Vísir - 23.08.1980, Side 3
VÍSIR
Laugardagur 23. ágúst 1980
og þá gengu flestir I svokölluöum
„eftirstrlösskóm”. Maöur var
voöa sveitó og hræddur fyrst eftir
aö maöur kom i bæinn. Þetta var
á ástandsárunum og ég man hvaö
maöur leit niöur á þær stelpur
sem töluöu viö kanana. Ég tók
gagnfræöapróf i Reykjavik, og nú
hef ég tekiö upp þráöinn aftur, og
hef stundaö nám viö öldunga-
deildina I Hamrahliö I tvö ár.
/#AÖ treysta hver öðr-
um er aðalatriðið"
Viö- spyrjum Hólmfriöi hver
uröu tildrög þess aö hún fór aö
leika i kvikmynd og varö um leiö
„heimsfræg” á okkar kalda landi
nyrst út i hafsauga. „Ég hef starf
aö hjá Leikfélagi Kópavogs, i
mörg ár viö hitt og þetta. Ég var
framkvæmdastjóri félagsins i tvö
ár, en þaö þýddi aö maöur var i
öllu, allt frá þvi aö leika I auka-
hlutverkum og til þess aö sópa
sviöiö. Ég hef einnig fariö á nám-
skeiö, og hef kennt unglingum hér
i Kópavogi leikræna tjáningu. Ég
var á leikstjóranámskeiöi hjá
StefániBaldurssyni, og svo hef ég
Sigriöur
Þorgeirs-
dóttir,
biaöamaöur
skrifar
Myndir:
Bragi
Guömundsson.
veriö á námskeiöum I Finnlandi
og Noregi. Þar læröi ég þaö sem
mér finnst mikilvægast i þessum
greinum, kvikmyndagerö og leik-
list, aö þaö veröi aö viröa hvers
annars verk og treysta hverjum
öörum. Svo ég taki dæmi, þá er
heimsfrægt samstarf Ingmars
Bergmans og kvikmyndatöku-
mannsins Nykvist. Þaö aö gera
kvikmynd er hópstarf, þar sem
allir veröa aö leggjast á eitt og
teysta hver öörum. Þaö getur
enginn skapaö listaverk einn i
þessum listgreinum. Viö höföum
ákaflega fáar tökur fyrir hverja
senu, og maöur varö aö treysta
Hrafni, aö maöur heföi gert vel.
Kvikmy ndatökuvélin er
miskunnarlaus og felur ekkert.
Viö vorum aö jafnaöi meö
fjórar tökur á hverja senu, en
mér skilst aö tólf tökur á senu sé
þaö venjulega.” þetta var allt á
mjög knappri fjárhagsáætlun, og
finnst mér ótrúlegt hvernig til
hefur tekist þrátt fyrir þaö.”
Hólmfriöur segir aö samstarfiö
„út I sveit” hafi veriö
krefjandi og gefandi. „Viö vorum
þarna i sex vikur, og var unniö
geysi stlft. Auövitaö uröu á-
rekstrar, en samband fólksins
skilur mjög mikiö eftir sig. Viö
erum flest áhugafólk, og maöur
gaf sig I þetta eins og maöur gat.
Þaö má eiginlega llkja þessu viö
fyrsta ástarsambandiö. Þaö er
ekkert eins og þaö! Ég læröi alla-
vega eitt sem ég ekki kunni áöur
en þaö er aö feröast á puttanum.
Ég fór nokkrum sinnum I bæinn
svoleiöis og haföi mikiö gaman
af.”
Annars var ég ekkert ofsalega
hrifin af þessari grind af kvik-
myndinni sem ég sá I fyrstu, og
undirtektir fjölskyldu minnar,
þegar ég sagöi þeim aö ég ætlaöi
aö leika I kvikmynd voru ekkert
sérlega hvetjandi. Ég hef heldur
aldrei þolaö sjálfa mig á mynd.
Þar kemur gamli hégómaskapur-
inn upp I manni aftur” segir hún,
„en annars held ég að ég sé með
bakteriu fyrir þessu.”
„ Er ég leir eða er ég //tal-
ent"?"
Hólmfriður segist aö vissu leyti
vera hrædd eftir þessa kvikmynd
hvort hún geti yfirleitt leikiö. „Ég
hef enga gagnrýni fengiö á móti
mér, og ég spyr sjálfa mig hvort
aö ég sé einhver leir, sem er tek-
inn upp af götunni og mótaöur
fyrir þetta hlutverk, og aldrei
notaöur aftur. Eöa er ég einhver
efniviöur. Ég skil þessa konu, en
ég varö aö hugsa hana út, og um
leiö var þetta ekki ég sjálf lengur.
