Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 20
Mánudagur 11. ágúst 1980. ‘.'.Wkuiind er ekki en hún er virkjuð” Hver veröur næsta stórvirkjun, sem ráöist veröur i? Aö mati Orkustofnunar er ljóst, aö þaö veröur einhver áf eftirtöldum möguleikum: Blönduvirkjun Fljótsdalsvirkjun Tangavirkjun Búrfellsvirkjun II Miölunarvirki i Stórasjö i Tungnaá. Aörar virkjanir koma naumast til greina fyrst um sinn, ýmist vegna þess aö þær eru of dýrar, of litlar, eöa allt og störar. Aö mati Okrustofnunar, getur einungis ákvöröun um uppbyggingu orku- freks iönaöar, leitt til þess aö stærstu virkjanirnar, i Efri- Þjórsá og Jökulsá á Brii, komi til álita fyrir aldamót. Hver verður fyrir val- inu? Þetta eru valkostimir, en I hvaöa röö veröur ráöist i þessar virkjanir? Um þaö hefur ekki veriö tekin ákvöröun ennþá. Sú ákvöröun þarf þó aö liggja fyrir innan tiöar, ekki siöar en I vetur, þar sem þaö er mat Orkustofnun- ar, aö sú virkjun sem fyrir valinu veröur, þurfi aö vera komin i gagniö ekki siöar en 1986-90. Hvort þaö veröur 1986 eöa 1990 fer eftir því hvernig gengur aö koma Kröfluvirkjun i full afköst. t könnun sinni leitaöist Orku- stofnun viö aö finna hagkvæm- ustu leiöirnartil aö tryggja lands- mönnum næga raforku til alda- móta. Voru virkjunarkostir metnir, meö hliösjón af staösetn- ingu miöaö viö orkufrekustu svæöin og flutningskostnaöi. Timasetning var miöuö viö orku- spá. Viö gerö orkuspárinnar, var annars vegar miöaö viö þörf hins almenna markaöar, aö viöbætt- um þeim orkufreka iönaöi, sem þegar er i landinu eöa samiö hef- ur veriö um. Hins vegar var miö- aö viö báöa áöurnefnda þætti, aö viöbættum nýjum orkufrekum iönaöi, sem hæfi starfsemi á Grundartanga 1986, i Eyjafiröi 1988 og viö Reyöarfjörö 1990. Út frá þessu hafa virkjanirnar veriö metnar, miöaö viö mismunandi forsendur. Já, hvaöa virkjun veröur fyrir valinu? Þaö veröur höfuöverkur, sennilega núverandi rikisstjórnar og þess Alþingis er kemur saman ihaust, aötaka ákvöröun um þaö. Helst er rætt um Blönduvirkjun Fljótsdalsvirkjun og Tangavirkj- un, og sú fyrst nefnda af flestum talin álitlegust. Hætt er viö átökum í herbúöum rikisstjórnarinnar um þessa ákvaröanatöku. Hjörleifur Gutt- ormsson, iönaöarráöherra, mun hafa fullan hug á aö reisa sér póli- tiskan minnisvaröa meö Fljóts- dalsvirkjun. Pálmi Jónsson, landbúnaöarráöherra, er hins íréttaauki Gisli Sigurgeirsson, blaða- maður> skrifar um næstu stórvirkjun okkar islend- inga. Sérstaklega með til- liti til hugsanlegrar virkj- unar í Blöndu, sem af mörgum kunnáttumönnum er talinn álitlegasti virkj- unarkosturinn. ttte wat* iMt dHH HMt ftM ■■ BLONDUVIRKJUðf fv W*... : v l ;; if . .. .. x. '-X fV ' ' \ . an \ V * 4. ... V I: ■ í.! Jtfs. f) i- "J, ' A:‘~~ ■ . ■ ík . Hér hefur vatnsmiölunin viö Blöuduvirkjun veriö færð inn á kort. Aöalstiflan yröi noröur af Sandárhöföa og þar myndast uppistööulóniö. Síöan er vatniö tekiö stutta leiö inn I Þristiklu og þaöan áfram I Smala- tjörn. Þar er stlfia fyrir og vatniö leitt f skuröi i gegn um ás, en þaöan rennur þaö sjálfkrafa I Eystra- Friömundarvatn og þaöan um Fiskilæk i Gilsvatn. Frá Gilsvatni yröi svo skuröur út Stóradaisháls og ■ jarögöng þaöan út I Blöndudal aftur, einhvers staöar nærri Syöri-Löngumýri. auðlind fyrr vegar talsmaður Blönduvirkjun- ar, og Ragnar Arnalds, fjármála- ráöherra, flokksbróöir