Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 8
Föstudagur 29. ágúst 1980 8 Utgetandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davffi Guömundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltruar: Bragi Guðmunasson, Ellas Snæland Jónsson. Frétfastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup,' Friða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin ■Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: Glsli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi 'Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexanderssön. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaður I Blaöaprenti h.f. Slðumúla 14. FYRIR FOLKIÐ Stjórnarskrárnefnd misskilur hlutverk sitt.ef hún heldur aö verkefni hennar sé að semja trúnaðarskjal fyrir þingflokka. Stjórnarskráin er fyrir fólkið i landinu.en ekki stjórnmálaflokka til að versla með. Vinnubrögð stjórnmálaf lokk- anna og alþingis varðandi st jórnarskrármálið og kjör- dæmabreytinguna eru að verða reginhneyksli. Sleifarlag og áhugaleysi hefur einkennt störf stjórnarskrárnefndar og við- brögð alþingismanna virðast sama markinu brennd. I nær heilan áratug hefur það blasað við mönnum, að núver- andi kjördæmaskipan væri geng- in sér til húðar. Með stöðugri f jölgun atkvæðisbærra manna á þéttbýlissvæðinu suðvestan- lands, einkum þó á Reykjanesi, hefur vægi atkvæða raskast úr hófi fram. Nú er svo komið, að það þarf f imm atkvæði á bak við hvern þingmann úr Reykjanes- kjördæmi á móti hverju einu, sem greitt er þingmönnum í fólksfærri kjördæmum. Þetta þýðir, að atkvæðisréttur kjós- enda í Reykjavík og Reykjanesi er fimm sinnum léttvægari en flestra annarra landsmanna. Þessi staðreynd hefur á stund- um verið viðurkennd á borði, enda hefur enginn heilvita maður, sem hefur snefil af lýð- ræðislegri sómatilf inningu, þorað að mótmæla svo auðskildu réttlætismáli. Það mun hafa ver- ið á árinu 1973, sem alþingi skipaði sjö manna stjórnarskrár- nefnd með fulltrúum allra f lokka. Þegar sú nefnd hafði set- ið aðgerðarlaus að mestu í nokk- ur ár, mannaði alþingi sig upp, veik henni frá og kaus aðra. For- maður hennar var kosinn Gunnar Thoroddsen, stjórnlagaf ræðing- ur og mikill áhugamaður um stjórnarskrána fyrr og síðar. Þessari nefnd voru sett tíma- mörk og þótti nú loks hilla undir málalok. I síðustu viku birti Vísir kafla úr þeirri skýrslu, sem nefndin hefur tekið saman og kallað áfangaskýrslu. Sagt var, að skýrslan hafi verið og sé trúnaðarmál og eigi eftir að skoðast af þingflokkum. Vísir ber enga virðingu fyrir slíkum trúnaði. Stjórnarskráin er ekki einkamál nefnda eða þingf lokka. Hún varðar alla þjóðina. Það kemur kjósendum svo sannar- lega við hvaða ráðagerðir eru uppi um helgasta rétt þeirra, at- kvæðisréttinn. Áfangaskýrsla nefndarinnar veldur miklum vonbrigðum. Hún er samsafn ábendinga og hug- mynda um þau stjórnarskrár- ákvæði, sem að mati nefndarinn- ar þurfa endurskoðunar við. Enginn afstaða tekin, engin til- laga gerð. í kaflanum um kjördæmamál- ið eru taldar upp þær reglur sem gilda f hinum ýmsu löndum um kosningafyrirkomulag og kjör- dæmaskipan. Ekki orð um álit nefndarinnar sjálfrar, engin til- laga. Þessi skýrsla hef ur veriðtvö ár í smíðum. Hana hefði mátt semja á hálfum mánuði og ekki þurft nefnd til. Viðbrögð alþingismanna og áhugi þeirra á framgangi þessa máls einkennist af geðleysi og slappleika. Þeir tala um nánari athugun, besti kosturinn sé ekki fær, þar sem ekki sé um hann samkomulag, og einn þeirra leyfir sér jafnvel að hóta því, að misréttið f áist ekki