Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 1
[.. Fr e s i íi h áváxtáíiækk ii ri ] I er skýlaust Iðgbrot” j - segir Vilmundur Gylfason altnngismaður „Þaö er raunverulegt lögbrot og óendanlegur skaöi aö fresta nú vaxtahækkunum. Stefnan hefur hingaö til gefist vei og árangur er aö koma i ljós” sagöi Vilmundur Gylfason alþingismaöur þegar Visir innti han álits á þeirri ákvöröun Seölabankans aö fresta þeim vaxtahækkunum, sem til fram- kvæmda áttu aö koma nú 1. septcmber. Vilmundur kvaðst lita svo á, að um skýlausa lagaskyldu væri aö ræöa aö vaxtahækkanir færu fram á þriggja mánaða fresti eins og visitöluhækkanir. Hann sagði slik frávik frá þvi, útúrsnúning úr lögunum sem hlyti að vera lögbrot. „Einhver almenningssamtök eins og Neytendasamtökin ættu að vera i viöbragösstöðu fyrir hönd sparifjáreigenda aö láta á þetta reyna fyrir dómstóium” sagði Vilmundur Gylfason. „Viö teljum aö veröbólgan sé á það mikilli niöurleiö aö vaxta- hækkanir, sem eru þaö verö bólguhvetjandi að þær gætu seinkað þvi að vextir og verö- bólga mætist. Ég á ekki von á þvi að vextir muni hækka. Ef dæmiö gengur upp og verðbólgan heldur áfram á niöurleið þá sé ég ekki frekari þörf á vaxtahækkun, mun frekar vaxtalækkun á næsta ári” sagöi Jón Ormur Halldórs- son i samtali viö Visi. ÓM/AS. Samningar tókust um leigu á „áttu” Samningar tókust i gær um leigu á einni af DC-8 þotum Flug- leiöa til Senegal, en samningar þessir hafa verið i deiglunni i þrjá mánuöi, eins og Visir greindi frá i gær. Þotan veröur leigð i eitt ár og munu fylgja henni þrjár til fjórar áhafnir, aö flugfreyjum frátöld- um, eöa tólf til fimmtán flugliöar. Leigutakinn er nýtt senegalskt flugfélag og mun þaö taka þotuna frá þeim tima. aö pilagrimaflug- inu lýkur i nóvember. —P.M. Blaöaverö hækkar Askriftar-, lausasölu- og aug- lýsingaverö Visis hækkar frá og meö 1. september n.k. Mánaðaráskrift verður þá kr. 5.500.- Lausasöluverð kr. 300.- eintakið. Grunr.verö auglýsinga kr. 3.300.- pr. eindálksentimetra. Talsmenn flugliöa gengu á morgun á fund Gunnars Thorodd- sen forsætisráðherra, til aö ræöa stööuna i málefnum Flugleiða. Karl Steinar Guðnason, for- maöur Verkalýös- og sjómanna- félags Keflavikur og Magnús L. Sveinsson, formaöur Verslunar- mannafélags Reykjavikur, voru i för meö flugliöunum i morgun. Karl Steinar vildi ekki tjá sig um, hvað lagt yröi til'viö forsætisráö- herra, en sagöi aö áherslan yrði á þvi, að stjórnvöld legðu sitt af mörkum til aö leysa þennan mikla vanda, sem nú steðjar aö i atvinnumálum þessa fólks. För flugliðanna á fund forsætis- ráðherra er i framhaldi af fund- um sem haldnir voru i gærkvöldi hjá bábum félögum flugmanna og flugfreyjufélaginu. Niöurstaða þeirra funda var að biða átekta og sjá, hvað út úr þessum fundi með forsætis- ráðherra kæmi. —ÓM Alblngl endurnýjar vonarstræll 12: Kostnaður kominn í 236 milljónir Kostnaður við endurnýjun húseignarinnar Vonarstræti 12, nemur nú 236 milljónum króna, en i upphafsáætlun, sem gerð var 1978, var gert ráð fyrir 25 milljóna króna kostnaði. Hús- eign þessi er i eigu Alþingis og hugsuö sem skrifstofuaöstaða fyrir alþingismenn. Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis sagði i sam- tali við Visi að kostnaöur i ár væri liðlega 114 milljónir, en ■ hefði i fyrra verið 121 milljón. Björn Kristleifsson, arkitekt hjá Húsameistara rikisins, sem hefur yfirumsjón með verkinu, sagði aö allar raflagnir hefbu veriö endurnýjaðar og einnig pipulagnir, ofnakerfi og salerni. Þá hefði verið skipt um járn utan á húsinu og nýtt gler sett i alla glugga. Einfalt gler mun hafa verið sett aftur. Veggir hafa verið fóöraöir, gólf teppalögð og dúklögö. Eina verkið, sem boðið hefur verið út við Vonarstræti 12 er klæðning hússins að utan. Blaðamaður Visis leit inn i Vonarstræti 12 i gær og virtist þá sitthvað ógert. Töluvert á enn eftir að mála og talsverð smiðavinna er eftir. Auk þessa eru gólf viöa ófrágengin. Þrátt fyrir þetta, voru nafnspjöld ýmissa alþingismanna komin á huröir, en eins og áður segir, skal húsið vera skrifstofuhús- næöi fyrir þá. —ÓM » Danski utanrlkisráöherrann Kjeld Olesen, kom hingaö til lands i opin- bera heimsókn I gærmorgun. Um hádegisbiliö I gær hélt hann til Þing- valla, þar sem mynd þessi er tekin, er ólafur Jóhannesson, utanrlkis- ráöherra, kynnti fyrir honum sögustaöinn. Visismenn fylgdu ferðum hins friöa föruneytis hluta úr degií gær. Sjá opnubiaðsins idag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.