Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 22
Mánudagur 11. ágúst 1980. Skýr svfir óskast Þaö er alltaf jafn skemmtilegt og ánægjulegt aö eiga viöskipti viö Gjaldheimtuna, eöa hitt þó heldur. A dögunum þurfti ég að hafa samband viö afgreiðslufólk þar i næsta óvenjulegum erindagerðum, og það liggur við að ég óski þess að þurfa ekki að lenda i þvi aftur þótt ótrúlegt sé. Þannig er mál með vexti að á álagningarseðli minum sem mér barst i hendur nýlega er tekið fram að ég eigi inni hjá Gjaldheimtunni til endur- greiðslu rúmlega 300 þúsund krónur. Þessi upphæð á að greiðast i fernu lagi, og þar sem skýrt var tekið fram á álagn- ingarseðli aö fyrsti greiðsludag- ur þessarar upphæðar væri 1. ágúst, leifði ég mér að hringja i Gjaldheimtuna 5. ágúst til að spyrja að þvi hvenær ég mætti eiga von á þessum peningum. Svörin hjá afgreiðslustúlk- unni voru skýr og stutt. ,,1 næstu viku”. — Ekki var ég ánægð ■með það, og spurði hverju það sætti að Gjaldheimtan mætti halda þessari upphæð hjá sér i uppundir hálfan mánuð, og hvort ekki yrðu greiddir vextir vegna þessa. Svarið var: ,,Þú verður að ræða um það við Gjaldheimtustjóra” og siðan var skellt á! Mér finnst lágmarkskrafa að við gjaldendur sem þurfum að eiga viðskipti við þessa stofnun getum átt von á þvi að mæta þar kurteisi. Þá vildi ég mjög gjarn- a fá skýringar á þvi frá réttum aöilum hverju það sæti að Gjaldheimtan greiðir ekki út inneignir fólks á réttum tima, og ef ekki séu greiddir vextir vegna þess hver sé ástæðan fyrir þvi. Nógu samviskusamir eru þeir hjá Gjaldheimtunni þegar þeir eru að reikna vexti á fólk sem getur ekki einhverra hluta vegna staðið i skilum með sitt á gjalddaga. Ein bálreið. „Sýning Els Comediants var ekki svipur hjá sjón f i svart-hvitu, eins og allir, sem sáu litskrúöiö i, Þjóðleikhúsinu, vita”, segir bréfritari. Snillingarnlr köfnuðu í grámyglu Ég var fyrir sárum vonbrigð- um meö upptöku sjónvarpsins frá sýningu Els Comediants i Þjóðleikhúsinu. Hversvegna gátu sjónvarpsmenn ekki dratt- ast til aö taka myndina i lit? Sýningin var ekki svipur hjá sjón i svart-hvitu, eins og þeir, sem sáu litskrúðið I Þjóðleik- húsinu, vita. Þessir spænsku listamenn vöktu gifurlega hrifningu allra, sem til þeirra sáu á Listahátið. Þeir, sem misstu af dýrðinni hafa ábyggilega hugsað gott til glóöarinnar að fá nú að sjá með eigin augum, hvað olli umtalinu um Spánverjana. Siðan er þeim boðið upp á þessa grámyglu, snillingarnir alveg i grámygl- unni. Ef til vill tóku sjónvarpsmenn myndina i svart-hvitu af gildri ástæðu, en þá leikur mér for- vitni á að vita, hver hún er. Veriö gæti, að tilgangurinn sé að koma fólki ekki upp á að sitja heima á meðan Listahátiö stendur yfir og fá svo allt i sjón- varpinu, eins og þaö væri sjálft á staðnum. Sé ástæðan sú, finnst mér hún réttmæt að vissu leyti. Hins vegar er að minum dómi nauðsynlegt að taka tillit til fólks, sem býr úti á landi og kemst ekki auðveldlega frá til að fara á Listahátið. Sérstak- lega er óréttlátt að börnin i dreifbýlinu skuli þurfa að liða fyrirað búa afskekkt. Þau kom- ast ekki til að horfa á Els Comediants, og fá svo ekki einu sinni að sjá þá i lit i sjónvarpinu. Enda þótt sjónvarpiö vaði ekki i peningum, og þurfi ef til vill að gera ýmsar sparnaðar- ráðstafanir þess vegna, þyrfti það að vera rausnarlegra, þeg- ar um er að ræða svona óum- deilanlega gott efni, sem ekki nýtur sin nema i lit. Vonsvikinn aödáandi. Tækjabúnað