leiðrétt nema með hrossakaupum! Stundum mætti halda, að það væri mál stjórnmálaflokkanna einna, hvernig kosningarétti er skipað í landinu. Það er hreint ekki svo. Þeir hafa ekki hinn minnsta rétt til að ráðskast með atkvæðisrétt og mannréttindi að eigin duttlungum eða hagsmun- um. Stjórnmálaflokkarnir versla ekki með slík réttindi né heldur svipta kjósendur þeim rétti. Ef þeir hyggjast enn einu sinni bregðast lýðræðislegum skyldum sínum, þá eiga kjósendur eitt vopn sem bítur: Það er einfald- lega að neita allir sem einn að taka þátt í næsta skrípaleik, sem kallast kosningar. i MðSlK EÐA ! ÖÞÆGILEGUR HáVMI? Sem gamall fiöluleikari i mörgum islenzkum hljtím- sveitum, allar götur sföan áriö 1927, auk þess aö hafa llka spilaö i dans-,,hljómsveit” og viö kaffihúsamúsik, þá langar mig til þess aö vikja nokkru aö grein Kristins Snælands, „Borga þú menninguna, Magnús” (Visir 12.8). Músíklif einnar þjóöar er margþætt fyrirbæri. Þaö hefst meö söng innan heimilis og skóla, jafnvel rfmnakveöskap og sálmasöng. Þá tekur viö nám á ýmis hljóöfæri og samleikur i smærri og stærri htípum sem skólagrein þjálfunar, sföar sem viöhafnaratriöi og loks sem list- ræn frammistaöa. Þá er kór- söngur mikilvægur þáttur og oft vinsæll, aö ógleymdum ein- söngvurum og einleikurum. Hugtakiö list Utheimtir bæöi sérstaka hæfileika og langvar- andi ástundum undir handar- jaöri kröfuharöra kennara. Þvi fleiri einstaklingar sem ganga þá braut, og þvi fleiri kynslóöir sem temja sér samneyti viö lög- mál listar, þvi frjórri veröur jarövegur til þess aö upp spretti liötækir listamenn, sem þrosk- andi áhrif hafa á alla sina sam- tiö. Lff veiöimanns og hjarö- manns hefir veriö hlutskipti Islendings um margra alda skeiö. List var aöeins handverk fárra manna, sem oft nefndust sérvitringar, og menning var nytjabundin viö hibýli, áhöld, skæöi og klæöi. Fegurö samræmis var óskilgreint hug- tak, og jafnvel hugvit til ein- faldra tækjasmföa var tak- markaö, svo aö ekki var einu sinni boriö viö aö búa til frum- stæö hljóöfæri úr hornum hrúts eöa geithafurs. Mannsröddin var hiö almenna tóna-tæki, aö undanskildum ófullkomnum strengleikum á viö og dreif. óblandin ánægja. Þessi sögulega fortiö býr enn meö tslands börnum. List skap- ast ekki viö stökkbreytingu, og ný menningargrein vex ekk: upp af kalkvisti. Stigvaxandi þróun frá græölingi til laufeikur gildir jafnt um skógarlund sem mannslund. Þá fyrst þegar mannshugurinn hefir fleytt sér gegnum öll lægri þroskastig, i þessu tilviki tileinkað sér og lært aö njóta smærri og aö- gengilegri tónsmiöaforma, þá er hann loks reiðubúinn aö meö- taka sér til ánægju stærri tón- verk. Skiljanleg er hrifning Kristins við aö hlusta á hljómsveit Vfnarborgar og sjá einsöngvara syngja létta músik óperettu. Þáttur þessarar sjónvarpsdag- skrár olli mér lika óblandinni ánægju. En hér jók sjónargleði unaössemd hlustunar, fagrir litir og frlö ásjóna. An sjón- skynjunar hefði nautn rýrnaö aö miklum mun. Létt músik tekur þá lfka oft hlustandi mann meö trompi, strax viö fyrstu heyrn, en við endurtekningu er gjarna hætt viö, aö unaöur minnki. 