Vísir - 25.08.1980, Síða 24
VÍSIR
Mánudagur 25. ágúst 1980
th 'Jf
24
Umsjón:
Magdalena
Schram
Gaiierí og sofn í ReykjavíK
99
inn í svona heilagt hús má
ekki fara á skðhlífunum
9 9 sagði Kjarval
Heimsókn í
Ásgrímssafn
Kjarvalog AsgrimurvorugóBir
kunningjar. Kjarval kom hér
stundum og fór þá jafnan úr skó-
hlifunum úti, sagði þetta vera svo
heilagt hús, að ekki mætti fara
hingað inn á skóhlffunum. Ég get
sagt þér aðra sögu af Kjarval og
Ásgrimi, þaö var eitt sinn þegar
Asgrimurátti stórafmæli, þá fékk
hann sendan mikinn blómvönd,
rauðar kongaliljur og þær voru i
stórum hvitum vasa. Asgrimur
málaði vasann og blómin. Nú, en
nokkrum vikum seinna, þá kemur
hingað sendill frá blómabUBinni
og segist eiga að sækja vasann
hvita sem Kjarval fékk lánaðan
undir blómin! Svo Asgrimur skil-
aði auövitað vasanum aftur, en
þá var hann nú búinn að máia
hann, svo eiginlega hafði hann
eignast hann”.
Bjarnveig Bjarnadóttir, ásamt
Jóni, bróöur Asgrims og Guð-
laugu Jónsdóttur, frænku hans,
hefur veriö i safnráði frá upphafi
að ósk Ásgrims og Bjarnveig hef-
ur nú veitt þvi forstöðu i 20 ár. í
safninu eru 192 fullgerö oliumál-
verk og 277 fullgeröar vatnslita-
myndir auk hundruða teikninga.
Skipt er um myndir á nokkurra
mánaöa fresti, og er aðeins unnt
að sýna um 30-40 myndir hverju
smni. Hér má gjarnan skjóta að
athugasemd, sem einn hinna fjöl-
mörgu gesta safnsins lét falla að
skoðun lokinni. „Við Hollending-
ar geymum nú ekki okkar Rem-
brandt ofan i kjallara”. Vissulega
er það mikils vert aö myndir As-
grims ættu auðveldara með að
koma fyrir augu fólks. En húsiö
hans viö Bergstaöastræti, jafnvel
þó' þar væri ekki ein einasta
geirsdóttir sem ekið hefur leigu
þeir höfðu haft. Ms
Asgrimur Jónsson, f. 1876,d. 1958.
Asgrímssafn er til húsa i Berg-
staðastræti nr. 74 og er opið alla
daga nema laugardaga, kl. 13.30-
16.00 á sumrin og sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga á
sama tima á veturna.
Undarleg tilfinning að koma
inn á þessi söfn, sem eitt sinn
voru heimili listamanns. Eins og
þaðsé hálf dónalegt að fara svona
inn ágaflhjá manninum, án þess
aöhafa nokkurn timann hitt hann
sjálfan. Þarna stendur rúmið
uppábúið og uppáhaldsbækur á
náttboröinu, i eldhúsinu er e.t.v.
kaffibolli á borði, liklega var
starfsmaður safnsins aö drekka
úr honum, en i heimilislegu and-
rúmslofti hússins er þó stundum
likt og listamaðurinn sjálfur hafi
lagt frá sér bollann rétt i þessu.
Þaö þótti mér alla vega I safni As-
grims Jónssonar. Og þessi undar-
lega tilfinning, sem ég gat I upp-
hafi, hefur sjaldan orðið sterkari
en einmitt i þvi fafni.
Húsakynnin eru litil og spar-
Asgrimur Jónsson, listmálari
samleg, nær spartanskur blær
yfir ölíu innbúi. Mikið hlýtur
þetta að hafa veriö hógvær og lit-
illátur maður.
Stórlætiðaðeinsi myndunum. A
náttborðinu eru teiknibækur og
þessir makalausu blýantsstubb-
ar, yddaöir þannig aö sumir eru
ekki nema fingurnögl að stærð.
Blað með litaprufum, þetta blaö
hlýtur Asgrimur að hafa fengið úr
bók, þvi' á þvi miöju er aö finna
nafniö Jón Stefánsson prentað.
Listmálarinn Jón Stefánsson bjó
raunar i nábýli viö Ásgrim, þvi
þeir byggöu þetta hús saman,
e.t.v. fýrsta raöhúsið á landinu.
Jón hafði austari hlutann og
dvaldi þar á sumrum.
Sjór af fróðleik
En vikjum aftur að safninu. Og
náttborðinu. Þar hafði Ásgrímur
einatt fyrstu útgáfu Þjóösagna
Jóns Arnasonar og hafði skotið
blaðsneplum inn á milli siðnanna
til merkis um sögur sem hann
haföidálæti á. Þegar Asgrimur lá
á Heilsuverndarstöð Reykjavikur
siðasta árið sem hann liiði, vann
hann að þvi aö fullgera þjóðsögu-
myndir sinar fyrir útgáfu Menn-
ingarsjóös á sögunum. Og siðasta
myndin, sem hann teiknaöi,
hangir fyrir ofan rúmiö, úr sög-
unni af Sigurði kóngssyni. AB As-
grimi látnum, var ekkert hreyft
við þvi sem hann haföi haft viö
rúmstokkinn, aðeins bókinni meö
þjóösögunum, henni var komiö
fyrir I bókaskáp af Bjarnveigu
Bjarnadóttur, frænku lista-
mannsins, sem hefurannast safn-
ið allt frá dauða hans.
