Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 14
vlsm
Föstudagur 29. ágúst 1980
18
MannréH-
indaörot
að fá
ekkí björ?
Bjórþyrstur skrifar:
Hvaö er meö þessa ungu al-
þingismenn, sem flestir þóttust
vera frjálslyndir og hlynntir
bjórnum, áður en þeir voru
kosnir á þing? Nú hafa margir
þeirra setið á þingi — storma-
sömu að visu — i ein tvö ár, en
ennþá hefur hvorki heyrst hósti
né stuna frá þeim um bjórinn.
Hvað er þetta? Viö hvað eru
þeir hræddir? A nú ekki aö fara
að drifa bjórmálið i gegn, svo
viö getum fengið okkur bjór eins
og aörar siðmenntaðar þjóðir.
Er ekki búið að láta fámenna
templaraklíkuna ráöa nógu
lengi stefnunni i þessum mál-
um. Stefna, sem hefur haft það i
för með sér, að Islendingar
drekka einna verst allra þjóða
heimsins, þó ekki drekki þeir
mest.
Þegar Alþingi kemur saman i
haust, ættu þessir ungu þing-
menn, svo sem Vilmundur
Gylfason og Friörik Sóphusson
sem báðir hafa lýst sig fylgjandi
bjórnum, að reka af sér slyðru-
orðið og leggja fram bjórfrum-
varp. Ég tel þaö hreinlega
mannréttindabrot aö fá ekki að
drekka bjór á Islandi.
Rekið af ykkur slyöruorðiö og limiö bjórmálinu
segir bréfritari
MEIRA UM ENSKU
KNATTSPYRNUNA
H.H. Hafnarfirði skrif-
ar:
Visir hefur verið keyptur inná
heimili foreldra minna svo lengi
sem ég man. Margt gott hefur
alltaf verið að finna i blaöinu, en
aftur á móti er lika margt sem
miöur fer. Ekki ætla ég aö fara
úti neina allsherjargagnrýni á
blaðið en nefna aöeins eitt at-
riði. Þaðerenska knattspyrnan.
Sem geysimikill áhugamaður
um „enska boltann” og þátttak-
anda i islenskum getraunum frá
upphafi, þykir mér umfjöllun
Visis um ensku knattspyrnuna
frámunalega rýr. Þar er laus-
lega f jallaö um helstu leikina og
staðan birt (oft brengluð) en
ekki hirt um neina alvarlega
umfjöllun um alla leiki fyrstu
deildarinnar. Mér sem öörum
áhugamönnum um breska
knattspyrnu er þannig fariö aö
halda með einhverju ákveönu
liöi ég þekki t.d. alla leikmenn
„mins” liös meö nafni og svo er
eflaust um fleiri forfallna tipp-
ara. Og „mitt” lið er ekki alltaf
aðkeppa við „stóru” liðin og þvi
veit ég ekki af lestri VIsis hverj-
irhafa skorað og þar fram eftir
götunum. Til þess aö fá þann
fróðleik verð ég að kaupa Dag-
blaðiö, — og varla er þaö á
stefnuskrá ritstjórnar Visis,
eöa hvað?
Ég vil þvi leyfa mér að óska
eftir þvi viö blaöið að það taki
upp itarleg skrif um ensku
knattspymuna. Ég er viss um
að það myndi auka söluna á
blaðinu”.
Fjölmargir tslendingar fylgjast meb ensku knattspyrnunni af kappi
og eru áhangendur Manchester United liklega fjölmennastir i
þeirra hópi.
Þaö er ekki gert ráö fyrir þvi aö fólk I hjólastólum komi á Heimilis-
sýninguna”, segir bréfritari.
LITILSVIRDING I
GARÐ FATLAÐRA
Bragi Halldórsson
hringdi:
Ég fór á Heimilissýninguna i
fyrradag. Þar sem ég er
fatlaður og nota hjólastól leitaði
ég að stæði fyrir fatlaöa en þau
eru tvö við Laugardalshöllina.
Þegar ég fann stæðin, þá gat
ég ekki lagt i þau þar sem búið
var að leggja fyrir aökeyrsluna
að stæðunum. Svo hafa þeir
aðilar sem sjá um sýninguna,
veriö svo almennilegir að reka
niður fánastengur við stæöin,
sem ætluð eru fötluöum, og þaö
þeim megin sem fatlaður maður
fer út úr bilnum.
Mér finnst þetta bera voít um
litilsviröingu I garð fatlaðra, að
koma fánastöngunum fyrir ná-
kvæmlega þarna. Það er greini-
lega ekki gert ráö fyrir þvi að
fólk I hjólastólum fari á sýning-
una.
sandkorn
Umsjón:
óskar
Magnússon
Morgunpðstl
frestað
Útvarpsráð mun á fundi sfn-
um á þriöjudag hafa ákveöiö
aö fresta þvi aö morgun-
pósturinn hæfi göngu sina á
ný. Ráögert haföi veriö aö
pósturinn byrjaöi aftur 1.
september en þvi mun nú hafa
verið frestaö til 1. október án
þess aö nokkur skýring hafi
veriö gefin...
Þjónusia?
Landsmálablööin eru alltaf i
jafn miklu uppáhaldi hér i
dálki þessum og hér kemur
ábending úr Degi á Akureyri:
Þegar haföur er i huga
opnunartimi banka og opin-
berra stofnana veröur aö segj-
ast eins og er aö þaö viröist
ekki vera hlutverk umræddra
fyrirbæra að veita almenningi
þjónustu. Þaö sést e.t.v. best á
þvi hve margt fólk verður aö
taka sér fri úr vinnu til aö fá
þar afgreiðslu. A þaö hefur
veriö bent aö rýmri opnunar-
timi komi fram i hækkuöu
veröi á þeirri þjónustu er
þessir aöilar veita. Sjálfsagt
er hægt aö reikna út hækkun-
ina — ef einhver er — á auö-
veldan hátt, en hefur nokkur
tekiö saman þaö tap sem
þjóöarbúiö veröur fyrir vegna
óhagkvæms opnunartima
stofnana, banka og verslana
svo eitthvað sé nefnt?
Vice versa
Sandkorni berast nú þær
fregnir frá Ólafsfirði, aö
steypustöð sem þar er starf-
rækt sé I óöa önn aö steypa á
Dalvik. Hvaö meö þaö? Nú
þaö er svo sem ekkert með þaö
en steypustööin á Dalvik
steypir hins vegar grimmt á
Ólafsfirði í staöinn. Menn
hljóta aö fá eldsneyti á steypu-
bíla ókeypis þar nyröra.
Vonflur
félagsskapurl
Hvaö er þaö viö lögregluna,
sem gerir þaö aö verkum, aö
allir, sem komast f kunnings-
skap við hana, fá á sig illt orö?