; Borgarleikhúsið frumsýnir And Björk, of course… Í leit að sjálfsmynd Ragnar Kjart- ansson (lengst til hægri) sér um gjörninga og tónlist í leik- ritinu. Stórvinir hans, Úlfur Eld- járn og Sara Skúladóttir, heilsuðu upp á kappann. Morgunblaðið/Jim Smart Leikurum og aðstandendum var klappað lof í lófa í enda sýningarinnar. Egill Ólafsson, Sverrir Guðjónsson og Tinna Gunn- laugsdóttir eru sjaldnast fjarri góðu gamni er lista- gyðjan slær út vængjum sínum. Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði Uppl. og skráning í síma 891 7576 frá kl. 16-20. Sjá nánar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara Í sumar verður sem fyrr boðið upp á námsferð til Englands BREIÐSKÍFAN Jinx kemur út í Bandaríkjunum, Kanada og Íslandi í dag og er gefin út af Columbia, dótt- urfyrirtæki Sony Music. Sölvi Blön- dal, trommari og taktsmiður, segir að þetta séu mikil tímamót enda hafi skífan átt sér langa fæðingu. „Við vorum úti í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum að gera prufuupptökur og fleira í þeim dúr þegar mestallt efnið á skífunni varð til. En okkur ór- aði ekki fyrir því að þetta ætti eftir að eiga sér svona langan aðdraganda,“ segir Sölvi. Quarashi er nýkomin úr tónleika- ferðalagi um vesturströnd Banda- ríkjanna þar sem spilað var á um tíu tónleikum. Spilað var á stöðum sem tóku nálægt 1.000 áheyrendur en framundan er ferðalag um Bandarík- in og Kanada þar sem spilað verður á 45 tónleikum á stöðum sem taka um 10.000 áheyrendur. Sölvi segir að diskurinn sé þegar farinn að fá ágæta spilun í útvarpi í Bandaríkjunum og myndbandið við lagið „Stick’em up“ er nú í spilun á MTV 2. Sums staðar í Bandaríkjun- um hefur hljómsveitin náð að komast inn á vinsældalista. Að sögn Sölva hefur Columbia markað þá stefnu að leggja mesta áherslu á kynningu á Jinx af öllum þeim skífum sem fyrirtækið er nú að gefa út. Hann segir að það sé samt að mestu leyti undir hljómsveitinni sjálfri að koma sér á framfæri með tónleikahaldi. Þarna gildi hið forn- kveðna að setjast upp í rútu og ferðast þvert og endilangt um Norð- ur-Ameríku til að kynna sig. „Þetta er ólíkt því sem gerist í jóla- vertíðinni hérna þar sem allt er yf- irstaðið á tveimur til þremur vikum. Þetta er langtímaverkefni og hvernig sem allt fer þá munum við alltaf hafa gaman af þessu,“ segir Sölvi. Þess má geta að Billboard-tímarit- ið bandaríska er þegar búinn að fella dóm sinn yfir plötunni og er hann á jákvæðu nótunum. Fjölbreytileiki sveitarinnar er lofaður og því spáð að sveitin eigi hæglega alla möguleika á því að skapa sér vinsældir og um leið sérstöðu á bandarískum markaði. Ný plata Quarashi kemur út í dag Löng fæðing Jinx Quarashi eru, undarlegt nokk, miklir áhugamenn um brids. DAVID BOWIE, sem sagður hefur verið mikilvægasti popptónlistarmaður síðustu aldar, ef undanskildir eru Bítlarnir og Stones, ætlar að gefa út nýja plötu í sumar. Síðasta plata, Hours, kom út 1999. Bowie lýsti því yfir í desem- ber síðastliðnum að hann væri búinn að fá nóg af bransanum en virðist nú hafa snúist hug- ur. Hann hefur sagt skilið við Virgin-útgáfuna, stofnað eigin útgáfu, ISO, og gert dreifing- arsamning við Columbia. Út- gáfudagur plötunnar væntan- legu er 11. júní og mun hún bera titilinn Heathen. David Bowie. Sjálfsmynd, máluð seint á áttunda ára- tugnum. Bowie með nýja plötu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.