Hjörleifs er þingmaöur Noröurlandskjör- dæmis vestra eins og Pálmi. En þaö eru kritur i kjördæmi þeirra vegna virkjunarinnar, sem gætu oröiö til þess aö Norölendingar missi af strætisvagninum rétt einu sinni i orkumálum. Hvort þaö veröur Hjörleifi og Fljóts- dalsvirkjun til góös skal ósagt látiö, þar þyrfti þá aö koma til stóriöja á Austurlandi i leiöinni. Liklegra er aö Jóhannes Nordal og Landsvirkjun hafi vinninginn meö Tangavirkjun, enda hefur Jóhannes veriö skipaöur i sátta- nefnd i Blöndudeilunni. En þetta var núútúrdúr. Næstu aögeröir til aö undirbúa val á næstu stórvirkjun, eru aö mati Orkustofnunar þessar: 1. Leita aö gufu fyrir Kröflu- virkjun. 2. Rannsaka Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun. 3. Leysa Blöndudeiluna. 4. Endurskoða raforkuspá. 5. Móta stóriöjustefnu. Blanda talin álitlegasti virkjunarkosturinn En snúum okkur nú aö Blöndu- virkjun, og þeim kritum, sem um hana hafa staðið heima i héraði. 1 dag er Blönduvirkjun af flest- um talin hagkvæmasti virkjunar- kosturinn. Er þaö ekki sist vegna þess að hún er lengst komin i hönnun. Frumhönnun er lokiö og vettvangsrannsóknum i verk- hönnun einnig. Fljótsdalsvirkjun á lengra i land og einnig Tanga- virkjun. Ekki skemmir það heldur fyrir Blönduvirkjun, að samkvæmt stefnuskrá rikisstjórnarinnar, á aö reisa næstu virkjun á óeld- virku svæöi. Gunnar Thoroddsen, forsætisráöherra, mun einnig hafa lýst þvi yfir á meöan hann varorkuráðherra, aö næsta virkj- un á eftir Hrauneyjarfossvirkjun yröi á Noröurlandi vestra. Hagkvæmasta virkjunarstærö- in i Blöndu er talin vera 800 GW orkuvinnslugeta á ári. Þaö mun vera nálægt þvi aö samsvara 160 mw miöað viö svipaða orkunýt- ingu og er hjá orkuverum lands- ins. Virkjunin gerir ráð fyrir uppi- stööulóni, sem yrði um 56 ferkfló- metrar. Til samanburöar má geta þess aö Lögurinn er 53 fer- kilómetrar og Þingvallavatn 87. Þarna yrði aö stórum hluta um , gróiö beitiland að ræöa, sem færi undir vatn. Taliö er aö þaö sam- svari fóöurgildi fyrir 2.400 ær- gildi. í ærgildinu er 1 ær og 1.4 lamb. Þessu vilja bændur, sem beiti- land eiga, ekki una. Hins vegar virðist vera almennur áhugi fyrir virkjuninni meöal ráöamanna nyröra, allavega ef marka má umræöur á fundi um orkumál fjóröungsins, sem nýlega var haldinn á Akureyri. Er önnur Laxárdeila i uppsiglingu. Fer Blönduvirkjun forgöröum vegna ósamkomulags heima i héraöi? Geröar hafa verið athuganir^ meö aöra og minni miölunar-' möguleika. Þær leiöir hafa ekki þótt álitlegar, fyrst og fremst vegna aukins stofnkostnaöar eöa minni orkuvinnslugetu. Um leiö yröi virkjunin óhagkvæm i sam- anburöi viö aörar virkjanir. Hægt að bæta skaðann Bent hefur verið á, aö hægt sé aö græöa upp örfoka land, til aö bæta þaö beitiland, sem færi und- ir vatn. Um þetta segir í bréfi frá Rannsóknarstofnun landbúnaö- arins: „Full ástæöa er til aö ætla, aö slik ræktun myndi heppnast vel á Auökúluheiöi, og byggist þaö á niöurstööum tilrauna meö upp- græöslu örfoka lands, sem þar hafa veriö geröar i 5-600 m hæö. Svipaö land er fyrir hendi á Ey- vindarstaöarheiöi”. Kemurfram i bréfinu, aö rækta þurfi um 1250 ha til aö samsvara þvi fóöurgildi, sem færi undir vatn. Vötn sem virkjunin kemur til meö aö hafa áhrif á eru 3: Þri- stikla, Austara Friömundarvatn og Gilsvatn. Meöaldýpt þeirra siöamefndu er innan