Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 16
16
17
vísm
£
m
\
„Um leífi og ég var orftinn formaöur Fimleika-
sambandsins, hætti dóttirin i fimleikum!”.
„Alfarifi rétt að blanda nemendum meö sérþarfir inn f
almenna skóla.”
„Sumir foreldrar eru alveg áhugalausir um þaö, sem
skólinn er aö fást viö.”
„Þarna er kærkomiö tækifæri fyrir kennara aö koma
hugmyndum sinum á framfæri.”
„Ég hef valiö þann kostinn aö fara rólega af staö.”
„Þaö ætti að ráöa kennara samkvæmt vinnutima
skrifstof umannsins, en ekki timafjölda eins og nú er.”
//Skólamál eru hálfgerður sjúkdómur í f jölskyldunni. Faðir minn var skóla-
stjóri bændaskólans á Hvanneyri/ Sigurður/ bróðir minn, er skólastjóri Heiða-
skóla í Leirársveit/ ólafur, einnig bróðir minn, er skólastjóri Tónmenntaskóla
Borgarfjarðar, konan mín er námsstjóri í menntamálaráðuneytinu og elsta
dóttirin er kennari. Það er því ekkert undarlegt, þótt skólamál séu mikið rædd
hér á heimilinu/ enda segja dæturnar oft: „Æ, taliði um eitthvað annað en
skóla!""
Það er Ásgeir Guðmundsson, sem hér hefur orðið. Ásgeir er þekktur skóla-
maður, enda hefur skólinn átt hans lífshlaup að mestu, bæði f leik og starfi eftir
því, sem hann segir sjálfur. Ásgeir var um 10 ára skeið skólastjóri Hlíðaskóla í
Reykjavík. Á þeim tíma var fitjað upp á mjög athyglisverðum nýjungum í skól-
anum og ber þar hæst inntöku f jölfatlaðra barna inn í skólann.
Ásgeir hefur einnig átt sæti í ýmsum nefndum, sem starfað hafa að skóla- og
uppeldismálum, svo og íþróttum og var meðal annars formaður Fimleikasam-
bands islands um árabil.
Nú síðast eða lta september síðastliðinn tók Ásgeir við nýju embætti, stöðu
forstöðumanns Námsgagnastofnunar, en sú stofnun er ný af nálinni. En hver
er maðurinn Ásgeir Guðmundsson.
..ENGIN TÆKNI GETUR
KOMIÐ f STAÐ KENNARA’
^ ------------------
— Rætt vió Asgeir Guómundsson um skólamál og fleira
„Skólinná hug
minnallan"
„Ég er fæddur á Hvanneyri I
Borgarfiröi og ólst þar upp. A
sumrum vann ég aö landbúnaöar-
störfum, en var I skóla fyrir sunn-
an á vetrum. Nú ég fór snemma i
Kennaraskólann og I framhaldi af
þvi á lþróttakennaraskóla. Ég
var kominn út á vinnumarkaöinn
um tvftugt og þá sem kennari og
skólinn hefur átt hug minn allan
allar götur síöan.
Þaö var áriö 1953 aö ég hóf aö
kenna viö Laugarnesskóla og var
þar viöloöandi fram til ársins
1960, var i fullu starfi sum árin, en
lausari viö önnur. A þessum árum
fór ég meöal annars I framhalds-
nám viö danska Kennaraháskól-
ann.
Nú samhliöa kennslunni vann
ég aö nokkrum verkefnum fyrir
Fræösluskrifstofu Reykjavikur,
meöal annars aö sérkennslu eöa
hjálparkennslumálum i Reykja-
vik og hönnun skólaþroskaprófa.
Haustiö ’61 réöist ég sem yfir-
kennari aö Hliöaskóla og 8 árum
siöar varö ég skólastjóri. Þar
hefur timinn liöiö siöan, utan 1
árs, sem ég var I framhaldsnámi i
Sviþjóö og 2ja ára sem ég starfaöi
viö Fræösluskrifstofu Reykjavik-
ur”.
