Vísir - 12.07.1980, Qupperneq 8
8
VÍSIR
Laugardagur 12. júll 1980.
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davíö Guómundsson.
" Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elías Snæland Jónsson Fréttastióri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Frfða
Astvaldsdóttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir- Kristín
Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson.
Sæmundur Guóvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Gísl5 Sigur-
geirsson. Iþróttir: Gvlfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: B'-aqi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Afexandersson. útlit og hönnun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ólafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14 sími 86611 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8
símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611.
Askriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verö í lausasölu 250 krónur ein-
takiö. Vísirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Síöumúla 14.
HUGARFARSBREYTIHG ALÞÝflUBANDALAGSINS
Vakin er athygli á þeim breytingum sem oröiö hafa á afstööu Alþýöubandalagsins til
kjaramála og kaupkrafna. Þaö sætir tiöindum, ekki sfst fyrir launþega.
Enda þótt kjarasamningar eigi
langt í land og alls óvíst um enda-
lok þeirrar deilu, má draga eina
athyglisverða ályktun af gangi
mála og afstöðu manna til þeirra
krafna sem f ram eru settar. Þar
er átt við afstöðu Alþýðubanda-
lagsins.
I stað yfirboða og yfirlýsinga
hafa verkalýðsforingjar Alþýðu-
bandalagsins stillt öllum kröfum
sínum í hóf. í stað brýninga um
verkfallsaðgerðir eru mál látin
danka mánuðum saman. I stað
kröfuganga og æsingaskrifa er
hvatt til stillingar og ábyrgðar.
Þessa sér hvarvetna stað. I síð-
ustu viku var borin f ram tillaga í
miðstjórn Alþýðusambandsins af
Hermanni Guðmundssyni og
Óskari Vigfússyni, þess efnis, að
með hliðsjón af erfiðri stöðu í
samningamálum og ískyggileg-
um horfum í atvinnumálum,
verði þegar í stað kallaður saman
fundur allra formanna verka-
lýðsfélaganna í landinu. Tillagan
var samþykkt samhljóða, en þá
bregður svo við að Alþýðubanda-
lagsforystan í ASI stingur henni
undir stól, lætur hennar hvergi
getið, en hefur á orði að til slíks
fundar verði boðað einhverntím-
ann í september.
Að loknu löngu þófi, kveður
vinnuveitendasambandið upp úr
með það, að kröfur ASI um til-
högun verðbóta á laun, séu óað-
gengilegar meðöllu. Á venjulegu
máli þýðir þetta einfaldlega 'að
verkalýðshreyfingunnier sagt að
snauta neim og lesa sínar lexíur
betur. Viðbrögð verkalýðsfor-
ingja Alþýðubandalagsins voru
hvorki hósti né stuna. Þeir gengu
á fund ríkisstjórnarinnar og
klöguðu. Það var allt og sumt.
Samninganefnd BSRB gerir
ríkisstjórninni gagntilboð þegar
allt er komið í eindaga, og lækkar
kröf ur sínar úr 38% í 19%. Ragn-
ar Arnalds f jármálaráðherra tel-
ur ástæðu til að lýsa hneykslan
sinni opinberlega í bréfi og vísar
gagntilboðinu á bug. Alþýðu-
bandalagsforinginn lýsir yfir
því, að hærri grunnkaupshækkun
en 5% komi ekki til greina.
Hundruðum verka- og fisk-
vinnufólks um land allt er sagt
upp störfum, en í stað þess að
kynda undir og mála skrattann á
vegginn, birtir Þjóðviljinn
skýrslu félagsmálaráðuneytis-
ins, sem lýsir ánægju sinni með
atvinnuástandið.
Þessi dæmi sem og f jöldamörg
önnur sæta tíðindum. Alþýðu-
bandalagið hefur á undanförnum
áratugum útnefnt sjálft sig
verkalýðsflokk, og fremkvæmt
það hlutverk sitt meðæsingum og
fádæma lýðskrumi. Aldrei hefur
kjarakrafa verið sett fram á
Islandi, hversu vitlaus og óað-
gengileg, sem hún hefur verið,
öðruvisi en Þjóðviljinn hafi ekki
undir hana tekið hástöfum.
Aldrei hefur það verið viður-
kennt á bænum þeim, að kaup-
hækkanir geti haft hin minnstu
áhrif á verðbólgu, og ef ein-
hverra aðgerða hef ur verið þörf í
efnahagsmálum, þá hafa þær
ekki undir neinum kringumstæð-
um mátt bitna á grunnkaupi eða
verðbótum.
Þessi málflutningur hefur
reynstárangursríkur að því leyti,
að launþegar hafa trúað því, að
Alþýðubandalagið berðist fyrir
réttindum þeirra og hagsmunum.
Þær pólitísku æsingar, sem
Alþýðubandalagið hefur hvað
eftir annað efnt til, hafa haft
ómælt tjón í för með sér og oftar
en ekki komið í veg fyrir skyn-
samlegar niðurstöður í kjara-
samningum.