1 þessu tilfelli má þá heldur ekki gleymast, aö austurriskir hljóöfæraleikarar og söngvarar, sem þarna komu fram, eru upp vaxnir og aldir á þeim slóöum, þar sem fyrrum liföu og störf- uöu mestu tónameistarar allra tima eins og Haydn, Mozart, Beethoven, Brahms og Bruck- ner. En viö áttum bara Snorra Sturluson, sem skrifaöi bækur, og siöar bættust viö bití og brennivin, að ógleymdum þjóö- söng, sem enginn treystir sér til þess aö syngja. Músikvit. Dómur um nútiö veröur ekki skilinn án samanburöar viö fortiö, heldur ekki á sviöi músi'kskynjunar. Fólk, sem aldrei hefir fiölu augum litið, fer ekki skyndilega aö tigna svokallaöa „æöri tónlist.” En hvernig hún á sinum tima var innleidd hér á landi, væri ærið efni I langt mál. I sem fæstum oröum má þó staðhæfa, að þar hafi verulega skort á uppeldis- legan skilning og þvi verið skotiö yfir markið. Kemur þetta viöa fram, t.d. hjá Jóni Sigurðs- syni, bónda i Yztafelli fyrir um 45 árum: „Symfóniur og annað slikt er aðallega hyllt af hinum lærðu hljómlistarmönnum og kannske tildursfólkinu, sem þykir „fint” aö dást aö „hærri músik”. Viö, þessir 99 af hundraöi, sem ekki höfum ,,vit” á músik, óskum þess allir, aö minna sé flutt i útvarpinu af symfónium og öörum löngum tónsmiöum. Þykjumst viö hafa rétt á móti einum útlæröum og útvöldum hljómlistarmanni.” Toppvöxtur I músiklifi þjóðar er sinfóniuhljómsveit sem hljóöfæralist og ópera sem sönglist. Þegar öll undirstööu- stig tónmennta eru oröin viöur- kenndur liöur i uppeldiskerfi samfélags, þá hlýtur aö spretta upp sjálfkrafa nauösyn list- rænnar hljómsveitar, svo framarlega sem byggða- skipun og efnahagsþol leyfir og er þá átt við rikis- og borgar- launaöa allsherjarhljómsveit. Einungis með aukinni tón- menntafræðslu veröur tryggöur grundvöllur fyrir fasta rikis- hljómsveit, sem þó fyrst um sinn verður aöallega hljómsveit fyrir höfuðborgina og nágrenni hennar, þar sem fjarlægöir út um landsbyggöina eru helzti neöanmáls Dr. Hallgrímur Helga- son tónskéld ritar at- hyglisverða hugleiðingu um músík og hlutverk hennar, i tilefni af skrif- um Kristins Snæland í Vísi á dögunum. miklar og húsakostur til hljóm- leikahalds er viöa ófullnægj- andi. Hlustunarþroski. Músik er þáttur menningar, en undirstaöa hennar er mennt- un, á þessu sviði hennar ekki aðeins menntun og kunnátta hljóöfæraleikara, heldur lika menntun eyrans, þjálfun þeirra hlustenda, sem læra aö meta, skilja og njóta góös músikflutn- ings. Hér vantar mikið á, aö grunnur hafi verið lagöur á réttum tima sem undirbúningur að frekari tónmenntaþróun. Þessvegna örlar enn viöa á and- stööu gegn „klassfskri músik.” Menningarþjóðir Evrópu hafa sér að baki aldagamla þróunar- braut i glimu sinni viö fegurö tónræns samræmis. Sú ganga stendur okkur lika fyrir stafni, þvi aö menningarleg inntekt fæst eigi fyrirhafnarlaust. Hljóðfæraleikni kostar langæra ástundun og hlustun á þaulhugs- aö tónverk útheimtir einbeitt hugarstarf. Þarsem hlustunarþroski ekki er fyrir hendi, geta komiö fram skilgreiningar eins og hjá Kristni Snæland, nl. sinfóniu- garg ,leiöinleg si nf óniutónlist samfara sálarþjakandi þján- ingum. En Kristinn er vissulega ekki einn um svipaöar skoöanir. tslenzkur menntamálaráöherra kallaöi músik „þægilegan hávaöa” og einn okkar forsætis- ráöherra kvað tónlist „hafa óþægileg áhrif” á sig. Þá kemur afstaöa alþýðumanns einkar vel fram áriö 1957 I visu eftir Jósep S. Húnfjörö. Vel ef mælist visa hlý, vil ég hæla glaöur, sig þó skæli simfóni, sagnavæl og þvaöur. Svo fráleit sem eru öll þessi ummæli um göfuga og viður- kennda listmúsik sem mann- bætandi menntunarafl, flutta viö rétt skilyrði, þá eru þau engu aö sfður samfélagslegt i- hugunarefni. Raunsæislegar umræöur um menningarmál eru nauðsynlegar, ekki sizt um þá grein þeirra, sem hér á landi er enn einna yngst og óreyndust. Þær geta orðið visbending um réttmætar ráöstafanir i vanda- máli menningarleitandi þjóöar. Dr. Hallgrimur Helgason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.