,Mjög jákvætt'
Þessi nýjung I Hliöaskóla aö
taka fjölfötluö börn inn i skólann.
Hvernig kom þaö til og hver hefur
veriö árangurinn af þvi starfi?
„Máliö byrjaöi þannig, aö
vandræöi voru meö þessa nem-
endur og var komiö aö máli viö
okkur i Hliöaskóla aö taka þetta
verkefni aö okkur. Þetta var litiö
til aö byrja meö, aöeins deild
heyrnarskertra. Nú nokkru siöar
kom til deild hreyfihamlaöra, en
stofnun, sem þau börn voru á, var
aö leggjast niöur. Siöan var enn
ný deild sett á laggirnar, deild
fyrir málhömluö börn. Eins og
gefur aö skilja hefur þetta veriö
geypilega stór þáttur I okkar
starfi I Hliöaskóla, og kannski
ekki sisthjá mér sem skólastjóra,
en þaö hefur veriö skemmtilegt
og spennandi verk, og I flestum
tilvikum mjög jákvætt, gagnvart
öörum nemendum, ööru starfs-
fólki og foreldrum, bæöi barn-
anna sjálfra og hinna. Þetta starf
hefur tengst öllu starfsfólki skól-
ans meira og minna og hefur þaö
unniö frábært starf I þessu sam-
bandi. Þegar ég segi þetta miöa
ég viö heildina, auövitaö mistókst
okkur stundum, en þaö er eins og
gerist og gengur meö ýmsa aöra I
skólanum, þótt heilbrigöir teljist.
Min skoöun á þessum málum er
sú, aö ég tel þá stefnu alfariö
rétta aö blanda nemendum meö
sérþarfir inn i almenna skóla, þaö
er aö segja sé hægt aö skapa þeim
þá aöstööu og þá þjálfun, sem þau
þurfa á aö halda. Ég fór til
Bandarikjanna meöal annars til
aö kynna mér þennan þátt i skóla-
starfinu haustiö ’77. Þar kynntist
ég þessari blöndu og var sú ferö I
alla staöi mjög fróöleg”.
„Svo foreldrarnir fái
ekki hnút í magann"
„Annars er ýmislegt fleira,
sem viö höfum gert I Hllöaskóla.
Foreldrastarfiö þar hefur til
dæmis veriö mjög virkt undan-
farin ár, en foreldrafélag var
stofnaö viö skólann áriö 1969. Þaö
þarf meö öllum ráöum aö tengja
foreldrana og heimilin viö skól-
ann. Þetta er á margan hátt
erfitt, þvi foreldrarnir hafa ekki
ótakmarkaöan tima fremur en
kennararnir til aö sinna þessum
málum. Auk þess eru sumir for-
eldrar alveg áhugalausir um þaö,
sem skólinn er aö fást viö og telja
þaö jafnvel ekki I sinum verka-
hring aö aöstoöa skólann viö þaö,
sem hann er aö gera. Þarna held
ég aö mikill misskilningur sé á
feröinni. Skólinn er engan veginn
fær um einn og sér aö leysa öll
þau vandamál, sem upp koma hjá
einstökum nemendum og þvi
hlýtur öll aöstoö og samstarf viö
foreldrana aö vera af hinu góöa.
Enda þótt foreldrasamstarfiö
hafi tekiö mikinn tlma af minu
starfi sem skólastjóri, þá fannst
mér þeim tima afar vel variö og
skemmtilegur þáttur I starfinu.
Samskiptin viö foreldrana meö
upplýsingafundum og tengslum
einstakra kennara eru mikil. Viö
höfum sagt bæöi viö foreldra og
kennara, aö óafsakanlegt sé
vegna þessa sambands aö láta
einhver vandamál vaxa afskipta-
laus. Þaö er skylda þessara aöila
aö ná sambandi, ef eitthvaö
kemur upp. Viö höfum reynt aö
byggja þessi tengsl þannig, aö
þau gefi kost á samskiptum, enda
þótt engin sérstök vandamál séu
uppi, svo foreldrarnir fái ekki
hnút I magann, ef hringt er frá
skólanum og beöiö um viötal”.
