Vísir - 25.08.1980, Side 22
vlsm
Mánudagur 25. ágúst 1980
í.f, f
Ytr
22
Barnallðlskyldur piokkaðar I Tlvoll
GH. hringdi:
„Ég var aö lesa það i blöðun-
um, að plokka ætti barnafjöl-
skyldur rækilega i sambandi við
Tivoli það, sem sett verður á
laggirnar vegna Heimilissýning-
arinnar.
Þar kemur fram, að til
þess að börnin geti komist i tivoli
þarf fyrst að kaupa inn fyrir þau á
sýninguna, og kostar það þúsund
krónur á hvert barn. En kálið er
ekki sopið þótt að ausunni sé
komið, þvi þegar inn er komið
verður að borga sérstaklega fyrir
hvert leiktæki, sem börnin hefðu
hug á að skemmta sér i.
Þaðer þvi ljóst að barnmargar
fjölskyldur verða vel plokkaðar á
þessu Tivoli, sem börnin heimta
auövitað að fá aö fara á. Þetta
finnst mér illa gert og verður
vonandi endurskoöað af þeim,
sem fyrir þessu standa”.
„Þaðer ekkinóg meðaöborga þurfiinn á sýninguna, heldur þarf að borga sérstaklega i hvert leiktæki”,
segir bréfritari.
Ragnheiður
Ásta gðð í
útvarpinu
Morgunhani hringdi:
Ragnheiður Asta Pétursdóttir,
þulur, hefur séð um morgunút-
varpið að undanförnu og hefur
henni farist það vel úr hendi. Gott
lagaval og stuttar kynningar.
Sérstaklega vil ég þó þakka
henni fyrir að kynna bresku og
bandarisku vinsældalistana, en
þaö hefur hún gert á föstudags-
morgnum (að visu ekki siðasta
föstudag).
Ég vil þó benda Jtagnehiði Astu
á eitt atriði. Það er vénjan — og
miklu skemmtilegra — að telja
niöur, það er leika fyrst lag núm-
er tiu, svo niu o.s.frv.
„Reklð iran úr Sam
einuúu mðDunum”
V.S. skrifar:
„Furðulegt má teljast að Iran
skuli enn vera fullgildur aðili að
Sameinuðu þjóðunum, og enn
furðulegra er að stjórnvöld lands-
ins hafa alls ekki verið fordæmd
fyrir aö hafa þverbrotið alþjóða-
lög með árasinni á bandariska
sendiráðiö i Teheran. Þó að svo-
kaliaöur námsmannaskrill hafi
verið látinn framkvæma ódæöis-
verkið, vita allir sem vilja vita
það, að stjórnvöld, eða klerkarnir
undir forystu Komeini, stóðu að
baki.
Bandarlska sendiráðsfólkinu er
haldið i gislingu, og er ekki vafi á
þvi aö vesalings fólkið er i bráöri
lifshættu innan um þennan
brjálaða lýð. Mér finnst Norður-
lönd, og sér I lagi Island, hafa
þagað þunnu hljóði yfir ofbeldis-
verkinu, en ekki stendur á þvi að
hrópa og fordæma Suður Afriku
og önnur lönd, en Iran er alls ekki
fordæmt.
Skrill Irana i London og
Washington verður uppi og
nokkrir voru teknir fastir. Utan-
rikisráðherra Irans er svo ósvif-
inn aö hann mótmælir við
Washington og viö sendiherra
Breta. Maöur heföi haldið að þeir
hefðu ekki efni á sliku, en rudda-
mennskan er yfirgengileg.
Ég skora á rikisstjórn íslands
að koma með tillögu um brott-
rekstur írans úr Sameinuðu þjóð-
unum ef bandarisku gislunum
veröi ekki tafarlaust sleppt án
skilyrða”.
Ragnheiður Asta Pétursdóttir.
