Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 31
Sjónvarp mánudag kl. 21.15: SWEDENHIELMARARNIR, ÓVENJULEG OG Ufvarp kl. 14.30: Ný miðdegissaga: Alturgangan í dag hefst lestur nýrrar mið- degissögu. Það er sagan „Aftur- gangan” eftir Jón Kjartansson frá Pálmholti. Saga þessi birtist ásamt fleiri smásögum Jóns i smásagnasafni hans „Tilgangur- inn i lifinu”, sem gefið var út hjá Helgafelli árið 1968. Sögunni hefur verið skipt i þrjá hluta og er lesandinn höfundurinn sjálfur. EYÐSLUSOM FJÖLSKYLDA „Þetta leikrit fjallar um heldur óvanalega fjölskyldu”, sagði Hallveig Thorlacius, en hún er þýðandi leikritsins sem sýnt verður i sjónvarpinu á mánu- dagskvöld. „Fjölskyldufaöirinn er af gam- alli aðalsætt og er þar að auki uppfinningamaður og hefur veriö að biða eftir Nóbelsverö- laununum i mörg ár. Elsti sonur- inn er hans hægri hönd, en yngri sonurinn er að reyna að verða flugkappi. Dótturin vill ólm verða leikkona. Fjölskyldan er sú eina, sem reynir aö halda eyðslunni i skefjum.” Hallveig sagöi, að þetta leikrit væri mjög skemmtilegt og lægi fyndnin oft i samtölunum á milli fjölskyldumeðlima, sérstaklega væri faðirinn orðheppinn. Þetta leikrit er svo til alveg nýtt af nálinni eða siðan 1979. Höfundur verksins er mjög þekktur i Sviþjóð og hefur meöal annars verið þýdd á islensku bók hans „Viðreisn i Wagköping”. Aðal leikarinn i leikritinu, Jarl Kulle, er einn af vinsælustu leikurum Svia. Hann lék i leik- ritinu ,,My fair laydy”, sem gekk i Sviþjóð i mörg ár og er Kulle þessi talinn einn af mestu hjarta- knúsurum i Sviþjóð, I dag. AB Swedenhielmararnir heitir sænska sjónvarpsleikritið sem verður i sjónvarpinu á mánudag- inn. Þessi mynd sýnir aðalleikar- ann og sænska hjartaknúsarann Jarl Kulle í hlutverki sinu. útvarp Mánudagur 1. september 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.00 Morguntónleikar. Hljómsveit Christophers Hogwoods leikur Forleik nr. 8 i e-moll eftir Thomas Aúgustine Arne/Nicanor Zabaleta og Sinfóniuhljóm- sveit Berlinarútvarpsins leika Hörpukonsert i C-dúr eftir Francois Adrien Boieldieu: Ernst MSrzendorfer stj./ Fil- harmoniusveit Berlinar leikurSinfóniu nr. 29 i A-dúr (K201) eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Karl Böhm stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikasvrpa Leikiri létt- klassisk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miðdegissagan: „Afturgangan" eftir J6n frá Páimholti Höfundur les fyrsta lestur af þrem. 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar FIl- harmonlusveit Lundúna leikur „Scapino”, forleik eftir William Walton, Sir Adrian Boult stj./Fil- harmoniusveitin I Stokk- hólmi leikur Sinfóniu nr. 2 i D-dúr op. 11 eftir Hugo Alfvén, Leif Segerstam stj. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild Guörún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (17). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Kjartan Sigurjónsson skóla- stjóri á Isafiröi talar. 20.00 Púkk. — þáttur fyrlr ungt fólk Stjórnendur: Sigrún Valbergsdóttir og Karl Agúst Olfsson. Þessi þáttur var áöur fluttur 10. ágúst f fyrra. 20.40 Lög unga fólksins. Hildur Eiriksdóttir kynnir. 21.45 titvarpssagan: „Sigmarshús” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les (12). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Fyrir austan fjall. Umsjónarmaöur: Gunnar Kristjánsson. 23.00 Kvöldtónleikar: Tóniist eftir Pjotr Tsjaikovský Sinfóniuhljómsveit hollenska útvarpsins leikur. Hljómsveitarstjóri: Roberto Benzi. Einleikari: Viktor Tret-jakoff. a. „Voyvode”, balletttónlist. b. Fiölukonsert i D-dúr op. 35. