Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SÍÐUSTU viku stóðu frammámenn tónlistarmála á Rás 2 fyrir fögnuði á veitingastaðnum Vídalín. Tilefnið var að stöðin hefur nú fullunnið 12 tónleikaupptökur með íslenskum sveitum sem léku á Airwaves-hátíð- inni, sem fram fór í október síðast- liðnum. Tónleikarnir hafa nú verið sendir til höfuðstöðva EBU (European Broadcasting Union) í Sviss og boðn- ir öllum 70 aðildarstöðvum EBU til afnota. Auk þess verða þessir tón- leikar boðnir öðrum 46 útvarps- stöðvum í 29 löndum til viðbótar. Um er að ræða upptökur með Botnleðju, Leaves, Elizu, Útópíu, Lace, Stjörnukisa, Brisi, Ensími, 200.000 Naglbítum, Dr. Spock, Suði og Fúgu. Þetta er í þriðja sinn sem Rás 2 beitir sér fyrir þessu en það fyrsta sem aðildarstöðvunum var boðið uppá voru útgáfutónleikar Sigur Rósar sem haldnir voru í Íslensku óperunni í júní 1999. Morgunblaðið/Kristinn Hér gefur að líta tónlistargúrúa ríkisins; mektarmennina Ólaf Pál Gunnarsson, Magnús Einarsson og Guðna Má Henningsson. Margrét, Sigrún og Baldur heimsóttu Vídalín af tilefninu góða. Rás 2 flytur út íslenska tónlist TILGANGURINN með ábreið- um/tökulögum (e. cover-songs) get- ur verið margvíslegur. Ekki gefst þó rúm hér til að velta þeirri heim- speki fyrir sér og látum við okkur því nægja að efna- greina sjálfan diskinn. Á heildina litið er þetta vel heppn- uð plata. Rennslið er ljúft og gott og ef hægt er að tala um einkenn- andi hljóm er líkt og Jeff Buckley heitinn hafi verið fenginn til að stýra lagavali og flytjendum. Lögin eru flest einkar aðgengileg um leið og þau eru flutt af mikilli einlægni. Flestir flytjenda enda miklir „sálar- söngvarar“ (Rufus Wainwright, Sheryl Crow, Aimee Mann o.s.frv.). Hitt ber líka að líta á að það þarf virkilega hæfileika til að klúðra öðr- um eins efnivið. Sem betur fer tekst fáum það hér. Tvö lög standa reyndar áberandi upp úr. Paul Westerberg, fyrrum leiðtogi Replacements, tæklar „Nowhere Man“ af hreinni snilld. Hann eignar sér lagið algjörlega og nær meira að segja að gefa því nýja og áður ókunna dýpt. Værðarlegt og viðkvæmnislegt, líkt og lagið sé að brotna í sundur frá fyrstu nótu. Frábært! Á ólíkan hátt, en ekki síður snilldarlegan, tekst Nick Cave á við „Let it Be“. Hann nær að gefa lag- inu þá tilfinningu sem í raun vant- aði alltaf hjá Paul blessuðum. Spurning um að setja útgáfu Cave á framtíðarupplög samnefndrar breiðskífu. Nei, ég segi svona...bara grín. Þá gera Grandaddy „Revolution“ að „Grandaddy“ lagi á súran en umfram allt skemmtilegan hátt. Í fyrstu þoldi ég nú ekki Eddie Vedder og útgáfu hans á „You’ve Got To Hide Your Love Away“. Fannst hann skíta á sig með þessu óþolandi „Ég er líka listamaður!“ viðhorfi sínu. En lagið vex og vex með endurteknum hlustunum. Æ, hann vill eitthvað svo vel, grey skinnið. Prik í kladdann fá hins vegar Black Crowes fyrir andlausa útgáfu af „Lucy In The Sky With Diam- onds“, Ben Harper fyrir bjánalega útgáfu af „Strawberry Fields For- ever“ og Chocolate Genius fyrir að eyðileggja „Julia“. Hér eru nýjar túlkanir á Bítla- lögum sem vel þess virði er að leggja sig eftir. Jafnt fyrir Bítla- aðdáendur, fylgismenn einstakra listamanna og bara unnendur góðr- ar tónlistar almennt. Engin sakra- menti (fá a.m.k.) brotin hér.  