Vísir - 06.09.1980, Qupperneq 9
Hugarfarsmengu n
og hálf vodkadúsín
Þeir sem starfa hjá f jölmiðlum, ekki síst að öflun og vinnslu frétta, geta nánast
hvenær sem er átt von á upphringingum frá ólíklegasta fólki. Oft er að sjálfsögðu
um ýmis konar athugasemdir að ræða, en stundum felast beinar fréttir eða frétta-
ábendingar í þessum símtölum. Stundum er þar þó aðeins um að ræða hálfkveðnar
vísur, sem í stöku tilvikum minna á véfréttina í Delfí.
Maður, sem kvaðst vera farmaður, en ekki vildi segja tilsín, hringdi til dæmis að
kvöldlagi fyrir þremur vikum í einn starfsmanna ritstjórnar Vísis. Hann kvaðst
vera á einu íslensku f lutningaskipanna, og hafa verið í siglingum um langt árabil.
Oft hefðu menn verið að fást við smygl á þessum skipum og öðrum, einungis þá í
smáum stíl. Nú væri hins vegar svo komið, að smyglið væri orðið gífurlegt og í háa
herrans tið hefðu tolly f irvöld ekki komist á snoðir um neittaf þessu.
Hann sagði að hvert skipið eftir annað færi á ströndina, sem kallað væri, og
skipverjar seldu smyglið miskunnarlaust, aðallega áfengi, tóbak og talstöðvar, án
þess að nokkur virtist reyna að koma í veg fyrir slík lögbrot. Tollgæslan reyndist
gjörsamlega máttlaus, enda væri búið að skera niður alla yfirvinnu hjá henni og
leggja niður fjölda af tollvarðastöðum úti á landi.
„Getið þið nú þarna á Vísi ekki grennslast fyrir um þetta og stuðlað að því að
eitthvað verði gert í þessum málum?" spurði maðurinn í símanum og Visismaður-
inn lofaði að ræða málið við starfsfélaga sína.
Hvar er toilgæslan?
Þegar farið var að fjalla um
þaö, kom I ljós, aö ýmsir höföu
haft spurnir af þvi aö mikiö af
smygluöu áfengi væri á
markaönum i höfuöborginni, og
heföi framboöiö veriö
svo mikiö um tima i sumar aö
veröfall heföi oröiö á markaön-
um og vodkaflaskan jafnvel far-
iö niöur I sex þúsund krónur.
Eftir nokkrar simhringingar
út á land kom i ljós aö óvenju
mikiö framboö haföi veriö á
smygluöu áfengi og tóbaki upp á
slökastiö. Varöandi
talstöövarnar sem farmaöurinn
nefndi höföum viö spurnir af þvi
aö svonefndum farstöövum
heföi fjölgaö geysilega siöustu
misserin, og mikill hluti þeirra
heföi komiö til landsins fyrir
milligöngu útsjónarsamra
smyglara.
Abendingar mannsins sem
hringdi virtust þvi vera réttar,
auk þess sem dýr heimilistæki
voru sögö koma I miklu magni
meö sumum þeim fiskiskipum,
sem selt heföu afla sinn erlendis
undanfariö.
Ýmsar spurningar fóru aö
veröa áleitnar eins og: Hvar er
tollgæslan? Leitar hún ekki I
skipunum, eöa finnur hún bara
ekki neitt? Og hvaö hefur oröiö
um þá, sem eiga aö gæta laga og
réttar á þeim stööum þar sem
þessi umfangsmiklu svarta-
markaösviöskipti fara fram
fyrirallra augum? Lita laganna
veröir kanski ekki á þetta sem
lögbrot? Hvernig stendur á þvi
aö ekki hefur heyrst um aö kom-
iö hafi veriö i veg fyrir smygl i
langan tima?
Aöur en okkur haföi tekist aö
afla svara viö þessum spurning-
um svöruöu atvikin nokkrum
þeirra óvænt um siöustu helgi.
