Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 5
Skriödreki I Gdansk árið 1970, en um 50 féllu þá, þegar verk- föllin voru brotin á bak aftur. — Enn reynir Gierek um sinn aö sneiöa hjá þeim mistökum fyrirennara sfns, Gómúlka. ar af neysluvörum, sem áður höföu aldrei sést. Um leið friðmælist Gierek við kaþólsku kirkjuna i Póllandi sem ef til vill er sú voldugasta austan tjalds. (Má vera, að strangtrúuð móöirin hafi haft einhver áhrif á soninn.) Þar i sýndi hann mikið raunsæi og skynsemi, þvi aö 90% allra Pólverja (35 milljónir tals- ins) heyra til rómversk-kaþólsku kirkjunni og þykja trúræknir i betra lagi. — 1977 heimsótti Gier- ek Pál VI. páfa i Páfagarð, og tveim árum siöar leyfði hann heimsókn Jóhannesar Páls páfa II. Hinar hjartnæmu móttökur, sem hinn pólskfæddi páfi fékk hjá löndum sinum, bergmáluðu um heim allan. Kapítallskt flármagn I viðleitninni til þess aö bæta kjör þjóðarinnar jók Gierek viö- skiptin við bæði austantjölds- löndin og hinn kapitaliska heim vestantjalds. Eins og tiundað hefur verið i fréttaumfjöllun að undanförnu, átti það sinn þátt i efnahagsörðugleikum þeim, sem Pólland er i. Stjórn Giereks tók stærri erlend lán, en nokkurt annað A-Evrópuriki. Láns- traustiö var kannski ekki alveg Edward Gierek, leiötogi pólska kommúnistaflokksins, mætir nú eigin vopni fyrir gráglettni örlagadisanna. einlægt. Þegar „detente” stefnan blómstraöi trúðu ýmsir vestur- landamann þvi, að meö þvi að gera kommúnistarikin þeim tengdari á efnahagssviöinu, mætti opna betur leiðina fyrir kapitaliskar hugmyndir austur fyrir járntjald. Er skemmst frá þvi aö segja, að þau iðnfyrirtæki, sem byggð voru fyrir kapitaliskt fé til þess að bæta lifskjör Pól- verja, hafa siðan ekki haft undan að framleiða til útflutnigs, sem staöiö gæti undir afborgunum þessara lána. Póiskur almenning- ur hefur ekki fengið þær vörur. Lýðræðiskröfur Gierek hefur heldur ekki tekist að mæta siendurteknum kröfum kirkjunnar, menntamanna og verkalýössamtaka um aukið lýö- ræöi, ekki eins stranga ritskoðun og frjáls verkalýðsfélög, óháð af- skiptum rikisbáknsins. — Um miöjan siðasta áratug ókyrröust Pólverjar að nýju, og hækkun kjötverðs (ásamt skorti á nauösynjavörum) leiddi til verk- falla og spellvirkja 1976 i Varsjá og Radom. Gierek sló undan og lækkaði kjötið hið snarasta aftur i veröi, en tómur rikissjóður stendur ekki undir niðurgreiðslunum, og aftur var nú gripið til þess að hækka (i reynd) kjötverðið. Viöbrögðin hafa menn lesið úr fréttum. Yfirvaldið farið að brýna sig við verkfallsmennina „Þeir eru andsósialistar og öfgasinnar,” sagöi yfirmaður hinnar opinberu fréttastofu Pól- lands um verkfallsmennina, og opinberaöi, að þolinmæði stjórn- valda sé farin aö grynnast — og hefur hún þó enst lengur, en margur átti von á austantjalds. Interpress-fréttastofan pólska segir, að ástandið fari dagversn- andi, og megi ekki mikið lengur við svo búið standa. Má lesa úr þvi viðvörun til verkfallsmanna um, að þeim sé hollara að slaka á kröfunum um frjáls og óháð verkalýðsfélög. Hún og krafan um minni ritskoðun eru þær einu,sem ekki hefur samist um. En hinir stauföstu verkfalls- menn i Eystrasaltsbæjunum hafa lagt aðrar kröfur til hliðar f bili i viðræðum við yfirvaldiö, og ein- beita sér aðþessum. Einn helsti leiðtogi verkfallsmanna, Lech Walesa i Gdansk, hvatti i ræðu i gær verkamenn, til þess að efna ekki i bili til fleiri verkfalla, en slikur mun hugurinn oröinn i verkafólki, að óliklegt þykir, að hinir baráttuglaðari láti nokkuð halda aftur af sér. — Walesa sagöi, að fyndist ekki lausn á næstu dögum, kynnu verkamenn að þurfa að gripa til frekari aö- geröa. Kvittur er samt kominn upp um, að fylkingar verkfallsmanna séu teknar að riðlast. Ýmsum