Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 2
VÍSLR Föstudagur 29. ágúst 1980 '2 Hverjir hafa verið nefndir til biskups- kjörs? Hjörtur Jóhansson, Kfsiliöj- unni viö Mývatn: „Ég hef ekkert fylgst meö þvi”. Þór Ingi Danielsson, gæslu- maöur/ ,,Mig minnir að það hafi verið talað um einhverja konu. Ég man ekki hver það var”. Ólafur Auöunsson — leigubil- stjóri: „Séra Ölafur Skúlason en ég man ekki hver hinn var”. Kristmann Hjálmarsson — framkvæmdastjóri: „Nei, ég hef ekki nokkra hugmynd um það”. Baldur Erlingsson — bilasali: „Er þaö nema einn, ölafur Skúlason,. Jú ég hef heyrt Jónas Gislason neindan”. Hafskip fær nýja nýja Selá: AÐEINS ÞRETTÁN MANNA AHÖFN „Það veröur þrettán manna áhöfná þessu skipi”, sagði Björg- ólfur Guðmundsson, annar fram- kvæmdastjóra Hafskips h.f. i samtali viö VIsi. „Það er nokkuð færra en búist var við, en þetta varð að samkomulagi milli okkar og Farmannasambandsins. Þetta þýöir þó ekki, að samkomulag um fækkun I áhöfnum eigi við um allan flotann, heldur veröur að semja hverju sinni, en nefnd er I gangi, sem vinnur aö þessum málum.” 1 vikunni bættist nýtt skip i Islenska farskipaflotann.Skipið, sem var keypt frá Noregi, hlaut nafnið M/S Selá og kaupendur eru Hafskip h.f. Er þetta annað af tveimur fjölhæfnisskipum, sem félagið hefur samiö um kaup á. Bæði skipin hafa þó verið i áætl- unarsiglingum fyrir Hafskip h.f. um nokkurt skeið. Þau eru bæöi 2.828 d.w. tonn, eru búin opnan- legum skut, tveimur stórum vörulúgum á hlið og færanlegum millidekkjum. Möguleiki á hleðslunýtingu er þvi með miklum ágætum og afgreiöslu- hraði vegna lestunar og losunar mun méiri en á hinum eldri, hefð- bundnu' skipum. Siglingarhraöi skipanna er 15 sjómilur. Kaupverö skipanna, sem var samið um fyrir rúmu ári, er 2.350.000 Bandarikjadalir, hvort skip, en siðan samningar voru geröir er talið, að markaðsverð hafi hækkað verulega. Den Norske Creditbank 1 Osló hafði milligöngu um fjármögnum. Skipið var formlega móttekið af fulltrúum útgerðarinnar, Albert Guömundssyni, stjórnarfor- manni, og framkvæmdastjórum félagsins, þeim Björgólfi Guð- mundssyni og Ragnari Kjartans- syni. Skipstjóri er Rögnvaldur Bergsveinsson. Eins og áður sagöi er þrettán manna áhöfn, en meðan skipið var I eigu Norð- manna taldi áhöfnin aöeins ellefu menn. —KP. Hus a veslurgolu tekur sig upp a gamalsaldri og iiytur á Hókhiöðusllg: Borgln fékk húsið fyrir krðnupening „Borgin keypti þetta hús á eina krónu fyrir þvi sem næst tveimur árum,” sagði Björn Friðfinnsson fjármálastjóri Reykjavikurborg- ar er hann var spurður um húsiö aö Vesturgötu 18, sem fyrirhugað er aö selja og flytja um set. „Það er búið aö finna húsinu stað,” sagði Björn, „á horninu á Bókhlöðustig og Miöstræti og búiö er aö samþykkja i borgarráði, aö auglýsa húsið til sölu og flutnings á þessa lóö.” Aö sögn Björns mun borgin selja húsið ' á eitthvað meira en eina krónu, og kaupand- anum er ætlaö að sjá um flutning hússins af Vesturgötunni. „Þetta er samskonar og viö gerðum i fyrra,” sagði Björn, „þá seldum við hús við Hverfisgötu og það var flutt að Bergstaöastræti, gegnt Hótel Holt.” Eigendur hússins aö Vestur- götu 18 voru fjölskylda Sturlaugs Jónssonar og réði að sögn Björns höfðingsskapur einn þvi að húsið varð borginni falt fyrir krónupen- ing. Eigendur hyggjast nýta lóð- Innkaupastofnun hefur verið ina sjálfir er flutningur hússins falið að auglýsa eftir tilboöum i hefur fram fariö. þetta gamla hús. —Gsai. Skipstjóraskipti á Selá um leið og skipt er um eigendur. Albert Guðmundsson stjórnarformaður Hafskips fyigist með. '1* ! Húseignin Vesturgata 18 sem föl varð borginni fyrir krónupening. Hér er framtiðarlóð hússins á horni Bókhlöðustigs og Miðstrætis. (Visismyndir E.P.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.