„Tímamörk til skóla-
starfsins oft of þröng"
„A þessum árum minum 1
Hliöaskóla hafa miklar breyting-
ar oröiö i skólamálum almennt og
þaö hefur veriö stefna okkar aö
fylgjast meö eftir föngum breyt-
ingum á námsefni og kennslu-
háttum, og einnig þaö hefur veriö
skemmtilegt starf og spennandi”.
Finnst þér, aö yfirstjórn skóla-
mála hafi brugöiö fæti fyrir þitt
starf?
„Nei, þaö er nú ekki min skoö-
un. Viö störfum eftir ákveönum
reglum og I flestum tilvikum eru
þær ekki þaö strangar, aö viö get-
um ekki hreyft okkur innan
þeirra. Þó verö ég aö segja, aö
timamörk til skólastarfsins á
vissum þáttum eru oft nokkuö
þröng. 1 þessu sambandi á éeg
einkum viö þann tima sem okkur
er skammtaöur til dæmis til fé-
lagslifsins og bókasafnanna. Þá
er þaö gagnrýnivert, aö tima-
magn til grunnskólans skuli hafa
minnkaö meö árunum fremur en
hitt”.
Er þá eitthvaö, sem betur
mætti fara?
„Já, óneitanlega, til dæmis,
hefur ekki veriö lokiö viö bygg-
ingu skólans, þótt starfræktur
hafi veriö I 25 ár. Þaö háir aö
sjálfsögöu skólastarfinu aö starfa
i ófullgeröu húsi og segja má, aö
eölilegt skólahald sé ekki i sllkum
skóla”.
„Engintækni getur
komið i stað kennara"
Hver er þln framtiöarsýn I
skólamálum?
„Einsetinn skóli finnst mér
vera númer eitt. Einnig mætti
nefna aukiö timamagn til ákveö-
inna þátta i skólastarfinu, svo
sem til félagslifs, bókasafns og
stuöningskennslu. Ef til vill lika
þaö, aö ráöa kennara samkvæmt
vinnutima skrifstofumannsins, en
ekki timafjölda, eins og nú er.
Þetta striöir aö visu gegn stefnu
kennarasamtaka, en ef ég ætti aö
meta þaö, sem kæmi skólanum og
nemendum best, þá væri þetta
mjög góö lausn, þvi inn i skólann
kæmi þá starfskraftur, sem hægt
væri aö nýta betur”.
En hvaö meö nýtingu sjón-
varpsins fyrir kennsluna?
„Sá þáttur er dauöur hér á
landi. Hér er ekkert sjónvarps-
efni, sem hægt er aö taka inn,
skólarnir eru yfirleitt ekki búnir
myndsegulböndum og mynd-
segulbandsefni til kennslu er litiö
fáanlegt hérlendis. Ef þessi tækni
kæmi hingaö mundi hún aö sjálf-
sögðu breyta innihaldi og hafa á-
hrif á kennsluhætti. Þaö yki
möguleika kennarans, en auövit-
aö þyrftu menn aö velja og hafna
þar ems og annars staöar. Til-
koma sjónvarps heföi ekki áhrif á
starfsmannafjölda skólanna, aö
minu mati, þvi þaö er trú min, aö
engin tækni komi I staö kennara.
Ég hef þaö á tilfinningunni, aö
miöaö viö útsendingartima sjón-
varps sé nýting á sjónvarpinu og
tæknibúnaöi þess afskaplega litil,
þó kann aö vera, aö ég meti þaö
rangt. Sjónvarp og skóli hafa ein-
hvern veginn aldrei náö saman,
einhver stiröni er þar á milli, en
hvorum megin þaö liggur skal ég
ósagt látiö. En þegar af þessu
veröur einn góöan veöurdag, er
nauösynlegt aö vanda efniö vel og
fara gætilega af staö”.
