Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 7
VÍSIR Fimmtudagur 31. júlí 1980. Körfuknattleíkur: Létl hjá .Júkkum’ Þaö fer vist ekki á milli máli að Júgóslavar eru sterkasta körfuknattleiks- þjóö Evrópu i dag, þaö sýndu þeir meö þvl aö fara I gegn um alla keppni Oiympiuleikanna taplausir. I úrslitaleiknum i gær léku þeir gegn Itölum sem náöu sinum besta leik i keppninni og leiddu i hálfleik meö fimm stiga mun. En Júgóslavarnir sneru dæminu snariega viö i siöari hálfleik, komust yfir og innbyrtu sigur 86:77. gk-. stangarstökk: Kozaklewlcz náði aítur f metið Þrlr Frakkar, með heims- meistarann Philippe Houvion i fararbroddi, voru taldir lfklegir til aö hiröa öll verölaunin i úrslitum stangarstökkskeppninnar á Olympiuleikunum, sem fram fóru i gær. Svo fór þó, aö enginn þeirra hampaöi gullinu i ieikslok, heldur Pólverjinn Wladysiaw Kozakiewicz, sem gerði sér lltiö fyrir og vippaöi sér yfir 5.78 sem er nýtt heimsmet og að sjálf- sögöu um leiö ólympíumet. Þar með hafði hann endur- heimt heimsmet sitt úr höndum Frakkans, en Frakkarnir þoldu ekki álagið og höfnuöu i 4., 5. og 7. sæti. Sundknattieíkur: Sovéskur sigur Sovétmenn urðu sigurveg- ar i sundknattleikskeppni Ólympíuleikanna, og var þaö nokkur sárabót fyrir þá eftir slæmt gengi I öörum bolta- iþróttum á leikunum. Þeir léku til úrslita gegn Júgóslövum og tókst aö merja nauman sigur 8:7. 1 þriöja sæti uröu Ungverjai; j^og Hollendingar fjóröu. gk-. j| Halldór Guðbjörnsson: Sá pólski háll sem áll Halldór Guðbjörnsson, skdsmiö- urinn knái úr JUdófélagi Reykja- vikur, hreppti 8.-15. sætið i jUdó- keppni Olympiuleikanna eftir geysiharöa glimu viö pólskan keppinaut. I fyrstu glimu virtist Halldór ekki eiga í miklum erfiöleikum meö keppinaut sinn, og átti viö þann pólska i annarri umferö. Hann rey ndist háll sem áll I hönd- um Halldórs, sem glimdi mjög vel og þegar minnst varði tókst þeim pólska aö koma bragöi á Halldór og var þar með kominn með stig, sem gáfu honum sigur- inn. JUdómenn okkar mega mjög vel viö sinn árangur á Ólympiu- leikunum una, þeir stóöu sig best islensku keppendanna, þótt reyndar sé erfitt aö leggja þannig dóm á, og er enginn vafi á, að þeir erufullboölegir i júdómót hvenær sem er og hvar sem er i heiminum i dag. gk-. Jón Diðriksson: Nokkuð langt frá sínu besta „Það gekk ekki vel hjá milli- vegalengdarhlaupara okkar, hon- um Jóni Diörikssyni, er hann keppti i undanrásum 1500 metra hlaupsins á Ólýmpiuleikunum I Moskvu i gær. Fjórir bestu menn úr hverjum riðli forkeppninnar komust áfram i milliriöla og miklar vonir voru bundnar viö Jón i þessu hlaupi. En hann átti erfitt uppdráttar og varö aö gera sér aö góðu timann 3.44.4 min. sem er langt frá hans besta. Hinsvegar má geta þess, að timi Jóns heföi nægt honum til sigurs i einum af riölunum sem keppt var I og lenti hann i sama vandamálinu og Oddur Sigurös- son, aö hafna i einum allra sterk- asta riölinum i forkeppninni. En vist er að Jón getur mun betur og hann á eflaust eftir aö gera þaö fljótlega og þá væntanlega undir minni pressu og viö „eölileg” skilyröi. gk-. Halldór Guöbjörnsson stóö sig vel i Moskvu I gær, lagði einn, en sá ekki viö Pólverjanum „hála”. VONBRIGÐI MED OKKAR I KULUVARPINU „Þetta var eins og maöur gat reiknaö meö”, sagöi Hreinn Hall- dórsson, eftir aö hann haföi keppt i úrslitum kúluvarpskeppninnar á Ólympiuleikunum i Moskvu I gær ásamt Óskari Jakobssyni. Þeir félagar höfnuöu i 10. og 11. sæti af 12 keppendum, Hreinn meö 19,55 metra og Óskar með 19,07 metra. — Ert þú ánægöur meö þennan árangur? spuröum viö Hrein. „Auövitaö er maöur aldrei ánægöur, en formiö var ekki betra, þegar á hólminn var kom- ið” — Var þá æfingaáætlunin ekki rétt eöa spiluöu meiðsli þau, sem þú hefur átt viö aö striöa, þarna inn i? „Ég er oröinn alveg góöur af meiöslunum, en þaö er erfitt aö gera langtimaáætlanir, þegar meiösli eru fyrir hendi og þetta verður þá meira tilviljunum háö. Hinsvegar vorum viö óskar heppnir aö þessu sinni”. — Þess má geta aö Hreinn á best 20,54 metra á þessu ári i kúluvarpinu og sá árangur heföi gefiö honum 5. sætiö I keppninni i gær. Sigurvegari i kúluvarpinu var Sovétmaöurinn Valdimir Kiselyov sem kastaði 21,35 metra, annar varö landi hans Alexsandr Baryshnikov með 21,08 metra og þriöji A-Þjóöverjinn Udo Bayer meö 21,06 metra eöa þremur sm styttra en Islandsmet Hreins Halldórssonar. gk—. _ Handknattlelkur: URSLITIN I FRAMLENGINGU Það fór eins og Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrum landliös- þjálfari i handknattleik haföi spáð, aö það urðu A-Þjóöverjar sem urðu olympiumeistarar i handknattleik. Þeir léku til úrslita gegn Sovét- mönnum, sem höfðu titil aö verja, og i æsispennandi leik tókst þeim þýsku aö sigra 23:22. 