„Færandi varninginn
heim"
útvarpiö flutti landsmönnum
þau tiöindi á sunnudagskvöld aö
verulegt magn af smyglvarn-
ingi heföi fundist um borö i
flutningaskipinu Hofsjökli á
Suöureyri viö Súgandafjörö.
Þaö var mikiö aö tollararnir
fundu eitthvaö! hafa eflaust
ýmsir hu£saö.
En forsaga málsins var for-
vitnileg. Hofsjökull haföi komiö
til Reykjavikur frá Banda-
rikjunum viku fyrr eöa 24.
ágúst. Tollgæslan I Reykjavik
fór aö sjálfsögöu um borö I
skipiö: starfsmenn hennar hafa
eflaust stimplaö samviskusam-
lega öll plögg og svipast um I
skipinu. En þeir duttu ekki um
eina einustu flösku, fundu ekk-
ert athugavert. Þetta mun þó
hafa veriö itarlegri tollskoöun
en almennt gerist þegar skip
koma aö utan.
Eftir viödvölina I Reykjavik
fór svo Hofsjökull vestur um
land til þess aö lesta frystan fisk
á Bandarikjamarkaö. Aö
minnsta kosti héldu menn, aö
þaö væri meginverkefni
áhafnarinnar, en I ljós hefur nú
komiö, aö hún ætlaöi lika aö
stunda umfangsmikinn „einka-
bisness” og ná sér I drjúgan
aukaskilding. Strax og komiö
var út úr Reykjavikurhöfn hóf-
ust menn handa um borö viö aö
taka til söluvarninginn, sem
þeir höföu áöur kómiö hagan-
lega fyrir I oliugeymi i skipinu.
Nú var góssiö flutt i klefa á
ritstjórnar
pistlll
ólafur Ragnarsson rit-
stjóri skrifar.
aöalþilfari, þar sem þægilegra
var aö komast aö þvl, þegar
sölumennskan byrjaöi.
A fyrstu tveim viökomu-
stööunum, gekk salan greiö-
lega. Þaö var greinilega tals-
vert umliöiö frá þvi aö slikir au-
fúsugestir höföu komiö þangaö
„færandi varninginn heim” á
svona llka hagstæöu veröi,
nærri þriöjungi lægra en I Rlk-
inu.
Sexflöskupakkar á kjara-
pöllum.
En þótt menn séu áhugasamir
um aö kaupa áfengi og slgarett-
ur á góöu veröi er eins gott aö
fara aö öllu meö gát. Þaö er
aldrei aö vita nema einhver á
staönum sé svo sérstæö per-
sóna, aö honum finnist þaö
varöa viö lög aö selja smygl-
varning, og hann gæti þá jafnvel
hnippt I hreppsstjórann eöa ein-
hvern I löggunni. — Ef þeir lok-
uöu augunum áfram gæti hann
jafnvel hringt suöur I Tollinn og
sagt þeim þar frá öllu saman.
Þeir væru þá eins vlsir til aö
bregöa sér vestur og fara aö
leita i alvöru.
1 Bolungarvik aö minnsta
kosti voru skipverjarnir slöur
en svo aö pukrast meö varning-
inn. Þar var ekki selt þannig aö
menn gætu keypt eina og eina
flösku I vasann eöa til aö lauma
innan á sig. Nei, þaö var magn-
sala og magnafsláttur; lá viö aö
þetta væri allt „á kjarapöllum”
eins og einhver stórmarkaöur-
inn auglýsir hér syöra.
Þaö var ekki um aö ræöa aö fá
vodka I minna en hálfum dúsln-
um, sex flösku pakkningum. Og
veröiö? Þaö var veittur rlflegur
afsláttur frá því sem rikiseinka-
salan krefst fyrir flöskuna.
Minnti helst á tómataafsláttinn
á Torginu um daginn. Tiu þús-
und krónur flaskan. Var hægt aö
hafa þaö betra. Þeir uröu nú aö
fá eitthvaö fyrir sinn snúö,
piltarnir. Þeir höföu keypt
flöskuna á þúsundkall, og ekki
nema sanngjarnt aö þeir fengju
aö leggja á svona 900%. Rikiö
leggur miklu meira á sams kon-
ar vöru. Þaö selur vist amerlskt
vodka eins og þetta á f jórtán eöa
fimmtán þúsund.