,/Ég geri mér miklar
vonirum Náms-
gagnastofnunina"
Nú hefur þú veriö ráöinn for-
stööumaöur nýrrar stofnunar,
Námsgagnastofnunar. Hvernig
leggst þessi nýja staöa I þig?
„Ég geri mér miklar vonir um
þessa stofnun I framtiöinni. Hún á
aö taka viö hlutverki Rikisútgáfu
námsbóka, Skólavörubúöinni og
Fræöslumyndasafni rikisins og
henni eru ætluö ákveöin þjónustu-
verkefni i lögum og reglugerö
fyrir skóla landsins, og þá einkum
grunnskólana. Astæöan fyrir þvi,
að ég sótti um þetta embætti er
einfaldlega sú, aö ég hef áhuga á
að takast viö þetta verksviö.
Þó ég sé forstööumaöur stofn-
unarinnar þýöir þaö ekki, aö ég sé
alveg sjálfs min ráöandi, sem
betur fer. Stofnunin hefur sjö
manna stjórn sem ræöur, aö
sjálfsögðu i samráöi viö starfs-
menn og ráöuneyti. Starfsemi
stofnunarinnar takmarkast viö
þaö fjármagn, sem hún hefur til
umráöa og i dag er henni afar
þröngur stakkur sniöinn i þeim
efnum. Hún hefur engan fastan
tekjustofn, nema þann, sem Al-
þingi ákveöur hverju sinni. 1 þvi
sambandi væri ekki úr vegi aö
setja á laggirnar á ný námsbóka-
gjald, sem fellt var niöur hér á
landi fyrir nokkrum árum. Gæti
þaö orðiö sá tekjustofn stofnunar-
innar, sem starfiö byggöist á.
Þegar fram liöa stundir mun ég
gera tillögur um starfskiptingu og
verkefni. En ég hef valiö þann
kostinn aö fara rólega af staö. Ég
þekki ekki þessa starsemi i
grunninum nú þegar ég byrja og
hef þvi ákveðiö aö taka minn tima
til aö kynnast henni”.
óneitanlega hef ég
ákveðnar hugmyndir
um starfið
Hvernig er starfsemin fyrir-
huguð?
„Samkvæmt lögum um Náms-
gagnastofnun veröa starfræktar
tvær aðaldeildir, framleiösludeild
annars vegar og sölu- og dreifing-
ardeild hins vegar. Mun Fræöslu-
myndasafniö falla aö annarri
deildinni auk kennslugagnamiö-
stöövar, sem lögin geta einnig
um. Annars hefur ekki veriö tekin
ákvöröun um framtlöarskipan
enn.
Þaö er meginatriöi fyrir stofn-
unina aö komast á einn samastaö
og reiknaö er meö, aö sá staöur
veröi Viöishúsiö umtalaöa. En
þar hefur Námsgagnastofnuninni
veriö ætlaö pláss á tveimur
neöstu hæöunum og hluta af
þeirri þriðju. Nái þetta fram aö
ganga fær stofnunin nægilegt
svigrúm þar til aö sinna slnum
störfum”.
En hefur þú sjálfur ekki ein-
hverjar ákveðnar hugmyndir um
þetta starf?
„Jú, óneitanlega hef ég þaö.
Stofnuninni er meöal annars ætl-
aö aö koma upp kennslugagna-
miöstöö, og aö minu mati er þaö
einhver mikilvægasti þátturinn I
allri þessari starfsemi. Með
kennslugagnamiöstöö á ég ekki
bara viö safn gagna, heldur er
þaö einnig spurning um gerö
námsefnis, kynningastarfsemi,
útbreiöslu á kennslutækjum,
námsgögnum, námskeiöahald
og fleira. Þá ætti þarna aö vera
kærkomiö tækifæri fyrir kennara
aö koma hugmyndum slnum á
framfæri, sem stofnunin gæti slö-
W?
„Viö hjónin æfum vikulega blak og badminton,” Asgeir ásamt konu sinni, Sigriöi Jónsdóttur.
an dreift til kennara. Þannig
myndi hún virkja frjóar hug-
myndir starfsmanna skólanna og
annarra, sem áhuga hafa”.