Sýnið „Haustsónötuna
á heppilegri tímai”
Helgi Ólafsson skrifar:
Ég er einn þeirra sem var á
flakki um verslunarmannahelg-
ina, og missti þvi af, þegar
opnunarhátiö Ólympiuleikana i
Moskvu var á skjánum hjá hon-
um Bjarna Felixsyni. Allir sem
sáu þessa frábæru dagskrá eru á
einu máli, að aldrei hafi þeir séð
þaöglæsilegra. Þúsundir annarra
voru lika á ferðalagi um
verslunarmannahelgina og
misstu þvi af þessari dagskrá. Ég
skora þvi á sjónvarpiö að endur-
sýna þessa dagskrá og einnig alla
lokunarhátiðina, en mér er sagt
að siðasti hluti hennar hafi alls
ekki verið sýndur. Gaman væri
lika að fá að sjá sumt af þvi efni
sem sýnt var um verslunar-
mannahelgina, þvi viö misstum
af þvi lika, á ég þá við frjálsar
Iþróttir.
Einsogallirvita, sem lesa aug-
lýsingar kvikmyndahúsanna,
hefur Laugarásbió sýnt myndina
„Haustsónata” eftir Bergmann
aö undanförnu, „nýjasta meist-
araverk leikstjórans, sem hvar-
vetna hefur fengiö mikið lof bió-
gestaog gagnrýnenda. Meö aöal-
hlutverk fara tvær af fremstu
leikkonum seinni ára, þær Ingrid
Bergman og Liv Ullmann” svo
vitnað sé i freistandi auglýsingu
kvikmyndahússins.
Nú bregður svo undarlega við,
að Laugarásbi'ó hefur ákveðiö aö
sýna myndina aðeins kl. 19 og
gerir þar meö stórum hópi fólks
illmögulegt að bregða sér i bió til
að sjá þessa forvitnilegu mynd.
Með þvi að sýna hana kl. 19 hefur
húsið meinaö öllum þeim mörgu,
sem annast börn og buru, aðgang
aö myndinni, þvi á þessum tima
er snæddur kvöldverður og — sem
erfiöara er að hliöra til um, ung-
um bömum komið i bólið. Efni
kvikmyndarinnar er samband
móöur og dóttur og þvi ekki ólik-
legt að konur hafi áhuga á að sjá
hana, ená flestum heimilum er ár
þannig fyrir borö komið að ein-
mitt konur eiga sist heimangengt
kl. 19.-21. Væri það ekki þakkar-
verð tillitssemi að sýna þessa
mynd á öðrum tima?
Ms Bréfritari segir, að Kómeini æðstiklerkur sé alls ills maklegur.
Enúupsýníö opnunarhátíðinai
sandkorn
Umsjón:
Óskar
Magnússon
Launakjör starls-
manna ASÍ
Nú geta forystumenn og
starfsmenn Alþýðusambands-
ins farið að anda róiega þvi
búið er að semja. Nei, ekki
fyrir félagsmenn ASl, en fyrir
starfmenn ASt, þvi þeir miða
nefnilega sfn laun við taxta
BSRB, en ekki umbjóðenda
sinna. Og það sem meira er —
þeir eru I lffeyrissjóði starfs-
manna rikisins, en ekki ein-
hverjum smáskitlegum sjóð-
um þeirra Alþýðusambands-
félaga.
lifeyrlsmál knatt-
spyrnumanna
t leik Vals og Vestmannaeyja
fyrr I sumar léku þeir félagar
Matthias Hallgrimsson og
Hermann Gunnarsson með
Valsliðinu en Páll Pálmason
markvörður með liði Vest-
mannaeyja. Þeir félagar eru
allir komnir vel áleiðis á
fertugsaldurinn og segir
sagan að Hermann og
Matthlas hafi hangið við
markið hjá Páli og rætt lif-
eyrismál.
Burðarpols-
prói
Þessi er frá Prag:
Þegar verkfræðingurinn var
búinn að láta smiða hina veg-
legustu brú velti hann vöngum
yfir þvi hvernig hann gæti
sannreynt burðarþol hennar.
Hann komst að þeirri niður-
stöðu að best væri að fá vinina
i rauða hernum til að rúlla út á
brúna á svon fimmtiu skrið-
drekum. Nú ef brúin heldur þá
er hún goð, ef hún heldur ekki
þá er hún ennþá betri.
Gullfossoð-geysir
Tvær táningspiur ræddu fjálg-
lega sin i millum um gosið og
önnur útskýrði:
— Þetta er æðislega flott maö-
ur, gosið þú veist
— Iss er nokkuð varið I þetta
er ekki bara sett sápa i fjallið
til að fá það til að gjósa? —
spurði hin
— Ertu gal maöur það er Gull-
foss og Geysir —