Vísir - 14.06.1980, Blaðsíða 25
vtsm
Laugardagur 14. júnl 1980
25
NJÓSNARARNIR SEM SKÓKU BRETLAND:
Donald Maclean þótti mjög hœfur starfsmaöur breska sendiráösins I Washington en þar var hann fyrsti
sendiráösritari. Dvölin þar vestra gekk mjög nsrri andlegri heilsu Macleans.
Frá vinstri eru Henderson (siöar sendiherra Breta I Washington), Ailen, skrifstofustjóri, sir John
Balfour sem haföi mikla trú á Maclean, og svo Donaid.
vareinmitt Guy Burgess sem batt
endi á frama Philbys, þegar hann
var talinn líklegur stjórnandi
bresku leyniþjónustunnar. Aö þvi
kemur siöar. Philby var upphaf-
lega ráöinn til Section D en eftir
nokkra mánuöi var sú deild sam-
einuö SIS og rækilega endur-
skoöuö. Meöal þeirra sem þá
fengu aö fjúka var Guy Burgess
en galgopaháttur hans reyndist
ekki eiga viö leyniþjónustuna
bresku. Hann sneri þá aftur til
BBC og hverfur af sjónarsviöinu
nokkra stund. Timi Philbys var
runninn upp. Hann var, eftir
endurskipulagningu Section D,
ráöinn til SOE, sérstakrar njósna-
og skemmdarverkadeildar, þar
sem hann vakti mikla athygli
fyrir störf sln. Hann hélt fyrir-
lestra um áróöursaöferöir og þvi
likt og varö fljótlega vinsæll fyrir
gáfur sinar og gerhygli. Hann
stdö ekki lengi viö en var snemm-
sumars áriö 1941 skipaöur yfir-
maöur Pjireneaskaga-deildar
Section V sem var gagnnjósna-
deild SIS. Hann haföi Spán og
Portúgal á sinni könnu en þau
lönd voru bæöi hlutlaus og þvi
blómstraöi njósnastarfsemi þar
gifurlega. Philby þótti ná prýöi-
legum árangri gegn þyskum
njósnurum Abwehr—leyniþjón-
ustunnar og yfirmenn hans réöu,
sér varla fyrir kæti yfir þessum
rólega og hæfileikarlka nýliöa.
Margir slöar kunnir menn voru
ýmist samstarfsmenn Philbys
eöa undirmenn.Þeirra á meöal
voru Graham Greéne („...mérer
ómögulegt aö muna neitt afreks-
verk hans meöan hann starfaöi I
Vestur-Afriku, kannski voru
Fransmennirnir ekki nógu
klókir? Ég minnist samt tiliögu
hans, þess efnis aö stofnsetja
færanlegt hóruhús til höfuös
Frökkum og tveimur einmana
Þjóöverjagreyjum i Portúgölsku
Gineu... Illgirnislegar glósur
hans um bréf sem okkur bárust
voru yndisleg hressing á hverjum
morgni.” Philby.) og Malcolm
Muggeridge (...yfir sig hneyksl-
aöur einsog hans er vandi, án
þess þó aö vita hvers vegna... Hin
þvermóöskufulla andstaöa hans
viö þá stefnu sem rikti á hverjum
tíma — hver sem hún
var — geröi llf okkar miklu bæri-
legra.”Philby). Hugh Trevor-
Hoper o.fl. komu einnig viö sögu.
Siöan geröist þaö áriö 1944 aö
sovéski njósnarinn Kim Philby
var skipaöur yfirmaöur þeirrar
deildar SIS sem sjá átti um
njósnir I Sovétrikjunum. Þaö má
furöulegt heita: Reyndar er þaö
til marks um dugleysi MI-5 aö
enginn skyldi hafa neina vit-
neskju um þaö hversu djúpt
marxismi þeirra Philbys, Bur-
. gess Macleans og Biunts náöi. En
Blunt starfaöi jú sjálfur i MI-5...
