Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 8
Laugardagur 20. september 1980. 8 Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson. Ritstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Frfða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Öskar Magnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaöamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Einar Pétursson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: jigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 siml 8Ó611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 slmar 8ÓÓ11 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5500 á mánuði innanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein- takið'. Visirer prentaöur I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. STENDUR NKV0RRUN OLAFS? Vegna fyrirhugaörar endurskipulagningar á starfsemi Frihaínarinnar hefur ólafur Jó- hannesson, utanrfkisráöherra,tekiö ákvöröun um uppsögn allra núverandi starfsmanna fyrirtækisins. En veröur sú ákvöröun látin standa? Frá því er skýrt í frétt í Vísi í dag, að Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, hafi tekið ákvörðun um að öllum starfs- mönnum Fríhaf narinnar á Kef lavíkurf lugvelli yrði sagt upp störfum miðað við næstu áramót, meðal annars vegna endurskipu- lagningar á starfsemi fyrir- tækisins. Jafnframt er frá því skýrt að Ólafur hafi tilkynnt samráð- herrum sínum í ríkisstjórninni þessa ákvörðun sína í síðustu viku. Þegar uppsagnarbréfin voru tilbúin til þess að setja þau i ábyrgðarpóst í gær, boðaði varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins fulltrúa starfsmanna Fríhafnarinnar á sinn fund og gerði þeim grein fyrir ákvörðun ufanríkisráðherra og ástæðum uppsagnanna. Þeir tara siðan suður á Kefla- víkurflugvöll og segja sam- starfsmönnum sínum í Frí- höfninni tiðindin. Menn eiga erfitt með að taka þessu og hef j- ast þegar handa um að fá ákvörðuninni breytt. i því sam- bandi er meðal annars leitað til þingmanna sem eiga atkvæði sín að hluta til undir fjölskyldum þessara manna. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, sem fylgst hef ur með málefnum Fríhafnarinnar undanfarin ár því að óviða í ríkiskerfinu hefur pólitískum gæðingum verið raðað inn í stöður af jafnmikilli kostgæfni og þar. Framsóknarmenn og Kratar hafa verið iðnastir við kolann, enda haft málefni Fríhafnarinnar á sinni könnu í utanríkisráðuneytinu um langt árabil. Gott dæmi um það, hvernig þeir hafa beygt jafnvel hörðustu niðurskuröarmenn kerf isins und- ir vilja sinn varðandi Fríhöfnina fékkst á síðasta ári. Þá hafði stjórnarnefnd Fríhafnarinnar lagt til að fækkað yrði í starfsliði fyrirtækisins um milli 15 og 20 manns vegna breyttra aðstæðna á Keflavíkurflugvelli. Meirihiuti þess hóps voru lausráðnir starfs- menn, sem engin stöðuheimild var f yrir. En í stað þess að verða við þessari ósk stjórnar fyrir- tækisins lét jafnvel bremsunefnd kerfisins undan þrýstingi og hreyfði ekki við neinum starfs- manni. Og bremsunefndin gekk enn lengra, — og veitti stöðu- heimildir fyrir öllum þeim starfsmönnum í þessum hópi, sem verið höfðu lausráðnir, og unnið í tímavinnu fram að því. Þetta er ótrúlegt en satt. Með tilliti til þessara atriða fer ekki hjá því að menn undrist ákvörðun Ólafs Jóhannessonar og dáist að áræðni hans. Ólafur hef ur fyrr sýnt að hann þorir, og er ófeiminn við að taka ákvarð- anir, sem samviska hans segir honum að séu réttar. En þó hann sé nú erlendis, þegar þessi ákvörðun verður opinber, er ólík- legt, að hann fái frið fyrir þeim, sem geta ekki sætt sig við ákvörðunina. Upphringing, sem Vísi barst seint í gærkveldi, frá einum starfsmanna Fríhafnarinnar og sagt er frá í frétt blaðsins í dag, sýnir að þegar er búið að hræra í einhverjum starfsmanna utan- ríkisráðuneytisins vegna þessa máls/úr því að þeir hika við að senda út uppsagnarbréfin