Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 13
Kunnugum ber saman um, aö Caroline Kennedy þyki voöa ieiöinlegt aö vera eilífur frétta- matur vegna ætternisins, en hins vegar sækist John bróöir hennar eftir aö vera sem mest i sviösljósinu. Nauöug eöa viljug, bæöi eru mynduö i bak og fyrir hvar sem til þeirra næst, og fylgir hér afrakstur nokkurra skota. John og Caroline slógu saman I afmælisveislu fyrir skömmu, þvi aö afmælisdaga þeirra ber upp um svipaö leyti, og var gill- iöhaldiö á finu diskóteki. Ætlun- in var, aö boöinu yröi haldiö leyndu fyrir blaöamönnum og ljósmyndurum, en tiöindin um þaö kvisaöist út fyrir þvi, og út- sendarar blaöanna létu sig ekki vanta. Geröu þeir fyrirsát viö útgöngudyrnar og létu smella þegar gestirnir yfirgáfu staö- inn. John varö bæöi reiöur og sár, — hefur veriö eitthvaö illa upplagöur þaö kvöld, — rauk á einn Ijósmyndarann og stofnaöi til slagsmála. Slagurinn endaöi i láréttri stööu, bæöi fyrir John og ljósmyndarann. Vinir John komu honum þá til hjálpar til aö hann fengi tóm til aö brölta á fætur, eins og sést á annarri myndinni. A hinni þreifa John og dansfélagi hans fyrir sér I af- mælisveislunni. SEGULBÖND ' usta '»'aQS‘nS e^00' osíani unv' G\et XS& VÍSIR Mánudagur 11. ágúst 1980. Carolinesetur einn fót fram fyr- ir annan á götu úti. Annars fæst hún viö ýmislegt annaö fjör- legra, enda er hún sögö vera fremur uppreisnargjörn ung stúlka. Hún neitar alfariö aö hlýöa boöum og bönnum Jackie móöur sinnar, og tekur iöulega þátt I mótmælaaögeröum, nú siöast gegn viöskiptum banda- riskra fyrirtækja viö rikisstjórn Suöur-Afriku. Nauöug eða viljug Caroline i fylgd meö rithöfundi, sem er lftt frægur, en á sér vist staö i einhverju skúmaskoti raunveruleikans fyrir þvi og heitir Tom Carney. Hann hefur skrifaö eina skáldsögu, og lauk nýlega viö gerö kvikmyndahandrits, en fáum sögum fer af þvi riti. Ekki fylgir goö- sögunni á hvaö þau Caroline og Tom stara svo opinmynnt og áhugasöm. Hins vegar liggur ljóst fyrir af hverju staraö er á þau á vegum úti. Sú fregn flýgur nefnilega fjöllunum hærra, aö gifting þeirra sé yfirvofandi á hverri stundu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.