Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 3
VtSIR Fimmtudagur 31. júll 1980. isporto vlll llðvelslu stjórnvaida vlð útflutning á saltflskl tll Portúgai „Gelum ekkl stlórnað málum I Portúgar - segír Tómas Árnason viðskiptaráðherra „Það berast fleiri hundruð tonn af fiskiá landsem Isporto ætlaði að kaupa og selja til Portúgals. Fiskurinn hleðst upp I frystihús- unum og nú er allt stopp”, sagði Jóhanna Tryggvadóttir Bjarna- son, stjórnarformaður Isþorto, sem hefur samið um sölu á fisk til Portúgals fyrir tæpa tíu milljarða króna til áramóta. Eins og komið hefur fram i fréttum, þá barst kæra til portúgalskra tollyfirvalda um að verið væri að smygla þorskflök- um, þegar fyrsta sending Isporto af þorskhausum barst þangað. Atvikið sem Jóhanna telur vera sviðsettan glæp, varö þess vald- andi að innflutningsleyfi fyrir- tækisins til Portúgals náði ekki fram að ganga. Jóhanna hefur fyrir hönd stjórnar Isporto sent vftskipta- ráðherra bréf, þar sem islensk stjórnvöld eru beðin um liöveislu til þess að fá innflutningsleyfið I gegn I Portúgal. „í dag mun ég ganga á fund Pálma Jónssonar, og annarra ráðherra og afhenda þeim bréf, sama efnis, þar sem viðskipta- ráðherra fékkst ekki til að taka þetta mál upp á ríkisstjórnar- fundi, er Visir ræddi við hana I gaer. Jóhanna segir að viðskiptaráö- herra hafi lagt fram tillögu á ráð- herrafundi EFTA i Stokkhólmi i vor, um að frelsi yrði aukið I fisk- verslun milli EFTA landa. „Tillaga min um að fiskverslun milliEFTA landa yrðu aukin, var samþykkt á þessum ráöherra- fundi”, sagði Tómas Arnason i samtali við Visi. Jóhanna sagði að rikisstjómin þyrfti ekki annað en að minna portúgölsk stjórnvöld á þessa samþykkt. Tómas var spurður hvort aö is- lensk stjórnvöld myndu veita Is- porto liðveislu. „Við getum ekki farið að stjóma málum í Portú- gal. Ef við óskum eftir að Isporto fái innflutningsleyfi, þá koma þeir til okkar og óska eftir aö fá innflutningsleyfi hér. Ef við munum fara að hlutast til um þeirra mál, geri ég ráð fyrir aö þeir muni fara að hlutast til um okkar”. Er hér um fhlutun að ræða? „Það er ihlutun ef við fömm að skipta okkur af þvi. Þetta er ekki þannig að við getum ruðst inn i önnur lönd og farið að stjórna þar, nema að eiga það á hættu að önnur lönd fari að stjórna hér”. Jóhanna sagöist vonast til þess að máliö yrði tekiö upp á næsta rikisstjórnarfundi. Hér væri um þjóðarhag að ræöa, þvi verðið sem Isporto samdi um er hærra en áðurhefur þekkst. ,,Þvi skyldu islensk stjórnvöld ekki vilja hjálpa islenskum fiskútflutningi þegar hann berst i bökkunum á öðrum mörkuðum”, sagði Jó- hanna. SÞ Hækkun á Pósti og síma: Stoíngjald síma fer í 78 Dúsund - að viðbættum söluskatti ingsgjald milli húsa á sama gjaldsvæði hækkar úr kr. 35.700 I kr. 39.000. Við gjöld þessi bætist söluskattur. Helstu breytingar á póst- buröargjöldum eru þær, að burðargjald fyrir almennt bréf 20 gr. innanlands og til Norðurlanda hækkar úr kr. 140 í kr. 150, til Evrópuúr kr. 160 i kr. 180 og fyrir bréf i flugpósti til landa utan Evrópu úr kr. 290 I kr. 320, gjald fyrir póstávísanir innanlands og til Norðurlanda hækkar úr kr. 320 I kr. 350. Póst- og simamálastofnunin hefur fengiö heimild til hækkunar póst- og simagjalda frá 1. ágúst 1980 um sem næst 9%. Helstu breytingar á simagjöld- um veröa sem hér segir: Stofngjald fyrir sima hækkar Ur kr. 71.400 i kr. 78.000 og simnot- andi greiöir fyrir talfæri og upp- setningu tækja. Gjald fyrir um- framskref hækkar Ur kr. 26,60 i kr. 29,00, afnotagjald af heimilis- sima á ársf jóröungi hækkar úr kr. 12.100 ikr. 13.200, venjulegt flutn- Kvöldið helgað Osvaldi „Opið hús” Norræna hússins i kvöld, verður helgað Osvaldi Knudsen. Sýndar veröa nokkrar- kvikmyndir hans, þ.á.m. „Horn- strandir”, „Eldur i Heimaey”, sem báðar hafa fengið alþjóð- legar viðurkenningar. Þá verða einnig sýndar „Þórsmörk” og „Voriö er komið”. Erlendur texti veröur með báöum fyrrnefndu myndunum. Kaffistofa og bókasafn hússins eru opin I kvöld og má geta þess, aö nýlokiö er við innrömmun fjölda graflkmynda, sem má fá að láni I listlánadeild hússins. Aðgangur aö „Opnu húsi” er ókeypis. Ms KAVAKAR írskir trefjaplast-kayakar SPRU « Single Combi Kayak SPRITE Rough Water Combi Kayak TS5 Ceneral Purpose/Combi Kayak Minnum a: Windsurfer Lengd: 400 cm Breidd: 61 cm : Þýngd: 12.7 kg. Verð kr. 296.000.- i • Lengd: 420 cm Breidd: 61 cm Þyngd: 13 kg. Verð kr. 330.000.- Lengd: 400 cm Breidd: 61 cm Verð kr. 330.000.- I Útil líf i G ilæsibæ - S:82922 o Farangursgrindur margar gerðir D D D D D D D D D Ml JICLpJZL SD D D D D D D D D D Bílavörubúðin Skeifunni 2 FJÖÐRIN 82944 Púströraverkstæói 83466 0HITAGHI TACHI 0HITACHI i TRK-5404 E Radío-Recorder Verð kr. 112.000.- TRK-7300E Stereo-Radlo-Recorder Verð kr. 195.000.- Mikið úrvai af ferðaviðtækjum TRK-8180 E Stereo-Radio-Recorder Verð kr. 351.000.- Vilberg & Þorsteinn Laugavegi 80 símar10259-12622

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.