þyki mikið hafa áunnist þegar, og nóg að gert f bili, enda muni stjórnin aldrei fásttil þess að samþykkja frjáls verkalýðssam- tök. Slikt væri óheyrö eftirgjöf valdisins i kommúnistaríki austantjlda. Verkfallsforingjar rufu viö- ræöurnar við aöal sáttasemjara stjórnarinnar i gær, og sögðust ekki snúa afturað samningaborð- inu fyrr en lægju fyrir ákveöin til- boð um frjálsa og óháöa verka- lýösstarfsemi. Frést hefur af æ fleiri fyrir- tækjum, sem stöövast hafa I Lodz, næststærstu borg Póllands, en þar hafa samgöngur legið niöri siðustu þrjá daga. Um 50 rikis- fyrirtæki eru lömuð i bænum Wroclaw, sem er i námunda viö kolanámuhéraðið Silesia. I Szczecin hrannast upp sorpið, svo aö mönnum stendur oröiö ógn af. Verkamenn I Lenlnskipasmfðastöðinni bræða með sér nýjustu tilboð yfirvalda, og sjáum við ekki betur en Ijósmyndarinn hafi náð þarna inn á myndina Lech Walesa (fremst t.v j) Carter og Reagan vilja skatta- lækkanlr en innllega ósammála Carter Bandarikjaforseti hefur lagt fram nýja áætlun i efnahags- málum USA og felur hún i sér lækkun skatta um 27,5 milljaröa dollara, en með þvi er ætlunin að blása nýjum krafti i athafnalifið. — Ef fram gengi, mundi sigur- vonir Carters I kosningunum auk- ast. Þessa nýju áætlun kynnti Carter i ræðu i Hvita húsinu i gær, og sagði, aö mundi verka til þess að efla bandariskan iðnað og að milljón atvinnulausra fengi störf að nýju ekki siðar en árið 1982. Hagvöxtur mundi aukast og litið eitt draga úr verðbólgunni. Ronald Reagan, frambjóðandi repúblikana og keppinautur Cart- ers, visaði þessari áætlun á bug sem „einungis nýrri uppstokkun á opinberum pappirum”. Þess- konar „pólitisk hrossalækning” mundi einungis leiða til „fólks án vinnu, fólks án peninga og fólks án vonar”. Stuart Eisenstat, einn aðalráö- gjafa Carters, segir að kosninga- loforö Reagans um 30% lækkun skatta á næstu þrem árum sé verðbólguhvetjandi og enda ábyrgðarlaust hjal. í þinginu tóku menn nýja boð- skap forsetans eftir þvi, hvar þeir Neöanjaröarsamtök I Libanon, sem segja sig andsnúin veru Palestinuaraba i landinu, hafa lýst á hendur sér ábyrgð á tilræð- inu, sem bandariska sendiherr- anum var sýnt. Þykir það ekki óliklegt, þvi að skömmu fyrir tilræðið hafði Dean stóðu i flokki. Demókrötum fannst sumt i áætluninni vera þeim vel að skapi. Repúblikanar fussuðu við nýrri kosningabrellu. sendiherra fordæmt árásir Israelsmanna á bækistöðvar Palestinuaraba I Suður-LIbanon. Þessi sömu samtök hafa áöur verið orðuð viö árásir á Palestinuaraba og bækistöövar sýrlenskra friöargæslusveita i Libanon. Tllræðíð vlð sendlherrann Þessi mynd var tekin I Calais, þegar sjómenn röðuðu fiskiskipum borð við borð I hafnarinnsiglingunni, til að loka allri umferð. Hafnbannsdeilan óleyst Togaramenn i verkfalli og út- gerðarmenn f Boulogne reyndu án árangurs samning i gær, og hafa nú frestað frekari viðræðum þar til i næstu viku. Stóð fundur þeirra hjá sáttasemjara i gær i sex klukkustundir. Hvorugur vildi meina, aö upp úr heföi slitnaö, heldur yrði tekið aftur til við samninga á þriðju- dag. Útgerðarmenn báru upp nýjar tillögur um áhafnir skipa þeirra og starfsskilyrði um borð I skipunum, og miðuðu þær að því að komast hjá fjöldauppsögnum. Togaramenn geröu sig ekki ánægða með það eitt, en þeir hófu verkfalliö og hafnbannið, sem siöan hefur staðið i fjölda hafna Frakklands, til aö mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum og launalækkunum, sem útgerðin taldi óhjákvæmilegt vegna hækk- andi oliukostnaðar. 1 lið meö verkfallsmönnum gengu svo smábátaeigendur og kröfðust þess, að oliuverð yrði lækkað eða teknir upp oliustyrkir, en það hefur rikisstjórnin ekki fengist til að gera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.