„Mér f ínnst sannarlega
full þörf á
slíkrí stofnun"
Fannst þér sem skólastjóra
þörf á stofnun sem þessari?
„Já, þaö finnst mér sannar-
lega, og byggi ég mina skoöun á
reynslu minni, þegar ég starfaöi
viö kennslufræöideild Fræöslu-
skrifstofu Reykjavikur fyrir
nokkrum árum. Þar vann ég
störf, sem aö nokkru svipar til
þeirra, sem Námsgagnastofnun
eru ætluö”.
En hvernig má þjóna lands-
byggöinni betur en gert er meö
stofnun, sem staösett er I Reykja
vík?
„Þarna kemur einmitt eitt af
erfiöari málum stofnunarinnar.
Flytja þarf út til svæöanna meö
einhverjum hætti kynningu á
þeim gögnum, sem stofnunin
hefur upp á aö bjóöa, hugsanlega
I tengslum viö fræösluskrifstofur
úti á landsbyggöinni. Sllkar
stöövar mætti setja upp I lands-
hlutunum, til dæmis á Noröur-
landi, Austurlandi og svo fram-
vegis.
I þessu sambandi er ofarlega I
huga minum tækjabúnaöur skól-
anna, hvernig tækin eru notuö og
höfö aögengileg fyrir kennara.
Þaö þarf aö nýta betur þá þekk-
ingu og tækni, sem liggur fyrir I j
dag og þar kæmi einmitt til kasta i
Námsgagnastofnunarinnar. Ég j
geri mér þó fulla grein fyrir þvi,
að hægara er um aö tala en I að
komast”.
„Kannski næst fátt
fram...."
„tlt frá minum bæjardyrum !
séö, finnst mér þetta nýja starf
spennandi viöfangsefni, en
kannski næst fátt fram af helstu
áhugamálunum. Þaö er bara ekki
til neins aö skipta um starf, nema
löngun sé fyrir hendi til aö glima
við nýtt verkefni. Þetta á ef til vill
ekki hvaö slst viö nú, þegar ég
kveö góöa félaga á góöum vinnu-
staö eftir langt samstarf. En eftir
viku á nýja staönum liöur mér
betur en ég átti von á, og mér llst
vel á þaö samstarf, sem ég á I
vændum”.
„Starfiðoft tekið
með sér hefm"
En hvaö gerir maöurinn Asgeir
Guömundsson I fristundunum?
„Nokkuö mikill tlmi hefur fariö
i nefndastörf. Ég var til dæmis
um 12 ára skeiö formaöur Sumar-
gjafar. Þaö var einkar skemmti-
leg reynsla, Nú siöastliöin 3 ár hef
ég verið formaöur Félags skóla-
stjóra og yfirkennara á grunn-
skólastigi, en markmiö þess fé-
lags er aö vinna aö sameiginleg-
um hagsmunum skólastjórnar-
manna.
Formaður Fimleikasambands
lslands var ég I 7 ár. Annars var
það fyrir hreina tilviljun, aö ég
fór þangaö. Dóttir mln var meö I
fimleikakeppnum fyrstu ár sam-
bandsins og stóö sig vel. Nú ég fór
aö sækja mótin. Þar kom aö vant-
aði formann og leitaö var til min
og ég gaf kost á mér, en þaö var
eins og viö manninn mælt, um leiö
og ég var kominn i embættiö,
hætti dóttirin I fimleikum!
Þaö vill oft brenna viö, aö starf-
iö sé tekiö meö sér heim, þegar I
svo mörgu er aö snúast. En þaö er
fleira en starf og skyldur, Meö
góöum vinum förum viö hjónin
vikulega I blak og badminton og
við feröumst þegar færi gefst. Og
ekki má gleyma fjölskyldunni og
vinunum. Meö þeim eru án efa
ánægjulegustu stundirnar”.
—KÞ.
Illll
■
Textl: Kristln Þorsteinsdóttir
Myndir: Einar Pétursson