Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 8
VISIR Fimmtudagur 31. júll 1980. utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson. ‘Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréftastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Póll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guóvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: GIsli Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Kristfánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Atexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ólafsson. Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 8óóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Áskriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verð t lausasölu 250 krónur ein- *akið. Visirer prentaðuri Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. TREYST I GUB 0G LUKKUNA? Akafi rikisstjórnarinnar um samninga er skiljanlegur ef hún þykist geta bjargaó and- litinu i skamman tlma, ef gert er út á guö og lukkuna Þaðer öllum Ijóst, að óvissan í kjaramálunum hefur valdið rikisstjórninni áhyggjum. Kemur þar hvorutveggja til, að erfitt er að grípa til aðgerða í efnahags- málum, þegar allir endar eru lausir varðandi kjör og kaup- gjald, og svo hitt, að það er meiriháttar pólitískur hnekkir, fyrir ríkisstjórn sem telur sig myndaða til að verja hagsmuni launþega, að launþegahreyf ingin standi uppi kjarasamningslaus svo mánuðum skiptir. Vandamál ríkisstjórnarinnar hefur hinsvegar verið í því fólg- ið, að hún hefur gefið út yfirlýs- ingar um, að ekki væri grundvöll- ur til almennra grunnkaups- hækkana. Þessar yfirlýsingar hafa vinnuveitendur að sjálf- sögðu gripið feginsamlega á lofti. Þeir hafa þannig stillt sér þétt upp að hlið ríkisstjórnarinn- ar, og skapað sér sterka vígstöðu gagnvart viðsemjendum sínum. Ráðherrar hafa ekki getað knúð á, eða hvatt til samninga í þeim anda, sem kröfur sumra verkalýðsfélaganna hafa gengið út á. Verkalýðshreyf ingin hefur aftur á móti ekki haft byr til verkfallsaðgerða, og sennilega ekki talið það sérlega æskilegt út frá pólitísku sjónarmiði. Leiðin út úr þessum ógöngum var Vinnumálasamband sam- vinnufélaga. Fyrir þrýsting frá Framsókn hefur Sambandið efnt til sjálfstæðra viðræðna og borið fram tillögur, sem opna út- gönguleið. Þær tillögur höfðu áð- ur verið taldar óaðgengilegar fyrir atvinnureksturinn, og eru þá hvorki SlS-verksmiðjur eða kaupfélög undanskilin. Ekki hef- ur í það minnsta heyrst áður að rekstrarstaða þeirra væri að neinu leyti betri en annarra fyr- irtækja. Gert er ráð fyrir að þær hug- myndir sem nú eru til umræðu, þýði 5 til 10% kauphækkun, þegar á heildina er litið. Hækkun verði hlutfallslega hærri á lægstu laun en f ullar verðbætur greiddar upp launastigann. Enn er óvíst um úrslit í þessum viðræðum, en svo mikið kapp leggur ríkisstjórnin á að endar náist saman, að hún hef ur gert út sérlegan fulltrúa af sinni hálfu til að sitja samningafundi. Ætl- unin er að hann kasti út björgun- arhringnum ef siglt er í strand. Enginn getur haft á móti því, aðsamningar takist. Þaðer einn- ig góðs viti, ef sérstaklega verður tekið tillittil hinna lægst launuðu. Annarskonar samningar væru óverjandi hneyksli. Hinu mega menn þó ekki gleyma, að samninga á ekki að gera samninganna vegna. Það er skammgóður vermir fyrir laun- þega, að samið sé um launa- hækkanir, sem eyðast og brenna jafnóðum uppá verðbólgubálinu. Á það hef ur margoft verið bent hér í blaðinu. Ákafi ríkisstjórnarinnar um samninga er skiljanlegur ef hún þykist geta bjargað andlitinu i skamman tíma. Hann er einnig skiljanlegur ef áfram á að stjórna þessu landi frá einum mánuði til annars; ef gert er út á guð og lukkuna. Það er ekki ætlunin að ríkis- stjórnir séu myndaðar fyrir sjálfar sig heldur þjóðina, sem þær eiga að stjórna. Ekki skal fyrirfram gert lítið úr þeirri viðleitni sem uppi er höfð til samningagerðar. Samningar verða ekki dæmdir fyrr en þeir eru komnir á pappír- inn. Við skulum vona að nýir sól- stöðusamningar séu ekki í upp- siglingu, því þá er vissulega treyst á Guð og lukkuna, þá er ekki samið f yrir launafólk heldur gegn því. Þá magnast glund- roðinn. r I Oöru hverju upphefst mikil umræöa i fjölmiölum og manna meöal um fjármagn þaö, sem variö er til menningarmála. Raunar snýst þessi umræða ekki fyrst og fremst um það hve miklu fjármagni viö verjum til þeirra, né heldur um hvernig þvi er variö, hún snýst oftast um til hvaða einstaklinga féö fer. Blandast flokkapólitik þá oft i umræöurnar og þeir, sem iön- astir hafa veriö viö að kria út peninga frá opinberum aöilum „Nú er ég i hópi þeirra, sem hundleiðist sinfóníu- tónleikar og flýti mér sem mest ég má að slökkva á útvarpi, þegar sá f jandi byrjar. En ég er gallharður stuðnings- maður þess að við rekum myndarlega sinfóníu- hljómsveit", segir Magnús Bjarnfreðsson meðal annars í grein