Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 23
♦ *
vtsm Fimmtudagur 4. september 1980.
.Umsjón:
Ásta
Björnsdóttir.
Fimmtudagsleikritið kl. 21.35:
- nýtl leikrit eftir
Jónas Jónasson
t kvöld verður útvarp-
að nýju islensku leikriti,
„Það er hó” eftir Jónas
Jónasson. Leikrit þetta
var samið i vor og var
hljóðritað stuttu seinna.
Leikritiö f jallar um gömul hjón
sem eru aö rifja upp liöna daga.
Þeim er ljóst aö þau hafa lifaö sitt
fegursta og aö nú fari aö styttast i
endalokin. Þau rifja upp bæöi
ánægjulega og dapurlega hluti og
hugsa aö ekkert veröi tekiö aft-
ur.... og þó — þaöer alltaf hægt aö
vona.
Jónas Jónasson_ ejr_ öllum
kunnur fyrir störl” sin sem
útvarpsmaöur i fjölda ára.
Hanrv stjórnaöi lengi ýmsum
skemmtiþáttum og áriö 1961 var
f r a m h a 1 d s 1 e ik r i t hans
„Fjölskylda Orra” flutt i út-
varpinu. Einnig hafa veriö flutt i
útvarpi, fleiri af leikritum hans
og sögum.Barnabókin „Polli og
allir hinir” var verölaunuö á sin-
um tima og Leikfélag Reykjavik-
ur sýndi leikrit hans „Glerhúsiö”
haustiö 1978, en þaö leikrit kom
einnig út á prenti.
Leikritiö „Þaö er hó” er 40
minútna langt og eru leikendur
aöeins þrir þau Róbert
Arnfinnson, Guörún Stephensen
og Þorsteinn Gunnarsson. Einnig
má ef menn hlusta vel heyra höf-
undinn Jónas Jónasson skjóta
nokkrum setningum inn I leikrit-
iö. Tæknimaöur viö upptöku
verksins var Friörik Stefánsson.
---AB
Leikendur Inýja leikritinu hans Jónasar Jónssonar eru þau Róbert Arnfinnsson, Guörún Stephensen og
Þorsteinn Gunnarsson.
Útvarp kl. 14.30:
Ekki aðeins
á jólunum’
- saga ettlr Heinrich Bðll
„Þaö er oröiö mjög langt siöan
ég þýddi þessa sögu Heinrich
Bölls”, sagöi Guömundur
Georgsson, en I dag veröur lesin
fyrri lesturinn af tveimur af sög-
unni „Ekki aöeins á jólunum”.
„Sagan gerist I Köln á tima
fyrri heimsstyrjaldarinnar, og
segir frá jólahaldi fjölskyldu
einnar. Húsmóöirin hefur ruglast
litiö eitt i rlminu vegna striösins,
en eins og flestar þýskar
húsmæöur vill hún endilega hafa
jólatré á jólunum. Þaö verður þó
mjög erfitt þvi aö I loftárásunum
á Köln vill skrautiö hristast af og
brotna. Vegna þess aö konugreyiö
hefur ruglast, þá veröur jólahald-
iö dálitiö sérkennilegt hjá þessari
fjölskyldu og veröur dálitiö vand-
ræöalegt fyrir aöra meölimi fjöl-
skyldunnar”.
Heinrich Böll er mjög þekktur
og viölesinn höfundur og þaö eru
ekki mörg ár slöan hann fékk
bókmenntaverðlaun Nóbels.
Aöalviöfangsefniö I verkum hans
er þýskur veruleiki I fortiö, nútiö
og framtiö og i þessari sögu hans
lýsir hann á dálitiö kaldhæönis-
legan hátt áhrifum striösins á
fjölskyldulif Þjóöverja.
„Þaö hefur ekki veriö þýtt mjög
mikiö eftir Böll á islensku, en þó
hafa Frans Gislason og Böövar
Guömundsson þýtt nokkrar sögur
eftir hann sem hafa veriö lesnar I
útvarpi”. — Þaö er Helgi Skúla-
son leikari sem les söguna aö
þessu sinni. — AB
1 dag veröur lesinn fyrri iesturinn
af tveimur af sögunni „Ekki
aðeins á jólunum” eftir Heinrich
Böll.
útvarp
FIMMTUDAGUR
4. september
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar.
Tónleikasyrpa. Léttklassisk
tónlist, dans- og dægurlög
14.30 Miödegisságan: „Ekki
aöeins á jóiunum” eftir
Heinrich Böll. Guömundur
Georgsson þýddi. Helgi
Skúlason leikari les fyrri
hluta sögunnar.
15.00 Popp. Páll Pálsson
kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Siödegistónleikar.
17.20 Tónhornið. Sverrir
Gauti Diego stjórnar.
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Þórhallur
Guttormsson flytur þáttinn.
19.40 Sumarvaka.a. Einsöng-
ur: Halldór Vilhelmsson
syngur islensk lög. Guörún
Kristinsdóttir leikur á
pianó. b. lshúS'*og beitu-
geymsla. Vilhjálmur
Hjálmarsson fyrrum
menntamálaráöherra flytur
fyrsta erindi sitt, sem fjall-
ar um brautryöjandann
tsak Jónsson. c. Kvæðieftir
Armann Dalmannsson. Jó-
hannes Hannesson bóndi á
Egg i Hegranesi les. d.
Hversu land byggöist út á
ýmsum timum.Óskar Ingi-
marsson les erindi eftir
Halldór Pjetursson rithöf-
und.
21.05 Pianóleikur I útvarps-
sal:_ Agnes Löve leikur. a.