Nú kveður við annan tón. Nú
skal kröfum stillt í hóf og verk-
föllum frestað. Ábyrgir menn
fagna þessari hugarfarsbreyt-
ingu. Launþegar ættu ekki síður
að draga sinn lærdóm af þessum
viðbrögðum. Bréf Ragnars Arn-
alds til opinberra starfsmanna á
að kenna sem skyldufag í grunn-
skólum, til vitnis um ábyrga og
ráðsetta ráðherra.
r-------------------7
Þad vex berjalyng i
vid bæjardyrnar
Viö hjónin erum aö byggja
okkur sumarbústaö, viö erum
búin aö vera aö þvi siöan 1975 og
enn er margt ógert. Viö höfum
unniö þetta sjálf aö frátöldum
tveimur dagsverkum. Af-
gangurinn af tekjum okkar
hefur ráöiö þvi hvaö viö höfum
getaö gert þaö og þaö sumariö.
Á ég aö segja ykkur aö þetta
hafi veriö gaman? Þaö er þaö aö
vissu leyti eftir á, en á meöan
þaö versta stóö yfir fannst mér
ekki gaman og ykkur til viövör-
unar sem eruö komin yfir
fimmtugt og slitin af lúa ætla ég
aö segja ykkur eitthvaö af bygg-
ingarsögunni.
Viö byrjuöum fyrir alvöru i
sumarfrii 1975, þaö rigndi nærri
þvi alltaf. Viö lágum I tjaldi og
elduöum á einföldu gasi. Oft var
okkur hrollkalt en allt slampaö-
ist. Okkur gömlu og góöu ná-
grannar buöu okkur bæöi mat
og húsaskjól en viö vorum
þrjósk. Þetta var okkar fyrir-
tæki, viö uröum aö standa og
falla meö þvi. Ýmsir komu og
litu á framkvæmdirnar,
skemmtilegasta heimsóknin
var þegar Villa Haröar kom
meö hóp af rauösokkum. Þaö
var áöur en ég féll I ónáö hjá
þeim. Ég veit ekki af hverju,
kannski finnst þeim ég einhvers
konar Gvendur jaki. Jæja, viö
smíöuöum grindina þetta
sumar. Ég var alsæl þegar
sumarfriinu lauk. Næsta sumar
geröum viö fokhelt þá var þaö
sem viö fengum hjálpina viö aö
setja járniö á. Þriöja sumariö
var innréttaö. Ég vildi loft sem
minnti á baöstofu og viö klædd-
um meö panil, en ég var alveg
búin aö gleyma hvaö ég er loft-
hrædd. Ennþá gef ég tröppunni
sem ég varö aö klifra I illt auga.
Viö höfum ekkert rafmagn svo
viö létum birtuna ráöa hvenær
viö unnum.
Þó ég nöldraöi stundum var
þetta heilsusamlegt og gott lif,
og nú erum viö komin inn. Viö
eigum mikiö eftir en getum gert
þaö eftir hendinni. Nú getum viö
fariö og veriö hér fjarri öllum
skarkala, vaknaö viö þaö aö
steindepillinn sem á sitt bú hér I
grenndinni hefji söng fyrir sina
Helgarþankar
heittelskuöu. Labbaö út og
spjallaö viö mariuerluna sem
dillar sér á giröingarstaur,
hlustaö á lóu og spóa en veriö
laus viö gjall I sima og hávaöa I
sjdnvarpi. Og þegar sól er geng-
in I vestur er gott aö setjast út I
bæjardyrnar og hlusta og skima
I kringum sig. Og þar sem ég sit
séég aö þaö vex krækiberjalyng
viö bæjardyrnar hjá okkur.
Óöar er hugurinn floginn I yfir
fjörutiu ár aftur I tlmann, aust-
ur aö Steinsmýri I stóra
systkinahópinn, ég sé okkur I
anda fara ,,út I hraun” aö tlna
' krækiber. Alltaf vilja þau yngri
tr,r.n m r,f, t J r. rt V. o i, oR ,,ooo
dugleg, ekki skæla, ganga sjálf
og ekki heimta aö fara heim. Og
viö þau eldri trúöum þessari
yndislegu blekkingu þeirra.
Stundum vorum viö saman af
mörgum bæjum. 011 vorum viö
meö vatnsfötur. Þaö var enginn
vandi aö fylla vatnsfötu á svona
fimm timum þó berjatlnur
þekktust ekki.
Þegar á berjalandiö kom var
byrjaö aö skipuleggja, gott
berjasvæöi var valiö handa
þeim minnstU/þar áttu þau aö
vera og eta ber eins og þau
vildu. Einn eöa tveir miölungs- þegar ég hugsa um hvaö harö-
krakkar áttu aö gæta þeirra, hent ég var. Viö lækinn út viö
þaö var leiöinlegt verk, þaö túnfótinn var stansaö, þar voru
vissum viö, þvi þaö var sjálf- þvegnar af allar skælur og allir
sagt aö fylla þeirra Ilát fyrst. komusyngjandiheim. Allt þetta
Viö þau eldri máttum ekki tlna og margt annaö kemur upp I
upp I okkur fyrr en öllllát höföu huga minn þegar ég horfi á
veriö fyllt. Oft var freistandi aö berjalyngiö yiö bæjardyrnar. Ég
láta þaö vera. En æ,æ, alltaf fór vona aö þaö lifi áfram þvl minn-
þaö eins, þau yngstu uröu leiö og ingarnar sem þaö vekur eru
þreytt en uröu aö blöa. Loksins ljúfar og þaö sem þá virtist
var lagt af staö og litlu greyin erfitt er þaö ekki lengur, og svo
ultu um sjálf sig i ógreiöfæru fær ég kannski nokkur krækiber
hrauninu, þá varö aö taka þau a I sumar þarna viö dyrnar hjá
bakiö. Oft skammast ég mln mér.