sinni. ■ reka upp skaöræðisvein yfir þvi ■ að nöfn þeirra eru dregin i um- ræðuna. I þessum umræðum ■ kemur býsna oft i ljós aö nokkur hópur einstakiinga, sem teljast “ til listamanna, er allvel settur með opinbera fyrirgreiðslu. | Veitir þeim sumum vissulega « ekki af, þvi almenningur kann ÉR MÉNNING ðMRFÍ? i ekki alltaf aö meta list þeirra.1 Eroftekkif fljótu bragði auðséö samhengi milli vinsælda sumra listamanna meðal sjóðastjórn- enda og meðal alþýðu manna. Nú er þessi umræða i sjálfu sér ósköp meinlaus og fullkom- lega réttmæt. Auövitað á þaö ekki aö vera neitt leyndarmál hvaða listamenn þjóöin heldur sæmilega. Þeir listamenn sem njóta lýðhylli kippa sér heldur ekki að ráði upp við það þótt i ljós komi opinberlega hvaða fé þeir fá frá opinberum aðilum, en ekki er mér grunlaust um að einstaka úr hinum hópnum skammist sin obboð litið, þegar upplýsingarnar eru birtar. Rangar ályktanir? Einn galla hefur þessi um- ræða þó, eins og hún venjulega fer fram. Fjöldi fólks dregur þá ályktun af nokkrum háum töl- um, að við verjum miklu fjár- magni til menningarmála. Sú er þóallsekkirauniná.að minnsta kosti hvað flestar listgreinar varðar. Af sumum listgreinum hagnast rikið beinlinis, þvi ang- ar rikisskattheimtunnar eru langir og ekkert skot er óhult fyrir þeim. Ég hygg að sá hugsunarháttur sé ótrúlega almennur, bæði hjá alþýðu manna og ráðamönnum þjóðfélagsins, að peningar fari til menningarmála af illri nauð- syn. Menn þora ekki almenni- iega að skera þá niður af ótta við það að verða taldir menn- ingarfjandsamlegir, sem ekki þykir gott til afspurnar hjá þessari óskaplegu gáfuþjóð. Afgangar. Þegar opinberu fjármagni er skipt eru margir um hituna. Ótal sterkir hagsmunaaðilar þrýsta á, atvinnuvegir, byggða- lög, fjöldahreyfingar. Hræddur er ég um að þeir sem fjármagn- inu skipta hafi oft á tiðum meiri áhuga á því að friða þessa vold- ugu þrýstihópa, sem svo eru nefndir nú, heldur en veita þvi til menningarmála. „Égheld aö það sé staðreynd að það eru af- gangar, er til þeirra fara yfir- leitt, þegar búið er að klipa eins mikið og unnt er, utan af þvi fjármagni sem til annarra málaflokka fer. Þá sjaldan að myndarlega er af stað farið ætla ráðamenn að springa af monti og telja sig heldur betur hafa skráð nafn sitt á spjöld sögunn- ar. Glöggt dæmi um þetta er bygging þjóðarbókhlöðunnar, sem smám saman færist upp úr Melunum, áratugum eftir að þurft hefði að leysa úr hús- næðismálum Landsbókasafns- ins. Annað og verra dæmi er byggingarsaga Rikisútvarps- ins, sem er bannað að byggja þótt lóð og peningar séu fyrir hendi. Framkoma nokkurra siö- ustu rikisstjórna i garð rikisút- varpsins er slikt reginhneyksli að best er að fara ekki fleiri orð- um um að sinni. Feluleikurinn. Stundum er svo farið i felu- leik. Þá er beinlinis reynt að fela framlög til menningarmála i von um að fólk átti sig siður á þeim og sjái enga eina stóra tölu. Glöggt dæmi um þetta er áralangur barningur sumra stjórnmálamanna við að koma rekstri sinfóniuhljómsveitar yf- ir á sveitarfélög að hluta til. Hamingjan má vita hvaða aðil- ar raunverulega „reka” sinfóniuhljómsveitina i dag. Allt kemur fjármagnið auðvitað úr vasa skattborgaranna á einn eða annan hátt, en þetta er falið á ýmsa vegu, t.d. með greiðsl- um útvarps og þjóðleikhúss. Nú á enn að auka fjölbreytni í felu- leiknum. Þá getur enginn venjulegur skattborgari lengur gert sér grein fyrir þvi hvað fyrirtækið kostar! Nú er ég i hópi þeirra, sem hundleiðast sinfóniutónleikar og flýti mér sem mest ég má að slökkva á útvarpi, þegar sá fjandi byrjar þar. Þennan smekk minn vil ég fá að hafa i friði en á sam hátt virði ég smekk þeirra sem slikrar tón- listar vilja njóta, og ég er gall- harður stuðningsmaður þess að við rekum myndarlega sinfóniuhljómsveit. Það eigum viðað gera fyrir opnum tjöldum og veita til hennar þvi fjár- magni sem til þarf. Við skulum gera okkur grein fyrir þvi hvað sinfóniuhljómsveit hefur mikil áhrif á allt tónlistarlif i landinu, og við þurfum ekkert að sjá eftir peningunum sem til hennar fara. Breytt viðhorf. Við þurfum að breyta viðhorf- um sjálfra okkar og ráðamanna til menningarmála. Við eigúm að hætta að lita á framlög tii þeirra sem illa nauðsyn og við eigum að meta þau til jafns við aðrar lifsnauðsynjar jafnvel setja þau i fremstu röð. Við eig- um að hætta að vera i feluleik þvi hann býður heim alls kyns tortryggni og hugsanlega einnig óstjórn. Við skulum gera okkur grein fyrir þvi að við stefnum inn i nýja þjóðféiagsgerð i ná- inni framtið. Þar verður vinnu- timi miklu styttri en nú vegna nýrrar tækni og fritimi þar'af leiðandi meiri. Ein af forsend- um fyrir þvi að við getum siglt sæmilega lygnan sjó inn i þetta framtiðarþjóðféiag er að haldið sé uppi blómlegri menningar- starfsemi svo fristundir veröi b fólkinu til blessunar en ekki p

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.