Bjarnvegiersjór af fróðleikum
Asgrim og raunar full ástæöa til
aö hún verði tekin nánu tali um
hann og líf hans. Úr þvf verður þó
ekki að sinni, enda efni i heila
bók.
Ur svefnherberginu geng ég I
stofuna. Þar er litill bókaskápur,
margar útgáfur þjóðsagna eru
þar og Islenskir ljóöahöfundar i
forsæti. A legubekk er makalaust
teppi, gert af skáidkonunni Theo-
dóru Thoroddsen, sem hún gaf
Asgrlmi sextugum. Eirmunir,
sem oft sjást bregöa fyrir á
myndunum: ævagamlar vatns-
krúsir, sænskættaðar en keyptar
af franska konsúlnum, sem
byggði Héöinshöfða. Hvergi tild-
ur, allsstaðar sama nægjusemin.
Hvernig maöur var Asgrimur?
spyr ég Bjamveigu.
„Hann var nú ekki fyrir alla”,
svarar hún aö bragði. ,,En þegar
maður haföi kynnst honum, þá
var hann mikill vinur. Og hann
geröisigánægöanmeð litið. Hann
var alinn upp i fátækt og nýtti
hluti upp til agna, það sérðu nú
best á blýantsstubbunum”.
Ég rek augun I ljósmyndir af
Ásgrimi, þar sem hann er að
mála, flnn og strokinn, hvort
sem hann er austur i Þjórsárdal
að mála Heklu, eða inni i vinnu-
stofunni sinni. Með bindi og hatt.
,,Já, hann var mikið snyrti-
menni og herramaöur”, segir
Bjarnveig „aldrei sá ég hann meö
Hekla séð úr Þjórsárdal, 1923.
húfu eða berhöfðaðan úti við,
heldur alltaf með hatt, sem hann
tók ofan þegar hann hitti kunn-
inga. Og klæddi sig upp þegar
hann fór út i sveit til að mála”.
Onnur ljósmynd — af Busch
kvartettinum og mynd frá Húsa-
felli I baksýn. Bjarnveig segir
mér frá vináttu Busch við As-
grim.
„Busch, og svo Serkin, þeir
komu hér alltaf, þegar þeir voru á
landinu. Ég minnist þess að hafa
borið fram kaffi og rjómapönnu-
kökur fyrir Asgrim i stofunni hér
og þau voru hér öll, Busch sjálfur,
hann var þá oröinn ekkkjumaður
— og Serkin meö Irene konu sinni
sem var dóttir Busch eins og þú
veist, og svo var Pétur litli lika
með, sem nú er oröinn frægur
pianóleikari”.
Búkoiia, þjóðsagnateikning (1949)
Blámálað eldhúsið
Eldhúsið er örlitiö, málaö blátt
og hefur ekki verið breytt um lit
siðan Asgrimur lést árið 1958. A
gluggunum eru hlerar, e.t.v. til aö
loka af forvitna vegfarendur? Og
tvær plötur til að elda á.
,,Hann hitaði sér kannski egg
og þess háttar, fékk sendan heit-
an mat einu sinni á dag frá góðu
heimiliog svo pantaði hann sér úr
Kiddabúö, hún var hérna rétt
hjá”, segir Bjarnveig mér.
Uppi á loftinu er vinnustofan,
hér er meginkjarni sýninga
safnsins hverju sinni. Nú eru hér
oilumálverk frá Þingvöllum, úr
Mývatnssveit, frá Húsafelli. Og
myndir úr þjóðsögum. „Manni
bregöur kynlega viö að sjá, að
einn af samferðamönnum manns
skuii hafa séð þar (I sögunum)
vel, kvikt og lifandi með lit og yf
irbragði, svo að hann þekkir svipi
drauga.álfa og trölla,einsog þaö
væru kunningjar hans úr ná-
grenninu” skrifaði Þorsteinn Er-
lingsson, þegar Asgrimur sýndi
myndirnar sfnar fýrst,árið 1905.
Enntalaorð Þorsteins réttu máli.
Hvfti vasinn.
Ég spyr Bjarnveigu nánar um
Asgrim. Hvernig var hann gagn-
vart öörum listamönnum?
„Alltaf boðinn og búinn til að
hjálpa. Ef hann vissi um aö eitt-
hvaöbjátaðiá, reyndi hann alltaf
aðkomatil aðstoðar. Hann keypti
t.d. einu sinni sem oftar mynd eft-
irGunnlaug Scheving — þá haföi
Gunnlaugur eignast Ibúð og var i
einhverjum kröggum, Asgrimur
keypti þá af honum stóra mynd,
sem nú er i eigu Listasafns Is-
lands.
Sjálfur hafði Asgrimur mikið
dálæti á klassiskri músik og
ferðafóninn hafði hann alltaf með
sér þegar hann fór að heiman til
dvalar annarsstaðar, t.d. ÍHúsa-
fell”.