Tónlist Breitt yfir Bítlana Ýmsir I am Sam – tónlist úr myndinni V2 Hinir og þessir reyna sig við Bítlalög með dágóðum árangri, svona á heildina litið. Arnar Eggert Thoroddsen Er uppskipting markaðsráðandi fyrirtækja lausnin? Samtök verslunarinnar - FÍS efna til ráðstefnu sem haldin verður í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 13:30-17:00. SETNING Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar. ÁVARP Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. RÆÐUMENN Breskar siðareglur um samskipti stórmarkaða og birgja. John Ward, lögfræðingur hjá bresku samkeppnisstofnuninni. Skipting fyrirtækja með opinberu valdboði. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Kaffihlé „Brotið eða bundið - jafngildir valkostir fyrir neytendur?“ Þórólfur Matthíasson, dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands. PALLBORÐSUMRÆÐUR Pallborðsumræður með þátttöku frummælenda auk Birgis Rafns Jónssonar, forstjóra Kjarans ehf. og Þórunnar Guðmundsdóttur, hrl. Stjórnandi pallborðsumræðna: Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lögmaður Samtaka verslunarinnar. Þátttökugjald er kr. 4.500 fyrir félagsmenn en kr. 6.000 fyrir aðra þátttakendur. Vinsamlega skráið þátttöku í síma 588 8910 eða á netfang: lindabara@fis.is Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 Flugsæti til Alicante Flugsæti til Billund Danmörku 33.240kr. Beint leiguflug me› Fluglei›um. Takmarka› sætaframbo›. Beint leiguflug me› Fluglei›um. Takmarka› sætaframbo›. Flugsæti, ver› frá Flugdagar eru 18. apríl, 22. maí og sí›an alla mi›vikudaga í sumar. Verðdæmi m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug og allir flugvallarskattar. Verð fyrir einn fullorðinn, 37.630 kr. með flugvallarsköttum. 27.050kr. Flugsæti, ver› frá Flogi› er alla mánudaga frá 27. maí - 2. september. Verðdæmi m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug og allir flugvallarskattar. Verð fyrir einn fullorðinn, 30.440 kr. með flugvallarsköttum. Muni› a› hjá Plúsfer›um er unnt a› grei›a me› Atlasávísunum 5.000 kr. og Fríkortspunktum a› eigin vild og lækka flannig fer›akostna›inn. www.plusferdir.is 14 dagar+ Flokkur Kóði Bíltegund eða sambærilegur bíll 3 dagar á dag 7 dagar á dag 14 dagar á dag A ecmn Peugeot 206 11.820 3.940 19.050 2.970 36.370 2.620 B ccmn Renault Megane a/c 13.610 4.537 20.370 3.176 39.100 2.820 C* idmr Ford Mondeo 16.090 5.363 25.140 3.919 49.220 3.540 D sdmr Audi A4 a/c 19.800 6.600 29.770 4.640 58.790 4.230 E pdmr Audi A6 a/c 41.150 13.717 62.840 9.797 121.680 8.760 F cwmr Renault Megane a/c Station 15.160 5.053 23.150 3.610 45.120 3.250 K iwmr Nissan Almera A 26.610 8.870 39.030 6.084 75.200 5.410 L pwmr Volvo S60 A 45.790 15.263 74.750 11.653 140.820 10.140 G ivmr Ford Mondeo a/c Station 20.110 6.703 30.430 4.744 60.160 4.330 H pvmr Volvo V70 a/c Station 35.270 11.757 47.630 7.426 84.770 6.100 I5 svmn Renault Megane Scenic a/c 17.020 5.673 25.800 4.021 49.220 3.540 I5 pdar Chrysler Voyager a/c 7px 35.270 11.757 54.900 8.560 105.270 7.580 J9 fvmr Fiat Ducato Minibus 9px 33.720 11.240 51.600 8.044 101.170 7.280 Innifalið er ótakmarkaður kílómetrafjöldi, CDW, þjófavarnatrygging og virðisaukaskattur. Flugvallarþjónustugjald í Billund er 1.500 kr. og í Kaupmannahöfn 3.000 kr. Barnastóll og barnapúðar fást leigðir gegn 1.500 kr. gjaldi, bókist við pöntun. Aukagjald fyrir ökumann 21-24 ára DDK 700 greiðist við afhendingu bifreiðar. a/c = loftkæling, A=sjálfskiptur, px=farþegi, CDW=kaskótrygging. Þjónustuaðili er Europcar. Lágmarksleiga er 3 dagar. C*= Sértilboð, þeir sem bóka bíl f. 1. júni fá bíl í G flokki án aukagj. Verð miðast við flugverð og gengi 11. janúar 2002. Ótrúlega ód‡rir bílaleigubílar í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.