Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR Föstudagur 29. ágúst 1980 Blaðburðarfólk óskast: Skógar I Akrasel Bakkasel Bláskógar Arnarnes Hegranes Blikanes Haukanes Laugavegur Bankastræti AFLEYSINGAR 1. sept.-okt. Laugarneshverfi Laugarnesvegur Hrisateigur Baldursgata Freyjugata Sjafnargata Blönduhlíð Eskihlíð Reykjanesbraut Lindargata Klapparstígur Skúlagata BÍLALEtGA Skeifunni 17, Simar 81390 Nauðungaruppboð sem auglýst var 177., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á Langholtsvegi 194, þingl. eign Arna H. Ingasonar o.fl. fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands á eigninni sjálfri mánudag 1. september 1980 kl. 15.15. Bm'garfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i Skipholti 20, talinni eign Aöal- heiöar Hafliöadóttur fer fram á eigninni sjálfri mánudag 1. september 1980 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavlk. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á Hátúni 12, þingl. eign Sjálfsbjargar, landssamb. fatlaöra fer fram á eigninni sjáifri mánudag 1. september 1980 kl. 13.45. Borgarfógetaembættiö I Revkjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i Iljallavegi 52, þingl. eign Þór- unnar Kvaran o.fl. fer fram á eigninni sjáifri mánudag 1. september 1980 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á Hjallavegi 15, þingl. eign Óskars Guö- mundssonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 1. september 1980 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i Laugarnesvegi 58 þingl. eign Stefáns Þorleifssonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 1. september 1980 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. ■ Gierek preyir enn með Dolinmæðinni Það verður ekki af því skafið, að þær hafa grá- glettna kímnigáfu, örlaganornirnar. Enda er kald- hæðni þeirra oft við brugðið. Kemur það í hugann, þegar rif jast upp, að 1934 var ungum Pólverja vísað úr Frakklandi fyrir hlutdeild að verkfallsaðgerðum, sem ekki var vel séð á þeim árum verkalýðsbaráttunnar. Þessi ungi Pólverji er orðinn 67 ára gamall og valda- mesti maður Póllands. Hét hann þá og heitir enn Edward Gierek. Á hann þessar vikurnar í valdatafli við landa sína, sem eru í verkfalli, og er það svo hörð rimma, að hriktir í leiðtogasæti Giereks. Enda voru það verkf öll, sem urðu f yrirrennara hans í því sæti að falli, og sömu verkföllin ýttu Gierek sjálfum í hans stað. Það eru svona glettur, sem örlaganornirnar virðasf hafa svo gaman af. Af verkamðnnum kominn Þessi þrekvaxni leiötogi var sonur kolanámumanns og fædd- isti bænum Porabka, þar sem trúhneigð móöir hans og fráskilin systir búa enn. Þegar faöirinn fórst i námaslysi, tók fjölskyldan sig upp og flutti til Frakklands, en þá var Gierek aöeins þrettán ára. Flest unglingsár sin var hann i Frakklandi og Belgiu. Hinn ungi Gierek gekk i franska kommún- istaflokkinn 1931, en var sem sé visaö úr landi þrém árum siöan fyrir aö agitera og skipuleggja verkföll. Gierek snéri þá aftur til Pól- lands, en strax 1937 fluttist hann ásamt móöur sinni til Belgiu, þar sem hann tók aftur til viö fyrri iöju sina sem kolanámumaöur. Samkvæmt þvi æviágripi, sem hiö opinbera i Póllandi lætur uppi um Gierek, skutu þau mæöginin skjólshúsi yfir þýska kommún- ista, sem flúöu undan nasistum. Eftir innrásina i Belgiu 1940 gekk Gierek i andspyrnuhreyfinguna, sem laut forystu belgiska kommúnistans, Jean Terfve. Þaö var ekki fyrr en 1948, sem Gierek snéri aftur alkominn til ættjarðarinnar. Þrátt fyrir vesturlandadvöl sina, sem á Stalínstimanum þótti hreint eng- inn vegsauki meöal kommúnista, reis Gierek fljótt til metoröa innan flokkskerfisins. 