Vísir - 14.06.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 14.06.1980, Blaðsíða 21
21 VÍSIR Laugardagur 14. Júnf 1980 sandkossinn t GIsli Sigur- blaðamabur, | skrifar Hefur þú heyrt þennan um hjúkrunarkonuna, sem vakti sjúklinginn til að gefa honum svefnmeðalið? — Nei, hvernig var hann? „ Enn héldu Framarar hreinu i Keflavík", sagði Dagblaðið á mánudaginn. Já, það er nú meira hvaö þessir Framarar geta verið þrifnir, þvi nú er mér ekki grunlaust um aö það geti verið æriö verk að halda Keflavlk hreinni. En skýringin á þessu hreinlæti fékkst þegar Timinn var lesinn sama dag. Þar mátti sjá eftir- farandi fyrirsögn vegna sama máls: „Varnarliðiö hélt hreinu” Það var svo sem auðvitað að það heföist ekki nema með her- valdi. „Ekki fleiri milljarða til bænda", sagði I fyrirsögn I Dagblaöinu. Timinn bregst vel við þessum þrengingum bænda og segir 1 fyrirsögn sama dag: „ Ferðaþjónusta Tímans: Bændaferð til Þránd- heims" Þar með er land- búnaðarvandanum komið yfir á frændur okkar Norðmenn. Annars bar frystihúsamálið höfuð og herðar yfir önnur mál i blööunum siöustu viku og fyrir- sagnir fjölbreyttar og skemmti- legar að auki. „Hótanir frystihúsanna rétt í meðallagi góðar", segir Ingvar Gislason, vara- sjávarútvegsráðherra, i Visi. Og hann bætir við: „Málið f biðstöðu" „Eyðum verðmætum af fyrirhyggjuleysi" Og i fyrirsögn um sama mál á innsiðu segir blaöiö að slikt sé: „Utan skynsamlegra marka" Þetta var skarplega athugað. Ingvar er eitthvað farinn að hugsa sér til hreyfings i biðstöð- unni þegar hann segir I blaðinu sinu Timanum á miðvikudag- inn: „Gengisbreyting verður að vera lítil og fara hægt verði hún samþykkt". Ætli hann meini ekki að hún eigi að læðast með veggjum og undir dulnefni. Siöast hét það gengis- stökk. Núna mætti kalla það „gengisbrun”, þannig að sam- ræmi sé haldið meö keppnis- greinum i skiöamótum. En það verður þvi miður ekki á næst- unni sem við getum talaö um „gengisgöngu”. Eyjólfur ísfeld setti málið algerlega i hnút á miðvikudag- inn I Þjóöviljanum, þar sem haft er eftir honum: „Gengisfelling leysir aðeins hluta vandans" Þar fór i verra, en með leyfi að6pyrja, kunna menn einhver önnur ráð? Allavega hefur ekki veriö gripið til þeirra fram að þessu. Timinn er alltaf úrræöagóður og hann sá að nú þurfti að koma vitinu fyrir rikisstjórnina. Þar mátti þvi lesa I fyrirsögn á mið- vikudag: „Borgarstjóra falið að ræða við rikisstjórnina" Ég lifnaöi allur viö og hélt að lausn væri að finnast á málinu þegar ég las I Dagblaðinu: „Nýjar flugstjórnarregl- ur spara hundruð milljóna" En Visir gerði þessar vonir að engu sama dag, þar sem stóð: Hvenær verða hótanir vel I meöallagi góðar, ef það er rétt I meöallagi gott að hóta að loka frystihúsunum? Eyjólfur Isfeld gefur rikis- stjórninni vikufrest i „biöstöð- unni” og segir i Dagblaðinu: „Höfum biðlund út vik- una" Ekki er sama bjartsýnin hjá Timanum þvi hann segir sama dag: „Dagspursmál hvenær frystihúsin loka" Alltaf versnar útlitiö eftir þvi sem liður á vikuna. Visir segir I forsiðufyrirsögn: „Það verður aldrei samið um þetta tilboð". Enn dökknar útlitið á þjóðar- skútunni og á miðvikudaginn spyr Mogginn: „Stinga Valur og Fram af?" Það væri svo sem ekki að undra eins og ástandið er. Og þaö eru fleiri I flóttahugleið- ingum, þvi Dagblaöið hefur eftir Óskari Vigfússyni, forseta Sjó- mannasambandsins: „Getum yfirgefið skút- una" Þar kom að þvi. Þrátt fyrir þessa erfiöleika-tima tekur Bryndis Schram lifinu með jafnaðargeði og segir I fyr- irsögn á „llf og list” siðu Visis: „Höldum áfram að dansa" Ætli það verði þá ekki að vera hrunadansinn. „Var Búdda í einu grjón- anna", spyr Sigmar Hauksson I fyrir- sögn á sömu siðu. Hafi svo verið er ekki að vita nema Sigmar gangi með Búdda i maganum, þvi eitthvaö hefur hann i sig lát-* ið af blessuöum grjónunum. Sigmar þessi er ekki vanur þvi aö verða orðlaus. Hann var á ferð sl. mánudag ásamt einum 10 kollegum i Lystigarðinum á Akureyri. Vatt sér þá að þeim maður og spurði hvort þeir gætu lánað sér penna. Sigmar varö fyrir svörum og sagöi: Nei, en geturðu ekki notaö ritvél góði? Listahátlö auglýsti nektardans i Laugardalshöllinni. Ahorfendur töldu þetta auglýsingasvik, þvi dansarinn hafi haft 20 metra af sárabindum um sköp sin. Blööin birtu myndir af dansaranum i bak og fyrir, enda ekki á hverj- um degi sem þeim leyfist sllkt i þágu listarinnar, án þess að það teljist siölaust. I beinu fram- haldi af þessari uppákomu hef- ur verið ákveðiö að breyta nafni á listaslöu Visis eftir helgina, úr „lif og list”, i „lif, list og losti”. „Slapp ekki inn á galla- buxunum — skaut dyra- vörð", segir Vlsir. Blaöið gleymdi hins vegar að geta þess aö eftir skot- ið var ekki nóg meö að hann kæmist inn, hann var settur inn. Við höfum ekki minnst á for- setakosningarnar ennþá. „Allir fjórir á kappræðu- fund", segir Þjóöviljinn. Ekki fjöl- mennur fundur það. „I vísitölutiliögunni er mjög alvarlegt eitur- efni", segir Mogginn á fimmtudaginn. Flest er nú notaö, smygla eitur- efnum inn I landið meö visitöl- unni!!! Sá mæti maður Hjörtur Tryggvason á Húsavik hefur þann starfa ab fylgjast með gos- stöðvunum viö Leirhnjúk. Hús- víkingar eru kunnir fyrir að gefa hver öbrum gælunöfn og ekki stóð á þvl varöandi Hjört. Hann er nú almennt kallaöur „Gosi” fyrir noröan. Bless, bless og góða helgi. Guðlaugur og Kristín verða á fundi í Víghólaskóla Kópavogi sunnudaginn 15. júní kl. 17.00 Fundarstjóri: Magnús Bjarnfreðsson Ávörp: Árni Tómasson Eggert Steinsson Hákon Sigurgrímsson Jón H. Guðmundsson Sigurlaug Zophoníasdóttir Þórir Guðmundsson Hornafiokkur Kópavogs leikur frá kl. 16.30 Kópavogsbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn Stuðningsmenn FÍSKSALARL Höfum afgangspappír til sölu 4 Upplýsingar í síma 85233 Blaðaprent hf. Blaðburðarfól óskast: Lindargata Lindargata Klapparstigur Ávs--^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.