Heillakarlinn Burgess
A meöan Kim Philby gróf sig
smátt og smátt dýpra inn I innviöi
bresku leyniþjónustunnar var
Guy Burgess I nokkrum vand-
ræöum. Einsog áöur sagöi fór
hann aftur til BBC þegar hann
var rekinn frá leyniþjónustunni
og var ekki útlit fyrir aö hann
kæmi áö miklu gagni fyrir Sovét-
menn. En hann war seigur. Hann
haföi sin sambönd og þau sam-
bönd jukust slfellt. Þannig haföi
hann aögang aö alls kyns upplýs-
ingum sem kunna aö viröast létt-
vægt slúöur en gátu, ef settar
voru rétt samhengi, veitt slnum
réttu yfirboöurum mjög mikil-
vægar upplýsingar um gang mála
I Bretlandi. Ariö 1944 var honum
slöan boöiö starf viö Fréttaþjón-
ustu utanrikisráöuneytisins og
þáöi þaö aö sjálfsögöu. Þaö haföi
lengi veriö óskadraumur hans aö
fá aö starfa á þeim vettvangi,
ekki aöeins til þess aö þjóna
Rússum heldur lika til þess aö
fullnægja eigin þörfum fyrir
viöurkenningu og staðfestingu á
eigin mikilleik. Hann hækkaöi
fljótlega I tign og varö sérlegur
aöstoöarmaöur sérlegs aöstoöar-
manns utanrikisráöherrans Be-
vins.
Einsog vanalega stundabi Bur-
gess ljúfa lifiö af miklum krafti.
(Þess má geta aö nokkrum árum
fyrr haföi hann verið handtekinn
fyrir aö afhenda manni á almenn-
Melinda Maclean átti oft i stök-
ustu vandræöum meö drykkju-
skap og vaxandi þunglyndi
mannssins. Hún áttieftir aö koma
mikiö viö sögu...
ingsklósetti miöa meö „dónalegri
tillögu”. Ekkert sannaöist I máli-
nu.) Hann drakk mikið og fræg er
skemmtiferö hans til Tangier og
Glbraltar áriö 1948 meö móöur
sinni. 1 Tangier abbaöist hann
kófdrukkinn upp á alla útsendara
SIS og skammaöi þá fyrir slæleg
vinnubrögö, hann veltist um á
öllum börum borgarinnar og söng
klámvlsur:
Little boys are cheap today
Cheaper than yesterday...
Þaö var meö naumindum aö
Burgess slapp lifandi til Glbraltar
en þar tók ekki betra viö, hann
var drukkinn allan tlmann og
sagt var aö hann heföi gert
heiöarlega tilraun til þess aö
nauöga lögregluþjóni sem reyndi
aö handtaka hann fyrir drykkju-
læti. Þegar til London kom komst
hann naumlega hjá þvl aö vera
rekinn úr utanrikisþjónustunni.
Astæöan fyrir þvl hversu ferill
Burgess sem njósnara var
árangursrikur var efalltiö sú aö
ekki nokkur lifandi maöur lét sér
detta i hug ab svona maöur væri
sovéskur splón.
„Skitugur, fullur og latur,”
■sagöi einn yfirmanna hans.
Donald Maclean og
kjarnorkuleyndarmálin.
1 lok síöari heimsstyrjaldar-
innar sprengdu Bandarikjamenn
tvær atómsprengjur yfir Japan.
Allt I einu skipti fátt eitt máli i
veröldinni, annaö en þessar
sprengjur. Stalin heimtaöi svona
sprengjur fyrir Sovétrlkin svo
þau veiktust ekki á kostnaö
Vesturveldanna. Griöarlega um-
fangsmiklu njósnakerfi var
komiö á fót sem starfaöi I Banda-
rikjunum, Bretlandi, Kanada og
vlöar. Ekki ómerkasti þátturinn I
þessari starfsemi var Donald
Maclean.