1954 var hann valinn i miöstjórn. Ariö 1957 var hann tilnefndur aöalritari eöa framkvæmdastjóri héraösdeildar flokksins i Katowice. Hélt hann þvi embætti allt til þess, aö hann komst alla leiö á toppinn. Þoiinmðður vinnuhestur Clikt mörgum öörum leiötogum kommúnistarikja Austur-Evrópu hefur Gierek og fjölskylda hans litiö látiöá sér bera i sviösljósinu. Þaö eru ekki stóru spjöldin meö myndum af „okkar mikla ást- kæra leiötoga” i Póllandi, eins og sumsstaöar þar sem persónu- dýrkunin gnæfir yfir allt. — Sonur Giereks, Adam heitir hann, er prófessor viö fjöllista-háskólann i Silesia. Eiginkona Giereks er þaö, sem I dag er kallaö heima- vinnandi húsmóöir. Engir jafn- réttiskompleksar þar. Engir til- buröir til þess aö hampa ein- hverjum titli sem fyrsta frú landsins. Gierek hefur getiö sér orö sem vinnuhestur mikill og gætir þess sjálfur, aö menn gleymi þvi ekki, að hann er af kolanámumönnum kominn og var sjálfur verka- maöur. Og alla leiö vestur fyrir járntjald er eftir þvi tekið, aö þessi gráspengdi og stuttklippti þrekhestur sýnist gæddur póli- tiskri þolinmæöi, jafnvel kannski umburðarlyndi, i þeim mæli, sem annars er sjaldséöur hjá kommúnistaleiötogum austan tjalds. Forðasi valdbeltlngu Eins og daglega má lesa af fréttum berst Gierek þessar vikurnar viö aö finna leiö út úr ógöngunum, sem verkföll pólsku verkamannanna hafa teymt stjórn hans. En þó án þess að gripa til hörkunnar, sem fyrir- rennari hans, Wladyslaw Gomulka, beitti. A honum hvila á meöan augu leiötoganna i Kreml, og álengdar siöan alls umheimsins, sem biöur meö önd- ina I hálsinum eftir þvi aö sjá, hvort Kremlverjum liki taum- haldið hans Giereks. Gómúlka sendi á sinum tima skriödreka og herlið á Gdansk og Sczezcin til þess aö binda endi á verkföllin i desember 1970. Það kostaöi blóöbaö. 45 féllu og á annað þúsund særöust, áöur en uppþotin voru bæld niöur og tekiö til starfa aö nýju. Afleiöingin var hinsvegar sú, aö Gómúlka varö aö vikja úr leiðtogasæti og miö- stjórn kommúnistaflokksins sótti Gierek til Silesiu-héraðs, sem var ósnortiö af hinni ólitisku ólgu i Gdansk. (Siöustu fréttir herma, aö verkföllin hafi aö þessu sinni breiöst út til Silesiu sem þykir hnekkir fyrir Gierek.) Gierek nefur dregiö sinn lær- dóm af mistökum Gómúlka. Hann setti á laggirnar viöræöunefnd, sem hann sendi til verkfallssvæö- anna viö Eystrasalt, og hefur gætt þess I leiöinni aö láta ekki bera á valdabeitingu. Hann hefur lofaö launahækkunum og efna- hagsaögeröum til úrbóta ef verk- föllunum yröi aflýst, svo aö mikil- vægustu iöngreinar kæmust i gang aö nýju. stefna Glereks Þetta er sama stefnan og Gier- ek hefur fylgt, siöan hann komst að. Ýmsar efnahagsaögeröir hafa veriö reyndar i aö þvi er viröist einlægri viöleitni, til þess aö bæta lifskjör pólsks verkalýös. Laun veriö hækkuð og búöarhillur fyllt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.