viö meter, en meöald. Þrístiklu er 5,5 m. Nokkur fiskur mun vera I þessum vötnum, en þau ofsetin. Fiskarnir eru of margir til að náttiiruleg myndun ætis geti tryggt eölileg- an vöxt þeirra. Meö virkjuninni má búast viö aö Austara-Friömundarvatn fyll- ist fljótlega af aur, þannig aö þar veröieinungis eftir farvegur fyrir 'aðrennsli til virkjunarinnar. Svif- aur I Blöndu mun án efa setja lif- riki I hinum vötnunum þröngar skoröur. Hins vegar hefur veriö bent á I skýrslugeröum, að viö virkjunina mun draga úr árstiöarsveiflum rennslis neðan virkjunar, auk þess sem vatniö veröur minna jökullitaö, þar sem framburöur mun aö hluta setjast til i lóninu. Hvorttveggja ætti aðhafa jákvæö áhrif á llfriki Blöndu neöan virkj- unar. Hvað segja oddvitamir? 6 hreppar eiga hagsmuna aö gæta vegna þeirra beitílanda, sem fara undir vatn. Það eru Torfulækjarhreppur, Svinavatns- hreppur og Blönduóshreppur, aö vestan á Auökúluheiöi. Austan Blöndu- eiga Bólstaöarhliöar- hreppur, Seiluhreppur og Lýt- ingsstaðahreppur I Skagafiröi hagsmuna aö gæta, en þeir eiga lönd á Eyvindarstaöarheiöi. „Ég held mér sé óhætt að full- yrða, aö langflestir landeigendur austan árinnar eru andvigir Blönduvirkjun, eins og hún er á pappirunum núna”, sagöi Jón Tryggvason, hreppsstjóri Ból- staðarhliðarhrepps, i samtali viö Visi. „Við teljum, aö það sé hægt aö fara aörar leiöir, án þess aö rýra árangurinn að nokkru marki. Virkjanir sem gera ráö fyrir jafnmikilli röskun á gróöur rikinu og hér er ráögert, þurfa meiri athugana við. Þaö liggur heldurekkert á, þar sem nægileg- ir virkjunarmöguleikar eru fyrir hendi i landinu”, sagöi Jón. Rætt hefur verið um i þessu sambandi, að hægt sé að græöa upp beitilönd, i stað þeirra sem fara undir vatn. Jón var spuröur um þaö atriöi. „Ég tel aö þetta sé ekki rétt”, svaraöiJón, „Þaösegir sigsjálft, að allt undirlendi heiöanna meö tilheyrandi gróðri, fer undirvatn. Tilbúinn gróöur i óliku landslagi geturekki komið I staðinn. Þeirri skoöun hefur lika vaxiö fylgi, aö villtur afréttargróöur sé nauö- synlegur fyrir sauökindina, þar sem hann setji sitt bragö i kjöt- ið”. Jón taldi menn nær einhuga I þessu máli austan árinnar, en sagöi skiptari skoöanir i' hreppun- um vestanár. Spiluöu þar inn i at- vinnuleg og fjárhagsleg sjónar- miö, ef að virkjuninni yröi. Fleiri meðmæltir virkj- uninni vestan ár Skiptari skoðanir um virkjun- ina vestan ár, sagöi Jón. Við slóg- um á þráöinn til Torfa Jónssonar, oddvita i Torfulækjarhreppi. „tbúar Torfulækjarhrepps lýstu yfir stuöningi viö Blöndu- virkjun á almennum fundi, sem haidinn var fyrir 4-5 árum, þegar Blönduvirkjun var sem mest til umræðu”, sagöi Torfi. „Mig minnir aö þaö hafi ekki verið nema 1-2 sem töluöu gegn virkj- uninni. Sömu sögu var aö segja úr Blönduóshreppi, þar var stuön- ingur viö virkjunina, en skiptari skoðanir voru i Svinavatnshreppi, ætli skiptingin hafi ekki veriö nokkuö jöfn meö og á móti. Umræður um virkjunina eru aö komast I gang aftur núna. Þaö hefur engin afstaöa veriö tekin hér, en viöræöur eru framundan milli hagsmunaaöila. Þó þarna fari mikiö land undir vatn, þá viröist mér aö þaö sé hægt aö bæta þaö meö upp- græðslu án mikillar beitarrösk- unar. Þó hún veröi einhver, þá held ég aö jákvæöu hliöar virkj- unarinnar fyrir héraöið og Norö-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.