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 1. september 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 iþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felix ion. 21.15 Swedenhieimarnir Gamanleikur eftir sænska rithöfundinn Hjalmar Berg- man. Sjónvarpshandrit Henrik Dyfverman. Leik- stjóri Hans Dahlin. Aðal- hlutverk Jarl Kulle. Leikur- inn gerist á heimili Sweden- hielmfjölskyldunnar. Ætt- faðirinn er snjall uppfinn- ingamaöur og hefur lengi vænst þess að hljóta Nobels- verölaunin. Fjölskyldan er skuldum vafin, en ráðskon- an á heimilinu spornar viö eyðsluseminni. Þýðandi Hallveig Thorlacius. (Nord- visión — Sænska sjón- varpiö) 22.50 Dagskrárlok. Enn einn blekklngavefurínn Verkföllunum f Póiiandi virð- ist lokið, í bili að minnsta kosti. Sjaidan hafa verkföll vakið eins mikla athygli um viða veröld og þessi. Þó hafa þau sáralitil áhrif haft á framleiðsiu eða viöskipti utan Póllands. Þar við bætist að i umræðu um verkföllin hefur sárasjaldan verið að þvi vikið hvaða launaaukningar verka- mennirnir kefðust og þegar sagt hefur veriö frá lausn verkfall- anna hefur litið boriö á frásögn- um af efnalegum kjarabótum. Það er lika ljóst að verkföllin voru ekki fyrst og fremst háð til þess að ná fram launahækkun, eins og við eigum að venjast hér. Þau voru háö til þess að knýja fram visi aö almennum mannréttindum I sæluriki öreig- anna, einu af fyrirmyndarrikj- um margra þeirra sem hæst láta I verkalýðsbaráttu i hinum svonefnda vestræna heimi. Verkföllin i Póllandi ættu að hafa opnað augu okkar, sem bú- um I lýðræöisriki, fyrir því hver raunveruleg ásýnd sóslalism- ans er. Hún er grimulaust ein- ræði. t raun er það fullkomlega eölilegt aö einræði hafi fylgt alls staðar þar sem svonefnd sóslal- Isk rlki hafa verið stofnsett. Sósialismi I sinni fullkomnustu mynd strlðir gegn ýmsum frumhvötum heilbrigðs manns. Hann brýtur niður eðlilega at- hafnaþrá, hann meinar mönn- um aö njóta ávaxta eigin dugn- aðar og framtakssemi, hann skyldar menn til þess aö þjóna einhverju óáþreifanlegu hug- taki með erfiði sinu og svita. Þessvegna vilja menn ekki una sóslalismanum, eftir aö þeir kynnast honum. En sósialisminn skal I helvit- in. Þjóð eftir þjóö hefur verið lögð I fjötra hans i skjóli her- valds Sovétrikjanna, og ávallt hafa verið nægir skósveinar þeirra til þess að berjast fyrir þvi að hópurinn stækkaöi. Til þess að viðhalda sóslalismanum hafa verið stofnuð her- og lög- regluriki, þar sem þegnunum er haldið I greipum óttans við dauða eða fangeisisvist. Þess eru engin dæmi, að þjóö sem hefur einu sinni tekið á sig ok sósialismans, eða kommúnism- ans, hafi fengiö að velta þvl af sér. Hver tilhneiging til þess er barin niður af hervaldi, svo sem dæmin frá Ungverjalandi og Tékkóslóvaklu sanna. Leiðin til sóslaiisma er einstefna, sem gáfumanna vinstri pressunnar. En póiskir verkfallsmenn náðu ekki öllu fram. Langt frá þvi. Þeir urðu aö slá af megin- kröfum sinum. Þeir virðast ekki hafa fengiö að stofna sjálfstæð verkalýösfélög. Þótt slakað hafi verið á ritskoöun á meðan sam- ið var, er eftir aö sjást aö frjáls pressa flæði um lendur Pól- lands. Þótt dreift verði eintök- um af Helsinki-sáttmáia meðal þegnanna.biðum við eftir aö hlið geðveikrahælanna verði opnuð. Viö megum ekki láta slá ryki I augu okkar. Sóslalisminn, kommúnisminn, er einræöis- stefna og mun verða það áfram, þótt einræöisherrarnir hafi leik- ið biðleik á meðan afgönsku þjóðinni er slátraö. Það mun skjótt koma i ijós. Hinn svokall- aði mannlegi sóslaiismi er ekki til og mun ekki verða það. Um leið og pólska þjóðin og aðrar austantjaldsþjóðir fengju að velja sér stjórnarform yrði sósialismi ekki lengur til. Þess vegna verður þeim ekki leyft þaö, fremur mun rauði herinn marséra yfir landamærin. Þaö veröur fróðlegt aö fylgjast meö næstu vikurnar. Svarthöföi. endar I blindgötu. Þótt fréttaskýrendur láti svo sem verkfallsmenn i PóIIandi hafi unniö mikinn sigur á þó eftir aö sannast aö svo sé. Eðli- legt er aö þeir menn, sem vilja leiða fleira fólk undir ok komm- únismans, geri mikið úr árangri pólsku verkamannanna. Það leiöir huga fólks að þvl að kannski sé kommúnisminn nú ekki svo bölvaöur eftir allt sam- an, það saki ekki að prófa hann, úr þvi hægt sé að snúa við. Aðrir fréttaskýrendur dansa svo tneö til þess að losna við þau óþæg- indiað gáfur þeirra séu dregnar I efa meðal hinna sjálfskipuöu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.