þótt starfsmönnum Fríhafnarinnar hafi verið tilkynnt um uppsagn- irnar og ríkisstjórninni hafi f yrir mörgum dögum verið skýrt frá ákvörðun utanríkisráðherra. Það verður f róðlegt að fylgjast með því, hvort hér er í uppsigl- ingu pólitískur skrípaleikur, eða hvort fylgt verður fram ákvörð- un um uppsagnir og grundvallar- breytingar á starfsemi Frí- hafnarinnar. Sjálfsagt höfum viö öll brotiö heilann um hvaB er aB baki þeim óþurftarverkum, sem hvaö eftir annaö hafa veriö unn- in i miöborg Reykjavikur, um hverja helgi i sumar og haust. Hvaö veldur þvi aö ungt og glatt fólk finnur ánægju i að rifa upp blóm og annan gróöur og vinna spellvirki á húsum og mannvirkjum? Sú skýring, aö unglingana vanti athvarf, er ekki ein full- nægjandi Ég hygg, aö ástæöan sé meö i bland sú upplausn, sem allsstaöar rikir i þjóðfélaginu. Fjölskyldubönd hafa rofnaö, samband foreldra og barna er i molum. Samræöulist tiökast ekki lengur á heimilum. Hraö- inn, óróinn, þessi ofsi og áráttan aö komast yfir allt á sem styst- um tima. Hrifsa allt til sin. Ekki biöa eftir neinu. Þaö er eins og margir haldi aö lifiö hlaupi frá þeim óeytt. Skemmdarverk á gróöri eru vafalitiö unnin af fólki, sem ekki hefur vanist aö fara um hann höndum. Fyrir þaö geta þeir sem eldri eru ásakaö sig, þvi flestir geta, ef vilji er fyrir hendi, komiö börnum sinum I snertingu viö náttúruna, ennþá aö minnsta kosti. Undirrótin aö allri þessari ógæfu, þvi' ekki er hægt aö kalla þaö ööru nafni.er áfengiö eöa aörir vimugjafar. Maöur, sem leggur fram mikla vinnu til aö berjast gegn þessum vágestum, sagöi i minni áheyrn aö verö- bólgan, sem allir tala um, væri engan veginn jafn mikiö vanda- mál á íslandi og vimugjafarnir. Er hægt aö loka augunum fyrir þessu? Nú eru haldnar ráöstefnur um svonefnda fjölskyldupólitik. Ég veitekkihvaö þar er rætt, þvi ég hefi ekki haft manndóm til aö sækja neina þeirra. Skyldu þessi mál vera rædd þar? Viö vitum aö vandamáliö snertir svo að segja hverja fjölskyldu, en er þaö ekki enn feimnismál? Má taka það meö? Mig langar aö koma meö til- lögu en fyrst verö ég aö segja smásögu. Embættismaöur úti á landi, vinsæll og dáöur, átti i al- varlegum erfiöleikum meö Helgarþankar áfengi. Þetta var á þeim árum, sem litiö var drukkiö almennt, helst aö karlarnir hresstu sig i réttunum og einstaka galgopar þar fyrir utan. Menn ræddu um hvaö væri hægt aö gera til bjargar þessum eina, sem var i hættu staddur, Þeim kom þaö ráö i hug aö ganga allir i bind- indi og stofnuðu stúku meö vin- inum. Hann var tilfinninga- maöur og góður drengur, og sú vinátta sem hann mætti þarna varö tilþess, aö hann drakk ekki vin þau ár, sem hann átti ólifaö. Þetta er sönn saga, sem fleiri þekkja en ég. Min tillaga er sú, aö fjöl- skylda sem á i höggi viö þaö vandamál aö einhver innan vé- banda hennar er aö fara i hund- ana af völdum vimugjafa, taki sig til og fari öll i bindindi um óákveðinn tlma. Viö skulum hugsa okkur miöaldra hjón, fjögur uppkomin börn og jafn mörg tengdabörn og svo barna- börn. Hér eru komnir tiu ein- staklingar. Þau leggja öll i sam- eiginiegan sjóö þaö, sem áöur hefur farið i brennivin og gera einnig eitthvaö, sem þau geta notiö sameiginlega fyrir þaö. Auövitaö færi fyrst fram um- ræöa um hvaö ætti aö velja og kæmi þá fjölskyldan saman og ræddi mál, nokkuö sem hún hefur kannski i raun og veru ekki gert lengi. Min skoðun er aö sá sem getur notaö áfengi til skemmtunar, eigi ekki I nein- um vandræöum meö aö finna sér annaö til, sem veitir honum meiri ánægju. Þaö varöar alla um þann æskulýð, sem er aö alast upp i dag. Lækningin viö óróá hans er ekki æsifréttaskrif, Svarta- Maria eöa þviumlikt. Viö veröum aö leita orsak- anna, gera eitthvaö i málinu, al- menningur i landinu. Kerfiö er þægilegur sökudólgur, en hver byggöi þaö? Væri ekki vert að athuga þaö i næöi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.