Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 24
4 Föstudagur 29. ágúst 1980 síminner86611 veðurspá dagsins Um 800 km suður i hafi er 990 mb viðáttumikil lægð á hægri hreyfingu norð-norðaustur en 1017 mb hæð yfir suðaustur Grænlandi og hafinu austur- undan. Hiti breytist litið. Suðurland: All-hvöss eöa hvöss austan og viða rigning. Faxafiói: Austan stinnings- kaldi dálftil rigning sunnan til, en þurrt að mestu norðan til. Breiðafjörður til Norðurlands eystra, Breiöafjarðarmið til Norð-austurmiða: Austan og norðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi, viðast skýjað. Austurland að Glettingi, og Austurmið: Norðaustan og austan gola eða kaldi, dálitil súld eða þokubakkar, einkum við ströndina og á miðum. Austfirðir: Norðaustan gola eða kaldi, dálitil súld á miðum og við ströndina en þurrt til landsins. Suöausturland: Austan stinningskaldi og dálitil rign- ing einkum vestan til, þegar liður á daginn. Veðriö hér og har Veðrið kl. 6 i morgun. Akureyriléttskýjað + 2, Berg- en léttskýjað +9, Helsinki rigning +13, Kaupmannahöfn súld +16, Oslóléttskýjað +10, Reykjavik skýjað +7, Stokk- hólmur þokumóða +13, Þórs- höfn alskýjað +9. Veðrið kl. 19 i gær. Aþena heiöskirt +23, Berlin hálfskýjað +23, Chicago vantar, Feneyjar alskýjað +25, Frankfurt mistur +2, Nuuk léttskýjaö +7. London hálfskýjað +21, Luxemburg léttskýjað +19, Las Palmas léttskýjað +25, Mallorca létt- skýjaö +25, New York hálf- skýjað +27, Paris rigning á siöustu klukkustund +21, Róm skýjað +22, Malaga heiðskirt + 27, Montrealléttskýjaö +22. Loki segir Er það satt að pólskir verkamenn ihugi nú að senda ASÍ skeyti og h\ etja islenskan verkalýö til huröari baráttu gegn óvinveittri rikisstjórn? LOGREGLUSTJORI SVARAR EIGENDUM NOKKURRA HÚSGAGNAVERSLANA: Neltar pelm um sunnudagsopnun - en heimilar opnun á kvðldin og á laugardögum meðan Heimiiið ’oo stendur yfir Lögreglustjóri hefur veitt eig- endum nokkurra húsgagnaversl- ana heimild til að hafa verslan- irnár opnar á kvöldin og á laugar- dögum meðan sýningin Heimilið '80 stendur yfir i Laugardalshöll. Óskað var eftir heimild um opnunartima á kvöldin og um hclgar, en lögreglustjóri féllst ekki á sunnudagsopnun. Fjölmargar húsgagnaverslanir hafa um nokkurt skeið haft opið um helgar án nokkurra afskipta lögreglunnar og jafnan kallað það „húsgagnasýningar”, en lög- hlýðnari eigendur vildu fá skýrar linur um þetta atriði frá lögreglu- stjóra og þær linur komu i gær. Hvort heimild lögreglustjóra nær til allra húsgagnaverslana eða aðeins þeirra sem um heimildina sóttu á eftir að koma i ljós. Hvort lögreglan lætur loka þeim verslunum, sem opið hafa á sunnudögum, á einnig eftir að koma á daginn. Erindi umræddra eigenda hús- gagnaverslana, sem eru innan við tiu, kom fyrir borgarráð ekki alls fyrir löngu og samþykkti borgar- ráð fyrir sitt leyti að gera enga athugasemd við þessa tilhögun. A hinn bóginn benti borgarráð á ákvæði i reglugerð um opnunar- tima verslana, þar sem lögreglu- stjóra væri heimilt að veita rýmri sölutima við „sérstakar að- stæður”. Samkvæmt bréfi lög- reglustjóra flokkast sýningin Heimilið ’80 undir það ákvæði. Kaupmannasamtökin létu einn- ig umsögn i té vegna þessa erindis og lögðust gegn beiðninni. Munu samtökin ekki hafa viljað gefa fordæmi fyrir stuðningi við rýmri opnunartima og þvi mæit gegn erindinu. —Gsal Lellað að trillu Litil trilla frá Hafnarfirði fannst i birtingu i morgun