Vísir - 06.09.1980, Qupperneq 6
vtsm Laugardagur 6. september 1980.
^ Kristinn Ólafsson,
tollgæslustj óri:
„Getum
aldrei leitad
öll skip
ut i gegn”
t byrjun vikunnar játuðu ellefu skipverjar á Hofsjökli, aö hafa
smyglaö til landsins tæplega þúsund flöskum af áfengi, þúsund
kartonum af sigarettum og talsveröum fjölda talstööva og hijóm-
flutningstækja. Verömæti varningsins er áætlaö um þrjátiu mill-
jónir króna.
Skipiökom til Reykjavikur siödegis sunnudaginn 25. ágúst, en viö
leit i skipinu þá fannst ekkert smygl. Aöfaranótt miövikudagsins 27.
ágúst hélt skipiö vestur um land og kom viö á Rifshöfn, Pat-
reksfiröi, Flateyri og Bolungarvik. Aö kvöldi föstudagsins 29. ágúst
kom skipiö til Suöureyrar og þar biöu þess tollveröir frá Reykjavik
sem geröu ofangreindan smyglvarning upptækan.
Hvernig má þaö vera, aö tæplega tonn af áfengi, auk alls annars.
sleppur undan haukfránum augum tollgæslumanna meö þessum
hætti?
Kristinn ólafsson, tollgæslu-
stjóri, er i Fréttaljósinu að
þessu sinni og hann var fyrst
spurður um hvernig leitin i
Hofsjökli heföi farið fram i smá-
atriðum.
„Tæki margar vikur að
leita af sér allan grun”.
„Skipið kom til hafnar i
Reykjavik um klukkan fjögur á
sunnudeginum og þá fóru um
borö i það sex tollverðir.
Afgreiðslan fór svo fram á
venjulegan hátt — hjá skip-
stjóra eru athugaðar skýrslur
skipsverja yfir þann varning,
sem þeir hafa keypt erlendis.
Siðan er gengið á klefana og það
áfengi og tóbak, sem skipverjar
eiga rétt á að flytja inn toll-
frjálst, er stimplað og merkt,
fyrst og fremst til þess aö auð-
velda okkur eftirlit. Jafnframt
var kannað hvort eitthvað til
viðbótar fyndist i klefunum á
misjafnlega aðgengilegum
stöðum, svo sem undir stól-
setum og þess háttar.
Siðan var skipinu leyft að
leggjastað bryggju og þar bæði
leituöum viö og höfðum eftirlit
með þvi þangað til það fór
vestur á þriðjudagskvöldið.
Þetta var venjuleg „stikkprufu-
leit” i Hofsjökli, en ef við ættum
að leita af okkur allan grun tæki
þaö alla starfsmenn tollgæsl-
unnar margar vikur i frystiskipi
sem þessu. Þetta er allt saman
einangrað og þaö þyrfti bókstaf-
lega að rifa allt innvolsið úr
þvi”.
Texti: Páli
Magnússon,
biaöamaöur.
Mynd: Bragi
Guömundsson,
ljósmyndari.
„Ótrúleg hugvitssemi
við að finna nýia
staði”.
— Nú var i þessu tilfelli um aö
ræöa tæpt tonn af áfengi og þús-
und karton af sigarettum.
Er ekki óeöiilegt aö magn af
þessu tagi finnist ekki þegar á
annaö borö er gerö leit I skip-
inu?
„Það er aldrei hægt að leita á
öllum þeim stöðum sem
hugsanlega væri hægtað nota til
að geyma smyglvarning. Það
var stöðugt leitað i Hofsjökli þá
daga sem hann hafði viðdvöl i
Reykjavik, en botntankarnir,
þar sem smyglið var geymt,
urðu útundan. Það var letað
vandlega annars staðar i skip-
inu og skrúfuð niður þil og loft-
plötur. Þessir botntankar eru
undir lestunum og til þess að
komast að þeim þarf að tæma
skipið, rifa upp lestargólfin og
skrúfa lokin af tönkunum”.
„Ekki til sá staður þar
sem ekki hefur fundist
smygl”.
— Nú hafa þessir tankar áöur
veriö notaöir til aö geyma
smygl. Heföi ekki veriö eölilegt
aö leita I þeim Ilka?
„Eins og ég sagði eru staðir-
nir óteljandi og menn eru ótrú-
lega hugvitssamir við að finna
nýja, og jafnvel búa þá til ef svo
ber undir. Það er til dæmis ekki
langt slöan að undirstöður undir
mastri voru hálfvegis soðnar i
sundur til aö koma fyrir smygli,
sem auövitað er stórhættulegt.