Þegar slöast fréttist sat hann I
sendiráði Breta I Paris. Honum
haföi loks tekist aö ná sér I kven-
ann sem lét llklega, hún hét Mel-
inda, var amerlsk og heldur létt-
væg fundin. Hún lét til leiöast aö
giftast honum þegar hersveitir
Þjóöverja voru aö ná Parls á sitt
vald og þau komust undan til
Englands. Þar starfaöi Maclean
næstu árin en sigldi áriö 1944 til
Bandarikjanna þar sem hann tók
til starfa 1 sendiráöinu i Was-
hington. Sem fyrr var Maclean
mjög hæfur starfsmaöur og var
litiö á hann semungan mann á
uppleib, á leiö til hæstu metoröa
innan utanrikisþjónustunnar.
Sjálfur geröi Maclean gys aö
frama slnum og kallaöi þann
hluta sjálfs sin sem vann ötullega
aö pappirunum I sendiráöinu
jafnan „Sir Donald”. 1 Washing-
ton bar ekki sérlega mikiö á erfiö-
leikum hans og sumir diplómatar
minntust hans abeins sem mann-
sins sem stóö útl horni I veislum
og hélt 1 höndina á konunni sinni.
Þótti þaö ekki sérstaklega raffin-
eraö.
Svo geröist þaö áriö 1947 eftir
tiltölulega viöburöasnauö ár, aö
hann var skipaöur i nefnd sem
vinna átti aö samræmingu kjarn-
orkumála milli USA, Englands og
Kanada. Þá hófst blómlegasta
timabil Macleans sem njósnara.
Hann hafbi abgang ab geysilega
mikilvægum skjölum og papp-
Irum um kjarnorkuvopnafram-
leiöslu, e.t.v. skiptu þau gögn sem
hann kom til Sovétmanna sköpum
um aö þeim tókst ab útvega sér
sprengjuna fyrr en ella. Þaö er
auövitaö óvlst en hitt næsta vlst
aö Maclean var á þessum tima
einhver mikilvægasti njósnari So-
vétrlkjanna. Allt þetta tvöfalda
llferni hafbi sln áhrif á Maclean
og andlegu ástandi hans hrakaöi,
hann fór aö drekka einhver býsn
og samband hans viö Melindu fór
hrlöversnandi. Hann hefur
væntanlega veriö dauöfeginn
þegar hann var fluttur frá
Washington I september 1948 og
komst burt frá hinni gifurlegu
spennu sem fylgdi kjarnorku-
njósnunum. En þá varö ekki aftur
snúiö.
...þá birtist Kim Philby.
Nokkrum árum fyrr haföi
reyndar næstum komist upp um
bæöi Maclean, Philby og Burgess.
Skömmu eftir striöslok labbaöi
maöur nokkur sig inn I breska
sendiráöiö I Istanbul. Hann
kynnti sem Konstantin Volkov og
sagöist vera rússneskur konsúll
sovésku leyniþjónustunnar
NKVD (slöar KGB) á svæðinu.
Meöferöis haföi hann fjölda
skjala um uppbyggingu og innviöi
sovésku leyniþjónustunnar og
sem bónus sagöist hann geta bent
á þrjá mjög háttsetta sovéska
njósnara I Bretlandi. Tveir væru
I utanrfkisþjónustunni og einn
háttsettur i SIS. Hann vildi flýja
heimaland sitt og fá I staöinn
fyrir upplýsingarnar talsvert fé
og nýjan bústaö. Höföu Bretar á-
huga?