Ég bjó til nýja konu. Guörún er
samnefnari fyrir konur sem eru
þjónar umhverfisins. Hún er
vinnudýr, sem veröur aö halda
andlitinu út á viö. Hún hefur lifaö
svo lengi leiöinlegu lifi og er út-
tauguö og þreytt. Mesta listin hjá
konum yfirleitt er aö lokast ekki
inni. Mér leiöist sjálfri mest
þumbaraháttur og leiöindi I
kringum mig. Maöur þarf mikiö
aö berjast til aö vera til.”
Hólmfriöur segir aö henni finn-
ist einn veikleiki á persónunni
Guðrúnu. „Þaö eru ekki sýnd viö-
brögö hennar eftir að eldri sonur-
inn slasast. Maöur fær aldrei aö
sjá hvaöa tilfinningar hún ber til
hans. Þaö er tómarúm þar, eitt-
hvaö sem var skiliö út undan, til-
finning sem situr eftir. Mér finnst
aö ég eigi einhverju ólokið þar.
Ég á sjálf nokkra syni, og get þvi
auöveldlega sett mig I þessi spor.
Þaö er hryllilegt hugarástand aö
sjá barniö sitt detta fram af þak-
inu. Þaövar reyndarein erfiöasta
senan I töku. Ég þurfti aö biöa
alla nóttina inni eftir þvi aö reka
upp eitt öskur. Ég var oröin
þreytt, og mér fannst ég vera aö
upplifa þetta raunverulega. Þetta
var meö erfiðari nóttum sem ég
hef lifaö.
Þaö var gaman aö vinna meö
sonunum, þeim Jakobi og Jó-
hanni. Guörún á alltaf I vök aö
verjast gagnvart eldri syninum.
Oft elskar móöirin þaö barn mest
sem hún er I mestri andstööu viö.
En hún skildi hann aldrei. Yngri
sonurinn var sá sem hún treysti á.
Hún ætlaöi sér ekki aö fjötra
hann, en hún vildi bjarga sjálfri
sér og búinu. Hana hryllir viö aö
rifa sig upp meö rótum og flytjast
i bæinn. Hún kann ekki aö fara út i
lífiö. Varöandi veiku dótturina
sem veröur ólétt, þá hvarflar
fóstureyöing ekki aö Guörúnu.
Það væri synd I hennar augum.
Fólk eins og hún veit óskaplega
litiö um alla þjóöfélagslega
hjálp.”
//Fór einförum"
Hólmfriður segir að geldingar-
atriöið hafi haft hvaö mest áhrif á
sig. „Þetta var I fyrsta skipti sem
ég sá geldingu. Þaö gildir ööru
máli um geldingu sem er árviss
atburöur á vorin, en þegar þetta
er sýning. Þessi atburöur haföi á-
hrif á alla sem tóku þátt I þessu.
Ég varö alveg miöur min og fór
einförum á eftir.
Eiginlega er ég hissa hvaö fjöl-
miölar hafa sýnt okkur sem lék-
um I þessari mynd litinn áhuga.
Ég efast reyndar um aö viö fáum
aö gera eitthvaö aftur. Atvinnu-
leikarar þola illa aö áhugafólk
eins og viö séum aö stela frá þeim
vinnu. Hins vegar finnst mér synd
ef Jakob t.d., sem er mikið
leikaraefni, á aldrei eftir aö sjást
aftur. Og ég heföi vissulega á-
huga á aö gera fleiri hluti. Annars
er vandi aö leika I kvikmynd og
aö halda sama tóninum út allan
timann. Svo veit maöur auövitaö
ekki neitt um hvernig allt kemur
út. Viö fengum ekkert aö sjá. Ég
var dauökviöin fyrir frumsýning-
una. Þaö hvarflaöi aö manni
hvort maöur yröi yfirleitt meö,
eöa hvort flestar senurnar manns
heföu veriö klipptar út.”
„Ég hef upplifaö ægilega margt
skemmtilegt i sambandi viö
þessa mynd. Ókunnugt fólk kem-
ur upp aö manni á götu, faömar
mann og kyssir og þakkar fyrir.
Þaö eru rikuleg laun, þvi launin
fyrir leikinn voru ekki sérlega há.
Annars held ég aö okkur hafi tek-
ist meö þessari mynd þaö sem
Hrafn ætlaöi sér, þaö er aö sveita-
sæla er engin sveitasæla.”
„Ég hef hitt margt fólk á ferö-
um minum um landið aö undan-
förnu,” segir Hólmfriöur, „og
mér er einna minnistæöast nokk-
uö sem var sagt viö mig nýlega.”
Þaö var svo stórkostlegt aö horfa
á leik þar sem fólk gaf svo mikið
af sjálfu sér. „Þessi setning situr
i mér.”
3
ITOLSK
, hönnun
ISLEKSKT
hondbragð
r^iirimni
Húsgagnaverslun,
Simi 84200
Síðumú/a 23
S.Þ.