eftir að hennar hafði veriö saknað siðan i gær. Eldri maður hafði farið i gærmorgun einn sins liðs á opinni trillu og er hann skilaði sér ekki i gærkvöldi var tilkynnt um hann til lög- reglunnar i Hafnarfirði. Haft var samband við Slysa- varnarfélag Islands og var björgunarsveit kölluð út en trillan fannst i birtingu i morgun með bilaða vél út af Valhúsabauju. Að sögn Hann- esar Hafstein, framkvæmda- stjóra SVFl, voru engin neyðarblys né annar öryggis- útbúnaður um borð i trillunni og sagði hann að að ástæöa væri til að brýna enn fyrir trillubáta- og smábátaeigend- um að hafa i það minnsta handblys og stormeldspýtur um borð þannig að menn geti látið vita af sér i tilfellum sem þessum. —Sv.G. Siarfsmannalélög útvarps og slönvarps: FRANSKUR KAFBATUR TIL SÝNIS Franski kafbáturinn „Le Morse” lagðist að bryggiu i Sundahöfn klukkan niu i morgun. Kafbáturinn verður hér i fjóra daga eða til fyrsta september og verður hann til sýnis almenningi frá klukkan 14-17 dag hvern, sem hann staldrar hér við. Aðgangur og leiðsögn verður i smáhópum. —KP. Vílja fella samn- ingana „Sameiginlegur fundur i félögum starfsmanna útvarps og sjónvarps hvetur opinbera starfsmenn til þess að fella kjarasamning þann, sem nú liggur fyrir til atkvæða- greiðslu. Telur fundurinn, að vinna beri að þvi að ná hag- stæðari samningum og hvetur félagsmenn til samstöðu i þvi skyni”, segir i tillögu, sem samþykkt var i gærkvöldi á fundi starfsmanna útvarps og sjónvarps um þá samninga- gerð, sem nú liggur fyrir. Aö sögn Péturs Péturssonar var tillagan samþykkt með 21 atkvæöi gegn 4, en Haraidur Steinþórsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir samn- ingunum. Sagði Pétur, að fundarmönnum hefði komið saman um að breyta undir- skriftum þeirra Kristjáns Thorlacius og Ragnars Arn- alds i rithandarsýnishorn sem þeir gæfu hvor öðrum. —KÞ Ákæran í Fríhafnar- málinu: í ákæru þeirri, sem birt hefur veriö á hendur fyrrverandi versl- unarstjóra Frihafnarinnar, kcmur in.a. fram, að starfsfólk verslunarinnar hafi neytt af vöru- biigðum hennar, einkum áfengis og sælgæti, og hefði sú vöru- rýrnun verið dulin með þvi að þessar vörulegundir voru hafðar óverðmerktar og seldar á hærra verði en verðskrá mælti fyrir um. Þá kemur einnig fram.að á árinu STMFSFOLK QEKK I VlH OG SÆL6ÆTI 1978hafi verslunarstjórinn komið fram sem umboðsmaður fyrir cr- lenda sn y r tiv öru f y r ir tæk ið „Worth", og hafi hann sem slikur tekið við vörupöntunum Frihafn- arinnar til hins erlenda fyrirtækis og séð um afgreiðslu þeirra. Verslunarstjórinn vann við Frihöfnina frá árinu 1972 og fram á mitt ár 1978. Er honum gefið að sök, að hafa gert sekur um stór- fellda vanræksiu og hirðuleysi i starfi og misnotkun á stöðu sinni. Auk fyrrgreindra ákæruatriða . er verslunarstjóranum gefið að sök, að hafa verðskrár eigi til- tækar afgreiðslufólki verslunar- innar og viðskiptamönnum. Þá mun hann hafa látiö viðgangast að peningakassar væru ólæstir og ekki gerðir upp nema einusinni á sólarhring og að láta ekki fylgjast með þvi, að öllum erlendum gjaldeyri væri skilað til gjaldkera fyrirtækisins og auk þess, að láta að öðru leyti undir höfuö leggjast að hafa nægilegt eftirlit með rekstri verslunarinnar. Það hefur vakið nokkra athygli að aðeins einn maður skuli gerður ábyrgður fyrir þvi misferli sem átt hefur sér stað i Frihöfninni árum saman. —SVG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.