Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Fimmtudagur 31. júll 1980. HÓTEL VARÐDORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi- Verð frá kr. 10.550-17.500. Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. Reykjoyík - Árnes - Þjórsárdolur Ferðir um verslunarmannQhelginQ 1980: Föstudaginn 1. ágúst, frá Reykjavík, BSÍ, kl. 13.00, kl. 18.30, kl. 20.30. Frá Selfossi, kl. 13.45, kl. 19.30, kl. 21.30. Ferð til Selfoss og Reykjavíkur að dansleik loknum verður frá Árnesi kl. 02.15. Laugardagur 2. ágúst, frá Reykjavik, BSi, kl. 11.00, kl. 14.00, kl. 21.00. Frá Selfossi kl. 12.00, kl. 15.00, kl. 22.00. Ferð til Selfoss og Reykjavíkur að dansleik loknum verður frá Árnesi kl. 02.15. Sunnudagur 3. ágúst, frá Reykjavik, BSI, kl. 21.00. Frá Selfossi, kl. 22.00. Ferð til Selfoss og Reykjavíkur að dansleik loknum verður frá Árnesi kl. 02.15. Ferðir frá tialdstæðum í Þjórsárdal í Árnes laugardaginn 2. ágúst kl. 13.30, v/fjölskyldu- skemmtunar. Sama dag kl. 21.00, vegna dansleiks. Sunnudag 3. ágúst kl. 21.00 vegna dansleiks. Farið verður til baka frá Árnesi að tjaldstæð- um, að skemmtunum og dansleikjum loknum. Upplýsingof gefur DSÍ, simi 22300 LAKDLEIDIR LAUSSTAÐA Lektorsstaöa i sagnfræöi i heimspekideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmlöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 22. ágúst nk. Menntamálaráöuneytiö 22. júli 1980. Blaðburðarfólk óskast: SKJÓLIN ^ SOGAVEGUR Granaskjól Háagerði Kaplaskjólsvegur Hlíðargerði Faxaskjól Langagerði Billy Carter meö opinberum fulltrúa Libýu, Ahmed Al-Shanhati. 9 Bróðir Jimmy Carters forseta, sá frægi Billy, er enn á ný kominn i klipu, og hana af alvarlegra taginu. Það eru breyttir timar frá þvi, að Billy rak ben- sinafgreiðslu sina i Plains i Georgiu og bauð kunningjum upp á bjór i bakherbergi, ef þeir litu við hjá honum. Þegar Jimmy varö forseti, tók Billy viö stjórn hnetufyrir- tækis fjölskyldunnar, uns halla fór undan fæti hjá fyrirtækinu. Hann notaöi sér frægö Carter-nafnsins til þess að aug- lýsa bjór, og reyndi að sigla á sömu frægöinni inn i leikara- heiminn meö smáhlutverki i sjónvarpsþætti. Aldrei varö hannþófrægur af eigin verkum, nema þvi aö bjórþambiö væri honum áfengisböl, sem hann svo fyrir hálfu ári leitaöi sér lækninga viö. Og svo hinu hversu ógætilega hann hagaði- oröum sinum i heyranda hljóöi, sem oft hleypti roöa i kinnar bróöur hans i Hvita húsinu. Nú sætir hann rannsókn þing- nefndar, eftir aö opinbert varð, hvaöa efnahagslegan ávinning hann haföi reynt að hafa af erlendu riki vegna skyldleika sins viö æösta mann bandarisku þjóðarinnar. Það mál sækir að Jimmy, þegar verst gegnir. t hönd fer landsþing demókrata i næsta mánuöi, þar sem Jimmy á visa útnefningu. Siöan hefst kosn- ingabaráttan viö Ronald Reag- an og repúblikana, sem einskis gætu óskaö sér frekar, en fá ein- hvern tima sitt Watergate-tak á demókrötum og forseta þeirra. Aö visu verður ,,Billy-gate” aldrei jafnaö til Water- gate-málsins, og enginn trúir þvi fyrir alvöru, aö Jimmy Carter hafi látib litla bróöur hafa mikil áhrif á stjórnsýsluna. Enn sem komiö er, hafa menn heldur ekki sannfærst um, ab Jimmy hafi beitt aöstööu sinni til þess að stööva refsivönd lag- anna á lofti yfir Billy. Hitt sýnist mönnum, að miklu fremur sé Jimmy kominn i þennan bobba fyrir klaufaskap starfsmanna sinna og ráðherra. Þeir hafa ekki gætt sin nægilega aö halda Billy fjarri Hvita húsinu, eftir