21.35 „Þaö er hó!”, útvarps-
leikrit eftir Jónas Jónasson
sem einnig er leikstjóri.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Ráögjöf I skólum. Guö-
rún Friögeirsdóttir mennta-
skólakennari flytur erindi.
23.0 Afangar. Umsjónar-
menn: Ásmundur Jónsson
og Guöni Rúnar Agnarsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Niöurgreiddir lerðamenn og kjðtátið
Eftir aö Sigrún Stefánsdóttir,
sjónvarpsdama, haföi spurt
Gunnar Guöbjartsson svo ágæt-
lega, hvort ekki bæri aö hætta
togaraútgerö vegna hagsmuna
smábátaeigenda, datt manni i
hug aðbundinn heföi veriö endir
á frekari umræöu um lögvernd-
un smábúskapar I landinu. En
þaö er vfst ekki. Skiptir engu
þótt ágætt sjónvarpsfólk geri
skarplegar athuganir I samtöl-
um viö smábúaforstjóra. Þeir
hafa varla sleppt oröinu, þegar
rollukjötiö kemur til umræöu
annars staöar. t þetta sinn á
sama kvöldi I sjónvarpinu. Þaö
gerðist nefniiega i þætti um
flugmál, aö ágætur feröafor-
stjóri lét þess getiö I framhjá-
hlaupi, aö mikill kostur væri aö
fjölda feröamanna hér vegna
þess aö þeir ætu þó altént rollu-
kjötiö okkar.
Nú hefur feröamannastraum-
ur eitthvaö dregist saman aö
undanförnu og er ekki nema
eðlilegt aö feröaforstjórar hafi
af þvi áhyggjur. Móttaka ferða-
manna er þriöja stærsta at-
vinnugreinin I landinu, og er þaö
ekki litfll árangur frá timum,
þegar einstaka sérvitrineur
lagöi leiö sina upp á landiö, sat I
tjöldum viö Heklurætur, horföi
á Geysi og álpaöist á fjöll meö
misjöfnum árangri. Þessir fáu
deildu svo innilega kjörum meö
landsmönnum, aö þess munu
dæmi aö stöku maöur hafi
drukknaö I óbrúuöum stórám.
Lengra var ekki hægt aö komast
i náttúruskoöun I þann tima.
1 dag er ferðamannamóttakan
oröin eins konar iönaður I land-
inu. Þaö hefur jafnvel veriö
stofnaö félag feröamanna-
bænda, en þeir eru jafnan fyrst-
ir tii aö gera sér grein fyrir þvl,
aö nokkurn félagsskap þarf aö
hafa til aö fá opinber framlög til
feröamannaþjónustu á bújörö-
um. Liggur I augum uppi aö lltið
vit er I þvi aö veita aöeins styrki
til ræktunar og húsbygginga á
nýbýlum, þegar alveg eins er
hægt aö stunda búskap i sveit-
um meö feröamenn. Eflaust
hefur þessu öllu slegið saman i
höföi ágæts feröaforstjóra
þegar hann minntist aukins
kjötáts I sambandi viö feröa-
menn.
Þaö hlýtur aö vera áhyggju-
efni fyrir þá, sem leggja vax-
andi áherslu á skipulagningu I
feröamannaiönaði, aö einmitt
um sama leyti eiga Flugleiöir I
erfiöleikum. Þaö er til lltils aö
standa hér meö kjötfötin tilbúin
ef ekki verður flogiö aö og frá
landinu samkvæmt áætlun.
Þess vegna hlýtur sú spurning
aö vakna fyrr eöa siöar, hvort
ekki sé rétt aö niöurgreiöa
feröamenn, efla meö þvi hag
feröamannabænda og Flugleiöa
jafnt og hag þeirra, sem þegar
hafa gert feröamenn aö þriöju
stærstu atvinnugrein landsins.
Langt er siðan einstaklingur-
inn trúöi á sjálfan sig til ein-
hverra hluta, Hann sofnar nú
rólegur og án magasárs á
hverju kvöldi fullviss um, aö
fari aö ganga illa komi rikiö til
sögunnar og bjargi málum.
Ekki má beita hagræöingu og
uppsögnum á starfsfólki ööru
vlsi en fundahöld hefjist I fé-
lagsmálaráöuneytinu um ný
fyrirtæki á sama grunni. Ekki
munu þau fyrirtæki græöa frek-
ar en þau sem áöur voru I einka-
eign. En kassinn er stærri og af
meiru aö taka i taprekstur.
Lengi hefur þessi leiö veriö far-
in aö hálfu og þá meö innspýt-
ingum frá rikinu, stundum i
formi niöurgreiöslna, stundum I
formi ábyrgöa, sem vitaö er aö
rlkið þarf aö greiöa. Skattar
veröa af þessum sökum hiö
stööuga vandamál einstaklings-
ins. Hann hlýtur vökunætur og
magasár af sköttum meöan fyr-
irtækin blómstra i garöi rlkis-
ins.
Nú stendur yfir ein rlkisaf-
skiptahrotan og ekki sú
minnsta. Minnkandi feröa-
mannastraumur kemur þar viö
sögu. Minnkandi rollukjötsát af
þeim sökum kemur einnig viö
sögu. Flugleiöir koma og viö
sögu, og allt stefnir þetta til
einnar áttar. Einstaklingurinn
er hættur aö hugsa ráö sitt, eöa
þá hann má þaö ekki af „vel-
sæmisástæöum”. Þess vegna
mun svo fara aö hinn mjög svo
persónulegi iönaður, sem tengd-
ur er ferðamönnum, mun fyrr
eöa siöar veröa niöurgreiddur.
Svarthöfði.