Vísir - 25.08.1980, Side 21

Vísir - 25.08.1980, Side 21
vísm Mánudagur 25. ágúst 1980 21 til kasta ráðuneytisins og ljöst var að hvorugur vildi gefa eftir, boðaði menntamálaráðherra örn Forberg heim frá Danmörku og voru haldnir tveir árangurslausir sáttafundir með honum. Hélt hann að þvi biinu á brott aftur til Danmerkur og kom ekki til Grundarfjarðar fyrr en um miðjan ágúst. „Það eru auðvitað allir bestu kennaramir búnir að ráða sig,” sagði Ragnheiður er hún var spurð álits á þvf hvort hún teldi kennara fást með þetta stuttum fyrirvara. „Margir foreldrar hér eru orðnir mjög áhyggjufullir og ráðalausir vegna þessa máls og verið er að koma mörgum börn- um fyrir i öðrum skólum.” Ekkert foreldrafélag hefur ver- ið starfandi f Grundarfiröi en nú mun i bfgerö að stofna slfkt félag og það á allra næstu dögum. „Einn af bestu kennur- unum” Næst úrðu á vegi okkar fjórir hressir strákar, Sævar Gislason (15), Agnar Gunnlaugsson (14), Guðmundur G. Magnússon (14), og Kári Breiðfjörö Arnason (15). Viö spuröum þá álits á deilunni um skólann og skólastjörann. „Mér lfst frekar illa á þetta ef örn verður i vetur,” sagði Agnar. „Hannkenndi mér i tólf ára bekk og er einn af bestu kennurum sem ég hef haft,” sagði Kári og ljóst var að mismunandi skoðanir voru uppi hjá piltunum. — Sumir kennaranna sem ætla aðfara hafa enga reynslu af hon- um. — Fyrst hann er kominn á hann að vera. — Min reynsla af honum er þannig að betra væri að hafa Eystein áfram. — Það er ekki hægt að snúa baki við kennara þó hann fari i ársleyfi... — ...ekki heldur hægt aö hafa skðlastjóra ef enginn vill kenna meö honum. — Mér likaði betur í vetur en áður, félagslifið var miklu meira. — Kennslan var lika betri. — Það var hugsað meira um að skemmta nemendum en kenna þeim. — örn leggur meira uppúr lær- dómi en skemmtanalífi Flýr i Mosfellssveit „Það er ákveðið að ég ætla f skóla I Mosfellssveit i vetur, frek- ar en að vera hér”, sagði Berg- þóra Sigurðardóttir, en hana hitt- um við að máli fyrir utan frysti- húsið. Bergþóra er i 9. bekk I vet ur. Hún sagði að vegna deilunnar um skólastjórann væru margir krakkanna að hugsa um að fara burt I aðra sköla, flestir trúlega til Ólafsvfkur. „Það var miklu betra I skólan- um i fyrra en áður,” sagði hún, „og örn er mjög gamaldags f sér.” Fáir vilja fara aftur „Það er varla hægt að finna þann nemanda sem vill fara aftur I skólann meðan örn ræður þar rikjum,” sagði Geirmundur Vil- hjálmsson (16) er við ræddum viö hann i Grundarfirði. Hann lauk 9. bekk s.l. vor og kvaöst hafa verið mjög ánægður meö kennaralið skólans siðasta skólaár. Geirmundur taldi mikið hafa verið gert fyrir nemendur í fyrra og mjög góður andi hefði verið I skólanum. Kennarar þreifa fyrir sér Enginn af kennurum skólans frá þvi i fyrra mun enn hafa ráðið sig I ný störf enda telja þau sann- girniskröfu aö þeim veröi greidd laun næstu mánuði þar sem stöö- ur þeirra eru svo til fyrirvara- laust auglýstar lausar til um- sóknar. Eysteinn Jónasson, sem var skólastjóri s.l. skólaár mun hafa leitað fyrir sér meö vinnu á bát frá Grundarfirði og eins hafa sóttum fangavaröarstöðu á Kvia- bryggju. Aðrir kennarar munu einnig vera að þreifa fyrir sér á vinnumarkaöinum en ekki gengið frá neinum ráðningum. —Gsal Grunnskólinn 1 Grundarfirði J

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.