Heldur betur. Þetta þóttu svo
mikilvægar upplýsingar aö ekki
þótti annaö viö hæfi en aö senda
sjálfan yfirmann Sovétdeildar
leyniþjónustunnar á staöinn,
Harold „Kim” Philby! Honum
tókst aö tefja timann sem Bretar
höföu til aö svara tilboöi Volkovs
og þegar hann komst loks til
Istanbul var fresturinn næstum
útrunninn. En þá var Volkov líka
horfinn. Hiö eina sem benti til
þess hvaö oröiö haföi af þessum
tilvonandi flóttamanni var mjög
óvænt lending sovéskrar flug-
vélar á Istanbul-velli. BIll kom á
fleygiferb aö henni þegar hún var
rétt lent, einhverju sem líktist
manni á sjúkrabörum var snim-
hendis varpaö upp I vélina sem
undireins fór aftur I loftiö...
Ekki löngu seinna fékk Philby
nýtt verkefni. Hann var sendur til
Tyrklands og geröur aö yfir-
manni SIS þar I landi. Þar fékk
hann slna fyrstu reynslu (þ.e.a.s.
frá bresku sjónarmiöi) af sjálfum
orrustuvellinum, Bretar kalla
þetta aö starfa „in the field”. Þó
hann hafi þar meö látiö af störf-
um sem yfirmaöur Sovétdeildar-
innar er ekki hægt aö skoöa þetta
verkefni sem stööulækkun. Þvert
á móti mætti segja aö yfirmönn-
um Philbys hafi þótt nauösynlegt
aö hann öölaöist reynslu „in the
field” áöur en hann tæki viö
hinum nýju og mikilvægari
trúnaöarstörfum fyrir leyniþjón-
ustuna sem honum voru ætluö.
Ýmislegt er á huidu um þaö hvaö
Philby tók sér fyrir hendur árin
sem hann dvaldist I Istanbul.
Hann mun hafa unnib aö þvi m.a.
aö reyna aö smygla armenskum
þjóöernissinnum og útlögum inni
Sovétrlkin til aö njósna fyrir
Breta. Vart þarf aö spyrjá aö þvl
ab þær tilraunir mistókust allar.
Svo var þaö 1949 aö Philby var
sendur til Washington... (3ja og
siöasta greinin um njósnarana
frá Cambridge veröur I næsta
Helgarblaöi. Þar veröur fjallaö
um blómatíma Philbys, fall Mac-
lean og flótta þeirra Burgess,
uppljóstranir Blunts og loks lok
njósnaferils Kim Philbys).
Samantekt: —IJ.
þeirra fyrir Sovétríkin 2. hluti
Harold
„Kim”
Philby: Eft-
ir m j ög
skjótan
frama innan
bresku
1 e y n i -
þjónustunn-
a r v a r
Philby ógn-
aö er flótta-
maöur frá
Sovétrikjun-
um bauðst
til aö leysa
frá skjóö-
unni.
Philby, sem
var yfir-
maöur
Sovétdeildar
SIS, brá
skjótt viö...
wmmsm ^hSsEEíw ...
Guy Francis drykkjuskap
de Money slnum og
Burgess: galgopa-
Þessi hætti tókst
vandræöa- honum aö
gemlingur koma sér
átti alla tfö i nær hvar-
erfiöleikum vetna út úr
meö aö aö- húsi. En
lagast hann haföi
njósnahlut- si.i
verki sinu. sambönd...
Meö
Donald
Maclean;
Hæglátur
diplómatinn
sem virtist
stefna beint
á toppinn.
En þaö voru
blikur á lofti
og Maclean
sem var
veikgeöja og
fiókinn
persónu-
leiki, þoldi
ekki álagiö.
Hann var
alla tiö sjálf-
u m s é r
verstur.
Anthony
Blunt: A
striösár-
unum starf-
aöi hann
innan MI-5
en var um<
ieiö njósnari
fyrir Rússa
og nýjar
upplýsingar
telja hann
hafa gengt
i mjög mikil-
vægu hlut-
v e r k i I
njósna-
hringnum.
Skömmu
eftir striö
var hann
skipaður
listráöu-
nautur kon-
, ungshiröar-
innar.
■ ...1