skortir Björn Baldursson, yfirmaður dagskrárdeildar, tjáöi okkur, að ákvörðunin um að taka sýningu Els Comediants ekki i lit, hefði ekki verið sparnaðarráðstöfun. Þannig væri mál með vexti, að sjónvarpið ætti ekki tækjakost til að taka efni i lit utan sjón- varpshússins. Sagði Björn, að almenn óánægja rikti meðal starfsfólks sjónvarpsins vegna þess að efni af þessu tagi þyrfti að taka i svart-hvitu, en við þvi væri ekkert að gera sem stæði. ÍSLENDINGAR KUNNA EKKI Hafnfirðingur skrifar: ,,Ég er ekki vanur að hlaupa i blöð með kvartanir en ég get ekki orða bundist að þessu sinni. Máliö er sem sé það, að ég er orðinn langþreyttur á vankunn- áttu tslendinga hvaö varöar umferð og akstur og leyfi mér aö fullyrða að tslendingar kunna ekki að keyra. Ég bý i Hafnarfiröi og þarf að sækja vinnu til Reykjavikur. Eins og menn vita eru tvær akr- einar á löngum kafla á veginum á milli þessara tveggja bæja. Þeir sem eitthvað þekkja til umferöar vita að vinstri akrein á að nota til frammúraksturs og þar eiga menn ekki að lulla á 30 en það er einmitt það sem gerist á hverjum einum og einasta degi sem ég á leið þarna á milli. Getið þið ekki reynt að koma þvi inn i hausinn á ykkur að það á ekki að lulla á vinstri akrein... Bréfritari segir að þaö eigi ekki að lulla á vinstri akrein heldur sé hún hugsuö til að greiöa fyrir umferö. sandkorn óskar Magnússon skrifar Hús sátla Embætti rikissáttasemjara hefur fengiö húsnæði undir starfsemi sina viö horn Borgartúns og Nóatúns. Þetta mun vera hiö ágætasta hús- pláss og ekkert viö það aö athuga. Þau stríðandi öfl aöila vinnumarkaðarins sem þar sitja löngum hafa valiö húsinu nafniö Karphúsiö. Ekki við Ýmsar setningar, sem Bandarikjaforsetar hafa sagt hafa orðið fleygar, fest viö þá og orðið einhvers konar eftirskrift þeirra. John F. Kennedy sagði t.d. eitthvað á þessa leiö: —Spurðu ekki hvaö landið geti gert fyrir þig, held- ur hvað þú getir gert fyrir landið— Fréttaritari Sandkorns i Washington símaöi i gær og sagöi einsýnt hver yröi setning Jimmy Carters, nefnilega: —Ef Billy bróðir hringir, segiði þá að ég sé ekki við— Ráðherrar skipta hagræðingarténu Eins og Visir greindi frá i vikunni hefur Steingrimur Hermannsson sjá varútvegs- ráðherra farið þess á leit viö stjdrn Fiskveiöisjóös aö svo- nefnt hagræðingafé sjóösins, sem nemur um 700 milljónum króna, renni aö mestu til þriggja fiskvinnslufyrirtækja. Ekki vildi Steingrimur greina frá þvi hvaöa fyrirtæki þetta væru. Samkvæmt þeim upplýsing- um hefur aflaö sér hafa ráð- herrarnir ákveðið að skipta þessu fé milli Búlandstindar á Djúpavogi, fyrir Tómas og Hjörleif, hraðfrystihúss kaup- félagsins á Patreksfirði, fyrir Steingrim og Þormóöc ramma á Siglufiröi fyrir Ragnar og ólaf. Mun það fyrirtæki raun- ar hafa notið óvenjumikillar fyrirgreiðslu árum saman. Stjórn Fiskveiðisjóðs mun hins vegar vera litt hrifin af þessum tillögum, svo ekki sé meira sagt. Þolgæði Stangveiöi i ölfusá hefur ekki gengiö björgulega þetta sumarið. Ain vellur fram mó- rauö að sögn sjónarvotta og fiskurinn vill ekki færið þekkjast. Er svo komið að veiðimenn eru steinhættir að reyna að renna fyrir fisk i ánni, nema einn, sem þrauk- aði heilan dag af þolgæöi og eljusemi án þess aö á biti eöa i væri húkkaö. Og hver skyldi þaö hafa veriö? Einmitt afla- klóin af Sigurði Re, Haraldur Agústsson skipstjóri. Sand- korn selur þessa ekki dýrari.en...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.