aö hann fór aö sjást i slagtogi meb Libýumönnum. Það er auðvitað langt siðan, að eftir þvi var tekiö, hve ýmsir fulltrúar Libýu reyndu að viöra sig upp viö Billy. Engum blandaöist hugur um, aö þaö væri einungis fyrir skyldleika hans við húsbóndann i Hvita húsinu. Meira ab segja Billy sjálfur viöurkenndi það opin- berlega, aö sér heföi verib þaö ljóst. Samt þáöi hann ferðaboð til Libýu, ýmsar dýrar gjafir, og eins og nú er i ljós komið einnig peninga,,lán” upp á kvart milljón dollara næstum. — Um hrið gekkst Billy svo upp i þessum nýja vinskap sin- um viö austurlandabúana, að hann stráði um sig alls konar yfirlýsingum. Sumar voru fjandsamar gyöingum og tsraelsmönnum, sem ekki þykir beinlinis heppilegt frama stjórnmálamanna eins og bróöur hans, þegar gyöingar eru jafn voldugir i Bandarikj- unum og raun ber vitni um. Aðrar voru óheppilegar á tima, þegar heimurinn stóð á öndinni vegna moröa á ýmsum útlögum frá Libýu, andstæöingum Gadd- angra mig einmitt núna, Billy.... afis offursta, hér og þar i Evrópu. Þótti vist af ræöum og yfirlýsingum Gaddafis, að þessi óhæfuverk væru unnin aö hans fyrirskipan. Bandarikjastjórn visaöi meira að segja úr landi nokkrum starfsmönnum sendi- ráðs Libýu, vegna gruns um samsæri þeirra til höfuös útlög- um, sem leitaö höfðu hælis i USA. I -gildi i USA eru lög, sem skylda þá, er ganga erindi erlends rikis, til þess aö skrá sig sem slika hjá hinu opinbera. Liggja þung viðurlög viö. Lengi framan af og raunar enn vildi Billy ekki viðurkenna sig slikan, og leib svo rúmt ár, að yfir- valdiö lét þaö viögangast. Loks varð uppvist, aö Billy heföi þegiö mikla fúlgu peninga af Libýumönnum, og þótti þá ekki lengur sæmandi aö geyma máliö i skrifborðsskúffunni. Sjálfur segir Billy, að hann liti á greiösluna sem lán. Vitað er, að Brzezinsky, öryggismálaráðherra, notaði Billy sem milligöngumann við að koma á fundi með sendiráðs- ritara Libýu i Washington. Finnst mönnum sú staðreynd, eftir að uppvis varð, stangast illa á viö þá yfirlýsingu Jimmy Carters, að Billy hefði ekkert nálægt stjórnsýslunni komið, eöa embættismönnum hans. Sömuleiöis kemur það mönnum einkennilega fyrir sjónir, að fyrir boðsferð Billys til Libýu voru tveir sérfræðingar CIA i Libýumálefnum settir til þess aö uppfræða hann og undirbúa fyrir feröalagiö. Jimmy Carter hefur séð sinn kost vænstan að lýsa þvi yfir, að hvorki hann né neinn embættis- manna hans hafi reynt að hlifa Billy viö afskiptum dómsvalds- ins, eða bregða fæti fyrir rétt- visina. Þó er vitað, aö Billy — þegar hann fann að sér hert aö tilkynna sig á skrá þess opin- bera sem erindreka erlends rikis — leitaði ráða hjá Brzez- insky, Sá setti hann i samband við Lloyd Cutler, sem er lög- fræðilegur ráðunautur Hvita hússins. Cutler visaði aftur Billy á lögfræbifyrirtæki þaö i Was- hington, sem annaðist mál Hamilton Jordan, starfsmanna- stjóra Jimmys, þegar Jordan var sakaður um kókainneyslu Spurningin, sem rannsóknar- nefnd þingsins reynir m.a. að fá svarað, er sú, hvort Billy hafi brugöið svona fljótt viö að ná sér i réttargæslumann, vegna þess aö honum hafi borist fréttir frá Hvita húsinu um, að réttvis- in ætlaði að þjarma aö honum. Og hvort þaö hafi verið vegna skyldleikans viö forsetann, að hann var ekki sóttur til saka fyrir að trassa slikt, heldur sættist dómsvaldiö á, að láta málið niöur falla, ef Billy bætti ráð sitt og skráöi sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.