1 hálfleik var staðan 10:10 og jafnt var aö venjulegum leiktima loknum 20:20. Þá var framlengt og þaö nægöi þeim þýsku til að innbyröa sigurinn. Þeir skoruðu Fyrlrllðlnn í leikbann Þóröur Hallgrimsson, fyrirliöi IBV, var i' gær dæmdur í þriggja leikja bann á fundi aganefndar. Þóröur veröur þvi ekki meö á móti Akurnesingum i kvöld, og hann missir einnig úr leikina á móti Þrótti og Breiðabliki í 4-liöa úrslitum bikarkeppninnar. Eins og kunnugt er, þá var Þórður rekinn af velli I leiknum á móti Keflavlk I bikarkeppninni og auk þess var hann búinn aö fá 15 refsistig, og var þvl dæmdur I bann i þrjá leiki. Eflaust veikir þetta liö IBV, en þeir Eyjarfienn eru nú þekktir fyrir annaö en aö gefast upp, þótt eitthvaö bjáti á. —röp. 3:2 i framlengingunni. I leiknum um bronsiö léku Rúmenar og Ungverjar og unnu Rúmenar nauman sigur 20:18. gk-. Lyftlngar: Ný stjarna í stað Alekseyev Einu sinni var hann hetja og var dýrkaöur af löndum slnum. 1 gær var hann „piptur” út af keppnispallinum. Það er kraftajötunninn og lyftingakappinn frægi Vasily Alexeyev, sem á i hlut, sá marg- faldi heimsmeistari og ólympiu- meistari. Hann var i sviösljósinu I gær- kvöldi, er keppt var i yfirþunga- vigt lyftinganna og tókst aldrei aö lyfta byrjunarhæð sinni I snör- uninni sem var 180 kg. A meöan fór landi hans Sultan Rakhamanov upp meö 195 kg og setti nýtt heimsmet áöur en hann tryggöi sér sigurinn i samanlögöu meö 440 kg. Og ný stjarna er fædd. gk-. Galdrabrögð duga ekki” Vegna þeirra skrifa sem veriö hafa i blööum undanfariö um ástæður þess að ég hætti sem landsliðsþjálfarii handknattleik vil égkoma eftirfarandiathuga- semdum á framfæri. A fundi sem stjórn H.S.I. hélt með blaöamönnum, er mikiö gert Ur kaupkröfum minum. Staöreynd málsins er sú, að stjórn H.S.I. bauð mér 520.000 mánaðarlaun en ég haföi fallist á aö taka aö mér starfiö fyrir 710.000. Stjórn H.S.I. minnist ekkert á þá stefnubreytingu er virðist hafa oröið I málefnum karla-landsliös H.S.I. Nú virðist eiga aö ráöa þjálfara fyrir hvert landsliö fyrir sig en min skoöun er sú að sami maöur eigi að þjálfa öll karlalandsliöin eins og kveðið er á um i þeim 4 ára rammasamningi er ég geröi viö H.S.l. 1978. Fyrir þessi rúmlega 700.000 kr. laun heföi ég þjálfað öll karlalandsliöin þ.e.a.s. 18 ára, 21 árs og A-landsliö karla. Einnig sagöi ég stjórn H.S.I. aö égmyndi sjá um aö ráöa þá aö- stoöarmenn er þyrfti, H.S.I. aö kostnaöarlausu og greiöa þann kostnaö sjálfur sem af þvi hlýst. Þeim, sem finnst þetta mikiö kaup, vil ég benda á hvaöa starf er framundan. Aætlað er aö öll landsliöin leiki um 40 landsleiki og til samanburöar má benda á að 1. deildar lið leikur i mesta lagi 25-28 leiki á keppnistima- bili. Reikna má með aö sá er tekur aö sér þjálfun landsliösins þurfi aö vera 2-3 mánuöi á ári erlendis i keppnisferöum, nám- skeiöum ofl. I sambandi viö landsliöiö. I minum samningi viöH.S.l. var ekki gert ráö fyrir neinum dagpeningum. Meö þessu er ég aö undirstrika, aö þjálfun landsliöa Islands er mikiö starf og krefjandi. Ef tak- ast á aö ná settu marki duga engin galdrabrögð eöa tima- bundnar ráöstafanir. Þjálfunin þarf að vera markviss og skipu- lögö til margra ára og þaö er mln skoðun aö þaö dugar ekki aö lita á þjálfun landsliðanna sem einhverskonar „hobby” eöa aukastarf. Min viömiöun i launamálum er fyrst og fremst starfiö sjálft og þau laun útlendra þjálfara sem eru greidd á Islenskum þjálfaramarkaöi. Aö lokum vil ég segja þaö, aö ég hef engan hug á þvi aö eiga I útistöðum viöstjórn H.S.I. enég sætti mig ekki viö aö þetta mál sé túlkaö þannig, aö ég hafi verið meö ósæmilegar kröfur. Maður kemur i manns staö og ég óska væntanlegum landsliös- þjálfara og leikmönnum lands- liöanna alls hins besta á kom- andi keppnistimabili. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.