Ýmsir, sem vildu vera hóf-
samir, ákváöu aö slá sér á sex-
flöskuskammtinn saman, tveir
og tveir. Þeir þóttust hafa himin
höndum tekiö, sex vodkaflöskur
fyrir sama verö og fjórar I Rlk-
inu. Aldeilis flnt.
Og slgarettukartonin runnu út
eins og heitar lummur.
Stööugur straumur manna
var aö boröi meö seölana og
siöan frá boröi meö smyglpakk-
ana vinsælu. Komu þessara
vösku sölumanna var tekiö
fagnandi. Sllk skipakoma er tal-
inn hreinn hvalreki á ströndinni.
Einhver hafði kjaftað frá
Útskipunin á fiskinum tók
enda, landfestar voru leystar.
Þegar siglt var inn á Súganda-
fjöröinn voru á lagernum um
borö um 800 flöskur og nálægt
870 sigarettukarton og svo
blessaðar talstöövarnar.
Eftir að komið var I höfn á
Suðureyri var tekiö til viö söl-
una aftur, en sem menn voru aö
bera nokkra vodkakassa út I
fólksbil viö skipshliöina birtust
allt i einu tollarar að sunnan.
Hvaö var eiginlega á seyöi? Jú,
þaö hafði einhver Vestfiröingur-
inn kjaftaö frá. Einhver, sem
áttaöi sig ekki á þvl, hvaö var
verið aö gera mönnum mikinn
greiða. Selja þeim vodka á tom-
bóluveröi og koma meira aö
segja meö þaö heim I þeirra eig-
in byggöarlag. Kannski þaö hafi
verið löggan i Bolungarvik. Hún
litur hugsanlega á sölu á smygl-
varningi sem lögbrot og neitar
aö keyra kassana heim fyrir
menn eins og löggan I Vest-
mannaeyjum, sem var svo
„gasalega alminleg” viö strák-
ana sem komu meö allan bjór-
inn aö utan i fyrra eöa hitteö-
fyrra. Þaö stóö nú til aö gera
eitthvert vesen I sambandi viö
þetta mál I Eyjum, en þaö þótti
hafa lítiö upp á sig vegna þess
aö búiö var aö drekka allan
bjórinn!
En hvaö um þaö. Tollararnir
aö sunnan voru komnir um borö
I Hofsjökul á Suöureyri og
þurftu ekki mikiö aö leita til
þess aö finna góssiö.
Hugsanlega veröur viökvæöiö
hjá piltunum hiö sama og hjá
starfsbræörum þeirra, sem
misstu stóran hluta „inn-
flutnings” sins I hendurnar á
Tollinum fyrir nokkrum árum:
„Viö veröum bara aö smygla
meiru næst til aö borga sek-
tina”.
Er ekki eitthvaö oröiö bogiö
viö hugarfar landsmanna þegar
ævintýri eins og þaö sem hér
hefur veriö spjallaö um getur
gerst? Er eölilegt aö menn llti á
þaö sem staöarkosti (nánast
eins og jaröhita) aö skip komi
þangaö frá útlöndum með
smyglvarning? Er ekki heldur
öfugsnúiö aö almenningur sjái •
fyrir sér menn meö geislabaug,
sem færi þeim mikla búbót, —
þegar talað er um smyglara?
Hvaö skyldi valda þessari
mengun hugarfarsins? Gæti
verið aö skefjalaus skattheimta
rikisins af áfengi eins og raunar
flestu öðru ætti þarna hlut aö
máli? Þaö skyldi þó aldrei vera
aö I sambandi viö innflutning
áfengis til landsins þætti mörg-
um landsmanna óhemjumikil
álagning ríkissjóös á þessa vöru
vera saknæmari og svlviröilegri
en sá verknaöur aö koma henni
inn i landiö framhjá öllu kerf-
inu, — með öörum oröum aö
smygla henni?
Hvaö heldur þú lesandi
góöur?
ólafur Ragnarsson