Þaö verður alltaf að velja og
hafna hverju sinni hvar skal
leitaö og i þessu tilfelli uröu
botntankarnir ekki fyrir valinu,
en það er ekki til sá staður i
skipi, þar sem ekki hefur fundist
smygl.”
— Er þetta þá ekki spurning
um vöntun á mannafla eöa
tækjum?
„Auðvitaö er þetta alltaf
spurning um mannafla. Ef viö
heföum fleiri menn gætum viö
tekiö fleiri stikkprufur. Það
segir sig hins vegar sjálft, aö viö
getum aldrei leitað öll skip út i
gegn.”
Kristinn ólafsson innan um smyglgóssiö, tonn af áfengi og þúsund karton af sigarettum.
— Af hverju var fariö á eftir
skipinu vestur á Suöureyri?
„Ég vil ekki segja frá þvi hver
kveikjan aö ferðinni var, en við
reynum oft að fylgja hlutunum
eftir svo að menn telji sig ekki
lausa allra mála eftir skoðun
hér i Reykjavik”.
„Samstarfið við er-
lenda aðila á við marga
starfsmenn”.
— Talan, sem gefin var upp
eftir leitina á Suöureyri, voru
948 flöskur. Hvaöa tryggingu
hafiö þiö fyrir þvi, aö magniö
hafi ekki upphaflega veriö
miklu meira?
„Það náðist samstaða i
framburði þeirra um það magn,
sem keypt var i Bandarikjun-
um, þannig að það verður að
teljast mjög óliklegt aö um
meira magn hafi verið að ræða,
þótt ekki sé hægt að útiloka það
með öllu”.
— Nú hefur þaö oft komiö
fyrir aö þiö geriö smygl upptækt
eftir visbendingum sem þiö fáiö
frá starfsbræörum ykkar
eriendis. Kom ekkert slikt tii I
þessu tilfelli?
„Við höfum telex-samband
við margar þjóðir til að skiptast
á upplýsingum, en hvernig þvi
nákvæmlega er háttað er eitt af
þvi sem ekki er hægt að segja
frá opinberlega. Hitt get ég sagt
að það er mjög misvirkt eftir
þvi hvaða þjóö á I hlut og I þessu
tilfelli var ekki um neitt slikt að
ræða. Þetta samstarf hefur oft
skilaö miklum árangri og er á
við marga starfsmenn hjá
okkur þó góðir séu”.
„Gæti eins verið smygl
um borð ennþá”.
— Einhvern timann hefur
veriö giskaö á, aö um eitt pró-
sent þeirra eiturlyfja, sem
smyglaö er til landsins, sé gert
upptækt. Hvernig helduröu aö
þetta hlutfall sé varöandi áfengi
og tóbak?
„Ég hef engin gögn eða upp-
lýsingar til að segja eitt eða
neitt um það. Allt sem ég segði
um það væri út i loftið og jafn-
gott að segja ekki neitt”.
— Áreiöanlegar heimildir
segja.aö skipverjar á Hofsjökli
hafi selt áfengi á tsafiröi, eftir
aö þessar þúsund flöskur voru
geröar upptækar. Er hugsanlegt
aö þiö hafið ekki fundiö allt á
Suöureyri?
„Ég get ekki svarað þvi með
fullri vissu, en þaö veröur að
teljast mjög ótrúlegt þar sem
okkar menn voru um borð i
skipinu á Isafirði og komu með
þvi hingað suður. En maður
getur aldrei fullyrt neitt um
þessa hluti — þaö gæti eins verið
smygl um borð i skipinu
ennþá”.
Þess má geta, að Hofsjökull
var siðast nefndur I sambandi
viö stórsmygl áriö 1974, þegar
1607 áfengisflöskur fundust um
borð i skipinu I Hafnarfiröi. Þá
eins og nú voru ellefu af skip-
verjunum sekir um smyglið, og
samkvæmt heimildum Visis er
um sömu menn aö ræða I
nokkrum tilvikum.
Wi
GESTSAUGUM
Telknarl: krls Jackson
JÆT/1,ÞÁ SRU KRSÖITKORm KOA1/W
TIL ÍSLfíMbS/ éGNOTAbl KR&DlT-RofíT
Þ&GÞíR £g BJÓ í U.S.fí.
ÞFlU ERU FRQBfiLRf MÐUR SEK VIHUUR
FYRIR ADEIMS $7'5 Á VÍKU GETUR &YTT
$50 Á DRG /AE£> kRSDITKORTI, 1 90 ÖPiGTl,
PPKJGPBTIL REIKNIUGGRNIR
FPRP PÐ KO/A A /
EKJHMÐ GERDIRÞÖ
ÞEGAR Þó FÉRKST
REIKIJIIU6IUU?